Þjóðviljinn - 20.06.1973, Page 7
MiOvikudagur 20, júni 1973. ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 7
Baráttuvika gegn NATO
í Kaupmannahöfn
fslendingar tóku þátt í ráðstefnu gegn NATO,
Þór Vigfússon talaði á útifundi NATO-andstœðinga
Þór Vigfússon.
Um svipað leyti og
utanrikisráðherrar
NATO-landanna þing-
uðu i Kaupmannahöfn
var haldin i þeirri
sömu borg ráðstefna á
vegum vinstri sinn-
aðra samtaka um
málefni NATO. Var
hún eins konar mót-
vægi við ráðherra-
fundinn, og má hik-
laust fullyrða, að bar-
áttan gegn NATO setti
mikinn svip á borgina
þá daga. Tveir íslend-
ingar sátu ráðstefn-
una, þau Hildur Há-
konardóttir vefari og
Þór Vigfússon kenn-
ari. Þór var einn
ræðumanna á útifundi
sem haldinn var i lok
mótmælagöngu á
fimmtudagskvöld.
Ráðstefnan gegn NATO var
haldin að frumkvæði 33ja
vinstri sinnaðra samtaka i
Danmörku og Sósialistafélags
Færeyinga i Kaupmannahöfn.
Stóð hún dagana þriðjudag,
miðvikudag og fimmtudag i
siðustu viku, en ráðherrafund-
urinn var á fimmtudag og
föstudag.
Auk Dana sótti ráðstefnuna
fólk úr ýmsum Evrópulöndum
og að auki úr nýlendum
Portúgala i Afriku. A ráð-
stefnunni var fjallað um
stjórnmálalegt hlutverk
NATO-stefnunnar i aðildar-
löndum bandalagsins, svo og
þeim löndum, sem verða fyrir
barðinu á þeirri stefnu, sem
rekin er i ýmsum Afrikulönd-
um. Var dregin glöggt fram
aðstoð NATO við nýlendu-
stefnuna. Islendingarnir
skýrðu frá samskiptum Is-
lands og NATO frá öndverðu,
og hvernig þjóðin snýst nú til
andstöðu við það bandalag,
sem þolir aðildarriki að ráðast
gegn sér með hervaldi til að
stela frá sér lifsbjörginni.
A fimmtudagskvöld var efnt
til mótmælagöngu úr mið-
borginni og upp á Bellahöj, en
á þeim slóðum sátu utanrikis-
ráðherrarnir á fundi. Heimild-
armaður Þjóðviljans gizkaði á
að þátttakendur hefðu verið
um 12 þúsund, og hann var
nokkuð hissa að heyra það, að
hér á tslandi hafði ekki heyrzt
hærri tala en 5 þúsund.
Mörg stutt ávörp voru flutt i
áfangastöðum göngunnar,
þ.á m. af fulltrúum frá þeim
NATO-löndum sem búa við
harðstjórn, svo sem Grikk-
landi og Tyrklandi. '
Eftir að göngunni var lokið,
var haldinn útifundur i geysi-
stóru útileikhúsi á Bellahöj.
Þar fluttu ræður tveir Danir,
einn Færeyingur og Þór Vig-
fússon. Leikhús þetta mun
taka um 10 þúsund manns og
var það troðfullt. Rikti þar
góður baráttuandi.
Heimildarmaður blaðsins i
Kaupmannahöfn segir okkur,
að vikan hafi i miklu rikari
mæli einkennzt af baráttunni
gegn NATO, en fréttum af
ráðherrafundinum. Mikið bar
á veggspjöldum gegn NATO
og alls kyns dreifiritum. Hóp-
ur leikara vann afar gott starf
við að vekja athygli á stað-
reyndum um NATO. Þetta er
eins konar götuleikhús, þannig
að leikurinn fór alltaf fram
undir beru lofti við aðstæður
sem sköpuðust hverju sinni.
Lét hópurinn mjög að sér
kveða i mótmælagöngunni, og
kom þar m.a. fram i einkenn-
isbúningum NATO-hermanna,
marséraði um og viðhafði
aðra hermennskutilburði.
Samtök herstöðvaand-
stæðinga á Austurlandi
hafa boðað til ráðstefnu og
Jónsmessuvöku á Egils-
stöðum þann 23. júní n.k. —
þ.e. næsta laugardag.
( þessu tilefni birtir Þjóð-
viljinn í dag grein eftir
Hjörleif Guttormsson, nátt-
úrufræðing í Neskaupsstað,
en grein þessi birtist í viku-
blaðinu Austurland þann
15.6 s.l.
Rétt ár er nú liðið siðan her-
stöðvaandstæðingar tóku að efla
með sér samtök á nýjan leik eftir
nokkurra ára hlé á skipulegu and-
ófi gegn erlendum her i landi okk-
ar og þeirri djúptæku spill-
ingu,sem honum fylgir. A þessu
timabili hefur sýnt sig, að þvi fer
viðs fjarri, að þorri Islendinga
hafi sætt sig við erlendar her-
stöðvar og þátttöku landsins • i
hernaðarbandalagi sem varan-
legt ástand, þrátt fyrir látlausan
og markvissan áróður þeirra afla
i landinu, sem virðast endanlega
hafa bognað fyrir hinni erlendu
ásælni. Sérstaklega er hvetjandi
fyrir þá, sem frá upphafi hafa
barizt gegn aðild okkar að NATO
og herstöðvum i landinu að sjá
drjúgan hluta þess æskufólks,
sem alizt hefur upp i skugga
hernaðarstefnunnar, risa upp og
krefjast þess af einurð, að tsland
verði hlutlaust i stórveldaátökum
og við hættum að ljá land okkar
undir vighreiður.
011 hin fyrri rök hernámsand-
stæðinga um haldleysi og hættur
Hjörleifur Guttormsson:
Eflum
Samtök
lljörleifur Guttormsson
munum okkar. Sem betur fer hef-
ur ekki reynt á ,,varnarliðið” á
tslandi i stórstyrjöld, enda væru
fá fáir lslendingar til frásagnar.
Auðsæjasta hættan af dvöl herliðs
hér á friðartimum birtist okkur
hins vegar i þeim fjölmenna hópi
tslendinga, sem telur þrásetu
þess æskilega og óhjákvæmilega
og er hættur að spyrja um for-
sendur fyrir henni. Þannig hefur
hersetan virkað hér sem hægfara
krabbamein, gert sig heima-
komna hægt og bitandi i efna-
hagslifi og menningarlifi lands-
manna og brotið niður hug og
hjarta margra þeirra tslendinga,
sem réttilega skynjuðu hættuna
fyrir tveimur áratugum. Það er
nýgræðingurinn, æskufólkið i
landinu, sem sloppið hefur að
mestu við þessa sýkingu og vekur
vonir um, að nú sé lag til sóknar.
t landinu situr rikisstjórn, sem
heitið hefur ákveðnum aðgerðum
herstöðvaandstæðinga
NATO-aðildar og herstöðva á ts-
landi eru i fullu gildi og hafa ekki
verið hrakin i meira en tuttugu
ár. Nú siðast i annarri herför
Breta gegn okkur undir NATO-
á Austurlandi hafa boðað til ráð-
stefnu og Jónsmessuvöku á Egils-
stöðum þann 23. júni. Þar berum
við saman bækur okkar um
stefnumið og starf til að ná settu
marki. Ég heiti á Austfirðinga að
sýna hug sinn i þessu máli með
þvi að ljá samtökunum lið nú og
framvegis. Barátta okkar fyrir
efnahagslegu og stjórnarfarslegu
sjálfstæði er samofin. Sigur i
landhelgismálinu og sigur i her-
stöðvamálinu eru lágmarkskröf-
ur allra sæmilegra Islendinga um
þessar mundir, sú afmælisgjöf,
sem við ætlum þjóð okkar, er hún
minnist 1100 ára tilvistar sinnar.
Kröfuna um úrsögn okkar úr
NATO ber þvi eðlilega hátt i röð-
um herstöðvaandstæðinga og á
þar fyllsta rétt á sér. Samtökin
verða hins vegar að gæta þess að
ætla sér ekki of mikið hverju
sinni, og einmitt nú eigum við að
beita öllum þunga okkar að af-
námi herstöðva i landinu og taka
höndum saman við alla þá, er ljá
vilja þeirri kröfu okkar lið. Sigur i
þvi máli færir okkur drjúgum nær
þeim degi, að land okkar fylki sér
i stækkandi sveit þeirra þjóða,
sem hafna stórveldaforsjá og
hernaðarbandalögum.
Samtök herstöðvaandstæðinga
fánum og með þegjandi samþykki
„varnarliðsins” i Keflavik og á
.Stokksnesi afhjúpast hugur ráð-
andi afla i forysturikjum hern-
aðarbandalagsins gegn lifshags-
i herstöðvamálinu, þ.e. brottför
hersins á kjörtimabilinu, en hefur
deildar meiningar varðahdi aðild
okkaraðNATO. Meginmarkmið i
sóknarlotu hcrstöðvaandstæðinga
nú cr að fylgja eftir kröfunni um
afdráttarlausa brottför hersins,
og sú krafa verður ekki látin falla
þrátt fyrir sviptibylji og hik i röð-
um stjórnmálamanna. 1 huga
flestra herstöðvaandstæðinga
mun krafan um herlaust land
vera nátengd hlutleysi i stór-
veldaátökum, þ.e. að Island
standi utan hernaðarbandalaga.
Fiskastiginn í Svartá tekinn í notkun
Veiðivötn h/f boðuðu til
samsætis i Reykjaskóla i
Tungusveit þann 17. júni. Var
tilefnið að lokið var gerð fiska-
stigans við Reykjafoss i
Svartá.
Formaður Veiðivatna h/f
rakti aðdraganda byggingar
fiskástigans.Gat hann þess.að
tvö félög hefðu verið stofnuð
til þess að vinna að skipulagn-
ingu og undirbúningi verksins.
Voru það félögin Veiðivötn h/f
og Félag landeigenda i
Lýtingsstaðahreppi. Voru full-
trúar frá þessum félögum
mættir.ásamt fulltrúum sýslu-
nefndar Skagafjarðarsýslu, i
samsætinu.
Að samsætinu loknu var
fiskastiginn opnaður með við-
höfn, vatninu hleypt i skurðinn
og hellt úr fullri kampavins-
flösku. Hélt formaður Land-
eigendafélagsins ræðu við
þetta tækifæri.
Fiskastiginn lengir
veiðisvæðið um
25 km.
Veiðivötn h/f gerðu samning
við Landeigendafélag
Lýtingsstaðahrepps i október
1969, og hófu sama haust að
sleppa laxaseiðum i Svartá
fyrir ofan Reykjafoss, og var
4400 seiðum sleppt það haust.
Samtals hefur verið sleppt
7800 gönguseiðum frá þeim
tima og 25600 fullöldnum
seiðum. Fyrirhugað er að
sleppa um 15000 seiðum i
sumar.
Haustið 1969 var einnig farið
að undirbúa byggingu fiska-
stigans og siðan að byggja
hann. Guðmundur Gunnars-
son verkfræðingur teiknaði
hann, en Búnaðarsamband
ræktunarsambands Skag-
firðinga sá um verkið i upp-
hafi, en haustið 1971 tók
Sigurður Hansen.Sauðárkróki,
að sér verkið. Yfirsmiður var
Haukur Jósefsson.
Stiginn er 198 m langur. Er
vatnsloki i suðurenda hans.en i
norðurenda eru 24. hólf. Er
hver þrepveggur 1,8 m á hæð,
en breidd veggjarins er um 4
m. Hæðarmunur frá neðsta
þrepi og upp að loka er 14 m.
Fiskastiginn er sá stærsti,
sem gerður hefur verið hér-
lendis af einstaklingum, en
með tilkomu hans opnast nýtt
veiðisvæði um 25 km að lengd.
Fróðir menn telja,að þetta
sé mjög gott fiskiræktunar-
svæði, en vatnið þarna er
lygnt, hreint og tært. Það hef-
ur einungis verið sleppt laxa-
seiðum,en silungur var fyrir i
ánni.
Kostnaður er nú um það bil
4,5 miljónir kr. við fram-
kvæmdirnar.
Laxeldismál i Skagafirði
hafa tekiðörum framförum og
er fólk þar áhugasamt um
áframhald. Hafa nýlega verið
stofnuð Samtök veiðiréttar-
eigenda. __^