Þjóðviljinn - 10.10.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.10.1973, Blaðsíða 5
Miövikudagur 10. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 stereotækjaeigendur hafa beðið eftir! Undanfarin 2-3 ár hafa verið mikill umbrotatími, hvað varðar hljómburðarkerfi og hljómtæki. Hálfur annar áratugur er síðan stereo-kerfið kom til sögunnar, og þótti því mönnum mál til komið, að eitthvað nýtt og fullkomnara liti dagsins Ijós. Margvíslegar nýjar hugmyndir og kerfi hafa komið fram, og er nú augljóst, að kerfi, sem byggja á fjórskiptum hljómburði, muni leysa hið tviskipta stereo-kerfi af hólmi.— Hér kynnum við lausn, sem viðteljum þá snjöllustu, SCANDYNA 4-D fjórvíddarkerfið. Álítum við, að þessi lausn muni valda straumhvörfum, bæði fyrir stereotækjaeigendur og alla þá, sem enn eiga eftir að festa kaup á hljómtækjum. Kostir SCANDYNA4-D fjórvíddarkerfisins eru einkum fólgnir i þrennu: 1. Verð- og notagildi stereotækja er tryggt um langa framtíð, því með SCANDYNA 4-D tækinu og tveimur viðbótar hátölurum geta sterotækja- eigendur breytt stereotækjum sinum i fullkominn fjór- víddarbúnað. 2. Með því, að SCANDYNA 4-D tækið tvískiptir (á grundvelli mismunandi tíðni hljóð- bylgjanna) þeirri tvöföldu hljóðbylgju, sem stereotæki skila frá sér, og flytur hana siðan áfram í fernu lagi til hátalaranna, er fullkomið notagildi stereo-platna einnig tryggt. 3. Vegna hinnar einföldu og mjög svo hugvitsamlegu byggingar SCANDYNA 4-D tækisins, getum við boðið það á ótrúlega hagstæðu verði. SCAN-DYNA 4 D f jórvídda rkerfið NESCO HF LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI SJÓNVARPS-, ÚTVARPS- OG HLJÓMTÆKJA. LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 19150 - 19192

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.