Þjóðviljinn - 12.08.1973, Qupperneq 3
Sunnudagur 12. ágúst 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Viðlagasjóðshúsin i Hvcra-
gerði, þau sem ekki eiga að
standa nema til bráðabirgða.
Hveragerði
...
Þórgunnur sagði, að ekki
hefðu allir sem byggju i
Hveragerði atvinnu á staðnum.
nokkrir vinna utan þorpsins og
þá flestir við sjósókn úr ná-
grannaverstöðvum. En at-
vinnulff i Hveragerði er mjög
blómlegt um þessar mundir og
frekar skortur á vinnuafli en
hitt, einkum i sambandi við
byggingavinnuna, þvi að fyrir
utan þau hús sem Hvergerð-
ingar sjálfir eru að byggja er
verið að reisa viðlagasjóðs-
hús.
Reist hafa verið eða er verið
að reisa 50 bráðabirgðahús á
vegum Viðlagasjóðs og er
þannig gengið frá þessum hús-
um, að þau munu ekki lengi
eiga að standa. Þessi hús eru
austast i Hveragerði, en aftur
á móti eiga öll varanleg hús á
vegum Viðlagasjóðs að risa
vestast og þar eru einnig þau
ibúðarhús önnur sem verið er
að byggja. Það má þvi segja
að ný hverfi hafi risið i ár sitt
hvoru megin við gamla þorp-
ið, sagði Þórgunnur.
Þá stendur til að hefjast
Aldrei hefur jafn mikið verið byggt
af ibúðarhúsum i Hveragerði og á þessu ári
barnafjölskyldur, þannig að
hætt er við að mikil þröng
verði i barna- og gagnfræða-
skólunum i Hveragerði næsta
vetur.
Þórgunnur sagði að nokkuð
væri unnið að varanlegri
gatnagerð i þorpinu. Varan-
legt slitlag hefur verið sett á
nokkur hundruð metra af
gatnakerfinu. Frá Suður-
landsvegi að hótelinu hefur
verið sett varanlegt slitlag og
— Það hefur ekki
fyrr verið byggt jafn
mikið af ibúðarhús-
næði hér i Hveragerði
og i ár og jafnvel þótt
viðlagasjóðshúsin séu
ekki talin með. Fyrir
utan þau eru hér i
smiðum ibúðarhús
svo tugum skiptir það
er mest ungt fólk sem
byggir, bæði aðflutt
og eins Hvergerðing-
ar. íbúum hefur einn-
ig f jölgað mikið hér og
eru nú orðnir fast að
eitt þúsund, sagði
Þórgunnur Björns-
dóttir i Hveragerði er
við höfðum samband
við hana og spurðum
hana um mannlif og
fleira þar um slóðir.
handa við byggingu nýs
Iþróttahúss i Hveragerði og
sagði Þórgunnur að þörfin á
þvi væri orðin brýn, enda hefði
ekkert verið gert i skólabygg-
ingum siðan barnaskólinn var
byggður 1946. Nú er það svo að
I viðlagasjóðshúsin hafa flutt
Hin nýja og glæsilega kirkja i Hveragerði.sem
tekin var i notkun fyrir ári.
lagfært i kringum hótelið
þannig aö aðstaðan fyrir áætl-
unarbila hefur batnað. Eins
hefur verið lagt varanlegt slit-
lag á götuna frá hótelinu að
sundlauginni og eitthvað verð-
ur meira gert i þessum málum
i sumar.
Nýlega var tekið i notkun
nýtt hús fyrir póst og sima i
Hveragerði og um leið gerðust
þau merku tiðindi að tekið var
til við að bera póst út daglega,
en það hefur ekki verið gert til
þessa. Þórgunnur sagði að
Hvergerðingum þætti nýja
húsið glæsilegt, en þó hefði
margur óskað þess að þetta
væri hús undir gagnfræðaskól-
ann sem er á miklum hrakhól-
um með húsnæði.
Eftir að hraðbrautin til
Reykjavikur var tekin I notk-
un hefur eftirspurn eftir
ibúðalóðum aukizt mjög i
Hveragerði að sögn Þórgunn-
ar og sama mun hafa gerzt á
Selfossi. Þá hafa Hvergerð-
ingar losnað við þann slæma
óvin rykið, sem lagði yfir bæ-
inn og nam við fjallatinda eftir
að hraðbrautin kom.
Að lokum sagði Þórgunnur,
að Hveragerði sem fyrir
nokkrum árum var friðsælt
sveitaþorp, þar sem fólk gat
gengið yfir götu án þess að lita
til hægri eða vinstri og jafnvel
staðið á götum úti og rabbað
saman, væri nú orðið eins og
hvert annað nútimaþorp með
allri þeirri umferð og þeim
hraða sem þvi fylgir. Sjálfsagt
nokkuð sem ekki er hægt að
sleppa við. — S.dór
Stökur
Verðlaunin
fékk enginn
Að mati dómnefndar reyndist
ekkert þjóðhátiðarljóðanna I
samkeppninni verölaunahæft. Af
þvi tilefni orti Benedikt frá
Hofteigi þessa stöku:
Skáldin gátu ekkert ort,
enda vart um slikt að spyrja,
þegar bara þursagort
þurfti til að enda og byrja.
Mjálm
Þegar Eykon urrar mest
yrkir Matti sálma.
En Moggalýgin bragðast bezt
þá báðir saman mjáima.
Mannfólki fjölgar og
menn byggja sér hús