Þjóðviljinn - 04.10.1973, Side 5

Þjóðviljinn - 04.10.1973, Side 5
Fimmtudagur 4. október 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Hátt á annað hundrað manns fylgdust með umræðum á fundinum á Hótel Borg. Fundur verkalýðsfélaga um lífeyrissjóðsmálefni: Mikil andstaða gegn aðild yinnuveitenda að lífeyrissjóðunum í fyrrakvöld var haldinn fundur á Hótel Borg sem var um margt eftirminni- legur. Til fundarins boðuðu verkalýðs'élög úti á landi ásamtfélógum i Reykjavík og var urrræðuefnið lífeyr- issjóðir /erkalýðsfélag- anna, stcfnun landssam- bands líff yrissjóðanna og aðild viunuveitenda að sjóðunum. Óskar Garibaldason frá Siglu- firði setti fundinn og sagði m .a. að fundarboðendur vildu hindra að atvinnurekendur fengju að stjórna lifeyrissjóðum verkafólks til frambúðar og auka sér verð- bólgugróða á kostnað aldraðs verkafólks. Verkalýðshreyfingin ein á að stjórna sjóðunum Næstur talaði Björgvin Sig- urðsson frá Stokkseyri og rifjaði upp baráttu fyrr á árum fyrir mannréttindum og mannsæm- andi lifi og hvernig alþýðan var brýnd til að kjósa fulltrúa sina á alþing svo þeir gætu með laga- setningum tryggt verkafólki betra lif. — Við munum barátt- una fyrir vökulögunum, baráttt- una fyrir afnámi sveitarflutninga og mannréttindaskerðingu fátæk- linganna, baráttuna fyrir útrým- ingu heilsuspillandi ibúða, fyrir ellilifeyri handa öldruðum og ör- orkulifeyri handa þeim sem heils- una misstu, og ótal önnur mál. Þessi mál voru þæfð af andstæð- ingum en tekin upp aftur og aftur uns viðunandi árangur náðist. Svo komu lifeyrissjóðirnir til sög- unnar. Að minu mati eiga trygg- ingarmálin að vera löggjafar- atriði. Það er lifsskoðun min og sannfæring að sérhvert þjóðfélag, valdhafar þess og stjórnendur, eigi með löggjöf að tryggja hverj- um þjóðffélagsþegni, sem höllum fæti stendur i lifsbaráttunni, fjár- muni og aðstöðu til lifsgæða. Hver sá sem er orðinn 65 ára hefur lagt fram þá innistæðu i þjóðarbúið, að hann eigi að njóta þeirra ára, sem eftir kunna að vera, á- hyggjulaus fjárhagslega með framlagi úr sameiginlegum sjóði landsmanna, og þar á eyrar- vinnumaðurinn ekki að vera lægra settur með eftirlaun en ráð- herrann. Peningar atvinnurek- enda i lifeyrissjóðum verkafólks- ins voru boðnir fram sem kjara- bót og eru þvi beinar launa- greiðslur og skýlaus eign verka- fólks eins og hver önnur vinnu- laun. Af hverju eiga atvinnurek- endur að eiga hlutdeild i stjórnun sjóðanna, sem eru stofnaðir til að tryggja verkafólki þær bætur sem atvinnurekendur hafa leynt og ljóst alltaf barist á móti? Verka- lýðshreyfingin og verkalýðs- hreyfingin ein á að stjórna þess- um sjóðum til hagsbóta fyrir verkalýðinn en ekki sem lána- stofnun fyrir atvinnurekendur. Enga verslun með sjóðina Margrét Auðunsdóttir tók mjög . i sama streng og sagði það skoðun sina að landssambandið leysi ekki þann vanda, sem er sagt að það eigi að leysa, það er að tryggja réttindi okkar i sjóðnum heldur hið gagnstæða. — En hvernig stendur á þvi að verka- lýðshreyfingin, sem berst fyrir jafnrétti, telur það samrýmast stefnu sinni að gefa atvinnurek- endum sama rétt i stjórninni og okkur? Við eigum sjóðina. I dag getur enginn lifað af þeim launum sem hann fær fyrir 40 stunda vinnuviku, sem var þó tryggt með löggjöf. En atvinnurekendurnir hafa sjálfsagt ekki 25 þúsund á mánuði. Væri ekki nær að krefj- ast sama réttar og opinberir starfsmenn hafa, það er verð- trygging á sjóðunum. Með lifeyr- issjóðum opinberra starfsmanna greiddi rikið á árinu 1972 160 mil- jónir króna, og á rikisreikningum 1973 er upphæðin áætluð 203 mil- jónir króna, og er það auðvitað tekið i sköttum af okkur. Af hverju þarf sá, sem hafði hærri laun meðan hann starfaði, að hafa hærri laun þegar hann hættir starfi? Nú riður á að vernda sjóð- ina fyrir verðbólgubröskurum — enga verslun með sjóðina. Nú tók Bjarnfriöur Leósdóttir við fundarstjórn, og Kolbeinn Friðbjarnarson, sem er starfs- maður lifeyrissjóða á Norður- landi vestra, hóf að flytja erindi sitt. Hann notaði myndvarpa máli sinu til skýringar, og var erindi hans prýðilega byggt upp og framsetning skýr. Verður hér getið helstu atriðanna i erindinu, en Kolbeinn skrifaði ýtarlega um þessi mál i Þjóðviljann i sumar. Eflir atvinnurekendur fjárhagslega og stéttarlega Kolheinn sagðist óttast, að ef verkafólkið fengi ekki nú þegar yfirráð yfir sjóðunum myndi það efla atvinnurekendavaldið i land- inu fjárhagslega og stéttarlega. Það ógæfuspor, sem við þurfum að að hindra, er að atvinnurek- endum takist að innsigla og stað- festa til frambúðar umráðarétt sinn yfir helmingi af fjármunum verkalýðshreyfingarinnar með þeim afleiðingum sem af þvi munu hljótast. Kolbeinn ræddi þvi næst hversvegna atvinnurek- endur hefðu komist i þessa stöðu og hve nefndarstörf hefðu gengið hægt og hve langur timi leið áður en mönnum var ljóst hver yrði staða og stefna lifeyrissjóðanna. Hin ýmsu landssvæði eru mjög misjafnlega i stakkinn búin að stofna og starfrækja lifeyrissjóði, fyrst og fremst af tveimur ástæð- um: 1) Atvinbumöguleikum hefur verið og er mjög misskipt eftir þvi hvar er á landinu og hefur i för með sér mjög mismunandi getu sjóðanna. 2) Aldursflokkasamsetning fólks er mjög misjöfn, sem stafar m.a. af miklum flutningi ungu kynslóðarinnar til Reykjavikur- svæðisins. Af þessu leiðir mjög mismunandi greiðsluþunga á hin- um ýmsu sjóðum vegna lifeyris- greiðslna þegar fram i sækir. Það versta er að þetta tvennt fer sam- an — það eru sömu landssvæðin sem minnstu tekjumöguleikana hafa og verstu aldurssamsetning- una. Hér brást, að fram kæmi sú samábyrgð og stéttvisi, sem ein- kenna þarf verkalýðshreyfing- una, þvi að stærstu verkalýðsfé- lögin gengu á undan og stofnuðu sina sjóði sem náðu eingöngu til þeirra félagssvæða. Til var sá á- róður innan verkalýðshreyfingar- innar að það væri vel gerandi að mynda lifeyrissjóð i hverju byggðarlagi fyrir sig, og er besta dæmið um þetta sjónarmið i Bol- ungarvik, þar sem starfandi er smásjóður sem aðeins tekur til þess byggðarlags, en siðan er annar sjóður fyrir allan Vest- fjarðarkjálkann. Raunar má sjá afleiðingu þessarar stefnu viðar, m.a. á Norðurlandi. Enn i dag er viðvarandi, að það er engin sam- ábyrgð milli sjóðanna og hefur ekkert verið gert til að ráða bót á þvi. t sambandi lifeyrissjóða á at- kvæðisréttur aö vera bundinn fjármagni, þannig að meirihluti fyrir hverju sem er gæti ávallt verið fyrir hendi hér i Reykjavik einni. Við Norðlendingar höfum verið mjög andvigir stofnun landssambandsins á þann hátt sem fyrirhugað er, og er aðal- ástæðan fyrir andstöðu okkar sú, að Vinnuveitendasambandi Is- lands er að nauðsynjalausu ætl- aður hálfur stjórnunarréttur að sambandinu og er verið að endur- taka þann vitleysissamning sem gerður var um sjóðina árið 1969. Nú gerði Kolbeinn grein fyrir stigagjöf lifeyrissjóðanna og hvers ellilifeyrisþegar mega vænta. Hann benti á hve opinberir starfsmenn njóta mikið betri kjara. Þegar opinber starfsmað- ur hefur starfað i 30 ár fær hann 60% af lifeyri og hættir um leið að greiða tillag til sjóðsins. Er til konukróna og karla- króna? Þá benti Kolbeinn á ótrúlegt ákvæði um makalifeyri, en eigin- menn fá ekki makalifeyri eftir sina látnu eiginkonu, þannig að gerður er munur á þeirri krónu sem konan borgar og þeirri krónu sem karlmaðurinn borgar. Sú króna sem konan borgar skapar aðeins henni ellilifeyrisrétt, en manninum ekki makalifeyrisrétt (!). Til þess að fá svona lögum breytt verðum við að þekkja þau, og það sama gildir um svo margt annað. Þeir lifeyrissjóðir sem stofnað- ir voru 1969 og fram til ársloka 1971 eiga nú 263 miljónir á höfuð- stól. Varlega reiknað verður sameiginlegur höfuðstóll sjóðs verkalýðsfélaganna milli 9-10 miljarðar i ársbyrjun 1981. Þetta eru gifurlegir fjármunir, sem hægt er að nota til góðs eða ills. Myndu hiröa 3-400 miljónir. Kolbeinn sýndi þvinæst með dæmum hvernig atvinnurekendur græða á þvi að fá sparifé fólksins lánað i bönkum og sjóðum, og það er ekkert launungarmál að VI hefur alltaf ætlað sér að nota lif- eyrissjóðina á sama hátt og alla okkar fjárfestingarsjóði. Ef verð- bólgugróðinn verður svipaður á næstu árum og hann hefur verið, myndu þeir hirða út úr sjóðunum milli 3-400 miljónir króna á hverju einasta ári (eftir 1980). Gróðinn yrði tekinn beint af lifeyri aldraðs i fólks i landinu, eða af lánamögu- leikum sjóðfélaga, og það er þetta sem gerir það að verkum að við erum á móti öllu samkrulli við Vt um aðild að lifeyrissjóðunum. Kolbeinn rakti siðan afskipti norðanfélaganna af fyrirhugaðri landssambandsstofnun og það hefði verið álit þeirra að alls ekki skyldi stofna landssambandið með hálfum yfirráðarétti VI og sist af öllu núna nokkrum mánuð- um fyrir samninga. Ef samband ið yrði siðar stofnað af verkalýðs- félögunum einum þyrfti sem fyrst að endurskipuleggja svæðaskipt- ingu sjóðanna, fækka þeim og taka upp fulla samábyrgð. Lítil þátttaka utan af landi. Kolbeinn sagði að ekki væri hægt að skuldbinda neinn sjóð i þátttöku i þessu sambandi nema með samþykkt viðkomandi sjóð- stjórnar og þar sem verkalýðs- félögin eiga tvo fulltrúa af fjór- um, geta þau fellt aðild að sambandinu i öllum sjóðstjórn- um. Ég þykist vita að litil þátt- taka verði i þessu sambandi utan af landsbyggðinni. Margar stjórnir hafa enn ekki tekið af- stöðu til þessa máls, en min von er sú að fleiri fylgi fordæmi okkar og ánetjist ekki meir VI en orðið er. A Reykholtsfundinum var fulltrúum okkar falið að vinna að þvi að krafan yfir yfirráðunum yfir lifeyrissjóðunum verði tekin upp i samningunum i haust og gerð þar að einni aöalkröfunni. Flestir miðstjórnarmenn ASl, sem voru á þessari ráðstefnu, beittu sér gegn þvi, að þessi krafa kæmi fram, en niöurstaðan varð sú, að frávisunartillaga frá þeim um þetta atriði var felld með 30 atkvæðum gegn 13 og að þvi loknu var álytkunin um kjaramál meö þessari kröfu samþykkt með öll- um greiddum atvkæðum. Yfirráö vinnuveitenda yfir helmingi fjár verkalýðsins er niðurlægjandi, þvi að með .þvi móti erum við sett á bekk með þeim aðilum i þjóðfélaginu sem ekki eru fjár sins ráðandi. Enginn ágreiningur um aö sjóöirnir eru eign verkalýðsins. Eðvarð Sigurðsson rakti ýmis atriði i sambandi við tilkomu lif- eyrissjóðanna og þá þröskulda sem urðu á vegi þeirra sem stóðu að þvi að koma þeim á laggirnar. Eðvarð undirstrikaði sérstaklega að enginn ágreiningur væri eða hefði verið um að lifeyrissjóðirnir væru eign verkalýðsfélaganna, en það væri álitamál hvenær verka- lýðsfélögin ættu að taka sér meirihlutavaldið. Eðvarð lagði lika áherslu á, aðekki væri hægt á neitt hátt að fresta framhalds- stofnfundi landssambandsins vegna þess að verkalýðsfélögin hefðu samþykkt þessa stofnun, og það væru tveir óskyldir hlutir hvort verkalýðsfélögin krefðust meirihluta i stjórnun sjóðanna eða stofnuðu landssambandið, þar sem landsambandinu væri einmitt ætlað að samræma lánasjóðina og vera vettvangur t.d. gegn hinu opinbera, sem mun ekki síður en atvinnurekendur sækjast eftir lánum úr sjóðunum. Eðvarð lýsti eftir hugmyndum um það hverskonar atkvæðisrétt- ur ætti að gilda i landssam- bandinu, ef ekki yrði lagt til grundvallar atkvæði miðað við stærð sjóðanna. Hann sagði ennfremur að landssambandið myndi ekki hafa neitt úrslitavald i lánamálum — þetta væri fyrst og fremst hugsað sem Framhald á bls. 15. Kolbeinn Friðbjarnarson I ræðustól. Á bak við hann eru Óskar Gari- baldason og Bjarnfriður Leósdóttir sem var fundarritari. (Ljósm. sj.).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.