Þjóðviljinn - 24.07.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.07.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 24. júli 1973. DIÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ctgefajidi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. GETUR HAAGDÓMSTOLLINN GENGIÐFRAM AF MORGUNBLAÐINU? Það er i rauninni furðulegt, að Morgun- blaðið skuli hvað eftir annað taka sig til og hefja vörn fyrir samningana frá 1961 um að fá Haagdómstólnum vald til að úr- skurða um islenzka fiskveiðilandhelgi. Það virðist engu máli skipta, þó að Morgunblaðsmönnum sé væntanlega jafn- ljóst og öðrum, að Islendingar upp til hópa telja öll afskipti þessa dómstóls af land- helgismálum okkar gjörsamlega fráleit, — og eru stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins þar engin undantekning, fyrir utan örfámennan hóp i innsta hring flokksins. Það virðist heldur engu máli skipta fyrir Morgunblaðið, þó að dómstóllinn sé hvað eftir annað staðinn að þvi að hafa gjör- samlega að engu allar staðreyndir um ástand fiskistofna eða efnahagslega nauð- syn okkar íslendinga fyrir útfærslu, svo ekki sé nú talað um niðurstöður alls- herjarþings Sameinuðu Þjóðanna um rétt strandrikja til auðæfa hafsins. Dómstóllinn byrjaði með þvi i fyrra, að úrskurða Bretum rétt til að veiða hér 170.000 tonn á ári, sem augljóst var að aðeins tækist með verulega aukinni sókn. En þegar dómstóllinn hafði kveðið upp slikan úrskurð um að heimila Bretum aukna sókn innan 50 milna, þrátt fyrir lifs- nauðsynlega útfærslu okkar, — þá kom Morgunblaðið i kjölfarið og hélt þvi fram, að samningurinn frá 1961 um, að úr- skurðarvaldið væri i Haag hafi verið mikill gæfusamningur fyrir okkur. Frá þvi úrskurður Haagdómstólsins var kveðinn upp i fyrra og þangað til dóm- stóllinn sendi Bretum og Þjóðverjum nýtt leyfisbréf til veiða við Islandsstrendur, gerðist sitt hvað, er snertir landhelgis- málin, og deilu okkar við Breta og Vestur-Þjóðverja. Við nefnum nokkur atriði: 1. Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna gerði án mótatkvæða samþykkt um rétt strandrikja til auðæfa hafsins, og tekur hún af allan vafa um stuðning yfir- gnæfandi meirihluta þjóða heims við sjónarmið okkar íslendinga. 2. Nokkur riki færðu út fiskveiðilögsögu sina og öll einhliða eins og Islendingar, og eins og reyndar allar þær meira en 30 þjóðir, sem fært hafa út á siðari árum. Engin þessara þjóða átti hernaðarofbeldi að mæta, nema íslendingar. 3. Bretar réðust með herskipaflota inn i islenzka fiskveiðilandhelgi, ekki aðeins til að verja togara, sem brjóta islenzk lög, heldur til að halda uppi vernd fyrir stór- kostlega rányrkju á ókynþroska smáfiski, þar sem allar alþjóðasamþykktir um möskvastærð eru að engu hafðar, en ástundað að beinlinis eyða stofnunum, ef hægt væri. Margendurtekin brot veiði- þjófa og herskipa við ísland á alþjóðlegum siglingareglum þarf vist ekki að tiunda. Nú hefðu væntanlega flestir þeir, sem áður töldu eitthvað eigandi undir dómstólnum i Haag, vænzt þess, að slikir ' atburðir leiddu til eitthvað meiri sann- girni gagnvart íslendingum af dómstólsins hálfu. En hvað skeður? Dómstóllinn bitur höfuðið af skömminni með þvi að úrskurða Bretum rétt til mun meira aflamagns á ári en þeir hafa sjálfir boðið i samningaviðræðum að sætta sig við, og Vestur-Þjóðverjum rétt til svona helmingi meiri ársafla en þeir væntanlega ná á þessu ári, samkvæmt upplýsingum aðila er gerzt mega vita. Og nú hefðu væntanlega flestir þeir, sem áður töldu eitthvað eigandi undir Morgun- blaðinu, átt þess von, að blaðið Iéti af að klifa á þvi, hve gott væri fyrir íslendinga að eiga lifshagsmunamál sin til úrskurðar i Haag. En þvi er nú ekki aldeilis að heilsa. Þvert á móti er allt Reykjavíkurbréfið, helzta stjórnmálagrein blaðsins siðastlið- inn sunnudag, lögð undir tilraun til að sannfæra íslendinga enn um ágæti smánarsamninganna frá 1961, þess samnings, sem Bretar telja einu rétt- lætinguna fyrir innrás sinni og ránsskap hér, þess samnings, sem veldur þvi, að við einir, sem háðari erum fiskveiðum en nokkurönnur þjóð, verðum fyrir flotaárás stórveldis meðan tugir annarra rikja, sem gripið hafa til sams konar ráðstafana, eru gjörsamlega laus við „dómsúrskurði” og herhlaup á sinum miðum. Það vita allir, að úrskurðir gráskeggj- anna i Haag gegn okkur einum úr hópi allra þeirra ríkja, sem fært hafa út, — byggjast eingöngu á samningnum frá 1961, sem viðreisnarstjórnin gerði við Breta, en Alþýðubandalagið og Fram- sóknarflokkurinn lýstu nauðungar- samning frá upphafi. Það vita lika allir, að Bretar hefðu aldrei þorað að gera hernaðarinnrás i islenzka landhelgi, hefðu þeir ekki getað flaggað með leyfisbréfið frá Haag. En Morgunblaðið heldur áfram að rembast við að berja það inn i hausinn á íslendingum, að þessir samningar hafi verið mikill stjórnmálasigur, — og senni- lega verður sá sigur þá mestur að dómi Morgunblaðsins, þegar Bretar sækja hingað siðasta þorskinn samkvæmt leyfis- bréfi frá Haag. Og svo mikið þykir Morgunblaðinu við liggja i þessari herferð sinni, að þegar stjörnufræðingur nokkur, sem um skeið hefur verið i pólitisku uppeldi hjá Geir Hallgrimssyni, flytur þann boðskap i út- varpserindi, að Islendingar hafi gengið á gerða samninga við Breta og gert þar með mikil mistök, — þá brjóta Morgunblaðs- menn eigin reglur um að birta alls ekki út- varpserindi, en láta boðskap stjörnu- fræðingsins á þrykk út ganga með þeim rökum, að skoðanir hans séu svo sérstak- lega athyglisverðar. En vegna þessara örvæntingarfullu til- burða Morgunblaðsins vill Þjóðviljinn vekja á þvi athygli, að það eru ekki stjónarmið almennra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, sem Morgunblaðið er þarna að koma á framfæri. Skrif þess eru heldur ekki i samræmi við niðurstöður landsfundar Sjálfstaéðísflokksins, en á þeim fundi hindruðu fulltrúar utan af landi, að nokkur lofgerð um Haagdómstólinn kæmist inn i ályktanir. Morgunblaðið túlkar hins vegar i skrifum sinum um smánarsamningana frá 1961 og ágæti Haagdómstólsins sjónar- mið tveggja manna, sem i þessu tilviki eru algerlega sammála. Það eru þeir Geir Hallgrimsson og Gunnar Thoroddsen, sem báðir ætluðu einu sinni að verða formenn i Sjálfstæðis- flokknum og báðir hafa lýst sérstakri til- trú sinni á Haagdómstólnum. Sendinefnd frá Æðsta ráðinu Kholof lýsir landi sínu, Tadzjikistan A laugardag kom I heimsókn til Alþingis sendinefnd frá Æósta Mahamdula Kholof, formaóur so- vézku þingmannasendinefndar- innar. ráöinu sovézka og endurgeldur hún heimsókn sendinefndar frá Alþingi til Sovétrikjanna i janúar s.l. Formaöur nefndarinnar er Mahmadula Kholof, forseti Æösta ráös sovétlýöveldisins Tadzjikist- an og varaforseti i forsætisnefnd Æðsta ráösins. Aðrir i nefndinni eru Mikhail Orlof, vararáðherra fiskiðnaöar- mála frá Moskvu, Elmar Bemen varaform. viöskiptanefndar Æðsta ráösins (frá Lettlandi), Badma Tsirenof frá Tsjitahéraði, sem á sæti i umhverfismálanefnd Æösta ráðsins, og Klavdia úrina úr æskulýösmále.nefnd þess. Túlkur er Sergei Kommissarof, en túlkur Alþingis Helgi Haraids- son. Blaðinu hefur borizt grein, sem formaður nefndarinnar, Mahmadula Kholof, hefur skrifað um land sitt, Tadzjikistan, og fer hún hér á eftir, litið eitt stytt: Sovét Tadzjikistan er mjög fag- Fé á beit I fjallhögum I Pamir i Tadzjikistan. urt land og furöulega marg- hliö náttúra Svisslands og Siber- beltinu. Straummiklar ár hendast breytilegt að þvi er varðar lands- iu, heimskautakuldi og hiti landa niöur i dalina frá tindum Pamir lag og loftslag. Hér búa hlið við þeirra, sem skammt eru frá hita- Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.