Þjóðviljinn - 12.08.1973, Side 11

Þjóðviljinn - 12.08.1973, Side 11
SIGLUFJÖRÐUR — BLÁÐAUKI M I Sunnudagur 12. ágúst 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 — Hvenær var þetta hótel byggt, Steinar? — Þetta hótel hefur verið byggt i áföngum. Byrjað var árið 1937 eða 1938, en þá hét það Hótel Siglunes. Hótel Hvanneyri, sem þótti mjög merkilegt hótel á sin- um tima, er nú i eigu Sparisjóðs Siglfirðinga, og ég hef afnot af þvi sem sumarhóteli, en þetta hótel er opið allt árið. — Hvað er gisting fyrir marga hér? — Fyrir 30 manns. Herbergin eru 14. — Hvernig gengur þetta svo fyrir sig á sumrin? — Vandamálið hjá okkur er að fá Lágheiðina opnaðanógufljótt. I sumar var hún ekki opnuð fyrr en um miðjan júni, og þá var ég búinn að tapa af a.m.k. fjórum hópum, sem ætluðu hingað. Svo byggist þetta mikið á ferðaskrif- stofunum, þar sem við erum endastöð. Það hefur verið tals- vert mikið um það, að Akureyringar komi hingað Skagafjarðarleiðina um helgar, borði hér og fari svo gegnum Ólafsfjörð og Dalvik til baka, eða öfugt. Þegar ég kom hingað 1968 þá gistu hér aðeins ein útlenzk hjón. 1 ár gista hér um þúsund erlendir gestir. Ég vil þakka þetta þvi, að við breyttum hótelinu og lögðum I mikinn kostnað. Ég fékk eina og hálfa miljón frá Ferða- málasjóði til að endurbyggja hús- ið, en það er hreint enginn pen- ingur. Svo erum við með gengis- tryggð lán, og ég hef þarafleið- andi ekki undan að greiða vexti, eins og þróunin hefur verið að Nauðsynlegt að koma sem fyrst upp minjasafni tengt síldveiðum og síldarverkun ■¥ ■¥■ Hótel Höfn á Siglufirði er óvenju vist- legur staður og þar reyndist matargerð standa á óvenju háu stigi. Við vorum þvi nokkuð forvitnir að hitta hótel- stjórann að máli. Steinar Jónasson heitir hann og hefur margt brallað um dagana. Ungur fór hann utan frá Siglufirði og vilaði ekki fyrir sér að hefja vinnu i kolanámu, fyrst i Belgiu og siðan i Þýzkalandi. Eft- ir nær þriggja ára starf i kolanámu fékk hann leyfi til að læra matreiðslu i Þýzkalandi, og þá konst hefur hann lært vel. Nú er hann aftur kominn heim og vill óðfús leggja sitt af mörkum til að reisa við gamalt veldi Siglufjarðar. ■¥• -¥ Steinar Jónasson — frá Siglufirði ikolanámurl Beigfu og Þýzkalandi. Nú hótelstjóri á Siglufirði og listakokkur. Mikil aukning á f erða ma n nastra u mi til Siglufjarðar Hótel Höfn.Vistlegt hótel þar sem 30 manns geta gist. Samastaður félaganna á Siglufirði á veturna. undanförnu. Það er ákaflega erf- itt fyrir einstakling að reka svona stað úti á landi. — En þú sérð fram á bjartari tima? — Vissulega. Það er gifurleg aukning ár frá ári. í fyrra komu hingað fimm stórir hópar, en I sumar koma tlu stórir hópar, semsagt 100% aukning. Steinar víkur nú talinu að nauð- syn þess að koma upp minjasafni á Siglufirði, tengt sfldarævin- týrinu mikla. Ferðamálafélagið á staðnum er að hefja undirbúning að stofnun sliks safns, og eðlileg- ast þykir, að slikt safn yrði i sildarbragga. Þá þyrfti nauðsyn- lega að koma vegur upp f Hóls- skarð, svo að ferðafólk geti gengið þaðan niður i Héðinsf jörð, sem er mikill dásemdarstaður. — Héðan eru ferðir út I Grims- ey, en þar erum við i samkeppni við Akureyringa, sem vilja eðli- lega láta ferðamenn, er vilja skoða Grimsey, fara frá sér. Þaðan er fimm tima sigling, en ekki nema þriggja tima sigling héðan. Við viljum fá ferðafólk til að hafa hér a.m.k. tveggja daga viðdvöl, og noti þá annan daginn til að skoða sig um hér og hinn daginn til Grimseyjarferðar. Vill nýja ferðaskrifstofu norðanlands Ég vil að hér norðanlands verði stofnuð ný ferðaskrifstofa af hálfu þeirra aðila sem hafa með hótelrekstur og ferðamál að gera. Þessi ferðaskrifstofa skipuleggi siðan ferðir hér norðanlands á sem heppilegastan hátt fyrir okkur, þvi staðreyndin er sú, að fólki er yfirleitt bent á of fáar leiðir og jafnframt talaö um að hvergi sé hótelpláss að fá. Ég get til dæmis tekið á móti 60 manns með góðu móti.og það er sjaldan sem herbergin eru fullnýtt. Ferðaskrifstofa Akureyrar gæti t.d. sent hóp i dagsferð hingað,og ég er viss um að útlendingar kynnu mjög vel að meta slika ferð, en það þarf bara að koma þessu á. — Hvernig er með aödrætti i sambandi við hótelreksturinn? — Við þurfum að fá allt kjöt frá Akureyri, nema hvað ég get fengið lambakjöt hér, en verð þá að kaupa það á smásöluverði. Svotil allt grænmeti verð ég að kaupa frá’ Reykjavik eða Akur- eyri. — Hvernig liður svo veturinn hjá þér? — Október og nóvember eru svotil dauðir mánuðir, en siðan byrja jólaskemmtanir.og i janúar hefjast árshátiðir. Svo eru haldin hér almenn böll. Klúbbarnir starfa hér allir, bridgefélagið, Kiwanis, Lions og Rotary. Ég teldi ekki ósanngjarnt að bærinn styrkti þessa starfsemi yfir vetrarmánuðina, t.d. með þvi að borga föstu starfsfólki laun. Ég hef ekki leyfi til að veita hér vin — að visu fékk ég leyfi fyrir tveimur árum en hafði þá ekki bolmagn til að setja upp vinstúku. Svo rann leyfið út og ég frétti, að ég myndi ekki fá leyfi ef ég sækti um aftur. Það er mjög bagalegt að hafa ekki vinveitingar hér fyrir erienda og innlenda ferðamenn. Þetta leyfi er aðeins miðað við sumartimann. — Ertu fæddur hér? — Nei, ég er fæddur á tsafirði, en ólst upp hér og fór utan 15 ára gamall og kom hingað aftur rúm- lega þritugur. Eygði möguleika þegar nýi vegurinn kom — Hvernig stóð á þvi? — Mér datt ekki i hug að ég ætti eftir að setjast hér að aftur. Ég eygöi hér möguleika þegar Siglu- fjörðurvar kominn i samband við vegakerfið. Siglufjörður hefur margt að bjóða ferðafólki, þó að við sjáum það kannski ekki. Staðurinn hefur vissan sjarma, sem verkar vel á útlendinga. Þeir tala um veðursældina hér, fjöllin og Strákagöngin, sem þeim finnst merkileg framkvæmd hjá svo fámennri þjóð. Svo kannast margir við sfldarævintýrið og finnst gaman að ganga hér um bryggjurnar, sem eru þvi miður að grotna niður. Grimsey er aðalaðdrátt- araflið Ferðamannastraumurinn er að aukast eins og ég nefndi áðan og það er búið að bóka talsvert fyrir sumarið 1974. Strax I desember var búið að bóka 600 gistinætur fyrir árið 1974. Það er Grimsey sem er aðalaðdráttaraflið. Við fljúgum með fólkið héðan, ef veður leyfir. Hér er nú statt fók, sem ætlar út i Grimsey, en senni- lega kemst það ekki vegna slæmra lendingarskilyrða. Þvi miður kemur Drangur ekki hér við til að taka ferðamenn; hann siglir bara beint frá Akureyri til Grimseyjar. Ef hann tekur hópa hér, þá verður að semja um það sérstaklega fyrirfram. — Er ekkert skip hér sem gæti annazt þessa þjónustu? — Þvi miður. Það þyrfti að koma á föstum ferðum héðan a.m.k. tvisvar i viku út i Grimsey. Það myndi auka ferðamanna- strauminn hingað gifurlega mikið. Otlendingum finnst ákaf- lega merkilegt að koma til Grimseyjar og fá skjal sem sýnir svart á hvitu að það hefur komið norður fyrir heimsskautsbaug. — En hvað með sjóstangaveiði? — Það væri auðvitað mjög æskilegt, þvi að hér er ekki nema klukkustundar sigling á miðin. En þetta er dýrt sport og það er erfitt að kaupa upp þá báta sem myndu henta bezt. Ég held að þeir taki sem samsvarar tveggja tonna afla að fara slika ferð. Þetta er búið að ræða mikið og ég vona að innan tiðar getum við boðiö þessa þjónustu. Það er ýmislegt hægt að gera hér,en það vantar framtakið. — Hvernig er að vera Sigl- firðingur yfir veturinn? — Þetta er dálitið merkileg spurning. Hér vann fólk mjög mikið yfir sumarið og tók svo lifinu með ró á veturna. Nú er þetta að breytast. Að undanförnu hefur atvinna á veturna ekki veriö minni en á sumrin. Mér finnst lifskjör fólks hér ekki lakari en viðast hvar annars staðar. Fókið er nægjusamara. Hér er allt annað viðhorf til lifsins — Hvers saknið þið hjónin hér? — Við erum ánægð að vera hér að þvi leyti, að okkur finnst vera ódýrara aðlifahér, ogþaö mun ódýrara. Svo er það friðurinn. Þegar ég kem til Reykjavikur til að hitta mann, þá fara oft einn til tveir dagar bara i það aö finna hann. Við erum miklu ánægðari með okkur sjálf hér, finnum að við höfum eitthvað til að lifa fyrir, en I Reykjavik fundum við ekkert annað en þrældóm. Hér er allt annað viðhorf til lifsins. Hingaö komu ung hjón frá Reykjavik til aö starfa hjá okkur. Þau voru að gefast upp i Reykjavik vegna þess að það er svo dýrt að byggja þar. Þau leigðu sina ibúð og þau sögðu mér að þau myndu ekki fara héðan aftur. Þau sögðust ekki hafa Imyndað sér að það væri svona gott að búa úti á iandi. Það er hrein vitleysa að stefna öllu fólki suður, það er svona álika gáfulegt eins og að visa fólki um borð i báti öllu út i annað borðiö. Það vita allir hvað gerist þá.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.