Þjóðviljinn - 24.07.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.07.1973, Blaðsíða 1
Myndin sýnir þyrlu landhelgisgæzlunnar við hinn einstæöa flutning 100 metra niður i Jökulsárgljúfrin. (Ljósm. Sigurjón Rist) Borað niður í botn Jökulsár Jarðborunarflokkur frá Orkustofnun er nú kominn austur að Jökulsá á Fjöllum til þess að kanna botn árinnar með tilliti til hugsanlegrar virkjunar. Það er Jón ögmundsson sem er borstjóri, en verk- fræðingarnir Oddur Sigurðsson og Haukur Tómasson hafa yfirumsjón með verkinu. Á grundvelli þessara jarðvegsrannsókna verður væntanlega gerð áætlun um virkjun í Jökulsá. Þessar borunar- framkvæmdir eru við Hafragilsfoss, sem er 18 metra hár. Ofar í ánni eru Dettifoss, 44 m hár og Sel- foss 18 m hár. Samanlögð fallhæð þessara fossa og hæðarmismunarins á milli þeirra eru rúmir 100 metrar. Ekki er hægt um vik að bora i botn Jökulsárgljúfurs, enda er þetta eitt hrikalegasta gljúfur landsins. bess vegna var flug- tæknin tekin i þjónustu þessarar starfsemi. byrla landhelgis- gæzlunnar var fengin til að flytja föng og færur borunarmanna af gljúfurbarminum og niður á neðri gljúfurbarminn, en gljúfrin eru þarna i tveimur stöllum. Pessi framkvæmd tókst með ágætum, og eru borunarmenn búnir að koma sér fyrir þar neðra. Vatns- mælingamenn Orkustofnunar gerðu siðan kláfferju yfir neðri hluta gljúfursins,sem áin rennur i. og upp á efri brúnina liggur póst- strengur til að flytja skilaboð á milli. Gljúfurveggurinn niður á stallinn i gljúfrinu, þar sem borunarmenn eru með tæki sin, er um 100 metra hár. Bjarni Ben. Kominn í slipp Skuttogarinn Rjarni Bencdikts- son hefur vcrið i slipp undanfarna viku og hefur verið unnið að þvi, að breyta loftinntaki fyrir vélar- rúm og flytja botnstykki, en þau eru i sambandi við asdictæki og dýptarmæla. bað fer m.a. eftir hreyfingu skipa hvar þessi tæki eiga að vera staðsett, sagði Gunn- ar Bjarnason, verkfræðingur hjá Stáismiðjunni við fréttamann. bá áefur togarinn verið málaður. Enn mun vanta varastykki i ljósavél skipsins, en þegar þau eru komin má búast við að reynt verði að senda skipið til veiða. sj. Fær Sigló- verksmiðjan hróefni frá Noregi eða Færeyjum? F á ekki að veiða síld við Island — Við erum að athyga mögu leika á að fá Norðursjávarsfld frá Noregi og Færeyjum, þar sem ekki hefur fengizt undanþága til sildveiða hér við land, sagði llanncs Baldvinsson, stjórnarfor- maður Sigló-verksmiðjunnar á Siglufirði, i viðtali við bjóðviljann I gær. Sigló-verksmiðjunni var lokað i siðasta mánuði, þar sem þá var þrotið það hráefni, sem verk- smiðjan fékk árið 1971. Hannes sagði,að þetta væri mikið áfall fyrir atvinnulif Siglfirðinga, enda hefði verksmiðjan verið stærsta atvinnufyrirtækið i Siglufirði síð- ustu tvö árin. bar hafa 80—100 manns unnið að staðaldri. — Við erum þegar komnir i samband við aðila i Noregi og Færeyjum, sem vilja selja okkur krydd- saltaða sild, og við fáum væntan- lega sýnishorn af henni frá Noregi nú i þessari viku, sagði Hannes. betta verður samt alla- vega dýrara og lakara hráefni en við höfum haft og neyðarúrræði að þvi leyti. Við spurðum Hannes hvort ekki kæmi til greina að islenzku skipin sem stunda sildveiðar i Norður- sjó, kæmu með afla sinn til verk- smiðjunnar. Hannes sagði,að fyr- ir þvi virtist ekki áhugi, enda hafði sú litla reynsla, sem af þvi hefði fengizt, ekki gefið góða raun. — Hvenær getur verksmiðjan tekið til starfa, ef þið fáið hrá- efnið frá Noregi eða Færeyjum? — bað verður ekki fyrr en i lok nóvember eða byrjun desember. — bið hefðuð auðvitað viljað bjarga málunum með lslandssild. — Já við sóttum um undanþágu til að veiða sild fyrir verk- smiðjuna við Suðvesturland, en fengum synjun, og þvi er ekki að leyna að okkur þykir hart undir þvi að búa, að þröngsýnissjónar- mið fiskifræðinga skuli vera látið ráða i þessu efni og hindra starf- rækslu verksmiðjunnar. En meðan hráefnisskorturinn þjakar okkur, verður unnið við ýmsar lagfæringar og endurbætur á verksmiðjunni, og Siglfirðingum er það kappsmál, að rekstur hennar geti sem fyrst hafizt af fullum krafti aftur, sagði Hannes að lokum. Bandarísku herþoturnar___ Mega fara niður í 1000 fet Vegna atburðarins við Hellu á föstudaginn, þegar þota banda- riska hersins rauf hljóðmúrinn yfir bænum, þótti okkur við hæfi að hafa tal af flugumferðarstjórn og spyrja um, hvernig eftirliti með flugi og æfingum þessara flugvéla er háttað. Arnór Hjálmarsson sagði okkur, að flugumferðarstjórn gæfi leyfi til æfinga á vissum svæðum og væri tekið fram i leyfisveitingunni i hvaða hæð fljúga mætti. Væru takmarkanir á flughæð með þrennum hætti: Margan fróðleik er að finna i skattskránni. Blaðamaður Morgunblaðsins vekur á þvi athygli siðastliðinn sunnudag, að einn þeirra, er greiða samanlagt hæst gjöld i Reykjavik, Einar riki Sigurðsson, á ekki að greiða nema tæpar 15 þúsundir króna i útsvar. Samkvæmt þessu hafa tekjur Einars á sið asta ári ekki verið nema um 300 þús. krónur. eða um 25 þús. krónur á mánuði að meðaltali. Margur hefur komizt i hann krappan við að reyna að framfleyta stórri fjölskyldu með svo rýrar tekjur, enda hefur blaðamaður eftir Einari, að gengið hafi á eignirnar. Samkvæmt skattskránni ber Einari að greiða kr. 1.005.123 i eignaskatt og viðlagagjald af eignaskatti. Viðlagagjaldið er 30% af álögðum eignarskatti, svo að raunverulegur eignarskattur, sem Einari ber að greiða, er kr. 773.172, og er hann heldur hærri en i fyrra. bað er- þvi augljóst, að ekki hefur gengið á eignirnar. Okkur þótti fróðlegt að vita, hvernig Einar fór að þvi að fram- fleyta sér og sinum á svona ákveðin hámarkshæð, ákveðin lágmarkshæð eða hvort tveggja. Sagði hann að lágmarksflug- hæð væri 1000 fet, en yfirleitt væri þotunum ekki leyft að fara neðar en i 1500—2000 fet. I þessu tilviki hefði lágmarkshæð verið ákveðin 3000 fet. Arnór kvað flugmönnum alger- lga óheimilt að rjúfa hljóð- múrinn, en aðrar hraðatak- markanir vær.u ekki. Varðandi eftirlit með þvi, að reglur væru haldnar, sagði hann, að þeir gætu fylgzt með öllum lágum tekjum og hringdum þvi i hann i gær. Við spurðum hann, hvað hann ætti við með þvi, að ráðleggja öllum, sem eiga i vandræðum með skatta, að hefja útgerð, en þaö var haft eftir honum i Morgunblaðinu. Einar sagði, að útgerð væri rekin með tapi og mikið færi i afskriftir af eignum, einkum bátum, þvi væri sjálf- gefið, að tekjuskattur yrði ekki hár. begar við spurðum, hvernig hann hefði lifað á 25 þús. kr. á mánuði, hló Einar, og sagði að tekjurnar væru ekki rétt út reiknaðar af blaðamönnum. Álagningin væri röng, með réttu ætti hann að greða yfir 200 þús. i útsvar, en ekki 14.800 krónur. An efa myndu skattyfirvöld leiðrétta þennan misskilning. Samkvæmt þessu hafa árs- tekjur Einars verið meira en 2 miljónir og tæpast vorkennir honum nokkur að lifa af þeim. Einar benti okkur á að tala við endurskoðanda sinn, Inga R. Helgason, til að fá upphæð út- svarsins nákvæmlega, en Ingi var þvi miður i frii. þeirra ferðum i ratsjá en ekki með þvihvortþeir virtu reglur um flughæð. bað stæði þó til bóta þvi verið væri að setja upp tæki til að mæla flughæðina. Ekki kvaðst hann hafa ástæðu til að ætla, að flugmenn banda- riska hersins brytu reglur,' sem þeim væru settar. En reynslan frá Hellu gefur tilefni til að hvetja fólk til að fylgjast með þvi, hvort þotur „varnarliðsins” fara að settum reglum. — 17 íslend- ingar keppa á Skákþingi Norðurlanda er Hófst í gær í gær hófst skákbing Norður- landa i Grená á Jótlanði. bar er keppt i tveimur flokkum, meistaraflokki og almennum flokki og er mótið algjörlega opið. Héðan fór frlð fylking skákmanna, eða 14 inanns er keppa í meistaraflokki og 3 i almenna flokknum. bessir keppa i meistaraflokki: Magnús Sólmundarson, Jónas borvaldsson, Július Friðjóns- son, Halidór Jónsson, bórir Ólafsson, Sævar Bjarnason, Jóhann bórir Jónsson, Bjarni Magnússon, Sævar Einarsson, Ómar Jónsson, Hilmar Karls- son, Adolf Emilsson, Jónas P. Erlingsson og Helgi borleifs- son. i almenna flokknum tefla: Gisli Guðmundsson, Sigurvin Guðmundsson og bór örn Jónsson, unglingameistari Reykjavikur. Tefldar verða 11 umferðir, eftir Monrad-kerfi, og lýkur mótinu 3. ágúst. Teflt verður frá 4—9 og biðskákir kl. 9—1. Einar ríki lítsvarið of lítið Hafði heldur meira en 25 þús. á mánuði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.