Þjóðviljinn - 02.06.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.06.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 2. júni 1973. MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSiALISMA/ VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö Jir. 300.00 á mánuði. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. OKKAR SJÓNARMIÐ Fundi forseta Bandarikjanna og Frakk- lands i Reykjavik er lokið. Um niðurstöð- ur liggur ekki ýkja margt fyrir, en oft var þess getið i fréttum, að höfðingjarnir hefðu verið þungbúnir. Trúlegt er að skammt hafi miðað við að samræma ýms andstæð sjónarmið þeirra tveggja for- ysturikja auðvaldsheimsins, sem forset- arnir eru fulltrúar fyrir. Við íslendingar getum hins vegar fagn- að þvi, að með fundi þessum gafst gott tækifæri til að fylkja liði um þjóðleg- ar kröfur okkar og til að tjá andstöðu is- lenzku þjóðarinnar við alþjóðlega heims- valdastefnu arðráns og kúgunar, sem Nixon og Pompidou eru einir helztu full- trúar fyrir. Kröfugangan og útifundurinn, sem Samtök herstöðvaandstæðinga, Æsku- lýðssamband Islands og Vietnamnefndin efndu til tókust með ágætum. Við hlið hinna eldri fylktu þúsundir is- lenzks æskufólks sér undir kröfur dagsins. En þær voru m.a. Gegn hersetu Bandarikjanna á Islandi, Gegn innrás Breta og yfirgangi tveggja NATO-rikja á íslandsmiðum. Gegn liðveizlu Efnahagsbandalagsins við andstæðinga tslands i landhelgismál- inu. Gegn aðild íslands að NATO. Það var ekki sizt athyglisvert við kröfu- gönguna og útifundinn i fyrradag að þar skipaði sér hlið við hlið fólk úr flestum is- lenzkum stjórnmálaflokkum og kom það einnig fram i vali ræðumanna. Við Islendingar erum friðmenn, og vist var þeim Nixon og Pompidou sýnd fyllsta kurteisi meðan þeir dvöldu hér. Enginn þarf þó að efast um, að kröfur herstöðvar andstæðinga, sem svo myndarlega voru fram bornar i fyrradag, eiga sterkari hljómgrunn meðal íslendinga, heldur en sú undirlægjuhugsun, sem birtist i leiðara Visis i gær, þar sem segir á þessa leið: Meðan æðstu menn Bandarikjanna og Frakklands og um leið NATO og Efna- hagsbandalagsins sátu á hljóðskrafi hér i Reykjavik notaði brezki NATO-flotinn tækifærið og gerði alvarlegustu tilraun sina til þess að sigla niður islenzkt skip. Fordæming okkar á siðasta athæfi brezka flotans er alger og um hana er öll islenzka þjóðin sammála. Það er rétt að menn taki vel eftir þvi, að það voru ekki aðeins brezkir togarar, sem þátt tóku i að- förinni að vitaskipinu Árvakri. Þau skip, sem hingað hafa verið send beint á vegum brezku rikisstjórnarinnar gengu hvað harðast fram i þessari um- búðalausu tilraun til að sigla niður óvopn- að skip. ,,Við eigum þvi að temja okkur hina réttu framkomu gestgjafans. Við eigum ekki að trana okkur fram með okkar staðbundnu sjónarmið. Við eigum að einbeita okkur að þvi að láta gestum okkar liða vel.” Þetta voru orð leiðarahöfundar Visis, — og hvilik auðmýkt og takmarkalaus þjóns- lund hlýtur ekki að búa að baki slikum boðskap. En seint mun koma að þvi, að hlutverk hins feita þjóns, sem auðmjúkur biður eftir mola af borði herra sins, eigi upp á pallborðið hjá Islendingum. Þau skip, sem brezka rikisstjórnin sendir á fslandsmið, leyfa sér ekki aðeins að brjóta islenzk lög, heldur þverbrjóta þau af ásettu ráði og hvað eftir annað al- þjóðlegar siglingareglur með visvitandi á- siglingatilraunum, sem þó hafa tekizt sjaldnar en efni standa til. Slikt eru beinar hernaðaraðgerðir, tilraunir til mann- drápa. Okkur eru litils virði óskir Nixons Bandarikjaforseta um gagnkvæma vin- áttu okkar og brezkra stjórnvalda. Með hverjum degi sem liður tekur NATO á sig þyngri ábyrgð. Kröfu okkar hefur ekki verið sinnt á þeim vettvangi, en við eigum fleiri leiki, sem brátt mun koma að. TILRAUN TIL MANNDRÁPA Enskir íslandsvinir hefja fundahöld Gerðu Jónas að heiðursfélaga Stuðningur við málstað Islands dagvaxandi í Englandi Allar fréttir, sem hingaö berast frá Englandi bera meö sér, aö málstaöur okkar islendinga I landhelgismálinu á vaxandi sam- úö og skilningi aö mæta, lika þar. Þetta er ekki sfzt aö þakka öt- ulu starfi ýmissa enskra baráttu- manna, sem lagt hafa á sig óhemju mikiö starf til aö kynna rök okkar islendinga. Slikt veröur aldrei fullþakkaö. Nýlega var hér i Þjóöviljanum skýrt frá starfi islandsvinafélags, sem nýlega var stofnaö i Miö- Englandi. i gær efndi þetta félag ásamt háskólastúdentum til fundar i Warwick, sem er borg I nágrenni Birmingham. Tókst fundurinn i alla staöi mjög vel, en meöal ræöumanna var Jónas Arnason, alþingismaöur. Viö höföum i gær samband viö Derek Smith, sem er annar tveggja helztu forystumanna i Is- landsvinafélaginu, og spuröum hann frétta. — Jú,fundurinn tókst mjög vel, sagöi Derek Smith, og var fjöl- sóttur. Langmestur hluti fundar- manna var hlynntur Islendingum og flestir voru mjög hissa á, hve margir mættu, þar sem stúdentar eru flestir i prófum. I lok fundar- ins strengdu menn þess heit aö láta fundinn verða upphaf að voldugri herferö til stuðnings Is- lendingum, og mjög hörö gagn- rýni kom fram á gerðir brezku rikisstjórnarinnar og þá ekki siö- ur á forystuaöila i Verkamanna- flokknum. 1 lok fundar var Jónas Árnason gerður aö heiðursfélaga i félagi háskólastödentanna i Warwick, en meö þvi vildu menn undir- strika samúö sina meö málstaö Islands og þakka Jónasi hans mikla kynningarstarf. A fundinum talaöi m.a. einn starfsmaöur verkalýösfélaga og harmaði hann, að verkalýösfélög- unum haföi ekki verið boðið að standa einnig aö fundinum og lagði áherzlu á samvinnu verka- lýðs og námsmanna til stuðnings Islendingum. Ég vil svo bæta þvi við, sagði Derek Smith að fyrir fundinn komum við Jónas Árnason fram i Midland-sjónvarpsútsendingu BBC, sem taliö er aö nái til 3ja miljóna áhorfenda, og Jónas var svo i aðalfréttatima BBC, sem nær til 24 miljóna, en þar ræddi Mikel Barrett, kunnur fréttamað- ur viö Jónas og var þaö samdóma álit allra, sem ég hef heyrt i, að sú kynníng hafi haft verulega þýöingu gagnvart almennings- álitinu i Bretlandi. Þetta sagði nú þessi ágæti stuðningsmaður okkar i Bret- landi, en hann ásamt félaga sin- um, David Jarvis, hefur gengizt fyrir stofnun Islandsvinafélags- ins. Svo að menn hér heima geti ÁRÁSIN Á ÁRVAKUR Fréttatilkynning Landhelgisgœzlunnar í gœr um atburðarásina og skemmdirnar á skipinu 1. júni 1973. I morgun var varðskipið ARVAKUR statt 24 sjómilur SSA af Hvalsbak og voru 11 erlendir togarar á svæðinu, ásamt drátt- arbátnum IRISHMAN og brezku freigátunni SCYLLA F-71. Kl. 0621, áður en ÁRVAKUR kom að fyrsta togaranum, og áö- ur en varöskipið haföi nokkuö að- hafzt, sigldi IRISHMAN á bak- borðshlið ARVAKURS. Viö áreksturinn kom dæld i eldhús og gat á bakborös horn varðskipsins. Fyllstu siglingareglna var gætt af hálfu varðskipsins. Siðar reyndi IRISHMAN, með aðstoð freigát- unnar SCYLLA F-71 og brezka togarans VIVARIA GY-648, að koma dráttarvir I skrúfu varð- skipsins en það mistókst. Kl. 0810 haföi IRISHMAN tekið inn drátt- arvirinn og hóf ásiglingatilraunir aö nýju og kl. 0819 sigldi IRISH- MAN aftur á bakborössiöu AR- VAKURS með þvi að bakka á varðskipið, en ÁRVAKUR haföi þá mjög litla ferö sökum þrengsla af fyrrtöldum skipum. Kl. 0910 skar varðskipið ARVAKUR á stjórnborös-togvir brezka skuttogarans GAVINA FD-126, sem var á þessum slóð- um. Sigldu þá togararnir BELGANUM GY-128 og VI- VARIA GY-648, svo og dráttar- báturinn IRISHMAN samtimis á ÁRVAKUR. IRISHMAN og BELGAUM á bakborössiöuna, en VIVARIA kom á stjórnborössiö- una, sveigði fyrir framan varð- skipið og dældaöi stefni þess. Ekki kom leki aö varöskipinu, en gat kom á skuthylki varbskipsins. Eins og kunnugt er, er varð- skipið ARVAKUR ekki búiö fall- byssu. Engin slys urðu á mönn- um. Eftir ásiglingar dráttarbátsins IRISHMAN og brezku togaranna BELGAUM GY-218 og VIVARIA GY-648 hefir bráðabirgöaathugun á tjóni eitt i ljós eftirfarandi skemmdir á ARVAKRI: Stefnisbogi fyrir ofan dekk hef- ur lagzt inn, stjórnboröshorn á bakka fyrir ofan dekk hefur lagzt inn, dæld á stjórnborðssiðu fram- an við kýrauga á herbergi annars vélstjóra, fjórar allverulegar dældir á bakborös rennusteini frá brimbrjót aftur fyrir eldhús, stór dæld á eldhúsþili og afturþili eld- húss, dæld og gat inn i bakborðs réttihylki að aftan og' þil rétti- hylkis gengið inn i stýrisvélar- rúm. Dæld á bakboröshorni aö aftan og gat á efra skuthylki. Á þessu sést að verulegar skemmdir hafa oröið á varðskip- inu. Jónas Arnason. þakkað þeim stuðninginn birtum við hér heimilisfang félagsins: Friends of Iceland — c/o Derek Smith and David Jarvis 8 Farquhar Road Edghaston — Birmingham 15 England Rekstr- artap A aöalfundi Hagtryggingar h.f., sem haldinn var 26. mai s.l. kom fram, aö heildartekjur félagsins voru áriö 1972 rúmar 50 miljónir króna og höföu iðgjaldatekjur aukizt um 6.1 miljón frá árinu áö- ur, eða um 14,9%. Rekstrartap félagsins varö tæpar 1.3 miljónir króna, þegar afskrifuð hafði verið rétt 1 miljón króna, og greiðir félagið þar af- leiöandi engan arð fyrir siðastlið- ið ár. Framkvæmdastjóri félagsins, Valdimar J. Magnússon, sagði m.a. að sú hækkun iðgjalda sem nýlega var heimiluð væri langt frá að vera nægileg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.