Þjóðviljinn - 24.07.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.07.1973, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 24. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Náttúran- Skófir á steini — allt og sumt. abstrakt og ekki Eftir því sem fannir leysir breytast formin dag frá degi. Stuðlabergiö gefur margs konar möguleika i myndsköpun. Myndin er tekin fyrripart nætur, linurnar eru mjúkar og fint samspil milli fanna og jarðvegs. Náttúran veitir mönnum margs konar unað, og eitt er vist, að þvi meir, sem maður leitar á vit islenzkra fjalla og óbyggða, þvi gagnteknari verður maður. Við fyrstu sýn kann land- svæði að vera bert og litilfjör- legt fyrir augað, en hafi maður augu og eyru opin, kann margt fagurt að koma i ljós, ef betur er að gáð. Margur hrifst meir af hinu hrjóstruga landi en hinu gróna við nánari kynni. Fyrir mörgum er landið lif-^ andi saga. Sumir kunna skil á' hverju fjalli, hverri á og hverju kennileiti. Þetta er hamingjusamt fólk, sem nýtur þess að ferðast og það hefur jafn gaman af að miðla fávisum af fróðleik sinum og spjalla við jafningja sina um þetta eða hitt fjallið. Sumir eiga bágt með að skilja, hvernig ferðamenn nenna að fara aftur og aftur á sömu slóðir, en þeir sem á annað borð fá bakteriuna skilja þessa menn vel, þvi að vegna hinnar óstöðugu veðr- áttu er fjallasýn aldrei sú sama og landslag að vetri, eða hausti getur verið óendanlega fjölbreytilegt. Þá eru þeir til, sem i sjálfu sér hafa engan áhuga á lands- lagi sem sliku, en fljúgi upp fugl, þá er athygli þeirra vakin. Þannig vekur náttúran margvislegar góðar kenndir i manninum, hressir hann og endurnærir. Okkar beztu landslags- málarar hafa að vonum verið dáðir af almenningi, en stundum á kostnað þeirra, sem hafa leitað eftir hinu smáa i náttúruhni, hinum óendanlegu tilbrigðum lita og forma. Abstrakt hefur i munni margra verið skammaryrði, eins og þeir menn vinni að þvi að koma góðum landslags- málurum fyrir kattarnef. Sannleikurinn er sá, að hið hlutlæga og hið óhlutlæga fylgist allsstaðar að og er i sjálfu sér eitt og hið sama. Þannig er allt landslag abstrakt og ekki abstrakt, aðeins eftir þvi, hvernig á það er litið. Hér á siðunni eru nokkrar ljósmyndir teknar i stuttri ferð i Kerlingarfjöll, þar sem teflt er saman „venjulegum” myndum og „óvenjulegum” myndum úr sama landslagi. Það skal tekið fram, að allar myndirnar eru teknar og unnar á venjulegan máta — þetta er sem sagt náttúran, abstrakt og ekki abstrakt. Formið er abstrakt og gæti gefið listmálara hugmynd að nýrri mynd. abstrakt Grein og myndir: Sigurjón Jóhannsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.