Þjóðviljinn - 06.10.1973, Blaðsíða 16
mmi/ml Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. J
Laueardaeur 6. október 1973. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. (/:• \
Vikuna 5.-11. okt. veröur kvöld-, Slysavarðstofa Borgarspítalans
nætur-og helgarþjónusta apóteka er opin allan sólarhringinn.
i Háaleitis- og Vesturbæjar- ‘Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
apóteki. Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Breskir kratar
á leið til vinstri
Samstaða um að stefna að þjóðnýtingu
BLACKPOOL 5/10 — Flokksþingi breska Verka-
mannaflokksins lauk i dag i andrúmslofti eining-
ar og samstöðu. Þinginu lauk með þvi að allir
1.200 þingfulltrúar sungu söngvana „Rauði fán-
inn” og „Hin gömlu kynni gleymast ei”.
Samþykktar voru ályktanir
um að iðnaðurinn eigi sjálfur
að borga kostnað vegna meng-
unar hans á umhverfinu.
Einnig var ályktað um jafn-
stöðu konum til handa. Ljóst
er að flokkurinn er nú vinstri
sinnaðri en hann hefur verið
um margra ára skeið.
1 tveimur ræðum á þinginu
hét leiðtogi flokksins Wilson
þvi, að mikilvægar atvinnu-
greinar yrðu þjóðnýttar undir
eins og flokkurinn kæmist i
stjórnarandstöðu. Flokkurinn
mun þjóðnýta hafnarmann-
virki, skipasmiðastöðvar,
flugvélaverksmiðjur og hluta
lyfjaiðnaðar og vélaiðnaöar.
bar að auki stendur til að taka
oliu- og gaslindir á hafsbotni,
svo sem i Norðursjó, i opin-
bera eigu.
A flokksþinginu var sam-
þykkt, að væntanleg ríkis-
stjórn flokksins mundi gefa
kjósendum færi á að kjósa um
það, hvort Bretland skuli
veröa áfram i Efnahags-
bandalaginu. Akveðið var að
flokkurinn skyldi beita sér
fyrir hækkuðum ellilffeyri og
að skólar skyldu smátt og
smátt verða að öllu leyti á
vegum hins opinbera. Lendur
undir ibúðarhúsalóðir yrðu
þjóðnýttar og verkamenn
fengju atkvæðisrétt til að velja
forstjóra i fyrirtækjum ríkis-
ins.
Umboð fasista-
ríkis var fellt
Mikil andstaða gegn S - Afriku hjá S.Þ.
NEWYORK 5/10 — Hiö al-
ræmda ríki kynþáttamis-
réttisins/ Suöur- Afrika,
fékk alvarlega áminningu
á allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna i dag þegar
samþykkt var að neita að
viðurkenna umboðið frá
fulltrúum þess.
Tillaga frá Sýrlandi þess efnis
að sendisveit Suður-Afriku yrði
ekki viðurkennd með umboði var
samþykkt með 72 atkvæðum gegn
37, en 13 þjóðir sátu hjá. Aður
hafði sama mál verið afgreitt i 9
þjóöa nefnd, sem rannsakar kjör-
bréf fulltrúanna, þannig að 5
vildu samþykkja suður-afrisku
kjörbréfin, en 4 fella.
Þau öfl sem fordæma kynþátta-
aðskilnaðarstefnu Suður-Afriku-
stjórnar og berjast almennt gegn
fasisma og nýlendukúgun hafa
unnið mikinn sigur með niður-
stöðunni á allsherjarþinginu.
Sagt er i fréttaskeytum að „vest-
rænir fulltrúar” (náttúrlega frá
Bretlandi, Bandarikjunum og
slikum löndum) hafi vaðið um
höfuðstöðvar SÞ eins og óðir
menn til að telja fulltrúa ný-
frjálsra rikja af þvi að neita suð-
ur-afrisku legátunum um viður-
kenningu, en það hreif ekki.
Undanfarin ár hafa kjörbréf
Suður-Afrikumanna legið óaf-
greidd á allsherjarþinginu, en
forsetar þingsins hafa úrskurðað
að þeir mættu eigi að siður taka
þátt i störfum þess. Núverandi
forseti allsherjarþingsins, Lep-
oold Benites frá Ekvador, er
sagður vilja túlka samþykktina
núna þannig, að hún feli i sér
öfluga fordæmingu á stefnu suð-
ur-afrisku rikisstjórnarinnar en
útiloki hana ekki frá þátttöku i
störfum þingsins.
CHILE
J ARÐSKJ ÁLFT AR
OG ÚTGÖNGUBANN
SANTIAGO 5/10 — Hermenn vopnaðir vélbyssum bönnuðu sendinefnd
frá alþjóðasambandi jafnaðarmanna að leggja blómsveig á leiði Allend-
es forseta i gær. Var nefndarmönnum hótað skothrið og voru þeir síðan
hafðir i haldi i tvær stundir áöur en þeim var sleppt, þeirra á meðal var
sjálfur framkvæmdastjóri alþjóðasambandsins, Hans Janitschek.
Tveir harðir jarðskjálftakippir
gengu yfir Chile i dag og munu
þeir hafa oröið snarpastir i hafn-
arborginni Valparaiso, sem varð
rafmagnslaus, og samgöngur
féllu niður. Talið er að kippirnir
hafi verið 6,3 stig að styrkleika.
Ekki hefur verið tilkynnt um
manntjón, en erfitt er að fullyrða
um það vegna útgöngubannsins.
Utanrikismálanefnd öldunga-
deildar Bandarijaþings hefur
grunað margt um hlutdeild Nix-
on-stjórnarinnar i valdaráni
hersins i Chile, og hefur hún reynt
að grafast fyrir um hið sanna.
Birtar hafa verið fundargerðir
sem greina frá þvi að Kissinger
utanrikisráðherra hafi verið
spurður i þaula um það hvort
leyniþjónustan CIA hafi verið
nokkuð við valdaránið riðin, en
Kissinger kvað hafa neitað þvi
mjög eindregið. En valt er að
taka fullyrðingar hans sem sönn-
unargögn.
ÍO MILJÓN KR.
INNISTÆÐULAUST
1 fyrrakvöld fór fram skyndikönnun innistæðulausra tékka á vegum
Seðlabanka íslands.
Niðurstaða könnunarinnar var sú, að fram komu samtals 616 inn-
stæðulausir tékkar að fjárhæö 10.096.733 krónur. Miðað við heildarveltu
gærdagsins i ávisanaskiptadeild bankans, þá var hlutfall innstæðulausra
tékka 0,803% af veltu.
Niðurstöður siðustu þriggja kannana er getið hér til samanburðar:
fjöldi tékka fjárhæð % af veltu
17/31972 602 4.856.087,10 0,92
19/101972 730 9.676.888,00 1,13
18/1 1973 643 4.224.714,00 0,45
ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ
H-lista fundur í Kópavogi.
H-listinn heldur bæjarmálafund i Þinghóli á mánudagskvöld klukkan
20:30. Fjölmennið.
Alþýöubandalagið i Hafnarfiröi
Alþýðubandalagið i Hafnarfirði heldur félagsfund i Góðtemplarahús-
inu uppi næstkomandi mánudagskvöld klukkan 20:30.
Gils Guðmundsson, alþingismaður, ræðir um viðhorfin i herstöðvar-
málinu.
Kosning fulltrúa á flokksráðsfund.
Félagar, fjölmennið!
Stjórnin.
Ungir sósíalistar
þinga á Akureyri
Ráðstefna ungra sósía-
lista verður sett í Alþýðu-
húsinu á Akureyri kl. 10 f .h.
í dag. Til ráðstefnu þessar-
ar hafa ungir Alþýðu-
bandalagsmenn boðað og
hefur farið fram undirbún-
ingsstarf i starfshópum er
fjallað hafa um helstu
málaflokka ráðstefnunnar
en þeir eru þrír.
Dagskrá ráðstefnunnar er
þannig:
Laugardagur 6. okt.
kl. 10.00
1. Tryggvi Þór Aðalsteinsson
óttar Proppé
(Reykjavik) i framkvæmda-
nefnd æskulýðsnefndar setur
ráðstefnuna.
2. Stutt inngangserindi um mála-
flokka ráöstefnunnar. Starfs-
liættir sósialisks flokks Óttar
Proppé, Reykjavik. Sósiallskur
flokkur og verkalýðshreyfing
Helgi Guðmundsson, Akureyri
Sósialiskur flokkur og þátttaka
i borgaralegri rikisstjórn
Þröstur Ólafsson, Reykjavik.
3. Þátttakendur skiptast i Starfs-
hópa .
kl. 13.00.Stafshópar kjósa sér um-
ræðustjóra og hefja umræður.
kl. 17.00. Fundur með Alþýðu-
bandalagsfélagi Akureyrar a.
Þröstur Ólafsson
Herstöðva m álið . Einar
Kristjánsson b. Ragnar Arnalds,
formaður Alþýðubandalagsins
svarar fyrirspurnum.
Sunnudagur 7. okt.
kl. 9.00-Starfshópar ljúka umræð-
um og ganga frá ályktunum.
kl. 12.00-Sameiginlegur matur á
Hótel Varðborg. Spjallað við
Ragnar Arnalds.
kl. 13.00-Ráðstefnan i heild ræðir
og afgreiðir ályktanir starfshópa
og aðrar þær ályktanir, er kunna
að koma fram.
kl. 17.00 Ráðstefnunni slitið.
Gert er ráð fyrir að ráðstefnuna
sæki um 70 manns viða að af land-
inu.
Tryggvi Þór Aðalsteinsson
Bretar
þreytast
Þorskastríðið milli tslands
og Bretlands er þreytandi og
kostnaðarsöm viðureign, segir
i forystugrein breska stór-
blaösins London Times I gær.
Blaðið segir að engin ástæða
sé til þess að ekki náist sam-
komulag um það hversu inikiö
breskir togarar megi veiöa
innan 50 milna markanna.
Blaðið segir að pólitiskan vilja
skorti til að leysa deiluna.
Watergate
WASHINGTON 5/10 —Martin
Douglas Kelly, fyrrum ráðu-
nautur endurkosningarnefnd-
ar Nixons, sagði Water-
gate-nefnd öldungadeildar
Bandarikjaþings í gær að
hann hefði meðan á kosninga-
baráttunni stóð mútað ungri
stúlku til þess að klæða sig úr
öllu og hlaupa fram og aftur
fyrir framan kosningaskrif-
stofu Edmunds Muskies, æp-
andi vafasamar fullyrðingar
viðkomandi þessum framá-
manni demókrata. Var þetta
eitt af mörgum álika brögðum
til þess að spilla fyrir Muskie i
prófkosningunum.
Blaðberar
óskast
núþegar i eftirtalin
hverfi:
Þórsgötu
Laugavegur II
Seltjarnarnes
Laugarnes
Sigtún
Álfheiina
Skipasund
Sæviðarsund
Grunna
Hjarðarhaga
Hringbraut
Hverfisgölu
Rauðalæk
Hafið samband við af-
greiðslu Þjóðviljans i
simum
17500 eða 17512.