Þjóðviljinn - 20.06.1973, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 20. júni 1973.
Landgrunnskrafa Kanada
Þessi grein birtist upphaflega i Ægi, riti Fiskifé-
lags íslands, 8. hefti þessa árs. Þjóðviljanum þykir
ástæða til að endurbirta hana, þar sem hún sýnir vel
hvernig stefna okkar íslendinga i landhelgismálinu
fellur saman við nauðsyn annarra fiskveiðiþjóða
sem eiga auðug fiskimið undan ströndum sinum.
Full ástæða er til að festa sér vel i minni eftirfar-
andi ummæli hins kanadiska greinarhöfundar: Sú
staðreynd, að Rússar og Japanir fiska á landgrunni
okkar stafar af skekkju i alþjóðalöggjöfinni um nýt-
ingu hafsvæða. Og: Höfum við efni á að biða eftir
löggjöf frá alþjóðahafráðstefnu?
Það var í fyrra, að Kanada-
menn • sendu Sovétsljórninni
plagg, sem þeir nefndu ,,til
upprifjunar" (aide memoire).
Þetta var fremur harðort
plagg, þar sem Sovétmenn
voru ásakaðir um yfirgang,
brot á siglingareglum og rán-
yrkju á íiskislóðunum bæði
viö austur- og vesturströnd
Kanada.
Kanadamenn lokuðu síðan
höfnum sínum fyrir rússnesk-
um birgðaskipum og hótuðu
jafnframt að senda tundur-
spilla á miðin til að vernda
fiskimenn sína við veiðarnar.
Þessir árekstrar leidfiu með-
al annars til þess, að Kanada-
menn eru nú manna haröastir
í friðun landgrunns við strend-
ur fiskveiðiþjóða og vilja jafn-
framt að endurskoöað sé hug-
takið um frelsi til athafna á
úthafinu.
Hér fer á eftir frásögn í
ensku rili um þróun þessara
mála í Kanada ásamt helztu
röksemdum Kanadamanna
fyrir framangreindum skoð-
unum.
„Fyrir nokkrum árum voru
fiskveiðar fyrir strönd Brezku
Kolumbíu liltölulega árekstr-
arlítill atvinnuvegur. Við
veiddum lax, lúðu og síld og
þessar veiðar voru stundaðar
í samræmi við vilja og vitund
Kanadastjórnar. Skelfiskveið-
ar okkar voru tæknilega þró-
aöar og bolfiskveiðarnar juk-
ust hæfilcga. Við áttum ann-
að veifið í áranna rás í nokkr-
um eríiðleikum með banda-
ríska fiskimenn; þeir veiddu
til dæmis laxinn okkar og flat-
fiskinn okkar, en það tókst
oftast að jafna að fullu ágrein-
inginn með samningum eins
og Grasersamningurinn um
veiði í ám og Lúöusamningur-
inn bera með sér. um marg-
víslega sameiginlega rann-
sóknarstarfsemi var síðan
samið.
.4 miouniun.
Þessir samningar leystu ekki
allan ágreining eða vandamál
um tíma og eilífð, en þeir
sýndu vilja til að halda í horf-
inu og nýta þessar fiskiauð-
lindir með skynsamlegum
hætti. Við sóttum ekki langt
til hafs. Við þurftum þess ekki.
Við gátum tekið mest af afla
ckkar á grunnmiðum. Þeir sem
lengra sóttu en almennt gerð-
ist, svo sem lúðuveiðimenn og
laxveiðitrollbátar, þurftu ekki
að óttast að rekast á aðra en
Bandaríkjamenn eða sína eig-
in landa á miðunum, og á fiski-
slóðinni var nægjanlegt pláss
fyrir þessa aðila.
Fiskveiðarnar gengu sem
sagt mjög skikkanlega fyrir
sig og menn höfðu nægan tíma
til að leggja dæmið niður fyr-
ir sér og skipuleggja veiðarn-
ar. Kanadiskir og Bandarískir
fiskifræðingar vissu að hægt
var að auka laxagegndina og
með dálítilli gætni var hægt
að halda lúðu- og síldveiðun-
um í hámarki. Við gátum einn-
ig sótt á nokkrar mjög góðar
þorskfisksbleyður á land-
grunni okkar og gátum aukið
sóknina þangað eftir því sem
markaðir leyfðu.
Svo komu Rússarnir. Það
var 1965. Og litlu síðar Jap-
anir. Þessir menn komu ekki
til að veiða innan landhelgi
okkar heldur á landgrunni
okkar. Hin afkastamiklu skip
og veiðarfæri þeirra byrjuðu
svo að skrapa botninn og
fanga allt sem í sjónum synti.
Það leið ekki á löngu þar til
merkja mátti áhrifin á afla-
brögoin.
Kanadiskir dragnóta- og
trollbátar fundu fljótlega, að
þeir urðu að sækja fastar en
áður og þó með minni árangri,
á þau mið, sem þeir höfðu
stundað langa tíð. Aborrinn,
þorskurinn og kolinn urðu hart
úti og einnig lúðan á öllu svæð-
iun frá Vancouvereyju að Ber-
ingshafi af völdum útlendra
togara og það var ekki annað
sýnna, en 40 ára vísindalegar
rannsóknir og uppbygging
kanadiskra og bandarískra
vísindamanna yrði gerð að
engu á örstuttum tíma.
Og síldin fyrir strönd
Brezku Kolumbíu hélt áfram
að minnka samfara því að
Rússar og Japanir juku tog-
flota sinn. Snemma árs 1968,
var svo komið fyrir sildar-
stofninum að kanadiskum síld-
veiðum var hætt. Eins og
dæmigert er fyrir okkur leit-
uðum við skýringa í okkar eig-
in fiskveiðum. En hefðum við
átt að gera það? Við vitum nú,
að síldin heldur sig um skeið
á svæðum, þar sem Rússar og
Japanir veiða. Við vitum, að
það er hægt að veiða síld með
flotvörpu — en það er veiðar-
færi, sem bæði Rússar og Jap-
anir nota. Við vitum einnig að
bæði Rússa og Japani vantar
síld. Fiskimenn okkar fullyrða
að þeir hafi séð síld í afla
Rússanna og það virðist lítill
vafi leika á því, að bæði Rúss-
ar og Japanir veiða síld á
landgrunni okkar af þeim
stofni, sem heldur sig fyrir
ströndum Brezku Kolumbíu.
Beringshafið.
En það eru ekki aöeins fiski-
stofnarnir á landgrunni okkar
sem verða fyrir barðinu á út-
lendingunum. Kanadiskir lúðu-
veiðimenn hafa árum saman
átt í höggi við rússneska fiski-
menn í Alaskaflóanum og Ber-
ingshafinu. Síðastliðið sumar
var þó óvenju mikið um
árekstra og ekki aðeins á þess-
um svæðum heldur upp við
strendur Brezku Kolumbíu
sjálfrar. Að minnsta kosti þrír
kanadiskir togveiðibátar hafa
verið nær því farnir á La Per-
ouse-bankanum. Tveir þessara
báta lentu í rússnesku trolli
og voru dregnir langar leiðir.
Á þann þriðja var keyrt. All-
ir urðu bátarnir fyrir miklum
skemmdum og tjóni, en slys
urðu ekki á mönnum, sem
furðulegt verður að teíjast.
Það virðist augljóst, að
Rússarnir eru með vilja að
þjarma að kanadisku bátun-
um í þeirri von, að þeim tak-
ist að hrekja þá af miðunum.
Það er ekki hægt að horfa að-
gerðalaus á þær aðfarir og
kanadiski flotinn verður að
veita bátum okkar vernd.
Sú staðreynd að Rússar og
Japanir fiska á landgrunni,
okkar stafar af skekkju í al-i
pjóðalöggjöfinni um nýtingu
hafsvæða. Frelsi til athafna
á úthafinu hefur verið gild-
andi um aldir og er enn. En
skilgreining þess, hvað sé út-
haf hefur tekið breytingum
með árunum'. 1 þeirri skilgrein-
ingu kemur til álita hugtökin
landhelgissvæði og innhöf.
Það er nú sameiginlegt álit
þjóða, að land eigi þær auð-
lindir, sem finnast kunna á,
í eða undir landgrunnsbotni
þess og þetta er glögg skil-
greining. Sum lönd krefjast
einkaafnota til fiskveiða á
svæðum utan landhelgi sinnar,
og önnur ýmissa annarra sér-
réttinda, til dæmis hefur Kan-
ada nú krafizt að fá að hlut-
ast til um mengunarráðstaí-
anir á svæði allt að 100 sjó-
mílum frá norðurströndinni.
Eitt af grundvallaratriðum
þess frelsis, sem menn hafa
talið að ríkja ætti á úthafinu,
er frelsi til fiskveiða. Þetta
atriði er enn í gildi, en eins
og fiskveiðimálum er komið
nú á árinu 1970, er þetta at-
riði algerlega úrelt.
Það hvarflaði ekki að nokkr-
um manni, þegar þetta ákvæði
varð að alþjóðalögum, hvílík-
ur ógnarfloti risatogara ætti
eftir að sópa fiskibankana
alls staðar í heiminum.
Fiskveiðimenn flestra þjóða
sóttu á grunnmið landa sinna,
og þeir sem lengra sóttu svo
sem Spánverjar og Portúgalar
á Nýfundnalandsbankana,
höfðu engin áhrif á hina miklu
fiskigegnd á þessum svæðum.
Tækni 20. aldarinnar samfara
sívaxandi eggjahvítuþörf fjöl-
mennra þjóða svo sem Rússa
og Japana og reyndar miklu
fleiri þjóða, hefur gerbreytt
öllu því sem áður var þekkt
í þessum efnum.
Eyðing.
Það er hægt að eyða fiski-
stofnunum í úthöfunum og
þeim er eytt nú þegar. Það ber
enginn ábyrgð á því, sem er
allra eign. Þess vegna er það
mikilvægt að það land sem á
strendur að víðáttumiklu land-
grunni stjórni og hafi hönd
í bagga með veiðum á þessu
landgrunni, sem að landinu
liggur. Það er vegna þessarar
nauðsynjar, að kanadiska
fiskimálaráðið hefur eindregið
hvatt ríkisstjórnina til þess
.... að gefa út yfirlýsingu
án tafar, þess efnis, að stjórn-
in hafi í hyggju að líta fram-
vegis á hafsvæðin yfir land-
grunninu og landgrunnshallin-
um útaf vestur- og austur-
strönd landsins sem fiskveiði-
svæði, þar sem kanadiska
stjórnin áskilji sér rétt til að
hlutast til um fiskveiðar,
stjórna þeim og 'hafa hömlur
á þeim“.
/ karlmannaheimi
t..Karlmannaheimi” vill einn lesenda blaOsins, Úlfur Hjörvar, kalla þessa mynd, sem hann klippti út úr blaði dagana sem störhöföingjarnir
voru hér, og sendir áfram gegnum Þjóðviljann, með kærri kveðju til Rauðsokka.
Framhald á bls. 15.