Þjóðviljinn - 24.07.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.07.1973, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 24. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 sér upp kjarnorkuvigbúnaði i varnarskyni svo að ekkert annað kjarnorkuveldi geti ráðist á þá eða.beitt þá neinum þvingunum. Þessar tilraunir eru sem sagt hluti af viðleitni þeirra til að verða algerlega sjálfstæðir og geta boðið bæði Bandarikjunum og Sovétrikjunum byrginn. En þeir munu vera fáir, sem trúa þessum rökum. Hvernig sem Frakkar fara að, verður kjarn- orkuvigbúnaður þeirra aldrei annað en hlægilegt brölt hjá vig- búnaði risaveldanna. Ef til styrj- aldar kæmi, yrði Frakkland þurrkað út af kortinu á auga- bragði, hvort sem það hefði þessi vopn eða ekki. Auk þess virðast þau gagnslaus til að bjóða öðrum kjarnorkuveldum byrginn og styðja þannig diplómatiskar að- gerðir, þvi að gildi þeirra til þess er undir þvi komið, að andstæð- ingurinn trúi á það, að vopnin verði notuð, og það væri hreint sjálfsmorð af Frakka hálfu að nota þau,en ekki nema takmark- að tjón fyrir viðáttumikil risa- veldi eins og Bandarikin og So- vétrikin. Jafnvel þótt Frakkar hafi slik vopn eru þeir þvi jafn- háðir hernaðarbandalagi við önn- ur riki og áður, ef þeir hyggjast láta að sér kveða sem stórveldi. Sú skoðun virðist lika fráleit að þeir ætli að nota kjarnorkuvopnin gegn rikjum, sem búa ekki yfir slikum vopnum, þvi að þeir hafa ekki lengur neitt nýlenduveldi að verja og önnur kjarnorkuveldi myndu hreinlega ekki leyfa þeim slikt. Verður þá að lita svo á, að allt aff erlendum vettvangí þetta kjarnorkubrölt Frakka sé fáranlegt vindhögg? Ef svo væri, er það ekki eina dæmið um að tæknin taki völdin af manninum og verði markmið i sjálfu sér, þótt hún sé algerlega gagnslaus eða skaðleg. Sérstaklega vofir yf- ir slik freisting yfir þeim, sem stjórna vigbúnaði, þvi að þeir eru oft á tiðum eftirlitslausir. Þannig eru dæmi um þjóðir, sem hafa keypt svo fullkomnar stribsvélar, að þær hafa engan mann til sð stjórna þeim. En þvi miður, liggur manni við að segja, er óvist að Frakkar séu að fremja evrópska útgáfu af slikri skyssu. Fyrir nokkrum vik- um ritaði hinn kunni franski stjórnmálamaður Jean-Jacques Servan-Schreiber grein i vikuritið l’Express, þarsem hann velti fyr- ir sér tilgangi kjarnorkuvigbún- aðarins. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að markmið franskra ráðamanna væri að búa til kjarn- orkuvopn, sem unnt væri ab selja öðrum þjóðum. Eins og kunnugt er hefur vopnaiðnaður i Frakk- landi aukizt gifurlega undanfarin ár, og nú eru Frakkar meðal helztu vopnaútflytjenda veraldar Framhald á bls. 15. @[?0(lDíXáQÍM) trúði þeim ekki nema að litlu leyti. Siðan hefur þekking manna aukizt og skilningur almennings á þeim hættum, sem fylgja slikum tilraunum, er orðinn miklu meiri en áður. 1 kringum 1956 bentu margir visindamenn t.d. á það,að geisla- virk útgangsefni rjúka udd i há- Rem, sem er hámark samkvæmt frönskum lögum, en þeim 5 m Rem, sem mælast i andrúmsloft- inu eftir venjulegar kjarnorkutil- raunir. Þeir sem stóðu fyrir kjarnorku- tilraununum á árunum eftir 1950 gátu haldið þvi fram,að skaðsemi þeirra væri ósönnuð og almenn- SKODAIOOS KR.288.000- SKODAIOOL KR.299.000.- SKODAllOL KR.306.000.- SKODA 110LS KR. 350.000.- SKODA 110R COUPÉ KR. 383.000.- Kjarnorkutilraunir Frakka * Sennilega hafa fáar kjarnorku- tilraunir vakið jafnmikla og al- menna andúð, og þær, sem Frakkar gera nú um þessar mundir á Mururoa-rifi i frönsku Polynesíu. Tilraunir Bandarikja- manna og Sovétmanna kringum 1960 komu að visu af stað mikilli mótmælaöldu — og hún knúði þá að lokum til að gera Moskvu- samninginn 1963 um bann við kjarnorkutilraunum ofanjarðar, en ekkert riki hótaði þvi þó að slita stjórnmálasambandi við þá, sem gerðu kjarnorkutilraunir, og það kom heldur aldrei til þess að skip væru send inn á hættusvæði i mótmælaskyni. En þótt allt, sem snertir til- raunir Frakka sé að sjálfsögðu . hernaðarleyndarmál, bendir þó flest til þess að þær séu fremur smávægilegar, ef þær eru bornar saman við tilraunirnar milli 1950 og 1963: Bandaríkjamenn og So- vétmenn sprengdu ekki aðeins oftar en Frakkar hafa gert heldur lika miklu voldugri sprengjur. Samt bar þá litið á þeim, sem nú mótmæla hæstjengin Kyrrahafs- þjóð mótmælti tilraunum Banda- rikjamanna og Englendinga á Kyrrahafssvæðinu, og Ástraliu- búar léðu Englendingum meira að segja landsvæði fyrir slikar til- raunir. Það er þvi i rauninni engin furða, þótt Frakkar visi öllum þessum mótmælum á bug og kalli þau hræsni og órökstutt „Frakka- hatur”, og margir, sem yfirvega málið án alls ofstækis kynnu að freistast til að vera þeim sam- mála. Frakkar hafa goldið þess að eiga ekki jafngóða og vel- smurða áróðursmaskinu og Bandarikjamenn eða Sovétmenn og þeir hafa oftlega vakiö reiði al- heims með hegðun, sem var ekki nema smáræði i samanburði við gerðir risaveldanna. Þannig hafa kjarnorkutilraunir þeirra jafnan mætt miklum mótmælum og stundum litt rökstuddum, hvar sem þær hafa verið gerðar. Þegar þeir sprengdu i Sahara voru þær raddir t.d. býsna háværar, sem gáfu þeim að sök jarðskjálftann mikla i Agadir. En þeir sem halda slikum skoð- unum fram, gleyma þvi þó að dæma verður aðgerðir manna eftir þeim aðstæðum sem rikja, þegar þær eru gerðar. Nú er augljóst að allar aðstæður hafa braytzt svo mjög á siðasta ára- tug, að allir atburðir hljóta að hafa aðra merkingu nú en áður var. Þess vegna eru tilraunir Frakka nú glæpsamlegt athæfi, sem allir ættu að mótmæla, hvernig sem þeir kunna að hafa brugðizt við fyrri kjarnorkutil- raunum. Það má vafalaust túlka orð Eis- enhowers forseta 1956, þegar hann lýsti þvi yfir, að heilsu mannkynsins stafabi engin hætta af kjarnorkutilraunum, sem hreina hræsni, og menn geta lika efast um einlægni Johnsons for- seta 1964, þegar hann sagði að á- framhaldandi kjarnorkutilraunir væru siaukin hætta fyrir heilsu hvers ófædds barns, þvi að þá vakti það eitt fyrir honum að rétt- læta Moskvusamningana fyrir löndum sinum. En það skiptir engu máli, þvi að yfirlýsingar forsetanna beggja eru einkum vitnisburður um þróun almenn- ingsálitsins. Fyrir 1956 voru þaö ekki nema fáir menn, sem héldu þvi fram, að kjarnorkutilraunir væru skaðlegar og almenningur loftin og dreifast nokkuð jafnt um hnöttinn og geislunin, sem af þeim stafar, er tiltölulega litil miðað við aðra geislun. Nú vita menn hins vegar, að þessi úr- gangsefni dreifast mjög misjafnt um lifrásina og geta safnazt sam- an i hættulegu magni á ýmsum stöðum i henni. Eftir eina tilraun Sovétmanna i Novaja Zemlja voru t.d. gerðar mælingar nyrzt i Sviþjóð og þá kom i ljós.að geisla- virk úrgangsefni féllu til jarðar i rigningu og söfnuðust saman i gróðrinum. Siðan átu hreindýrin gróðurinn og Lapparnir hreindýr- in. 1 rigningunni og skófunum var ekki nema litið af úrgangsefnum, en þau margfölduðust i hverjum lið hringrásarinnar, og siöasti lið- urinn, Lapparnir, fengu um 140 m Rem á ári. Þessi tala er óneitan- lega talsvert nær þeim 170 m ingur væri þeim hlynntur. Með tilraunum sinum nú eru Frakkar hins vegar að menga umhverfi mannsins visvitandi og ögra al- menningsálitinu i heiminum. En þetta er ekki allt og sumt. Þegar risaveldin gerðu tilraunir meb kjarnorkuvopn milli 1950 og 1963 gátu þau alltaf réttlætt þær með vigbúnaðarkapphlaupinu og aðgerðum hvors annars, og mikill hluti almennings féllst á þær rök- semdir: Bandarikjamenn töldu sig neydda til að koma sér upp öflugum kjarnorkuvopnum svo að Sovétmenn gætu ekki og þyrðu ekki að ráðast á þá og öfugt. Nú á dögum geta Frakkar ekki haldið fram neinum slikum rök- semdum, og satt að segja er örb- ugt að sjá tilgang þessara til- rauna i Mururoa. Frakkar segj- ast sjálfir stefna að bvi að koma TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-6 SIMI 42600 KÖPAV0GI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.