Þjóðviljinn - 20.06.1973, Page 6

Þjóðviljinn - 20.06.1973, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. júni 1973. MOÐVIUINN MALGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverð Jtr. 300.00 á mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaðaprent h.f. AÐ STANDA VÖRÐ UM TJÁNINGARFRELSIÐ Það gengur ekki þrautalaust þessa dag- ana fyrir forkólfa Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins að leika guðs útvalda verndara prentfrelsisins i landinu. Nær daglega berast nú fréttir úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins um samþykktir og greinar frá aðilum, sem hingað til hafa verið virkir liðsmenn Sjálfstæðisflokksins, en nú fá ekki lengur að koma sjónarmið- um sinum á framfæri i málgögnum þessa höfuðflokks „lýðræðisins” á íslandi. öll barátta forkólfa Sjálfstæðisflokksins við tjáningarfrelsi nú þessa siðustu daga á sér rætur i djúpstæðum og ekki ástæðu- lausum ótta þeirra við, að glorian um hernaðarbandalagið NATO, sem Morgun- blaðið og fylgirit þess hafa reynt að byggja upp i hálfan þriðja áratug.sé nú að hrynja að mati flestra íslendinga. Og þá er reynt að stinga óþægilegum staðreyndum undir stól og allt talið um dýrmæta þýðingu tjáningarfrelsis gufar upp i vindinn á andartaki. Jafnvel ritstjór- um stuðningsblaða Sjálfstæðisflokksins og félögum ungra Sjálfstæðismanna er neit- að um birtingu á greinum og samþykkt- um, ef orði er hallað á flokksforingjana vegna frammistöðu þeirra i landhelgis- málinu, eða sé dýrð NATO dregin i efa. En haldi foringjar Sjálfstæðisflokksins sig geta slökkt eldana, sem á þeim brenna, með þvi einfalda ráði að efla þvi meir ritskoðun sem óánægjan magnast, þá er það misskilningur, — það eru nefni- lega margir af stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins, sem allt til þess hafa litið á flokk sinn og Morgunblaðið sem útverði tjáningarfrelsis á íslandi. Og renni það svo upp fyrir mönnum að þessu er öfugt farið, — þá kann nú að fara að losna um tjóðurbandið. En litum nú á tvö dæmi úr afrekaskrá flokksforingjanna siðustu daga. Ingólfur á Hellu, fyrrverandi ráðherra, — sá sem margir telja hinn „sterka mann” Sjálf- stæðisflokksins — tekur sig til og lætur brenna nýprentað upplag af málgagni flokksins i Suðurlandskjördæmi, vegna þess að meðritstjóri hans við blaðið, Guð- mundur Danielsson rithöfundur, leyfði sér að hvika frá flokkslinunni i dýrkun hern- aðarbandalagsins og ungir Sjálfstæðis- menn i kjördæmi Ingólfs höfðu komið inn i blaðið samþykktum sinum, sem voru svo- litið skeleggari gagnvart Bretum en Geir Hallgrimssyni og Ingólfi Jónssyni þókn- ast. Og þá var ekki að sökum að spyrja. Ekkert slikt mátti koma fyrir almenn- ingssjónir samkvæmt úrskurði Ingólfs Jónssonar, — það sem búið var að prenta hlaut að brennast. En skyldi nú ekki frekar pólitiskur heiður Ingólfs Jónssonar hafa farizt i þessu báli heldur en „hættulegar” skoðan- ir Guðmundar Danielssonar og ungu Sjálfstæðismannanna á Suðurlandi? í viðtali um þetta mál, sem Þjóðviljinn átti við Guðmund Danielsson þann 14. júni, komst hann svo að orði, að mein- ingarmunur hefði verið milli ritstjóranna, um utanrikismál aðallega, — og hafi hvor- ugur viljað láta undan siga. Ekki væri þvi að leyna, að prentað upplag af blaðinu, hefði verið eyðilagt til að taka út 3 smá- greinar. Sagðist Guðmundur hafa sagt af sér ritstjórastörfum og bannað að nafn sitt stæði áfram i haus blaðsins. Þjóðviljinn rif jar hér upp þessa frásögn Guðmundar Danielssonar svona til ihug- unar fyrir kjósendur Ingólfs Jónssonar. Þvi einu er við að bæta, að nú gefur Ingólfur út blaðið Suðurland án þess nokkur maður sé tilgreindur ritstjóri eða ábyrgðarmaður, — og e.t.v. er það ekki að ástæðulausu, að ein aðalfyrirsögn fyrsta blaðsins, sem út kom með þeim hætti var á þessa leið: — „Siðgæðið, undirstaðan að velferð hvers einstakl- ings”. En litum nú á annað dæmi um óburðuga viðleitni foringja Sjálfstæðisflokksins til að kæfa skoðanir almennra flokksmanna. Þjóðviljinn skýrir frá þvi i gær, að fundar- samþykkt ungra Sjálfstæðismanna frá opnum fundi um landhelgismálið, sem stjórnmálanefnd Heimdallar boðaði til þann 2. júni s.l. í þessari fundarsamþykkt, sem Geir þolir svo illa að komi fyrir almennings- sjónir, segir m.a.: „Fundurinn harmar hikandi afstöðu forustumanna stjórnarandstöðunnar og telur óábyrgar yfirlýsingar þeirra til þess eins fallnar að skapa ósamstöðu meðal þjóðarinnar i landhelgismálinu . . . Fund- urinn telur að landhelgismálið eigi ekki að leggja undir Haagdómstólinn. Mál sem varða þjóðartilveru okkar íslendinga leggjum við ekki undir erlenda dóm- stóla.” Og einnig segir i sömu samþykkt Heim- dellinganna: „Skilningur á lfifshagsmunum íslend- inga hefur ekki komið nægilega fram inn- an NATO. Islendingar hljóta þvi að endur- skoða afstöðuna til veru sinnar i NATO, ef svo fer fram sem nú horfir”. Þetta voru sem sagt tilvitnanir úr sam- þykkt, sem gerð var á opnum fundi um landhelgismál er stjórnmálanefnd Heim- dallar boðaði til, og lagði hún tillöguna fyrir fundinn. Þessa samþykkt hefur Morgunblaðið neitað Heimdellingum um að fá birta i blaðinu. Formaður Heimdallar segir, að félagið sem slikt hafi enga samþykkt gert og eigi þvi ekki i erjum við Morgunblaðið. Slikt yfirklór er vissulega allt hið kátlegasta, þegar haft er i huga, að yfirlýsing for- mannsins byggist á þvi einu, að það var ekki stjórn heldur stjórnmálanefnd Heim- dallar, sem til fundarins boðaði og lagði fram til samþykktar svo skelegga tillögu, sem hér hefur verið frá greint að sam- þykkt var. Geir og Eykon geta sem sagt ennþá huggað sig við, að þeir eigi stuðning hins ópólitiska hluta Heimdallar, en stjórn- málanefnd félagsins og þeir sem sækja opna fundi á hennar vegum eru hins vegar bannfærðir af Geir og Morgunblaðinu, ef þeir fara sjálfir að grufla út i pólitik. Af Heimdellingum og Geir til vara Mistókst að róa Heimdellingana Einsog við skýrðum frá í gær, hefur Heimdallur verið settur i bann á Morgunbiaðinu. Astæðan fyrir því er sú einarða afstaða sem forystumenn stjórnmálanefndar Heim- dallar tóku til ummæla Geirs Hallgrímssonar í landhelgismálinu. Fundur sem Geir boðaði til, í því skyni að fá breytt þeirri ályktun sem við birtum í blaðinu í gær, og á sátu um 40 manns, fékk eftirfarandi tillögu til meðferðar: „Fulltrúaráð Heimdallar itrekar fyrri ályktanir sinar um landhelgismálið. Fulltrúaráðið skorar á þjóðina að sýna enn sem fyrr fulla samstöðu um þetta lifs- hagsmunamál islenzku þjóðar- innar, þannig að fullur sigur vinnist sem fyrst. Fulltrúaráð Heimdallar leggur áherzlu á að fiskveiðideilan við Breta vinnst eing'öngu með kaldri og yfirvegaöri rökhyggju, en ekki með pólitiskum upphlaupum, sem komið er af stað i sérhags- munaskyni, i þágu pólitiskra trúða og tækifærissinna. Fulltrúaráöið tekur fram, að einungis er barizt á tveimur vig- stöðvum i þessari efnahagslegu sjálfstæöisbaráttu okkar við Breta. Annarsvegar við brezk herskip á miðunum, þar sem okkar menn hafa sýnt fyllstu ein- beitni við hervaldið, en þó komið fram af sérstakri prúðmennsku. Skulu þeir eiga þjóðarþakkir fyrir. Hinsvegar er barizt á erlendum vettvangi, innan sam- félags þjóðanna. Engin barátta fer nú fram innanlands, þar sem fullkomin þjóðareining rikir á meðal Islendinga um útfærsluna og markmiðin sjálf. Einungis hafa komið fram gagnrýnisraddir um málsmeðferö rikisstjórnarinnar i hinni mikilvægu baráttu á alþjóðavettvangi. Þvi miður hafa þær oft haft mikiö til sins máls. Þjóðinni er hollt að minnast baráttu Jóns Sigurðssonar for- seta fyrir málstað Islendinga i sjálfstæöisbaráttunni á öldinni sem leið. Þar sem skynsemin og rökhyggjan skipuðu öndvegið, en öfgum og upphlaupum var visað út i yztu myrkur. Fulltrúaráð Heimdallar tekur fram, að um leið og nauðsyn er órofa samstöðu þjóðarinnar um markmiðin i landhelgismálinu, þá er fólki skylt að ihuga og gagn- rýna málsmeðferð stjórnvalda, ef mistök eiga sér staö, til þess að fyrirbyggja að þau verði endur- tekin. Minnir fulltrúaráðið á mistök upplýsingamiðstöðvar rikis- stjórnarinnar i sambandi við Arvakurmáliö þar sem málslaður okkar veiktist, vegna hinna ósönnu og öfgafullu upplýsinga, sem gefnar voru erlendum blaðamönnum, sem beinlinis færðu óvininum vopn i hendur. Ennfremur vill fulltrúaráðið minna á hinn hættulega frétta- flutning, þar sem togarinn Everton var sagður skotinn i kaf og ekkert vitað um mannbjörg. Slikur málflutningur hefur mjög slæm áhrif á málstað okkar erlendis, þegar vopnlausa smárikið Island á að hafa ráðizt á varnarlausan togara og sökkt honum, án þess að skeyta nokkuð um mannbjörg. Hvar eru þá rök okkar gegn hervaldinu sem gerir innrás i islenzka lögsögu? Sem betur fer reyndust fyrstu fréttir af Evertonmálinu uppspuni, þó aö dagblaðið Timinn hafi slegið þeim upp á forsiðu. Oll þjóðin sannreyndi þá, að starfsmenn Landhelgisgæzlunnar eru starfi sinu vaxnir. Fulltrúaráðið krefst þess aö hin pólitiska forysta i málinu taki fullt tillit til mannslifa, jafnvel þó um sé að ræða brezka veiðiþjófa. Fulltrúaráðið minnir á að öll æska hins menntaða heims stendur vörð um friðarhug- sjónina, og telur samkvæmt þvi, að efnahagslegt strið sé ekki meira virði en mannslif. Fulitrúaráð Heimdallar varar við þeim mönnum, sem alltaf hafa viljað koma Islendingum úr varnarsamstarfi vestrænna þjóða. Fulltrúaráðið minnir á, að við hefðum ekki haft tækifæri til þess að kæra Breta fyrir Atlanz- hafsbandalaginu nú, ef þeir hefðu komið vilja sinum fram. Fulltrúaráð Heimdallar telur að NATO sé skylt að stöðva vopn- aða íhlutun Breta i islenzk innan- rikismál. Traust þjóðarinnar til bandalagsins er nú komiö undir þvi hvernig það vinnur aö þvi, aö Bretar láti af fáránlegu framferöi sinu i islenzkri fiskveiðilandhelgi. Fulltrúaráð Heimdallar itrekar hvatningu sina, um að allir lands- menn sýni þolgæði og samstöðu i þessu máli, þvi sigurinn er okkar, ef við höldum vel og drengilega á málstað okkar.” —o— Tillögu þessa bar Arni B. Ei- riksson upp fyrir hönd Geirs Hall- grimssonar. Eins og sést af álykt- uninni er ætlunin með henni að draga úr frumhlaupi Geirs vegna Evertonmálsins, bæði með þvi að kenna blaðafulltrúa landhelgis- gæzlunnar um rangar upplýs- ingar af Evertonmálinu, svo og með þvi að segja að gagnrýni- raddir vegna landhelgismálsins hafi þvi miður haft nokkuð til sins máls. Geir mistókst algjörlega að heimta traust Heimdellinga. Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.