Þjóðviljinn - 02.06.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 02.06.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur 2. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Nú sigraöi Halldór í Golf einvíginu við Ágúst Skemmtileg keppni á EÓP-mótinu Erlendur vann bezta afrek mótsins, 59,20m í kringlukasti Friftrik I>ór i sisurstökkinu. (>.9« m. Um helgina fara fram tveir leikir i 1. deildarkeppninni i knattspyrnu. Samkvæmt leikja- bókinni áttu þeir aö verá þrir um helgina og einn á mánudag en leik ÍBV og 1A hefur verið frestað til 12. júni sökum feröar u- landsliðsins til Italiu. Það verða þvi tveir leikir sem fram fara um helgina, leikur ÍBK og IBA fer fram i dag i Keflavik og hefst kl. 16 en hinn leikurinn annað kvöld og þá mætast Valur og KR á Laugardalsvellinum kl. 20. I leiknum i dag verðum við að reikna meðauðveldum sigri IBK. Akureyringarnir sem töpuðu stórt fyrir UBK um siöustu helgi eru ekki liklegir til að stöðva Keflvikingana eins og þeir leika um þessar mundir. Við spáum IBK öruggum sigri. Hinn leikurinn, milli Vals og KR, verður eflaust mun jafnari og erfitt er að spá nokkru um úr- slit i honum. Þegar þessi lið mættust i Reykjavikurmótinu sigraði Valur með eins marks mun. Það er ekki óliklegt að um eins marks mun verði aö ræða i þessum leik á annan hvorn vegin. Þá er það leikurinn á mánu- dagskvöld en þá mætast Fram og Breiðablik á Laugardalsvellin- um. Einnig er erfitt að spá um úr- slithans. Islandsmeistararnir eru ekki farnir að vinna leik ennþá og leggja sjálfsagt alla áherzlu á að það takist aö þessu sinni. En Blikarnir eru engin lömb að leika viö og verða þeim eflaust mjög erfiðir. • Eins og við spáðum varð 1500 m hlaupið hápunktur EÓP-mótsins sl. fimmtudag en þar háðu þeir Halldór Guðbjörnsson og Ágúst Ásgeirsson mikið einvigi eins og i 3000 m hlaupinu á Vormóti ÍR en að þessu sinni varð Halldór hlutskarpari og sigraði nokkuð örugglega. Keppni þeirra var mjög skemmtileg og sigur Halldórs ekki tryggður fyrr en á siðustu metrunum, aðrir þátttakendur i hlaupinu blönduðu sér ekki i þessa baráttu en alls tóku 19 hlauparar þátt i mótinu. Hinsvegar bar afrek Erlends Valdimarssonar hæst er hann kastaði 59,20 m i kringlukasti og kastseria hans var óvenju glæsileg þar eð öll köst hans 6 voru yfir 56 m. Keppni var afar hörð i nokkrum greinum en einna hörðust og jöfnust var hún i 100 m hlaupi kvenna. Þar var keppt i 2 riðlum og fóru 3 fyrstu úr hverjum riðli i úrslit. Þar gerðist það að Ingunn Einarsdóttir 1R hljóp á sama tima og Lára Sveinsdóttir, 12,5 sek., en Lára var dæmd sjónar- mun á undan. 1 3ja sæti varö Sigrún Sveinsdóttir með timann 12,7 sek. Lilja Guömundsdóttir sigraöi með yfirburðum i 800 m hlaupi, hljóp á 2:25,0 min., en önnur varö Anna Haraldsdóttir FH á 2:38,6 min., og 3ja Lára Halldórsdóttir FH, 2:52,3 min. Hinn efnilegi hlaupari úr Armanni, Sigurður Sigurðsson, sigraði i 100 m hl. sveina á 11,5 sek. Sigurður er aðeins 14 ára gamall svo timi hans er mjög góður. Stefán Hallgrimsson sigraði i 400 m grindahlaupi á 55,9 sek. en Framhald á bls. 19 Holaí höggi Það bar. til tiðinda nú i vikunni að tveim golfleikurum tákst að slá „holu í höggi” eins og það er kallað en mögu- leikarnir til að það heppnist eru sagðir 1 á móti 10 þús. eða svo. Það var Ilannes Þor- steinsson, stór efnilegur golf- leikari á Akranesi, sem gerði þetta á 5. braut á golfvcllinum aö Göröum á Akranesi og Eggert tsfeld á 9. braut á golf- vellinum á Seltjarnarnesi. cc- keppni lýkur í dag CC-keppninni i golfi hjá GR sem hófst sl. fimmtudag og hélt áfram i gær lýkur i dag á GR-vellinum i Grafarholti. Þetta er 72ja holu keppni fyrir meistaraflokk og mótið er eitt af stigamótum sumarsins. Við munum skýra frá úrslitum þess á þriöjudaginn. Tveir leikir í l.deildum helginna Umsjón Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.