Þjóðviljinn - 24.07.1973, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24. júll 1973.
9 mörk skoruð í leik Vals og Breiðabliks
Geysimiklar sviptingar áttu sér stað á Laugar-
dalsvellinum i fyrrakvöld. Þá léku Valsmenn gegn
Breiðablik og sigruðu 6-3; 9 mörk voru skoruð i
leiknum og verða þau flest að skrifast á reikning
lélegra varna.
Leikur
, * —
Sérstaklega komu Kópvægingar illa út úr fyrri
hálfleiknum; vörnin var hreinlega ekki til og á köfl-
um virtist liðið leika með 10 framlinumenn og einn
markvörð. 10 framlinumenn náðu þó litlum
árangri, staðan i hálfleik var 5-0 fyrir Valsmenn og
útlit fyrir mun stærri sigi|i\
Svo varð þó ekki. Eftir hörmu-
lega slakan fyrri hálfleik tóku
Blikarnir sig verulega á, meðan
Valsarar, sem átt höfðu skinandi
skemmtilean leik, slökuðu á;
hreínlega virtust vart nenna
meiru.
Blikarnir komu friskir inn á
eftirhléogaðliðnum llminútum
var staðan orðin 5-3 og öruggum
sigri var þar með ógnað. Fleiri
urðu þó mörkin ekki fyrr en rétt
undir lokin að Hermann bætti 6
markinu við.
Lið Valsmanna iék skinandi vel
I fyrri hálfleik, réð þá öllum
gangi leiksins nema rétt á fyrstu
minútunum, en þá opnaðist vörn
þeirra afar illa og fyrir einskæra
heppni gátu þeir forðað sér frá að
fá á sig 2 mörk.
Er Kópvægingar höfðu siðan
pressað nokkuð stift á fyrstu
minútunum fór liðið i gang, tók
leikinn i sinar hendur, lékágætis
knattspyrnu og sóknirnar voru
geysihættulegar. Vörnin náði sér
einnig verulega á strik og sóknir
.Breiðabliks náðu sjaldan að
’skapa hættu.
I siðari hálfleik náði liðið ekki
eins vel samari; kannski var það
aðeins vegna þess hve
Kópvægingar tóku sig skemmti-
lega á.
Það veitti lika ekki af fyrir þá
að bæta ráð sitt. Liðið sýndi
hörmungarleik i fyrri hálfleikn-
um, vörnin opnaðist oftmjögilla,
tengiliðirnir áttu enga bolta á
miðjunni og sóknin var bitlaus og
máttvana gegn varnarvegg Vals-
ara. Það var þvi ekki nema eðli-
legt að illa færi; 5 sinnum mátti
liðið hirða boitann úr netinu.
Það verður þó að játazt,að það
var mikil óheppni að skora ekki
mark i upphafi leiksins; dauða-
færin komu hyert á eftir öðru og
tvisvar á fyrstu 7 minútunum
bjargaði varnarmaður Valsara á
marklinu. Mótlætið i byrjun
braut liðið að nokkru niður, og
eftir að Valsmenn höfðu skorað 2
mörk á 10. og 18 minútu virtist
vonleysið ná tökum á Blikunum
og þeir gerðu sig seka um kæru-
leysi.
1 siðari hálfleik kom liðið
gjörbreytt inn á. Skinandi fótbolti
sást þá hjá báðum aðilum, og á
fyrstu 11 minútunum Skoruðu
Breiðabliksmenn 3 mörk og
úrslitin voru þar með orðin óviss.
Leikurinn var þvi i heild sinni
mjög góður, þrátt fyrir slakan
varnarleik hjá báðum aðilum, og
óneitanlega er alltaf gaman að
horfa á mörk verða til. Áhorf-
endur fengu þvi nokkuð fyrir sinn
snúð; 9 mörk gerðu þennan leik
skemmtílegan; veðrið var stór-
kosllegt og aðstaða til
knattspyrnukappleiks hin bezta.
Minnisbókin var þéttskrifuð áð
leik loknum og hér eru glefsur úr
henni:
5. min: Gifurleg pressa á Vals-
markið, bjargað á marklinu,
þrumuskot af markteig varið
fallega og siðan skallað yfir úr
góðu færi.
10. min: Hörður Hilmarsson
með laust jarðarskot,sem Gissur
markvörður missir undir sig, 1-0
fyrir Val.
18. min: Hermann leikur i
gegnum vitateiginn og skorar
fallega 2-0.
35. min: Jóhannes Eðvaldsson
á þrumuskot fyrir utan vltateig,
sem hafnar i bláhorninu,
gjörsamlega óverjandi. Fallegt
mark a tarna og vel að þvi unnið.
Framhald á bls. 15.
varna
Ilermann Gunnarsson fagnar þriöja markinu. Þór Hreiðarsson og Gissur markvörður virðast þreytulegir.
KR-ingar
illa leiknir
Þurftu aö þola 0-6 tap gegn ÍBV
Áhugalitlir KR-ingar
máttu sín lítils gegn
ákveðnum og frfskum
Vestmannaeyingum í
Njarðvík á sunnudaginn. 6
sinnum lá boltinn í netinu
og vissulega má vörnin
muna sinn fífil fegurri.
Fljótirsóknarmenn Eyja-
manna léku sér að and-
stæðingum sínum, varnar-
menn KR-inga voru þungir
og sóknin afar bitlitil.
úrslitin bera þetta með sér.
Leikurinn var leikinn i
Njarðvik i bliðskaparveðri eins
og aðrir leikir helgarinnar.
Völlurinn var mjög góður og
aðstaða til knattspyrnu hin bezta.
KR-ingar sóttu nokkuð til að
byrja með og höfðu þá i fullu tré
við Vestm, eyinga. Það stóð þó
ekki lengi, eftir að Ólafur Sigur-
vinsson hafði skorað fyrsta
markið fyrir IBV á 12. min. tóku
Vestmannaeyingar leikinn I sinar
hendur og stjórnuðu honum það
sem eftir var.
8, min. eftir mark Ólafs, sem
varð til eftir nokkuð ljót varnar-
mistök, skoraði Óskar Valtýsson
annað markið eftir fyrirgjöf frá
Tómasi.
Stuttu siðar hætti Haraldur
gullskalli þriðja markinu við.
Tekin var hornspyrna frá hægri,
boltin kom út i teig til Haraids,
sem skaut föstu skoti i markið
Þannig var staðan i leikhléi, 3-0
fyrir Eyjamenn.
Það var svo á 10. min. siðari
hálfleiks,að 4. markið kom. Orn
Óskarsson einlék þá i gegnum
götótta vörnina og renndi
boltanum framhjá Magnúsi i
markinu.
Eftir þetta jafnaðist leikurinn
nokkuð, KR-ingar gáfust ekki upp
og áttu sin tækifæri, s.s. er Bald-
vin Baldvinsson skallaði I
stöngina á 20. min.
Það var ekki fyrr en á 40. min.
að mörkunum fjölgaði, Snorri
Rútsson og óskar Valtýsson
skoruðu þá sitt markið hvor og
lokatölurnar urðu 6-0 fyrir Eyja-
menn.
Hjá ÍBV voru þeir Ólafur Sigur-
vinsson, örn Óskarsson og Arsæll
Framhald á bls. 15.
Islendingar
næst neðstir
islendingar urðu næst
neðstir i 6 landa sundkeppn-
innþsem fram fór I Sviss um
helgina. Skotar urðu sigurveg-
arar eins og búizt var við, en I
neðsta sæti urðu israelsmenn,
sem urðu fyrir ofan islendinga
i keppninni f fyrra.
Arsæll Sveinsson átti góðan leik gegn KR-ingum og
hefur hann stokkið upp og slegið boltann yfir.
hélt hreinu. Hér
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson