Þjóðviljinn - 24.07.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.07.1973, Blaðsíða 16
Nætur- kvöld- og helgidagavarzla lyfjabúð- anna vikuna 20. til 26. júli er i Laugarnesapóteki og Ingólfsapóteki. Þriðjudagur 24. júli 1973. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar í simsvara Lækna- fólags Reykjavikur, simi 18888. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhringinn. Kvöld- nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. „Sameiningargangan” snýr aftur til Libýu KAIRO 23/7 — „Sameiningar- ganga” Libýumanna til Egypta- lands varð að snúa við aftur til Libýu, þegar Egyptar höfðu lagt hverja tálmunina eftir aðra i veg fyrir göngumenn. Bæði Sadat Egyptalandsforseti og Gaddafi Libýuleiðtogi, sem sagði af sér fyrir helgina, héldu ræðu á fundum i dag og ræddu málefni siðustu daga og samein- ingu landanna. Sadat, sem talaði á hátiðafundi til minningar um egypzku bylt- inguna 1952, dró það mjög i efa,að unnt yrði að sameina Egyptaland og Libýu i haust eins og ákveðið hafði verið. Hann fordæmdi sam- einingargöngu Libýumanna, og sagði, að hann gæti ekki fallizt á afsögn Gaddafis. „Múhamed verður að vera kyrr i sinni stöðu og taka á sig ábyrgðina” sagði hann. Gaddafi hélt ræðu á útifundi i Benghazi og lagði hann einkum á- herzlu á mikilvægi sameiningar- innar. Hann sagði, að bæði löndin yrðu að ganga i rikjasamband til að styrkja baráttuna gegn Israel og arabiskri menningu. Engar fréttir hafa borizt um það, hvort hann hafi minnzt á lausnarbeiðni sina. „Látið farþegana lausa eða drepið þá strax” DUBAI 23/7 — Ræningjarnir i japönsku þotunni, sem hefur staðið á flugvellinum i Dubai sið- an á laugardag, hótuðu þvi i dag að sprengja flugvélina i loft upp, ef benzingcymar hennar yrðu ekki þegar fylltir, og var þegar gcngið að þeirri kröfu. Flugvélin, sem rænt var i Holl- andi, er nú búin að standa á flug- vellinum i Dubai við Persaflóa á þriðja sólarhring, og eru 143 Seldu fyrir 36,3 miljónir í síðustu viku Vikuna 16. til 21 júli öfluðu is- lenzku sildveiðiskipin i Norðursjó 1.816,7 lesta af sild og makril og fengu 36.3 miljónir króna fyrir aflann, eða að meðaltali 19.95 krónur per kiló. Þrjú aflahæstu skipin: Loftur Baldvinsson EA, 854 lestir að verðmæti 21.6 miljón kr. Meðalverð per kg. 25.25. Súlan EA. 940 lestir að verð- mæti 20.5 miljónir kr. Meðalverð 21.85. Gisli ArniRE 886 lestir að verð- mæti 18.3 miljónir. Meðalverð 20.65. Alls hafa aflazt 12.298 lestir i ár að verðmæti kr. 248.4 miljónir króna. Aflinn i ár er um 670 lest- um meiri en i fyrra, en verðið i ár er miklu hærra, þannig að brúttó- tekjur eru um 114 miljónum meiri nú en i fyrra. Flugslys á Tahiti PAPEETE 23/7 — Bandarisk þarþegaflugvél með 79 menn um borð steyptist i hafið rétt hjá Papeete á Tahiti i morgun. Björg- unarmenn hafa leitað i sjónum i allan dag og hafa aðeins fundið einn mann lifandi, en fimmtán lik. Ein flugfreyja fannst lifandi, en hún lézt á sjúkrahúsi skömmu siðar. Flugvélin var á leið frá Auck- land á Nýja Sjálandi til Los Angeles og var hún nýfarin frá Papeete eftir rnillilendingu. Or- sök slyssins er ókunn. menn um borð i henni. óttazt er, að margir þeirra kunni að hafa veikzt vegna hitans. Ræningjarn- ir hafa neitað þvi að láta konur og börn laus. Ekki er enn vitað, hverjir standa að baki þessa ráns. Oll samtök Palestinuskæruliða hafa neitað þvi, að þau eigi nokkurn þátt i þe^sum atburðum. Ræn- ingjarnir segjast vera úr samtök- unum „Synir hins hernumda lands”, en þeirra hefur ekki áður heyrzt getið. Varaferðamálaráðherra Jap- ans lagði i dag fram samningstil- lögur, en efni þeirra hefur ekki verið látið uppi. Ræningjarnir neita hins vegar að semja og segjast biða eftir fyrirmælum frá aöalbækistöðvum sinum, en eng- inn veit hvar þær eru. I dag kom dularfullt skeyti frá Vestur- Þýzkalandi, þar sem sagt var að ræningjarnir skyldu drepa far- þegana strax eða láta þá lausa, en flugvallaryfirvöldin töldu, að þetta kynni að vera dulmál. Talið er, að flugvélin muni leggja af stað innan tiðar, og er mikill viðbúnaður á Lod-flugvelli i ísrael, ef þotunni skyldi flogið þangað. Marokkóbúi myrtur í Noregi LILLEHAMMER 23/7 — Þritug- ur Marokkóbúi, Ahmid Bouchki, var myrtur i Lillehammer á laugardagskvöld. Hann vará leið- heim til sin úr kvikmyndahúsi, og gekk i gegnum miðbæinn. Þá komu menn akandi i bil og skutu á hann allmörgum skotum. Hann lézt skömmu siðar af sárunum. Lögreglan i Noregi lýsti strax eftir nokkrum bilum, sem hún taldi, að hefðu verið notaðir við morðið. Þeir voru allir leigðir bil- ar. Margir þeirra hafa fundizt, og fannst m.a. einn hjá Fornebu- flugvelli, og er þvi hugsanlegt, að einhverjir morðingjanna hafi komizt úr landi. Fjórir menn hafa verið handteknir, og er ekki full- vist um þjóðerni þeirra, en sagt er, að þessir fjórir séu sænsk kona, kanadisk kona, Dani og Marokkóbúi. Leitað er að öðrum og vill lögreglan sem minnst um málið segja að svo stöddu. Norsk blöð telja, að þetta morð kunni að standa i sambandi við eiturlyfjasmygl, þvi að Lille- hammer mun vera miðstöð þeirr- ar starfsemi i landinu, og hafa þar áður fundizt smyglaðar byrgðir. Ekki er heldur loku fyrir það skotið, að ástæðan sé pólitisk. Þessi mynd er tekin á fundi, sem Gadafi leiðtogi Libýu hélt með fulltrúum egypzkra kvenna. Hann lýsti þvi þá yfir, aö konur heföu vissa „liffræöilega galla, sem geröu það aö verkum, að þeirra staöur væri á heimilum", Þessi yfirlýsing og aörar slíkar hafa gert þaö aö verkum, aö margir Egyptar eru nú litt hrifnir af því aö ganga i rikjasamband við Libýu. Frakkar sprengja við Mururoa-rif mótmæli margra þjóða höfð að engu PAPEETE 23/7 — Aymard Aehille Fould, ráðuneytisstjóri i franska varnarmálaráðuneytinu, staöfesti þaö á hlaöamannafundi i Papeete i gærkvöldi, að Frakkar heföu sprengt kjarnorkusprengju viö Mururoa-rif á laugardags- kvöldið kl. 18 eftir islenzkum tima. Með þessum blaðamannafundi hafa Frakkar brotið þá reglu sina að láta aldrei neitt uppi um kjarn- orkutilraunir sinar, fyrr en þeim er lokið. Sprengingin á laugar- dagskvöldið var hins vegar að- eins sú fyrsta af mörgum, og er búizt við þvi, að aðrar verði gerðar við fyrsta tækifæri. Upp- haflega var talið, að næsta tilraun yrði gerð i morgun, en fréttir herma, að veðurskilyrði séu slæm og hafi henni þvi verið frestað. Sennilega hafa Frakkar rofið þagnarhefðina til að sýna þeim aðilum, sem voru andvigir tilraununum, að þeir væru stað- ráðnir i að hafa mótmæli þeirra að engu. Fjölmargir aðilar hafa þegar mótmælt kjarnorkutilrauninni. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar i frönsku Pólýnesiu, Francis San- ford, sagði i dag, að hann væri nú kominn á þá skoðun, að eyjarnar ættu að lýsa yfir sjálfstæði sinu vegna tilraunanna. Nýsjálend- ingar sendu Frökkum mótmæla- orðsendingar um helgina, og i Róm kom til óeirða við franska sendiráðið. I Frakklandi sjálfu hafa bæði jafnaðarmenn og kommúnistar mótmælt tilraununum. 1 yfir- lýsingu kommúnista segir m.a. að með þessu framferði séu Frakkar að vinna gegn þvi, að viðsjár minnki i alþjóðamálum. Bæði blað Gaullista, „La Nation”, og franska hægriblaðið „Le Figaro” verja tilraunirnar hins vegar og veitast að Astraliu- búum og Nýsjálendingum fyrir mótmælin. Þau segja, að Astralíubúar hafi engan rétt til að mótmæla, fyrst þeir hafi leyft Englendingum að gera kjarn- orkutilraunirá landsvæði sinu, og auk þess sé öryggi Evrópu mál, sem þeim komi ekki við. Nýsjálenzka freigátan Otago var inni á hættusvæðinu, þegar tilraunin var gerð, en hún mun nú vera á leið til heimahafnar sinnar á Nýja Sjálandi. Þorskstoýnar hér eru ofveiddir — Ríkisstjórn Islands breytir ekki afstöðu sinni Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra sendi í gær ritara Haagdómstólsins símskeyti i tilefni af úr- skurði dómstólsins þann 12. júlí s.l. um rétt Breta og Vestur-Þjóðverja til frekari veiða hér. I skeytinu segir m.a.: ,,Að því er snertir stað- reyndir málsins og hina vísindalegu hlið þess, vil ég taka fram, að vísindarann- sóknir sýna greinilega merki um ofveiði þorsk- stofnanna á íslandsmið- um." Og síðar í skeytinu: ,,Ég leyfi mér því að tilkynna yður, að ríkisstjórn (slands getur ekki breytt afstöðu sinni til nefndra bráða- birgðaráðstafana, og að hún áskilur sér allan rétt í þessu sambandi." Texti skeytisins íheild fer hér á eftir: „Ég leyfi mér að visa til sim- skeyta yðar frá 12. júli, 1973 varð- andi ákvarðanir dómstólsins þann dag um áframhald á bráða- birgðaráðstöfunum i sambandi við fiskveiðilögsögumálin. Rikisstjórn tslands gerir áfram alla fyrirvara, er áður hafa verið settir fram varðandi allt sem snertir lögsögu og heimild. Að þvi er snertir staðreyndir málsins og hina visindalegu hlið þess, vil ég taka fram, að visindarannsóknir sýna greinileg merki um ofveiði þorskstofnanna á lslandsmiðum. Hlutfall ókynþroska fisks i heild- arþorskaflanum hefir aukizt háskalega siðustu árin og afli miðað við sóknareiningu allra skipa og veiðarfærategunda hefir farið minnkandi að þvi er snertir allar tegundir botnfisks og er þorskur þar með talinn. Þetta kemur m.a. fram i skýrslu sam- eiginlegrar vinnunefndar Norð- vestur Atlanzhafsfiskveiðinefnd- arinnar og Alþjóða-hafrannsókn- arráðsins, um ástand þorskstofn- anna i Norður-Atlanzhafi, einkum i ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur siðan skýrslan var samin. Það er skoðun rikisstjórnar minnar að áframhald á bráða- birgðaráðstöfununum, sem þegar hafa leitt til alvarlegra árekstra, vinni rétti íslands óbætanlegt tjón. Einnig verður að hafa i huga, að I umræðunum á 27. alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna i undirbúningsstörfum hafsbotns- nefndarinnar á árinu 1973 vegna hinnar væntanlegu sjóréttarráð- stefnu hefir komið fram, að á al- þjóðavettvangi er pú almennur stuðningur við viðtæka strandlög- sögu yfir fiskveiðum, þar sem tekið er fullt tillit til lifshagsmuna strandrikja að þvi er tekur til verndar og nýtingar á auðlindum strandsvæðisins. Það er meðal Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.