Þjóðviljinn - 04.10.1973, Page 16

Þjóðviljinn - 04.10.1973, Page 16
UOB V////J V) V Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarionar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. —■ Fimmtudagur 4. október 1973 Vikuuii 2S. septeinber tl' 4. októ- ber verftur kvöld- nætur- og helgal þjónusta apóteka i V'estur- liæjar Apóteki og Apóleki Austur- bæjar. Slysavarðstofa Borgarspítalans (er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur-og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Finnar undirskrifa samninginn við EBE Meira en ár i burðarliðnum vegna hlutleysis- sjónarmiða og ótta við fjölþjóðafélög r Ottast hráefnis- skort Það kom fram á fundi Félags islenskra iðnrekenda með blaðamönnum I gær að þeir óttast nú mjög hráefnis- skort, sem gert hefur og gerir i vaxandi mæli vart við sig á heimsmarkaðinum. Það kom fram að þegar er orðinn mikill skortur á plasti, timbri, stáli og ýmsum kem- Iskum efnum. Astæðan fyrir þessum skorti er mikið vegna aukinnar um- hverfisverndar i heiminum. Margar verksmiðjur sem vinna kemisk efni hafa orðið að hætta starfsemi sinni vegna þess að þær hafa ekki staðist kröfur um umhverfisvernd. Sama er að segja um stáliðju- verin, þau hafa mörg orðið að loka. Þegar skortur sem þessi verður á heimsmarkaði kemur það verst niður á litlum markaði eins og á tslandi. Aðilar á stóru mörkuðunum geta keypt miklu meira magn en við og þar af leiðir að þeir ganga fyrir kaupunum. Það mátti greinilega merkja kviða á islenskum iðn- rekendum vegna þessarar jiróunar. -S.dór. HELSINGFORS 3/10 — Finnska stjórnin ákvað i dag að undirritaður skuli viðskiptasamning- urinn umdeildi við Efna- hagsbandalagið, og gengur hann i gildi um áramót. Felur hann i sér friverslun með iðnaðarvörur, en landbúnaðarafurðir eru utan hans. Tollur á iðnvarningi almennt skal horfinn um mitt ár 1977, en hann verður 11 ár að hverfa á pappirsvörum og er það hags- munaatriöi Finna. Samningsdrögin voru gerð i fyrra þegar Rafael Paasio veitti minnihiutastjðrn jafnaðarmanna forystu í Finnlandi. Treysti hann sér ekki til að taka á sig ábyrgð- ina af staðfestingu samningsins. Varð stjórnarkreppa af. Nú er samsteypustjórn jafnaðarmanna og nokkurra borgaraflokka viö völd, en við stjórnarandstöðu ihaldsmanna og kommúnista. Kommúnistar hafa beitt sér mjög gegn samningum með bæði efnahagslegum og pólitiskum rökum. Mikils ótta hefur gætt i Finn- landi við samninginn vegna tengsla EBE við NATO og hernaðarstefnu þess, en Finnum er mjög i mun að varðveita hlut- leysi sitt. Nú er talið að Sovét- menn hafi fallist á þessi tengsl Finnlands við EBE, enda hafa Finnar gert ákveðinn samstarfs- samning við Efnahagssamvinnu- stofnun Austur-E vrópu, Comecon. Mikilvæg forsenda fyrir þvi, að finnska stjórnin treysti sér til að ganga frá samningnum við EBE var sú, að búið væri að samþykkja „efnahagslegu Bestu kjör MOSKVU 3/10 — George Shultz fjármálaráöherra Bandarikjanna hefur verið undanfarna daga i Moskvu til aö ræöa viö Sovétleið- toga um viöskiptamál. Kveðst hann hafa sannfært þá um, að Nixon-stjórnin vildi gera sitt ýtrasta til að Sovétrikin yrðu látin njóta svokallaöra „bestu- varnarlögin” i þinginu, en það var gert á föstudaginn i siðustu viku. Þar er kveðiö á um verð- jöfnunarkerfi og rikisvaldinu gef- in mjög viðtæk heimild til að hafa stjórn á verðlagi. thaldsmenn greiddu atkvæði með þessum lögum vegna teng46a þeirra við EBE-samninginn, þótt þeir yndu ákvæðum þeirra illa. Hins vegar snerust kommúnistar á móti þeim af sömu ástæðum, enda þótt þeir teldu þau i sjálfu sér spor i framfaraátt. Kekkonen forseti segir i yfirlýs- ingu sem fylgdi fréttinni af ákvörðun rikisstjórnarinnar, að áhrif samningsins væru ekki eingögnu jákvæð. Samningurinn hvetti til þess aö rikið fengi val til að takmarka áhrif fjölþjóðlegra fyrirtækja i atvinnulifinu. við Rússa kjara” af hálfu Bandarikjanna, en i þvi felst lægri toilur en ella og vörukaupalán til langs tima. Shultz kvaöst hafa skýrt Sovét- mönnum frá þvi, að meirihluti i báðum deildum Bandarikjaþings vildi ekki veita þeim „bestu-kjör” nema Gyðingar fengju að fara frjálsir ferða sinna frá Sovétrikj Nixon virðist Tilbúinn að reka Agnew WASHINGTON 3/10 — Nixon Bandarikjaforseti lýsti yfir fyilsta stuöningi sinum viö Elliot Richardson dómsmálaráöherra og aöstoöarmann hans Henry Peterson, en þeir hafa báöir feng- iö mikla ofanfgjöf hjá Agncw varaforseta fyrir þeirra hlut I dómsrannsókninni gegn honum. Nixon viðurkenndi að ákærurn- ar gegn Agnew væru mjög alvar- legs eðlis, en hann er talinn hafa gerst sekur um mútuþægni og skattasvindl meðan hann var rik- isstjóri i Maryland. Ekki kvaðst Nixon geta eða vilja þvinga Agn- ew til að segja af sér þar eð hann væri „kosinn af fólkinu” til em- bættisins. Agnew yrði aö ákveða það sjálfur hvort hann kysi að sitja áfram i embætti, ef formleg ákæra verður lögð fram á hendur honum. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Fundur á Selfossi Alþýðubandalagið i Arnessýslu boðar til fundar i félaginu föstudaginn 12. október. Verður fundurinn haldinn i litla salnum i Selfossbiói og hefst hann kl. 21. Dagskrá fundarins: 1. Kosning fulltrúa á flokksráösfundinn og undirbúningur flokksráösfundar. 2. Herstöövamáiiö. 3. Skipuiagning félagsstarfs i vetur. 4. önnur mál. Félagar,fjölmenniö. — Stjórnin. Ráðstefna um sveitarstjórnarmálefni Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins i Austurlandskjördæmi efnir til ráðstefnu um sveitarstjórnamálefni næstkomandi laugardag, þann 6. október. Ráðstefnan verður haldin i Félagsheimilinu „Skrúð” á Fá- skrúðsfirði og hefst klukkan 2 e.h. Framsögumenn eru Sigurður Blöndal, skógarvörður, sem ræðir um undirbúning komandi sveitarstjórnakosninga, og Helgi Selj- an, alþingismaður, er ræðir um löggjöf um landshlutasamtök sveitarfélaga. Alþýðubandalagið á Akureyri Almennur félagsfundur I Alþýðuhúsinu laugardaginn 6. októ- berkl. 17.00. Þátttakendur á ráðstefnu ungra Alþýðubandalags- manna, sem haldin verður á Akureyri þessa helgi, koma á fund- inn. Fundarefni: 1. Einar Kristjánsson ræðir um herstöðvamálið. 2. Ragnar Arnalds ávarpar fundargesti og svarar fyrirspurn- um. Félagar! Fjölmennum og mætum stundvislega. Miöskjöldurinn sem sýnir nafngift landsins. Veggskildir eftir Einar Hákonarson Gefnir út á vegum Þjóðhátiðarnefndar Þjóðhátíðanefnd hefur látið gera þrjá veggskildi með listaverkum eftir Ein- ar Hákonarson og sýndi hún blaðamönnum þá á fundi i gær. Einnig hefur hún látið frá sér fara daga- tal fyrir þjóðhátiðará'ið. Einar Hákonarson vann sigur i samkeppni um myndir á vegg- skildi^n alls bárust 168 tillögur að þeim. Myndirnar þrjár eru allar byggðar á atriðum úr Landnámu. Ein þeirra sýnir þegar Hrafna- Flóki sleppir siðasta hrafninum á leið sinni til íslands. önnur er af sama manni i Vatnsfirði þegar hann sér Breiðafjörð fullan af is og skirir landið Island, og sú þriðja er af þeirri athöfn þegar land er helgað með eldi eins og tiðkaðist á landnámsöld. Fyrirtækið Gler og postulin i Kópavogi gerði veggskildina og eru þeir úr þýsku postulini.en ut- an um þá er rammi úr kjörviði sem einungis vex á Indóneslu. Þjóðhátiðarnefnd hefur gert samning við tvo aðila, O. Johnson og Kaaber og SIS, um dreifingu allra minjagripa sem nefndin læt- ur gera. Mun SÍS dreifa þeim inn- an samvinnuverslana en O.J. og K. i einkaverslunum. Veggskild- irnir þrir kosta rúmar 2600 krónur og er sama verð um allt land. Skildirnir verða aðeins seldir þrir saman og er dreifing þeirra þegar hafin. Dagatalið sem getið var er eftir Kristinu Þorgeirsdóttur. en hún vann samkeppni um gerð merkis þjóðhátiðarnefndar. Dagatalið er út taui og þrykktar á það myndir af landvættunum fjórum. og merki nefndarinnar er einnig á þvi. Almenn , óánœgja með frétta- tíma hljóð- varpsins Mjög almenn óánægja virö- ist vera meö hinn nýja kvöld- fréttatima hljóövarpsins eftir að hann var færður frá kl. 19 til 18.30. Gisli Guðmundsson frétta- ritari Þjóðviljans á Suðureyri simaði til okkar i gær að verkafólk þar væri upp til hópa mjög óánægt með þennan flutning fréttatimans. Benti hann á aö fólk stundar vinnu til kl. 19 og getur þvi ekki hlustað á kvöldfréttir sem sagðar eru kl. 18.30. Þá hafa margir fleiri haft samband við okkur og kvart- að undan þessu. Háfnarverka- menn hafa hringt og sagt að þeir hafi verið búnir að stila sinn vinnutima inná þaö að vera komnir heim kl. 19 til að heyra kvöldfréttir. Nú gætu þeir ekki heyrt þær og bentu þeir á að þeir heyrðu almennt ekki fréttir allan daginn og yrðu þvi að láta sér nægja sjónvarpsfréttirnar einar. Það skal tekið fram'að þessi flutningur fréttatimans er að- eins tilraun og verður þessu eflaust breytt aftur fyrst svo almenn óánægja er með hina nýju timasétningu. — S.dór. Kleifarvatnsmálið: Fátt nýtt í skýrslunni 1 gær skilaði landssiminn loks skýrslu til bæjarfógetans i Hafn- arfirði um tækjafundinn i Kleifar- vatni á dögunum. Að þvi er bæjarfógetinn i Hafn- arfirði sagði okkur i gær þá sýnd- ist honum fátt nýtt I þessari skýrslu en tók fram, að hann hefði ekki farið nægjanlega vel yfir hana enda hefði hann rétt verið að fá hana i hendur. Við munum skýra nánar frá þessari skýrslu i blaðinu á morg- -S.dór Blaðberar óskast núþegar i eftir talin hverfi: Laugavegur 11 Seltjarnarnes Laugarnes Sigtún Álfheima Grunna Hjarðarhaga Hringbraut Hverfisgötu Rauðalæk Hafið samband við af- greiðslu Þjóðviljans i simuin 17500 eða 17512. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.