Þjóðviljinn - 02.06.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. júni 1973. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7
Árangurslitlar „jákvœðar,
iippbyggilrgar” viðrœður?
Pompidou lagði aðaláherzlu á
að draga ekki úr
bandarískum herstyrk í Evrópu
Ekki voru viðræður
þeirra Pompidous Frakk-
landsforseta og Nixons
Bandarikjaforseta fyrri
fundardaginn uppörvandi
fyrir íslenzka herstöðva-
andstæðinga, því Pompi-
dou hóf þær á að leggja
mikla áherzlu á mikilvægi
bandarísks herliðs i Evrópu
og yfirvofandi hættu ef
dregið væri einhliða úr því.
En Nixon fullvissaði
Pompidou um að Banda-
ríkjamenn myndu ekki ein-
hliða draga úr herstyrk sín-
um í Evrópu.
Um viöræður forsetanna fyrri
daginn fengu blaðamenn að vita i
tilkynningum blaðafulltrúa
þeirra, Baudoins, blaðafulltrúa
Pompidous, og Ronalds Zieglers,
sem voru að efni til mjög
svipaðar, en þó lögö mismunandi
áherzla á vissa hluti. Voru
þessar tilkynningar fluttar á
fundum i blaðamannamið-
stöðvunum að Kjarvalsstöðum
og á Hótel Loftleiðum i hádeginu
og að afloknum fundum siðdegis.
Gerði Dr. Kissinger grein fyrir
viðræðunum á siðari fundi
Zieglers og var þá spurður
ýmissa spurninga.
Að loknum fyrsta fundi for-
setanna var þess getið, að þeir
hefðu fyrst af öllu átt „viðtækar
og nytsamar” viðræður um
heimsmál. Þeir hefðu rætt um
mál Nató og lagði þá Pompidou
sérstaka áherzlu á þá skoðun sina
að nærvera bandarisks herliðs i
Evrópu sé nauðsynleg og það sé
hættulegt að fækka i þvi liði ein-
hliða. Bandarikjamenn hafa
reynt að fæla Vestur-Evrópu frá
kröfum um betri viðskiptakjör
með þvi að gefa i skyn að þeir
kunni að draga úr herstyrk sinum
i Evrópu — ekki til að stuðla þar
með að afvopnum heldur til að
velta meiru af herkostnaði yfir á
Natórikin i Evrópu.
Sérfræöingaviðræður
Um leið hófust sérfræðingavið-
ræður á öðrum stað i húsinu.
Fjármálaráðherrar og þeirra
menn ræddu um tæknilegar
hliðar á þvi að koma upp
traustara gjaldeyriskerfi en nú
er. Frakkar hafa lengi haft horn i
siðu þess, hve miklu hlutverki
dollarinn hefur gegnt i alþjóðleg-
um viðskiptum, og reynt að
breyta aðstæðum. Utanrikisráð-
herrarnir Rogers og Jobert
ræddu um ástandið i Austurlönd-
um nær, Vietnam, Kambodju og
undirbúning að næsta ráðherra-
fundi Nató i Kaupmannahöfn, þar
sem landhelgismálið verður ma.
tekið fyrir. Stóðu fundahöld fyrir
hádegi uþb. hálftima lengur en
áætlað var.
Tregar viðræður?
Viðræður siðdegis hófust kl. 3
og stóðu til um kl. hálfsex eða
einnig um hálftima lengur en gert
hafði verið ráð fyrir. Þar var
haldið áfram að ræða „Evrópu-
Blaðamenn og Arvakur:
Nú verður sendiráð-
ið grýtt í kvöld ...
Um ellefuleytið i gærmorgun
héltHannes Jónsson blaðafulltrúi
stuttan blaðamannafund um
landhelgismál og hermál með er-
lendum blaðamönnum sem hér
voru staddir vegna heimsóknar
forsetans. Spurði einn, hvort það
væri ekki svo með bandalag eins
og Nató, að aðilar þyrftu að
leggja sitt af mörkum i staðinn
fyrir þann hag eða öryggi sem
þeir hefðu af þvi.
Hannes sagði einmitt að innrás
Breta i landhelgina væri til þess
fallin að íslendingar spurðu sjálfa
sig að þvi, hvað það eiginlega
væri sem Nato færði þeim. Um
sama leyti kom tilkynning um
árásina á Arvak. Varð þá uppi
mikill fótur og fit meðal blaða-
manna. Fréttamaður brezka
blaðsins Guardian sagði: „Nú
verður brezka sendiráðið aftur
grýtt i kvöld”.
Nixon og Pompidou heilsuðu hvor öðrum og þlaðamönnum meö breiöum opinberum brosum þegar þeir
byrjuðu viöræður sinar I fyrramorgun.
mál” og lýsti Baudoin hinn
franski þeim sem „löngum og
jákvæðum”, en Henry Kissinger,
sem setiö hafði fundi Pompidous
og Nixons að mestu leyti og lýsti
þeim á blaðamannafundinum hjá
Ziegler, sagði, að þær hefðu verið
uppbyggilegar og i vinsælum
anda.
Ákveðið var að halda áfram
fundahöldum um þessi mál, bæöi
siðari dag viðræðna forsetanna og
ráðherranna á Islandi og siðar á
mismunandi plani (stjórnar-
málamanna, embættismanna
osfrv.). Jafnframt yrðu viðræður
við aðra bandamenn i Evrópu,
bæði tveggja þjóða viðræður og
fleiri. Sagði Kissinger, að fyrsta
framhald viðræðnanna nú yrði
fundur hans og Jobert utanrikis-
ráðherra Frakka i Paris 7. júni,
þegar hann kæmi þangaö tií
Vietnamsamninganna.
Hvort haldinn yrði fundur
æðstu manna rikja Vestur-
veldanna, og þá kvaðst Kissinger
eiga við riki innan Nató og/eða
Efnahagsbandalagsins, væri
undirárangri allra þessara fyrir-
huguðu viðræðna. En hvað sem
yrði, mundi Nixon fyrst fara til
Evrópu og ræða þar við ýmsa
þjóðhöfðingja hvern i sinu lagi.
Kissinger var ákaft beðinn að
nefna hvaða dag eða uþb. daginn
sem Nixon færi i Evrópuför sina,
en hann kvaðst aðeins geta sagt,
að það yröi væntanlega kringum
m mánaðamótin október/nóvem-
ber.
Rætt var sérstaklega um
verzlun og gjaldeyrismál á fund-
um forsetanna og verður þeim
viðræðum haldiö áfram á vett-
vangi GATT og Alþjóöa gjald-
eyrissjóðsins. Var lofaö áfram-
haldandi góðri samvinnu á við-
skiptasviðinu, en i gjaldeyris-
málunum lýsti Pompidou ýtar-
lega afstöðu Frakka og Nixon
lofaði að ihuga hana gaumgæfi-
lega. Kom forsetunum saman
um, að núvenandi kerfi i gjald-
eyrismálum væri óvirkt og þyrfti
að gera átak til að finna virka
lausn á þvi máli. Frakkar
krefjast þess, að dregið verði úr
mikilvægri dollarans i alþjóða-
viðskiptum.
Forsetarnir tveir voru sam-
mála um, að löndin ættu sam-
eiginlegra hagsmuna að gæta og
greindi aðeins á um aðferðir.
Þannig var haldið áfram meö al-
mennu orðalagi og þótt mönnum
mega af þvi ráða, að samræður
gengju heldur treglega. Töldu
jafnvel sumir, að fram til þessa
hefði forsetunum algerlega
mistekizt að leysa öll þau megin-
atriði, sem þá greinir á um, og
eina niðurstaða viðræðna þeirra
fyrri daginn, að þeir hefðu oröið
sammála um að reyna aö leysa
stjórnmálaágreininginn milli
landanna.
I svörum Kissingers við
spurningum fréttamanna kom
fram, að hann teldi engan
ágreining milli forsetanna um til-
högun viðræöna milli banda-
riskra og evrépskra stjórnmála-
manna, sem verða á þessu ári
undir yfirskriftinni „Evrópu-
árið”: hins vegar legðu þeir mis-
munandi áherzlu á einstök atriði.
Blandar sér ekki í málið
Siðasta spurning til Kissingers
á fundinum var frá Matthiasi
Jóhannessyni, sem spuröi, hvort
Nixon gerði sér grein fyrir, að
Bretar væru að hrekja Islendinga
úr Nató með yfirgangi slnum i
landhelginni, og hvað Bandarikin
mundu gera I málinu.
Svaraði Nixon, að Bandarikja-
stjórn væri ljós sú spenna, sem
hér rikti. Nixon hefði haft tæki-
færi til að ræða þetta mál við
utanrikisráðherra og forsætisráð-
herra Islands fyrsta kvöldið hér.
Hins vegar teldi hann ekki rétt að
blanda sér i málið, þar sem hér
væri um tvær vinaþjóðir Banda-
rikjanna að ræða, en vonaði að
deilan leystist á vinsamlegan
hátt.
— áb og — vh
Ályktun útifundar herstöðvaandstæðinga á uppstigningardag
Breytingar á viðhorfum til
NATO og hersins
Útifundur haldinn i Reykja-
vik 31. mai 1973 vekur athygli
á þeirri staðreynd, að atburðir
siðustu daga hafið valdið stór-
felldri þreytingu a viðhorfum
fjölmargra íslendinga til
utanrikis og alþjóðamála.
Þeir hafa sannað þjóðinni að
bandariski NATO-herinn
dvelur hér ekki i varnarskyni
fyrir Islendinga og aðild okkar
að sama hernaðarbandalagi
veitir okkur enga vörn þegar á
skal herða.
Að visu hafa flestir verið sér
þessa óljóst meðvitandi um
langa hrið, en herskipainnrás
NATO-veldisins Bretlands i
islenzka landhelgi og afskipti
og afskiptaleysi EBE og USA
af sama máli, hefur skyndi-
lega sannað mönnum eins
skýrt og 2x2 eru 4, að einmitt
svokallaðar bandalagsþjóðir
verða fyrstar til að ráðast
gegn lifshagsmunum okkar,
og bæði Atlandshafsbanda-
lagið og Efnahagsbandalagið
eru fyrst og fremst tæki
stórvelda til að kvésetja smá-
þjóðir á borð við okkur.
I þessu sambandi lýsum við
fyllsta stuðningi við baráttu
allra þjóða, sem búa við
hernaðarlega og efnahagslega
kúgun þeirrar heimsvalda-
stefnu, sem forsetarnir Nixon
og Pompidou eru fulltrúar fyr-
ir. Þessar snauðu þjóðir þriðja
heimsins hafa sýnt mesta
samstöðu með okkar málstað,
hinn virkasti stuðningur, sem
við getum veitt þeim i staðinn
er að losa okkur við banda-
risku herstöðina, segja okkur
úr NATO og minnka þannig,
þótt i litlu sé, yfirráða svæði
hinna arðrænandi stórvelda.
Jarðvegurinn hefur aldrei
verið betri en nú fyrir þjóðina
til að knýja á um eíndir á þvi
löforði rikisstjórnarinnar, að
herinn skuli hverfa úr landi á
kjörtimabilinu. Ef allir þjóð-
hollir Islendingar, hvaða flokk
sem þeir hafa kosið, nýta nú
þennan byr, skipuleggja sig á
næstu vikum og mánuðum og
gera alþingismönnum og
rikisstjórn ljóst, hver sé
þeirra eindregni vilji, þá er
okkur sigurinn vis I land-
helgismálinu og herstöðva-
málinu. Þá verður það ekki
lengur draumsýn heldur
veruleiki.'að Island geti orðið
herstöðvalaust og hlutlaust
land á afmælisárinu 1974.