Þjóðviljinn - 04.10.1973, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN I Fimmtudagur 4. október 1973
MOBVIUINN
MALGAGN SÓSÍALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skóiav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 22.00
Prentun: Biaöaprent h.f.
ÓVERÐSKULDAÐUR GEISLABAUGUR
Nú á allt að vera NATO að þakka rétt
einu sinni samkvæmt boðskap Morgun-
blaðsins og forystu Sjálfstæðisflokksins.
Morgunblaðinu i gær er svo mikið niðri
fyrir við að gefa hernaðarbandalaginu
dýrðina af brottför herskipanna að það
gleymist eiginlega alveg að fagna sigri Is-
lendinga. Nær öll stjórnmálaskrif blaðsins
eru lögð undir þakkarávörp til NATO og
fyrirsagnirnar ekki sparaðar.
Ekki vantar að þessi hitasóttarkenndi
lofsöngur Morgunblaðsins leiði berlega i
ljós, hvar hugur og hjarta forráðamanna
Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins
eru bundin. En það vissu nú reyndar flest-
ir Islendingar fyrir.
En höfum við þá eitthvað að þakka?
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i utan-
rikismálanefnd alþingis létu bóka þann 11.
september að úrslitakostir islensku rikis-
stjórnarinnar um stjórnmálaslit jafngiltu
,,striðsyfirlýsingu” og að „skaðlegt” væri
að láta slikt plagg frá sér fara.
Vitað er að hvorki Atlantshafsbandalag-
ið sjálft, né einstök riki innan þess utan
eitt, hafa látið i ljós opinbera andstöðu við
flotainnrás Breta og svivirðilega hegðun
þeirra hér á íslandsmiðum að undan-
förnu.
Það er einnig vitað, að bænakvak Geirs
Hallgrimssonar i Brússel i vor ýtti hvorki
við Bretum eða öðrum NATO-herrum.
Allar kröfur islensku rikisstjórnarinnar til
Breta og NATO voru einskis metnar með-
an þær voru ekki framsettar á þann hátt,
sem Sjálfstæðisflokkurinn taldi jafngilda
, ,striðsyf irlýsingu’ ’.
Hitt skal ekki dregið hér i efa að einhver
fiðringur hafi farið að fara um fram-
kvæmdastjóra NATO, þegar ljóst var að
Islendingar voru staðráðnir i þvi, að
standa við úrslitakosti sina um stjórn-
málaslit, ekki sist, ef framkvæmdastjór-
inn hefur verið sammála Sjálfstæðis-
flokknum um það, að þar með segðum við
Bretum algert strið á hendur.
En það var lika þá fyrst sem einhver
hreyfing komst á málið. Sú staðreynd
gnæfir yfir aðrar.
Svo er auðvelt fyrir islenska kjósendur
að svara þeirri spurningu bæði nú þegar
og siðar, hvort málin hefðu nokkurn tima
komist á það stig, hefði Sjálfstæðisflokk-
urinn haldið hér um stjórnvölinn.
Einu sinni var sagt, að við ættum að
vera i Atlantshafsbandalaginu, svo að það
verndaði okkur fyrir árás óvina utan
bandalagsins. En nú er boðið upp á nýjar
forsendur. Sú kostulega kenning er á borð
borin fyrir lesendur Morgunblaðsins, að
okkur íslendingum sé reyndar alveg bráð-
nauðsynlegt að vera i NATO svo að
NATO-stórveldin taki mark á „striðsyfir-
lýsingum” okkar og hiki þá kannski við að
beita okkur sjálf hernaðarofbeldi. — Hvi-
lik dýrð, hvilik dásemd!
En hætt er nú við, að hefði forgöngu-
mönnum aðildar íslands að Atlantshafs-
bandalaginu á sinum tima verið sagt, að
slik yrði þróunin i röksemdafærslu Sjálf-
stæðisflokksins fyrir aðild Islands að
hernaðarbandalaginu, þá hefðu ýmsir
þeirra talið, að slikt gæti aldrei gerst,
enda jafngilt þvi að snúa faðirvorinu upp á
andskotann.
En sé ráð okkar allt svo mjög i hendi
Atlantshafsbandalagsins, eins og Morgun-
blaðið vill vera láta, þá er nú best að þeir
Morgunblaðsmenn, sem svo mjög eru ná-
komnir höfuðstöðvunum i Brússel leiti
svara hjá Luns framkvæmdastjóra um
það, hvort NATO telji nú réttmætt, að Is-
lendingar haldi uppi fullri landhelgisgæslu
á miðunum, eins og lýst hefur verið yfir af
forsætisráðherra íslands að gert verði,
þrátt fyrir hótanir Breta um nýja her-
skipainnrás.
Og verði framkvæmdastjóra NATO eitt-
hvað stirt um svör, þá er væntanlega ekki
til of mikils mælst, að Morgunblaðið geri
grein fyrir sinni eigin afstöðu til þess,
hvort landhelgisgæslan eigi nú að halda á-
fram togviraklippingum.
Það gleymdist nefnilega i allri lofgerð-
inni um NATO i gær, að gera grein fyrir
afstöðu Morgunblaðsins og aðstandenda
þess, varðandi það mikilvæga atriði.
Hverjir eiga lífeyrissjóðina?
Svar Jóns H. Bergs við opnu bréfi 17 formanna verkalýðsfélaga
Siöast liöinn sunnudag birti
Þjóöviljinn opiö bréf frá 17 for-
mönnum verkalýösfélaga á Norö-
urlandi til Jóns H. Bergs for-
manns Vinnuveitendasambands
tslands.
t bréfinu voru 3 spurningar
lagöar fyrir formann Vinnuveit-
endasambandsins varöandi eign-
arráö yfir lifeyrissjóöum verka-
lýösfélaganna.
Hér fer á eftir svar frá Jóni H.
Bergs, er hann hefur óskaö eftir
aö Þjóöviljinn birti.
1 opnu bréfi, sem birtist i Þjóö-
viljanum s.l. sunnudag 30.
september, beina formenn nokk-
urra verkalýösfélaga á Noröur-
landi þrem spurningum til undir-
ritaös um þaö, hverjir eiga lffeyr-
issjóöina. Þar eö bréfiö ber meö
sér, aö átt er við hina almennu líf-
eyrissjóöi, sem stofnaöir voru 19.
maí 1969, eiga svör min viö þá
sjóöi, en ekki er tekin afstaða til
lifeyrissjóöa sérstakra stofnana
eöa annarra lifeyrissjóöa.
Þaö er álit mitt, aö lifeyrissjóö-
irnir séu ekki eign verkalýös-
hreyfingarinnar, og til þess aö
foröast misskilning, vil ég taka
fram, aö ég tel þá heldur ekki
eign samtaka vinnuveitenda. Til
álita gæti komið, hvort lifeyris-
sjóöirnir eru eign sjóðfélaganna,
launþeganna eöa þeirra vinnu-
veitenda, sem til sjóöanna greiöa.
Ég álit, að umræddir lifeyris-
sjóöir séu sjálfseignarstofnanir,
sem komið hefur veriö á fót meö
kjarasamningum heildarsam-
taka vinnumarkaðarins, þessum
stofnunum hafa verið settar
starfsregiur með reglugeröum
sjóöanna, sem eru i samræmi viö
þá kjarasamninga, sem urðu aö-
dragandi aö stofnun þeirra. Aöild
aö stjórnum sjóöanna er ákveöin I
reglugerðunum og ákvæöum um
þetta efni verður ekki breytt frek-
ar en öðrum ákvæöum reglugeröa
sjóöanna, nema samkvæmt þvi,
sem fyrir er mælt I reglugeröun-
um sjálfum.
Þó að telja verði, aö lifeyris-
sjóöirnir séu hvorki eign verka-
lýðshreyfingarinnar né samtaka
vinnuveitenda, eiga þessir aöilar
ákveöin réttindi til lffeyrissjóð-
anna. A þetta þó fremur viö ein-
staklinga innan launþegasamtak-
anna og vinnuveitendur, fyrirtæki
og stofnanir, sem greitt hafa
framlög til sjóðanna. Vinnuveit-
endur eiga m.a. þann rétt gagn-
vart sjóðunum, að þeir sjái laun-
þegum fyrirtækja þeirra fyrir lif-
eyri, þegar ákveönum skilyröum
er fullnægt i samræmi við reglu-
gerðir sjóðanna. Réttindi laun-
þega og vinnuveitenda miðast yf-
irleitt við upphæö þeirra fjár-
framlaga, sem þessir aöilar hafa
látið af hendi til sjóðanna.
I umræddu bréfi til undirritaðs
er minnst á aðra sjóði, sjúkra-
sjóöi verkalýðsfélaganna og or-
lofsheimilasjóði þeirra. Um þessa
sjóði tel ég gilda mjög ólikar regl-
ur og aö i sumum tilvikum séu
þessir sjóðir eign hvers verka-
lýösfélags, en samkvæmt samn-
ingum við vinnuveitendur eru
þeir ætlaðir til sjúkrastyrkja til
félagsmanna og til byggingar or-
lofsheimila verkalýösfélaganna,
en önnur ráðstöfun þeirra háð
samþykki aðila kjarasamninga
um þessa sjóöi. JónH.Bergs
lslendingur
eða Breti?
Vísir spyr:
Alítið þér að Bretar
séu að gefast upp í
fiskveiðideilunni?
Kristján Albertsson, rithöfundur :
— bað er of míkiö sagt, að þeir
séu aö gefast upp, en þeir eru aö
gefa sig. Eg tel ekki vafa á, aö
þeir geri sitt bezta til aö sættast.
Heath og Sir Alec eru ljúfmenni
og allir af vílja geröír tii að koma
málunurn i lag. Ég vona fastlega,
aö islenzka rikisstjórnin veröi
jafnvelviljuö.
SINFÓNÍAN
í KVÖLD
Fyrstu tónleikar vetrarins
með Erling Blöndal Bengtson
Fyrstu tónleikar Sinfóniu-
hljómsvcitarinnar á þessu starfs-
ári veröa haldnir i samkomuhúsi
Háskólans I kvöld kl. 8.30. Erling
Blöndal Bengtsson Ieikur meö
hljómsveitinni sellókonsert eftir
Edward Elgar: einnig eru á dag-
skránni Siðdegi fánsins eftir
Debussy og 4. sinfónia
Beethovens.
Sellókonsertinn hefur ekki
veriöfluttur áöur á tónleikum hér
á landi, en einleikarann þekkja
islenskir tónlistarunnendur öllu
betur, þar sem Erling hefur alltaf
öðru hverju gefið sér tima til að
heimsækja ættland móður sinnar.
Erling Blöndal Bengtsson er
prófessor viö konunglega tón-
listarskólann i Kaupmannahöfn.
Hann hefur löngu hlotið heims-
frægö fyrir afburða kunnáttu og
túlkun ýmissa stiltegunda. Er
hann þvi afar eftirsóttur til
hljómleikahalds og kennslu.
Stjórnandi á þessum fyrstu
áskriftartónleikum vetrarins er
Frakkinn J.P. Jacquillat. Um
siðustu heigi stjórnaöi hann flutn-
ingi á Brúðkaupi Figarós i Paris,
oghefurhann nú verið fastráöinn
við frönsku óperuna frá byrjun
næsta árs.
Hann hefur ferðast með
franskri sinfóniuhljómsveit til
Bandarikjanna, Mexikó og Sovét-
rikjanna og stjórnað á tónleikum
hennar og hlotiö mjög góöa dóma.
■
Hljómsveitarstjórinn og einleikarinn.