Þjóðviljinn - 24.07.1973, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 24. júll 1973.
íslandsmeistaramótið í golfi:
Björgvin Þorsteins.
sýndi mikið öryggi
á síðustu holunum
Og sigraði þá Loft og Kjærbo með 3ja
högga mun
Islandsmeistara-
mótinu i golfi lauk sl.
laugardag á Hvaleyrar-
holtsvelli i Hafnarfirði
með glæsilegum sigri
Björgvins Þorsteins-
sonar frá Akureyri, sem
sýndi fádæma öryggi á
siðustu holunum og
sigraði þá Loft Ólafsson
og Þorbjörn Kjærbo með
3ja högga mun, en þeir
voru aðal keppinautar
hans i mótinu. Greini-
legt var, að Kjærbo þoldi
ekki álagið sem á honum
var siðustu 6 holurnar, en
þá hafði hann eins höggs
forustu. Hann lék ekki
vel þessar siðustu holur
á sama tima og Björgvin
lék hvað bezt i mótinu.
Þegar yfin lauk hafði
Björgvin farið á 299
höggum, en þeir Loftur
og Kjærbo fóru á 302
höggum og urðu að
heyja einvigi um 2. sætið.
og það einvigi vann
Kjærbo á einu höggi
eftir 3 holur.
Kjærbo hafbi forustu þegar
keppni siðasta dagsins hófst, eitt
högg framyfir þá Björgvin og
Hannes Þorsteinsson, en 2 högg
framyfir Loft. Á fyrstu 12 holun-
um siðasta daginn lék Hannes illa
og má segja,að hann hafi fallið úr
keppninni um efsta sætið á fyrstu
12 holunum.en Björgvin seig á
Kjærbo og eins Loftur. Þegar svo
3 holur voru eftir hafði Kjærbo
enn eins höggs forustu,sem hann
svo missti þarna á 16. holunni og
þeir voru þvi jafnir hann og
Björgvin þegar að 17. holunni
kom.
Þar missti Kjærbo enn eitt högg
og 2 á siðustu holunni, svo
Björgvin var öruggur sigurvegari
og það sem meira er; það er afar
sjaldgæft að fara undir 300 högg-
um á Islandsmóti. En litum þá á
úrslit mótsins.
Mfl. Karla
islandsmeistari: Björgvin Þor-
steinsson GA 299 högg.
2. Þorbjörn Kjærbo GS 302 högg
3. Loftur Ólafsson GR 302 högg
4. Gunnlaugur Ragnarsson GR
306 högg
5. Hannes Þorsteinsson GL 307
högg.
Mfl. kvenna
ísla nds m eistari: Jakobina
Guðlaugsdóttir 351 högg
2. Laufey Karlsdóttir 380 högg
3. Ólöf Geirsdóttir 380 högg.
1. fl. karla
1. Ómar Kristjánsson 321 högg
2. Marteinn Guðjónsson 330 högg
3. Örn Isebarn 332 högg
1. fl. kvenna
1. Kristin Pálsdóttir 417 högg
2. Svana Tryggvadóttir 424 högg '
3. Inga Magnúsdóttir 428 högg
2. fl. karla
1. Finnbogi Gunnlaugsson 348
högg
2. Halldór B. Kristjánsson 349
högg
3. Gunnar Pétursson 351 högg
Framhald á bls. 15.
Markvarzlan er
kjörgvin Þorsteinsson fagnar sigri eftir siöasta púttið, en Þorbjörn
Kjærbo, sem varð nr. 2, horfir vonsvikinn á.
höfuöverkur Framara
Tvö klaufamörk kostuðu 2 stig á Akureyri
„Þaö er alltaf
þægileg tilfinning
að sigra”
Þeir voru margir sem þurftu að óska hinum
nýbakaða Islandsmeistara í golfi, Björgvini
Þorsteinssyni til hamingju með sigurinn i golf-
skála Keilis í Hafnarfiröi sl. laugardag, að
lokinni keppni. Okkur tókst þó að króa Björgvin
af augnablik og fá hann til að rabba stuttlega við
okkur.
„Jú, það er auðvitað alltaf þægileg tilfinning
að sigra og það er anzi gaman að vera búinn að
endurheimta titilinn, sagði Björgvin, en hann
varö tslandsmeistari i fyrsta sinn 1971.
— Við spurðum hann hvort hann hefði æft
betur i sumar en áður, þar eö hann hefur sýnt
mun betri leik i golfinu en nokkru sinni fyrr?
— Nei, ekki er það nú, ég hef ekki æft neitt
betur en undanfarin ár, en hinsvegar hefur mér
tekizt að ná beinni höggum og ég þakka þvi
framfarirnar hjá mér.
— Telurðu þig hafa lært mikið á Portúgal-
Sagði nýbakaður
íslandsmeistari í golfi
feröinni á dögunum?
— Já, við höfðum allir áreiðanlega mjög gott
af henni og lærðum mikiö; svona stórmót eru
alltaf lærdómsrik fyrir mann.
— Er góð aöstaöa til golfiðkunnar á Akureyri?
— Hún hefur farið mikið batnandi undanfarið
og ég má segja,að hún sé orðin nokkuð góð.
— Og áhuginn fyrir golfinu, er hann mikill?
— Nci, hann er frekar dræmur, en það eru þó
alltaf nokkrir sem iðka þar golf.
— Og þú hefur góðar aðstæður til að æfa þig?
— Já, ég hef það. Eftir að ég lauk stúdents-
prófi I vor hef ég unnið við golf-völlinn á Akur-
eyri og þvi haft ágæta aðstöðu til að æfa.
— Og hvað tekur nú við?
— Næsta verkefni er ferð með u-landsliðinu á
Evrópumótið; við leggjum af stað á morgun, (sl.
sunnudag) svo það verður ekki mikil hvfld næstu
daga. —S.dór
Markvarzlan er orðin mikill
höfuðverkur hjá tslands-
meisturum Fram, eftir að. Þor-
bergur hætti að leika með liðinu.
Tvö mjög Ijót klaufamörk fékk
liöið á sig norður á Akureyri á
sunnudaginn og þau kostuðu
Fram 2 stig og gerðu um leið von-
ir liðsins um að vera með i
toppbaráttunni i sumar cndan-
lega að engu. Hinsvegar má telja
vist,að þau hafi gulltryggt Akur-
eyringum 1. deildarsætið.
Leikurinn I heild var nokkuð
góður. Fyrri hálfleikur fremur
jafn, en þann siðari áttu
Framarar nær algerlega en ÍBV-
vörnin stóð fyrir sinu og.hleypti
þá cngum bolta inn.
Fyrsta markið kom eftir 5
minútur af leik. Dæmd var horn-
spyrna á Fram og Sigbjörn
Gunnarsson framkvæmdi hana,
og það ótrúlega gerðist, hann
skoraði beint úr spyrnunni.
Hroðalegt klaufamark.
Og það var einnig ljótt klaufa-
mark sem Ómar Friðriksson
skoraði 9 minútum siðar, cftir
hornspyrnu scm Sigbjörn fram-
kvæmdi, 2:0.
A 40. minútu lagaði Asgeir
Eliasson stöðuna fyrir Fram með
laglegu marki og staðan i leikhléi
var þvi 2:1.
Þrátt fyrir nær stanzlausa sókn
Framara allan siðari hálfleikinn
náðu þeir ekki að skora. Aftur á
móti bættu heimamenn cinu
marki við og var ómar aftur að
verki cftir að hafa fengið
Framhald á bls. 15.
staöan
Staðan i 1. deild eft-
ir 8 umferðir er nú
þessi:
ÍBK 8-8-0-0-20: 3-16
Valur 8-6-1-1-22:11-13
ÍBV 8-5-0-3-16:10-10
ÍA 8-3-1-4-22:13- 7
Fram 8-2-2-4- 9:13-6
KR 8-2-1-5- 6:16-5
ÍBA 8-2-1-5- 8:19-5,
UBK 8-1-0-7-11:29-2
Markahæstu menn:
Hermann Gunnarss.
Val 12
Teitur Þórðars. ÍA 9
Matthias Hallgrimss.
ÍA 7
Steinar Jóhannss.
ÍBK 7