Þjóðviljinn - 12.08.1973, Síða 2

Þjóðviljinn - 12.08.1973, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1973. I.uis llunuel og Delphine Scyrig sem leikur eitt aöalhlutverkanna i nýjustu m.vnd incistarans. timum er þjóðfélagið sjálft orðið svo gegnsýrt af ofbeldi, að það er orðið erfitt aö nota ofbeldið i list- rænni tjáningu. Svo ég nota kimnina.” — Undanfarinn áratug hefur Bunuel alltaf sagt um hverja nýja mynd að hún væri sú siðasta. En nú sagði hann: ,,Það verður ein enn. Um hvað? Það veit ég ekki. Það er undir þvi komið hvað mig dreymir þangað til.” Og þetta er ekkert grin. Jean-Claude Carriére, hægri hönd Bunuels og höfundar allra kvikmyndahand- rita hans á seinni árum, hefur sagt frá þvi hvernig raunveru- legir draumar Bunuels fléttast inn i verk hans. „Ég er ekkert gáfnaljós, heimspekingur eða uppalandi,” segir Bunuel. Draumarnir i myndum minum eru allir raunverulegir — Ég hef aldrei komið fyrir táknum af ásettu ráði i verkum minum. Ég geri kvikmyndir um hluti sem ég hef gaman af og vekja áhuga Draumar Bunuels í einni þekktustu kvikmynd Lu- is Bunuel gegnir máltiðin mikil- vægu hlutverki. t „Viridiönu” setur hann nokkra betlara, hórur og aumingja við langborð i lik- ingu við málverk Leonardo da Vincis af siðustu kvöldmáltiðinni. Tötralýðurinn setur sjálfur mál- tiðina á svið sem endurtekningu á hinni upprunalegu kvöldmáltið Krists, en hún er um leið hroða- legt háð um hina borgaralegu kvöldmáltið seinni tima og þær venjur sem borgarastéttin hefur skapað i kringum þessa athöfn. Þetta eru ragnarök borgarastétt- arinnar og þjóns hennar, kirkj- unnar. Nýjasta mynd Bunuels. Le charme discret de la bourgcoisic (sem hnoða mætti á islenzku i Látlausir töfrar borgarstéttar- innar) er að verulegu leyti byggð upp i kringum hina borgaralegu máltið. Það eina sem raunveru- lega gerist i myndinni eru ótal misheppnaðar tilraunir sex borg- ara til þess að snæða fullkominn málsverð. Persónur myndarinnar eru ambassadorinn i litlu S-Ameriku- riki, vinur hans Francois, frú og mágkona, og ungu fyrirmyndar hjónin, sem eiga hið glæsilega einbýlishús þar sem flestar mat- málstilraunirnar fara fram. Þessir sex fulltrúar borgara- stéttarinnar hafa aðeins áhuga á tveim málefnum, mat og kynlifi, hvort tveggja algjörlega slitið úr samhengi við þjóðfélagiö og um- hverfið. Þau lifa i eins konar kassa i þjóðfélaginu, og lifa ekki lengur, nema þá til að halda i heiðri nokkrum helgisiðum nautnanna, matar og kynlifs, sem frá fornu fari eiga að tilheyra hinni æðri og töfrandi borgara- stétt. Þegar þau eru ekki að borða tala þau um mat. Siendurteknar máltiðir eru fagurfræði stéttarinnar, það er um að gera að borða, ekki til þess að fá mat, heldur til að sýna að maður geti borðað á hinn eina fullkomna hátt. Græðgi borgarastéttarinnar er ekki matfrekja heldur ein- göngu formsatriði, látbragð, sem likja má við serimóniur fugla þegar þeir heilsast eða fornar japanskar tedrykkjuhefðir. 1. tilraun: Gestir koma i matar- boð til ungu hjónanna, en af ein- hverjum misskilningi koma þeir einum degi of snemma. Og þá fara allir i veitingahús i grenndinni. Veitingastaðurinn er auður og tómur og réttirnir ódýrir, og borgararnir verða óöruggir. Allt i einu heyra þeir grát út i horni og komast að þvi að veitingamaðurinn er dauður og starfsfólkið situr grátandi i kring- um likið. Gestirnir flýta sér á burt; þetta er fyrsta og eina til- raun þeirra til snæðings fyrir utan sina eigin stétt, með öðru fólki. Tilraunin að flytja mál- tiðarhefðina i þjóðfélagslegt sam- hengi misheppnast, þvi vertinn er dauður. Hin borgaralega máltið getureinungis fariö fram privat, i litlum hópi eða i leynifélögum. Og jafnvel innan eigin ramma borgarastéttarinnar er, að þvi er viröist, ómögulegt að fá frið til heillar máltiðar, umheimurinn truflar stöðugt, eða fólk kemur á skökkum tima i boðin. Helgiat- höfnin er að eyðileggjast enda þótt þetta virðist allt mistök og tilviljanir i bráðskemmtilegri og fingerðri lýsingu Bunuels. Le charme discret de la bourgeoise er hvort tveggja i senn, létt sem Mozart-tónlist og grimm eins og leikrit eftir Brecht. Hér að framan hefur aðeins verið minnzt á þann þátt myndarinnar sem á að gerast i raunveruleikanum. En breytingu frá veruleika til draums er aðal- atriðiö i byggingu hennar. Þessi skipti sýna skýrt fram á endalok borgarastéttarinnar. Draumarn- ir eru hlaðnir kviða, ógn, byltingu. Fornar siðvenjur eru lagðar niður og nýjar teknar upp. I draumatriðunum fer Bunuel á sinum alkunnu súrrealistisku kostum og myndin er eitt skemmtilegasta og hárbeittasta verk hins aldna meistara. Siðasti draumur myndarinnar er draumur ambassadorsins. Hann dreymir auðvitað matar- veizlu i húsinu góða. Menn eru að ræða um fyrrverandi nazista sem sezt hafa að I landi hans i S- Ameriku, um hungrið' i þriðja heiminum og um ástarævintýri þjónustustúlkunnar. En i miðju átinu er hurðinni sparkað inn og þrir menn vopnaðir vélbyssum skipa fólkinu upp við vegg og skjóta það siöan. Ambassadorinn hafði þó af eðlisávisun falið sig undir borði,en á siðasta andartaki kemst upp um hann þegar byssu- mennirnir sjá hönd hans teygja sig upp á borðið eftir siðustu kjöt- bitunum. Hann er staðinn að verki með rauða lambasteikina i munninum, og svipur hans CAN DY—ITT— PASSAP — PFAFF Verzlun Óla Blöndal, Siglufirði, selur okkar landsþekktu vélar. PFAFF Verzlunin ^ Skólavörðustíg 1— 3 CANDY—ITT— PASSAP — PFAFF Ambassadorinn (Fernando Ray) og byltingastúlka. (borgarastéttarinnar) þegar hann er myrtur gefur til kynna kurteislega undrun og svolitið slæma samvizku yfir að hafa ekki haldið alla borðsiði. En svo vaknar ambassadorinn i svita- baði og fer fram að sækja sér dálitið nætursnarl (lambasteik auðvitað) úr isskápnum. t lok myndarinnar leggja hinir sex hljóðlátu, töfrandi borgarar, markvissir af stað eftir þjóð- veginum — I átt að engu. Það er vist, að mann dreymir ekki um eitthvað fyrr en það er orðið að sálrænu vandamáli. Það er sömuleiðis vist að heila stétt getur ekki dreymt um eitthvert mál fyrr en það er orðið að vandamáli, fyrr en þaö er sögu- lega orðið kleift eða nauösynlegt að breyta ástandinu. Byltingu sem knýr fram nauðsynlega breytingu með vopnavaldi, er þaö sem borgarastéttina dreymir i mynd Bunuels, á sama tima og hún lifir óáreitt á ytra borði. Með- vitund hennar er svo veik að hún kemur aðeins fram ómeðvitað. Og menn halda hugrakkir áfram að borða, með smávægilegum töfum og mistökum. Það hefur greinilega komið fram i viðbrögðum áhorfenda, að borgararnir ætla að láta sér nægja að gleypa myndina sem hreina og klára skemmtun eða grinmynd. Bunuel: „Þegar ég var ungur var súrrealisminn of- beldisfyllsta liststefnan i heimin- um. Við notuðum ofbeldið sem vopn gegn valdhöfunum. Nú á minn. Tökum t.d. Viridiönu. Sem barn dreymdi mig að ég ætti mök við drottninguna á Spáni, sem var mjög ljóshærð, föl, eins og háleit nunna. Ég Imyndaði mér að ég stælist inn i höllina, gæfi hennar hágöfgieitthvertkrassandi dóp og nauðgaði henni siðan. Viridiana er er kristölluð úr þessum sjálfs- fróunardraumi” Bunuel var nýlega spurður að þvi hvort hann færi mikið i bió. „Já, já, en ég fer venjulega út eftir stutta stund og alltaf um leið og myndatökutæknin tekur yfir- höndina og efnið verður auka- atriði eða útundan. Auk þess er ég heyrnarlaus og athugasemdir minar of háværar. Mér var hér á dögunum sussað út af myndinni „Konungi konunganna”. Þegar djöfullinn freistar Krists býður hann honum skinandi bjarta gull- borg I eyðimörkinni með fjölda turna og hvelfinga. Ég sagði vist stundarhátt: „Hann býður Kristi Disneyland”: Stanley Kubrick er maður að minu skapi og hefur veriðþað lengi, ég dáist að mynd- um hans. Nú sfðast Clockwork Orange. Fyrir mér er þetta eina myndin sem fjallar um hvað nútimann þýðir i raun og veru, og Kubrick tekst að nota ofbeldið til listrænnar tjáningar. Og Roma hans Fellinis, hreinasta stór- mynd. Ég sendi honum heilla- óskaskeyti. — Það er alltaf verið að tala um áhrif frá Goya i verkum Bunuels. „Það er gervimennska. Gagn- rýnendur tala um Goya af þvi að þeir þekkja ekki alla hina málarana, þeir þekkja ekki heldur hina litriku og safamiklu spönsku skáldsagnagerð. Þvi miöur hefur ekki tekizt að skilja menninguna frá efnahags- og hernaðarvaldi.Voldugt riki getur sýnt menningu sina og gert annars flokks listamenn heims- þekkta, eins og t.d. Hemingway, en frægð hans er aðeins byggð á bandarisku veldi. En magnleysi Spánar hefur i för með sér van- þekkingu heimsins á stórkostleg- um bókmenntum.” Bunuel býr i Mexikó ásamt konu sinni (45 ára hjúskapur), lifir einföldu lifi, drekkur minna en áður, en keðjureykir -alltaf stöðugt. „Þegar maður er 73 ára skiptir það engu máli úr hvcrju maður deyr, heldur hvernig. Ég hræðist ekki dauðann. Ég er hræddur við að deyja aleinn i hótelherbergi, með töskurnar opnar og vinnuhandrit á borðinu. Ég verð að vita hvaða hendur ljúka augum minum aftur.” Þ.S. tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.