Þjóðviljinn - 02.06.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.06.1973, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. júni 1973. NEMENDASAMBAND MENNTASKÓLANS í REYKJAVÍK. STÚDENTAFAGNAÐUR verður haldinn að Hótel Sögu mánudaginn 4. júni 1973. Hann hefst með borðhaldi kl. 19,30. Aðgöngumiðar verða seldir að Hótel Sögu, i anddyri Súlnasalar, laugardaginn 2. júni kl. 13,30—17,00 og sunnudaginn 3. júni kl. 15,00—17,00. AÐALFUNDUR Nemendasambandsins verður haldinn að Hótel Sögu kl. 19,30. Stjórnin. Sumarnámskeið 10 — 12 ára barna Hið fyrra sumarnámskeið fyrir 10—12 ára börn hefst mánudaginn 4. júni og lýkur 29. júni. Námskeiðsefni: föndur, iþróttir og leikir og kynnisferðir um borgina, heimsótt söfn, fyrirtæki og stofnanir. Daglegur námskeiðstimi er 3 klst. frá kl. 9—12 eða 13—16. Kennslustaðir: Austurbæjarskóli, Breið- holtsskóli og Breiðagerðisskóli. Námskeiðsgjald er kr. 900,00. Innritun á kennslustöðunum kl. 9—10 og 13—14 mánudaginn 4. júni. Fræðsluskrifstofa Reykjavikur. Yiljum ráða skipstjóra og 1. vélstjóra á nýjan 500 tonna spánskbyggftan skuttogara. Skipiö fer á vciðar i jan.—febr. 1974. Ennfremur byggingameistara til aö hafa meö höndum verkstjórn, umsjón og eftirlit meö byggingu nýs fiskiðjuvers. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf skulu berast fyrir 20. júní n.k. ÞORMÓÐUR RAMMI H/F Siglufirði. m INDVERSK UNDRAVERÖLD Nýkomið: margar geröir af fallegum útsaumuöum mussum úr indverskri bómull. Batik —efni I sumarkjóla. Nýtt úrval skrautmuna til tækifærisgjafa. Einnig reykelsi og reykeisisker i miklu úrvali. JASMÍN Laugavegi 133 (við Hlemmtorg) FÉLAG Í8LEHZKRA HUðMUSTARMAAifllA #úlvegar ydur hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar lœkifœri linsamlegast hringið í 202SS milli kl. 14-17 Þór upp í 1. deild í kvennahandknattleik Þór frá Akureyri lét ekki sitja viö þaö eitt aö komast upp I 1. deild I karlahandknattleik i vet- ur, heidur gerði kvennaliö fé- lagsins sér litiö fyrir og fór upp i 1. deild i siðustu viku. Þór vann Noröurlandsriöil 2. deildarkeppninnar i handknatt- leik og keppti þvi tii úrslita viö íiö FH sem vann Suöurlands- riöilinn. Fyrri leik liöanna lauk meö jafntefli 8:8 en þeim siöari meö sigri Þórs 12:8. Þór leikur þvi i 1. deild i fyrsta sinn næsta ár bæöi I karla- og kvennaflokki. Myndin aö neöan er af i. deiid- arliöi Þórs I kvennaflokki ásamt þjálfurum þess. Þórs-liöiö i kvennahandknattleik sem vann sig upp I 1. deild i vor. Landsliðiö gegn Færeyingumvalið Um hvitasunnuhelgina leika ts- lendingar og Færeyingar lands- leik i knattspyrnu og fer hann fram i Klakksvik f Færeyjum 8. júni. Þetta er fyrsti landsleikur okkar i knattspyrnu á þessu keppnistimabili og 15 manna landsliöshópur hefur veriö valinn og er hann þannig skipaöur: Markverðir: Siguröur Dagsson Val Arni Stefánsson ÍBA. ólafur Sigurvinsson ÍBV Ástráöur Gunnarsson IBK Guöni Kjartansson IBK Einar Gunnarsson tBK Marteinn Geirsson Fram Guögeir Leifsson Fram Gisli Torfason ÍBK Asgeir Eliasson Fram Steinar Jóhannsson ÍBK Matthias Hallgrimsson 1A örn Óskarsson tBV Tómas Pálsson ÍBV Ólafur Júliusson ÍBK Eins og á þessu sést er hér aö mestu um úrval úr iBK, Fram og ÍBV að ræða. Það skal tekið fram. að Þorsteinn ólafsson ÍBK og Ás- geir Sigurvinsson ÍBV gátu ekki farið þessa ferð. Þaö sem manni Víkingur stofnar blak-deild Stofnfundur blakdeildar Vikings verður haldinn að Hótel Esju fimmtudaginn 7. júni kl. 20.30. Arni Stefánsson I fyrsta sinni i iandsiiöshópnum. finnst vanta I þetta lið er Grétar Magnússon tBK, maöurinn á bak við árangur tBK-Iiðsins I vor. Hinn duglegi og sivinnandi tengi- liður. Undirrituöum finnst ekki hægt aö veija landsiiö i dagán þess aö Grétar sé i þeim hópi, ekki ef það á að vera okkar sterk- asta lið. — S.dór. VormótKópa- vogs í dag Laugardaginn 2. júni heldur sleggjukast Frjálsiþróttadeild Breiöabliks hið kúluvarp árlega vormót sitt á Fifu- spjótkast hvammsvelli. Mótið hefst kl. 2.00 kringlukast og er keppt I eftirfarandi grein- um: konur: kariar: 100 m hlaup langstökk 100 m hlaup kúluvarp langstökk spjótkast stangarstökk kringlukast — GSP. Átrúnað- argoð UBK- liðsins skotið Sennilega eru engir menn jafn hjátrúarfuilir og iþrótta- menn. Flestir eiga þeir ein- hvern verndargrip sem ekki má gleymast þegar farið er i keppni o.s.frv. Heilu knatt- spyrnu- eða handknattieiksliö- in eiga sinn verndargrip og er „rauða ljónið” þeirra KR-ing- a sennilega frægast þessara gripa. Breiðabliksliðið i Kópavogi átti einnig sitt átrúnaðargoð, en það var svoiitið frábrugðið öðrum átrúnaðargoðum i- þróttamanna þvi að þetta var hundur, sem þeir Einar og Hinrik Þórhallssynir, ieik- menn iiösins,áttu. Flestir af leikmönnum Breiðabliks höfðu hina mestu trú á þessum hundi sem einhverskonar gæfusmiði liðsins. En svo gerðist það nú i vik- unni aö litlir krakkar voru aö leika sér við hundinn og fóru með hann út i bæ. Tveim tim- um eftir að hundurinn hvarf frá heimili sinu hafði lögregl- an tekið hann og skotið sem hvern annan flækingshund. Ekki kæmi á óvart þótt þetta skot hefði ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrir liðið. Og senni- lega hefði lögreglan ekki gert þetta ef hún hefði vitað hvaða hundur þetta var, eða maður verður að ætla að Kópavogs- lögreglan vilji lið sitt upp i 1. deild, og það að deyða átrún- aöargoð liösins er ekki tii þess faliið að styðja við bakið á lið- inu i deildinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.