Þjóðviljinn - 24.07.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.07.1973, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 24. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Hin ótrúlega sigurganga Keflvíkinga heldur áfram Skagamenn megnuðu ekki að stöðva hana og töpuðu 1:2 Hin ótrúlega sigurganga Keflvíkinga heldur áfram. Skagamenn voru þess ekki megnugir að stöðva hana, þótt Kef Ivíkingar hafi ef til vill ekki staðið jafn tæpt að missa stig það sem af er mótinu og að þessu sinni. Og þeir fengu í þessum leik að kynnast því i fyrsta sinn í sumarað vera undir i leik. Það voru nefnilega Skaga- menn sem skoruðu fyrsta markið, en slíkt hefur ekki hent Keflvíkinga síðan ein- hvern tíman í fyrra að verða undir i leik. Sigur IBK var sanngjarn, þeir voru ákveðnari og meira með boltann og það, sem mestu réð um, þeir réðu miðjunni og höfðu þar með sér lykilinn að leiknum í hendi sér. Ef á heildina er litið var þessi leikur ekki rishár knattspyrnu- lega séð, en hann var með mestu baráttuleikjum sumarsins. Skagamenn ætluðu greinilega ekki að gefa sig fyrr en i fulla hnefana og gerðu það heldur ekki, en eins og öll önnur lið urðu þeir að beygja sig fyrir „járnkörl- unum”' úr Keflavik, sem eru fljótari á boltann, sterkari og ákveðnari en nokkurt annað lið i deildinni og það virðist ekkert lát verða á þessum mikla krafti i Keflvikingunum og má það þó Mattmas atti ao venju góOan lelk. Hann er hér í baráttu viö Einar Gunnarsson og hefur betur. merkilegt teljast, þar eð óvenju- lega mikið álag hefur verið á liðs- mönnunum undanfarna daga. FH-ingar harðir Kaplakrikinn reynist FH- ingum nokkuö vel, þeir safna stööugt þar og eru nú að færast upp á við i 2. deildinni eftir sigur gegn Vöslungum, 2-0 sl. laugar- dag. Sigur FH i þessum leik var fyllilega sanngjarn en getur vart talizt neitt þrekvirki, þar eð 2 beztu menn Völsunga vantaði, þá Hrein Elliðason og Magnús Torfason. Það var Helgi Ragnarsson, sem skoraði bæði mörkin, hið fyrra eftir að hann komst inn i sendingu til mark- varðar og seinna markið var skorað úr viti siöast i siðari hálf- leik. Staðan i hálfleik var 1-0 eftir nokkuð jafnan leik, sem aftur varð FH-inga er á leið i siðari hálfleik. Þar með hafa FHingar bætt stöðu sina verulega, þeim hefur gengið nokkuð vel að undanförnu og standa vel að vigi. Völsungar mega nokkuð vel við una, þá vantaði 2 menn, en sýndu ágætan leik á köflum og eru greinilga i stöðugriframför. gsp Selfyssingar tóku þau bæði Selfyssingar hirtu bæði stigin i leiknum gegn Þrótti frá Neskaup- stað,sem leikinn var i bliðskapar- veðri á Selfossi á laugardaginn. Leikurinn var nokkuð góður á köflum enda veður til keppni hið bezta, sól og þægilega heitt. Selfyssingar voru allan timann betri aðilinn, þeir náðu á köflum mjög vel saman, vörnin vann skemmtilega með sókninni, sem beit oft skemmtilega frá sér og myndaði hættur. Þróttarar áttu einnig sin tæki- færi.en tókst ekki að nýta. Þeir sóttu nokkuð mikiö á köflum,en árangurslaust. Greinilegt er, að grasvöllurinn háir liðinu nokkuð eins og er um öll lið sem ekki hafa grasvöll i sinu heimahéraði. Slikt ástand er afar slæmt og getur dregið verulega úr getu bæði ein- staklinga og liða i heild. gsp FH í 8 liða úrslit FH-ingar tryggðu sér sess i 8 liða úrslitum bikarkeppninnar á sunnudaginn með sigri sinum yfir Þrótt frá Neskaupstað, 2-0.1 hálf- leik var taðan 1-0, en Dýri Guðmundsáon hafði þá skallað i netið eftir hornspvrnu. Er 2 min, voru eftir af siðari hálfleik skoraði Helgi Ragnarsson eftir að hafa brotizt einn i gegnum alla vörnina. Leikurinn bar það ekki með sér að hann væri leikinn i bikar- keppni. Liðin virtust áhugalitil og dauf. gSp Það var sérstaklega i fyrri hálf- leik, sem IBK hafði góð tök á leiknum. Þó var eins og liðinu gengi litið að skapa sér mark- tækifærin, en miðjunni réð það að mestu. Vörn Skagamanna var óvenju sterk að þessu sinni og gaf Keflvikingunum engan frið. Fyrsta hættulega marktæki- færið i leiknum kom á 17. minútu er ÍBK pressaði mjög stift að IA- markinu, en einhver verndar- vættur var yfir Skagamönnum og hættu var afstýrt. Svo var það á 31. minútu, að dæmd var aukaspyrna á IBK. Jón Alfreðsson sendi boltann fyrir ÍBK-markið, þar sem Jón Gunn- laugsson var mættur og skallaði fyrir fæturnar á Matthiasi, sem sendi boltann i netið alls óverj- andi fyrir Þorstein 1:0. En Keflvikingar gáfust ekki upp og það liðu ekki nema 5 minútur þar til Steinar Jóhanns- son jafnaði. Mikil þvaga mynd- aðist fyrir framan 1A markið, úr henni hrökk boltinn til Steinars sem stóö rétt utan við hana og skot hans var óverjandi, 1:1. Þannig var staðan i leikhléi. I siðari hálfleik náðu Skagamenn betri tökum á leiknum og áttu þá heldur meira i honum og nokkur sæmilega marktækifæri, sem þó ekki nýttust. Hinsvegar nýttu Keflvikingar sitt bezta marktæki- færi,sem kom á 52. minút. Þá framkvæmdi Ólafur Júliusson hornspyrnu og sendi vel fyrir markið, skallað var frá markinu til Steinars, sem var óvaldaður nærri markteigshorni og hann sendi boltann i netið. Rangstæður sögðu margir, en Einar Hjartarson dómari var ekki á samá máli. Sem fyrr voru það þeir Einar og Guðni og Astráður auk tengilið- anna, Gisla Torfasonar, Grétars Magnússonar og Karls Her- mannssonar, sem báru af i liðinu. Ólafur Júliusson átti einnig góða spretti. Hjá IA voru það þeir Jón Alfreðsson, Jóhannes Guðjónsson og Matthias, þegar hann fékk sæmilegar sendingar að vinna úr, semmestbará. S.dór Haukar kærulausir Þróttur frá Revkiavik sigraði Hauka á Melavellinum á laugar- daginn með tveimur mörkum gegn engu. Sigurinn var sann- gjarn. Þróttarar voru betri aðilinn allan timann, tóku sitt hlutverk af alvöru, og uppskáru i samræmi við það. Haukarnir virtust hins vegar kærulausir; þeir gerðu sig e.t.v. seka um að vinna leikinn fyrir- fram. Það var á 20. min. að fyrsta markið kom. Þórður Iiilmarsson skoraði þá eftir varnarmistök Haukanna. Aftur lá boltinn i neti Hafnfirðinga i fyrri hálfleik, Sverrir Brynjólfsson skoraði á markaminútunni frægu, 43. min. Leikurinn varð þvi marklaus i siðari hálfleik, sem var þó að mörgu leyti betri en sá fyrri. gsp Renata Stecher með tvö ný heimsmet A-Þýzka h 1 a u p a - drottningin Renata Stecher setti 2 ný heimsmet á a- þýzka ineistara- m ó t i n u u m siöustu helgi. Ilún hljóp 200 m á 22,1 sek og bætti eigið heimsmet um 1/10 úr sek. og alveg það sama gerði luin i 100 m hlaupi, þar hljóp hún á 10,8 sek. scm er 1/10 betra en 3ja vikna gamalt mct hennar. Hún er eina k o n a n I heiminum, sem hefur hlaupið 100 m undir 11 sekúndum. Reuata Stecher

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.