Þjóðviljinn - 02.06.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.06.1973, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 „HUNDSRASSI t upphafi viftræöna. ummælum Nixons i flugvélinni vildi gjarna vita hvað islenzk blöð segðu um samtöl Nixons við Islenzka ráðamenn. Mér skilst, sagði hann, að tslendingar hefðu komið með sin vandamál, og auðvitað flýtti Nixon sér að synda á brott frá öllu saman... Svisslendingur frá Tribune de Genéve vildi vita um hlutverk Alusuisse i islenzkri iðn- væðingu: hann sagði þennan kunningja tslendinga vera heldur illa ræmdan fyrir ýmis vandræði sem fyrirtækið hefur lent i i Suöur-Ameriku og viðar. Búlgari og Pólverji vildu i snatri fá upp sem flest um flokkaskiptingu á Islandi. Margir báðu um út- .skýringar á göngu herstöðva- og Natóandstæðinga, létu Nixon og Pompidou lönd og leið, hlupu til myndatöku, og sumir brugðu sér á útifundinn. En þess má m.a. geta, að Timinn sá ekki ástæðu til að geta um gönguna einu orði daginn sem hún átti að fara fram hvað þá ýmis önnur islenzk blöð. Tvö sjokk á Loftleiðum Strax um morguninn var tekið upp á þvi að gefa itarlegar skýrsl- ur um hverja hreyfingu Nixons. Við fengum að vita að á miðviku- dagskvöld át hann lax, að hanp brá sér óvænt á spásseringu um miðbæinn i gær með islenzkum lögreglumanni, enskumælandi. Það var einnig rakið itarlega að hann var ljósmyndaður með is- lenzkri starfsstúlku i bandariska sendiráðinu, að hann veifaði eldri konu, bláklæddri, og þar fram eftir götunum. Miklu minna fór fyrir upplýsingum um Pompidou og nær engar slikar voru gegnar um fylgdarmenn þeirra, nema þá þar sem þeir komu við sögu for- setanna. Hins vegar urðu munn- legar sögusagnir þvi stórfeng- legri, sumar, ekki sizt um sjar- mörinn fræga, Kissingar. Þannig gekk sú saga, að þegar hann hefði tekið vinalega utanum starfs- stúlku á Hótel Loftleiðum, hefðu stúlkutetrinu orðið svo um þennan óvænta heiður, að hún hefði öll „farið i kerfi”, einsog unglingarnir orða það, snarsnúist um sjálfa sig, hlaupið eftir göngum rifið i hár sér og æpt. önnur stúlka þar á að hafa orðið fyrir öllu óþægilegra sjokki. Hún fór innum dyr, sem hún vissi ekki, að hún mátti ekki ganga um aö ákvörðun öryggisvarða, og vissi ekki fyrr en hún fékk byssu- hlaup á kaf i magann. Sem betur fer hleypti viðkomandi öryggis- vörður ekki strax af, þótt snögg hefði viðbrögð, svo stúlkan slapp með taugaáfall. Fimm landar Þótt hér hafi verið talað um franskan hóp og bandariskan hóp blaðamanna eru innan þessara hópa ýmsir útlendingar, sem starfandi eru sem fréttamenn, fulltrúar blaða sinns, i Frakk- landi og Bandarikjunum. Einkum eru áberandi i „franska” hópnum blaðamenn frá hinum Efnahags- bandalagslöndunum. Einn útlendingur i bandariska hópnum langaöi mjög að hitta landa sina, ef einherjir skyldu vera, hér a landi. Hann var frá Kóreyju en hafði greinilega lengi veriö i Bandarikjunum og sneri sér til islenzks embættismanns með áhugamálið. — Jú, reyndar, þaö eru fimm Kóreumenn hér. Mas, blaöamenn! Blaðamenn? — Já, þeir komu i vikunni frá Norður-Kóreu. Sjaldan hefur vitnið séð vináttusviþinn detta jafn snöggt af einum manni. Aö islendingur skuli leyfa sér slika móðgun! Talað við blaðamenn Blaðamenn flykktust jafnan út á gang eða út fyrir dyr þegar von var á forsetunum og byrjuðu þá þær sigildu vangaveltur um það, hvort svipbrigði þeirra gæfu nokkuð til kynna um gang viðræðna. Hétt eins og hið æfða bros fagmanna sé ekki raunveru- leg andstæða við allar slikar get- gátur. Þegar þeir komu út af fyrsta fundi sinum rétt fyrir klukkan eitt námu þeir staðar. Nixon benti á blaðamenn og sagði: — Þeir þekkja mig þessir, og kinkaði siðan kolli til Pompidou, og yður lika. Siðan fór Nixon að kvarta yfir þvl að hann hefði farið i bólið kl. 12, en það væri kl. átta að bandariskum tima og hefði komizt ólag á svefn hans. Herra Pompidou hefðþ’hins vegar það hagræöi að timamunur á Paris og Reykjavik væri aðeins ein stund. Meira var það nú ekki. Þegar þeir komu aftur til fundar um þrjúleytið, en þá kom Pompidou á undan Nixon, tók Pompidou að tala við blaðamenn. Þeir sem fjær stóðu voru hálf fúlir yfir þvi að heyra ekki heimsmálin rædd. En i raun talaði Pompidou ekki um annað en myndavlear. Hann kvaðst ekki skilja þessar flóknu græjur. Sjálfur vildi hann instamaticvél. Einn Fransmann spurði hann um vinnustað. Sá var frá Paris Matich, sem er franskt mynda- biað — Ó herra minn trúr, sagði Pompidou, rétt eins og þið eigið ekki nóg af myndum af mér! Þessi sami Ijósmyndari hafði verið mjög hrifinn af þvi hvernig starfsdagur hans byrjaði: Það hrinti mér enginn, sagði hann, enginn tróö á mér. Ég gat tekiö minar myndir alveg I friði. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður. Kannski ég sé orðinn of gamall ^ þetta starf? tslenzkum finnst hins vegar nóg um lætin kringum skripaleik ársins. -ábog-vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.