Þjóðviljinn - 10.10.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.10.1973, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 10. október 1973. Miðvikudagur 10. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Frásögn af kappræðufundinum um landhelgismálið Þjóðviljinn birti i gær fram- söguræðu Lúðviks Jósepssonar sjávarútvegsráðherra frá kapp- ræðufundinum um landhelgis- máliö sem haldinn var s.l. sunnu- dag, fyrir troðfullu húsi i Súlna- sal Hótel Sögu, en fundurinn var haldinn að tilhlutan Stúdenta- félags Háskólans. Hér verður nú sagt nokkuð frá gangi umræöna á fundinum. Siðari framsögumaður var Gunnar Thoroddsen formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Gunnar hóf ræðu sina með þvi, að lýsa nokkuð hátterni Breta á islenskum fiskimiðum á 15.öld, kröfum íslendinga þá um að út- lendingum yrði bægt frá fiski- miðum við landiö og tilmælum Eiriks af Pommern, sem þá var þjóðhöfðingi íslendinga, til Eng- Sagði ræðumaður, að stefna Lúð- viks i friðunarmálum hafi veikt okkur út á við, enda hafi Lúðvik látið stöðva frumvarp fiskveiði- laganefndarinnar á siðasta al- þingi. Nú tók Gunnar Thoroddsen að brýna röddina, og benti fundar- mönnum á, að Lúðvik Jósepsson og Þjóðviljinn hefðu ekki linnt iátum að niða Sjálfstæðismenn lifs og liðna (Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson) fyrir samninginn 1961, en nú væri reynt að kæfa alla gagnrýni með múgsefjun, svo að hans herra- dómur Lúðvik Jósepsson mætti rikja einn. Lét Gunnar að þvi liggja, aö ef Islendingar teldu sig geta sent fulltrúa á hafréttarráð- stefnuna,án þess að skuldbinda sig fyrirfram til að hlita niöur- Stúdentafélag Reykjavíkur efndí til umræðufundar um Jandbelgismáiið á Hótei Sögu á sunnudag- inn. Fruinmælendur voru þeir Gunnar Thoroddsen alþingísmaður og Lúðvik Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra. Mikiar og f jörugar umræður urðu á fundinum, sem var mjög fjölsöttur. Þessi mynd frá kappræðufundinum birtist i Morgunblaðinu I gær. Textinn undir myndinni er allt sem Morgunblaöið hafði um þennan merka fund að segja, fyrir utan litla skætingsklausu eftir frú Auöi Auð- uns. Fróðlegt verður nú að sjá hvort Morgunblaöiö réttir Gunnari hendi. rauðari en Lúðvik” , sagði Markús, og vil enga samninga við Breta meðan togarar þeirra eru enn innan viö 50 milur. En það er ekki hægt að skella skuldinni á Lúðvik fyrir rányrkju íslendinga sjálfra eins og Gunnar Thorodd- sen reyndi. 1960 var Faxaflóinn opnaður fyrir snurvoö. Á árabili i tíð viðreisnarstjórnarinnar voru framin hér 760 landhelgisbrot þar af voru 700 innlend en 60 erlend. Islenskir landhelgisbrjótar voru yfirleitt náðaðir af þáverandi valdamönnum. Ekki voru það Lúðvik eða Ólafur Jóhannesson, sem réðu þvi Þessi Morgunblaðsmaður hefur setið hér á Kvia- bryggju Mér sárnar það oft að lita yfir Morgunblaðið, sagðiMarkús. Það blað er ekki alltaf að vanda tii heimildármanna. Breskur skip- stjórnarmaður heitir Dick Taylor. Þessi maður hefur setið hér á bæði Kviabryggju og Litla- Hrauni fyrir landhelgisbrot. Þessi maður er stundum einn helsti heimildarmaður Morgun- blaðsins. Er Markús hafði þetta mælt dró hann úr vasa sinum og sýndi fundarmönnum úrklippu úr Morgunblaðinu með mynd og umsögnum Dick þessa Taylors Hannes Jónsson, blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar, hefði unnið gott starf (en einhverjir Heim- dellinganna höfðu hnýtt i Hannes Jónsson). En Pétur kvaðst vilja minna menn á að Hannes Jóns- son heföi ekki fé til kynningar- starfsá borð við fjármuni breska heimsveldisins. Pétur sagði, að hér hefðu menn talað um, að þeir vissu ekki hvar þeir hefðu Lúðvik Jósepsson, en ræðumaöur sagðist vilja vona, að Lúðvik reyndist ein mitt meiri kafbátur og meiri refur en þeir ensku og þýsku refir, sem hann ætti eftir að takast á við. Hannes Jónsson, blaðafulitrúi rikisstjórnarinnar, talaði næstur. Hann kvaðst ekki geta setið undir órökstuddum fullyrðinum um, að hann og Jónas Árnason hefðu reynst óþurftarmenn við kynn- ingu á málstað Islands i land- helgismálinu erlendis. Sagði Hannes, að Jónas Árnason hefði alveg tvímælalaust unnið eitt allra mikilvægasta kynningar- starf, sem unnið hefur verið fyrir okkur i Bretlandi, og ætti Jónas allt annað skilið en slikar órök- studdar dylgjur, eins og tveir fundarmenn hefðu haft frammi. Slikur rógur gæti ekki stafað af öðru en afbrýðisemi. Siðan drap Hannes á það helsta, sem gert hefur veið af hálfu opin- berra aðila hér til kynningar á okkar málstað á erlendum vett- og ekki hafi mikla þýðingu þótt reviuhöfundur frá Islandi sýni sig þar. Ég get reyndar sagt þessum ungu mönnum, að ég hef ekki komið á Rauða ljónið i Grimsby siðan ég var togarasjómaður fyr- ir allmörgum árum. Hitt má vel vera, að hyggilegra sé að senda aðra menn en mig til að mæta Austin Laing i sjónvarpsþáttum i Bretlandi. Má vera að einhverj- um detti i hug aö t.d. formaður Alþýðuflokksins sé betur til þess fallinn, eða jafnvel þessir ungu Heimdellingar, sem hér göspruðu um að litið gagn væri að reviu- höfundi, en vilja þá máske frekar bjóða upp á reviuþættina sjálfa. — Þar með voru ekki fleiri á mælendaskrá. Haag verndari smáþjóð- anna „þartil upphófst þessi rógur frá kommúnistum" Gunnar Thoroddsen fékk orðið aftur sem frummælandi. Sagði hann nú, að rikisstjórnin ætlaði sér að gera svipaðan samning við Breta og Sjálfstæðisflokkurinn væri sakaður um að hafa gert 1961, en sá samningur hafi verið staðfestur af islensku þjóðinni I alþingiskosningunum 1963. Bret- ar hafi 1961 fallist á, að láta Haagdómstólinn skera úr i deilu- málum við Island um landhelgina i framtiðinni. Það hafi alltaf verið litið svo á, aö Haagdómstóllinn væri verdnari smáþjóðanna, þar ■ Gunnar Thoroddsen tekinn upp í fræðunum Þeir veifa Morgunblaðinu í London landskonungs um aö stööva þennan veiðiskap. Siðan sneri Gunnar sér að nútim- anum og hélt þvi fram að það væri létt verk og löðurmannlegt aö lýsa yfir 12 mllna landhelgi, eins og gert hefði verið 1958, og 50 milna landhelgi nú 1972. Hins vegar hafi það veriö verk viö- reisnarstjórnarinnar að koma á 12milna landhelgi i raun, en það hafi verið gert með samningun- um við Breta og Vestur-Þjóðverja 1961. Gunnar bætti þó við, að útfærslan I 50. milur þann 1. sept. 1972 hefði þó gert ,,veru- legt gagn” (hefur það nokkurn timann veriö viðurkennt i Morgun blaðinu? — innsk. Þjv.), töluverð friðun hafi átt séð staö og erlend veiðiskip séu nú miklu færri. Ræðumaður taldi ekki nema sjálfsagt fyrir rikisstjórnina að vera að mörgu leyti ánægð með sinn hlut, en sagði að það væri þó fyrst og fremst almenn þróun i umhverfisverndarmálum, sem létt hefði okkur róöurinn á al- þjóðavettvangi. Tekur mörg ár að fá 200 milur viðurkenndar sem alþjóðalög Gunnar sagði, aö þótt hann hefði 1972 viljað miða útfærsluna við 400 metra dýptarlinu teldi hann nú að miða ætti viö a.m.k. 1000 metra og færa ætti út i 200 milur fyrir árslok 1974, og væri það nauðsynlegt vegna loðnu, kol- munna, grálúðu og fleiri fisk- tegunda. Taldi hann öruggt að á hafréttarráðstefnunni mundi meirihluti þjóða samþykkja rétt til 200 milna auðlindalögsögu og jafnvel 2/3, en tók fram, að það gæti tekið mörg ár aö fá slíka samþykkt fullgilta sem alþjóða- lög, þó gerðyrði með 2/3 hluta at- kvæða. Sneri nú Gunnar máli sinu til Lúðviks og sagðist vilja, að Lúövik yrði ekki aö athlægi á hafréttarráðstefnunni með þvi að minnast þar á 50 mflur en ekki 200, en Lúðvik teldi vist að land- helgismálið væri hans einkaeign og kærði sig þvi ekkert um af- skipti samráðherra sinna eða annarra af þvi. Hélt Gunnar þvi fram, að Lúðvik teldi það eitt næga friðun, að fækka hér er- lendum veiðiskipum, en sin skoðun væri sú, að lika þyrfti að friöa fyrir islenskum veiðiskap. stöðum hennar, þá væri alveg eins hægt aö senda fulltrúa til dómstólsins i Haag. Ennþá væri enginn dómur kominn frá Haag, aðeins „leiðarvisun” og niður- stöður hennar hefðu orðið allt aðrar, ef rikisstjórnin hefði haft „manndóm” til að senda fulltrúa til Haag. Viðurkenndi að hótun um stjórnmálaslit hefði áhrif Gunnar sagöist ekki vilja ræða mikið um orsakir þess, að herskip Breta eru nú farin úr islenskri . landhelgi, en gera mætti ráð fyrir, að yfirlýsingin um stjórn- málaslit hafi átt verulegan þátt i þvi, en ekki mætti gleyma NATO. Ræöumaður taldi það einlæga ósk islensku þjóðarinnar að deilan við Breta leystist meö samn- ingum, en þvi miður mætti eiga von á þvi, að i viðræðum ólafs Jóhannessonar og forsætisráð- herra Breta yrði lítið fjallað um efnisatriði málsins, þvi að skilja mætti á Lúðvik Jósepssyni, að þegar að efnisatriðunum kæmi, þá kæmi til hans kasta. (Sem sagt það er Lúðvik, sem kemur i veg fyrir samninga). Gunnar lauk svo máli sinu með að lýsa þeiri von sinni, að áður en langt um liði gætum við staöið saman um að nota okkur meðbyr til að færa út i 200 milur. Pétur Guftjónsson talaði fyrstur að loknum framsöguræöum. Hann tók það fram I byrjun, aö hann væri Sjálfstæðismaður en það væru ekki allir Sjálfstæðis- menn á sama máli og þingflokkur og forysta flokksins eða Morgun- blaðið. Sagði Pétur aö Morgun- blaðið væri nú eins og hvert annað privat fyrirtæki úti i bæ, sem Sjálfstæöismenn almennt gætu enga ábyrgð boriö á. Sá „modus vivendi” sem áöur rikti löngum milli Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaöisins geti þvi ekki gilt lengur. Gunnar Thoroddsen hafi talað um að rlkisstjórnin þyldi illa gagn- rýni, en það ætti ekki öll gagnrýni upp á pallboröið hjá Morgun- blaöinu. Sagði Pétur að ljóst væri, að til að komast i 200 milur yröi fyrst að ná 50 miluin. Rakti hann siðan sögu laridhelgismálsins nokkuð, og hvernig Bretar heföu ýmist reynt að beita okkur við- skiptaþvingunum eða beinum hernaöaraðgerðum. Pétur minnti á, aö engin þjóð tæki i mál aö leggja lifshagsmunamál sin undir Haagdómstólinn. Hann sagðist reyndar vera nýkominn frá Haag, þar sem hann heföi kynnt sér eitt og annað varðandi dómstólinn, og hann hefði m.a. komist að þvi, að þessi dómstóll nyti reyndar ekki meira álits en svo, að hann hefði ekki haft nokkurn skapaðan hlut að gera langtimum saman, uns þeir loks fengu lanhelgismál okkar til að ráðskast meö. Pétur sagði að dómstóllinn væri hálfgert vandræðabarn fyrir hol- lensk stjórnvöld, þvi að alltaf væri á feröinni eilift vesen út af þvi, hvar þessir æruverðugu dómarar ættu að sitja i matar- veislum. Sagði Pétur það furðu gegna, að nokkur stjórnmála- maður vildi leggja landhelgis- málið okkar, lifshagsmunamál, i hendur þessarar erlendu stofn- unar. Morgunblaðið neitar Pétri um sama rétt og breskum togaramönnum Pétur Guðjónsson sneri sér þá að samskiptum sinum við Morgunblaðið og sagði: Það vita allir, sem til þekkja,að ég skrifa ekki ótilneyddur i Timann eða Alþýðublaðið. En Morgunblaðiö, sem stórveidið I blaðaheiminum notfærir sér stöðugt aðstöðu sina til að loka fyrir umræöur á siðum blaðsins, ef skrif falla ekki I kramið hjá ritstjórum þess, en ritstjórar Morgunblaöisins hafa haldið uppi ofstækisfullum árásum á þá menn, sem kjörnir hafa verið til að fara með land- helgismálið, og viðhaft sifellt bölvað nag á hverju sem hefur gengiö. „Ég ásaka ritstjóra og útgáfu- stjórn Morgunblaösins fyrir að gefa breskum togaraútgerðar- mönnum kost á að koma áróðri slnum gegn okkur tslendingum á framfæri á siðum Morgunblaðs- ins I formi greiddra auglýsinga, en neita mér Sjálfstæöismann- inum, Pétri Guöjónssyni, um þennan sama rétt”. Pétur áréttaði nú, að Morgun- blaðiö hafi meö öllu neitað aö birta skrif sín um landhelgis- málið, jafnvel þótt hann byðist til að greiða fyrir plássið, eins og um auglýsingu væri aö ræða, þ.e. neitað sér um sama rétt og bresku togaraútgerðinni (en heil- siðukynning þeirra birtist i Morgunblaðinu fyrir nokkru). Hann hefði þvi talið sig tilknúinn að leita til annarra blaða, enda þótt hann hafi aldrei verið i öðr- um flokki en Sjálfstæðis- flokknum. Það er einokun á fréttamiðlun, sem þarna er á ferð, sagði Pétur, óþolandi einokun. 1 lok máls sins minnti Pétur Guðjónsson á, að ef viðreisnar- stjórnin hefði I raun verið i þann veginn að færa út landhelgina, þegar hún fór frá völdum, eins og nú væri haldið fram, þá hefði ver ið ærin ástæða til að búa betur að landhelgisgæslunni en gert var viðreisnarárin tólf. Sagði Pétur að landhelgisgæslan hefði unnið þrekvirki þrátt fyrir erfiöar að- stæður og ætti allan stuðning skilinn. Lúðvik á hug og hjarta margra Sjálfstæðismanna Sagðist Pétur óska Lúðvik Jósepssyni gæfu og gengis i ábyrgðarmiklu og erfiðu starfi og sagðist þess fullviss, að Lúðvik ætti i raun hug og hjarta stórs hluta þeirra sem stutt hefðu Sjálfstæðisflokkinn. Að lokinni ræðu Péturs, sem fékk hinar bestu undirtektir fundarmanna, komu i ræöustól nokkrir ungir Heimdellingar, sem greinilega höfðu tekið sig saman um að láta ljós sitt skina, ef verða mætti til liðsinnis Gunn- ari. Hannes Gizurarson talaði fyrstu þeirra. Hann kvaðst hafa skrifað grein i Morgunblaðið i sumar en siðan þá hefði hann „tekið sinnaskiptum” og teldi nú Gunnar Thoroddsen hafa rétt fyrir sér i einu og öllu. Sagðist þó varla þora að tala eftir aö hafa hlýtt á mál Péturs Guöjónssonar, sem hann kallaöi „hernaöarsér fræöing Lúðvíks”. Sagði Hannes að menn ættu ekki aö láta stjórn- ast af skapsmunum og tilfinn- ingum, við værum ábyrg þjóð, — Lúðvík vildi láta sverfa til stáls, en Gunnar skynsamlega athugun. „Ég var lika gripinn ofstæki” sagði Heimdellíngurinn, en nú áfellist ég ekki lengur forystu Sjálfstæðisflokksins eða Morgun- blaðiö þó að blaðið taki ekki við öllu sem „allt að þvi kommúnisti” eins og Pétur Guð- jónsson skrifar. — „Ég hef nú skipt um skoðun og styð Gunnar Thoroddsen”. Siðan gerði Hannes grein fyrirsinnaskiptum sinum og sagði m.a., að rikisstjórnin hefðiákveöið að rjúfa gerða samn-' inga frá 1961, ekki væri haft nægi- legt samráð við stjórnar- andstöðuna, þingsköp hafi verið brotin þegar lýst var ákvörðun um stjórnmálaslit við Breta, reviuhöfundurinn Jónas Arnason hafi verið sendir til Englands, málin hafi ekki verið tekin nægi- lega upp hjá NATO, ráðherrar orðið að athlægi á alþjóðavett- vangi o.s.frv. Haukur Hjaltason talaði næstur. Var hann stuttorður. Taldi fiskistofnana I stórhættu og taldi að skuttogarakaupin hefðu ekki oröið til að auka samúð með okkur erlendis. Róbert A. Hreiðarsson var næsti ræðumaður. Sagðist hann telja að vernda ætti landhelgina með öllum tiltækum ráðum.Sagði hann að ungir Sjálfstæðismenn hefðu sent frá sér ályktun, þar sem kvatt væri til endurskoðunar á afstööunni til NATO, ef hern- aöarbandalagið beitti okkur ekki stuðning, Nú hefði NATO komið okkur til hjálpar og það væri sök Breta, ef Islendingar neyddust til að segja sig úr NATO. Taldi hótun um stjórnmaálaslit rétt- lætanlega. Sem sjálfstæðismaður verð ég þó að hnýta í Lúðvík Sem gjálfstæðismaður kvaðst/5 Róbert þó telja sér skylt að hnýta eitthvaö i Lúðvlk og sagðist vilja benda ráðherranum á, að hann hefði tilkynnt frá Neskaupstað á sinum tima að taka ætti togara, en enginn togari hafi verið tekinn. Þetta væri misræmi. Spurði siðan, hvernig ætti að bregðast viö, ef herskipin kæmu aftur, og hvort varðskipin hefðu fyrirmæli um aö halda að sér höndum. Kristinn Jónsson kom næstur i ræðustól og spurði Lúðvik hvort hann teldi það virkilega vænlegt til árangurs að senda Jónas Arnason á „pubbana” i Grimsby. Markús B. Þorgeirsson, sjó- maður á togaranum Júni frá Hafnarfiröi, var næstur á mæl- endaskrá og komu nú fram önnur viöhorf en hjá Heimdellingunum, sem töluðu næst á undan. „Ég er um stööuna i landhelgismálinu og bætti við: „Ég llmdi hérna 200 milna merkið við hann: Siðan sagði Markús: Við munum sigra i landhelgismálinu Sjálfstæðismenn og kratar eru láta undan fyrir þrýstingi frá þjóöinni. Meö leyfi fundarstjóra óska ég eftir því, aö fundarmenn risi úr sætum og veiti þar með virðingu sina Halldóri Hallfreðs- syni, vélstjóra á Ægi, hinum fyrsta islenska sjómanni, er látið hefur lifið vegna landráðasamn- inganna frá 1961. Risu fundarmenn úr sætum. Þorvaldur Mawby var næsti ræðumaður og greinilega Heim- dellingur. Hann sagði það óvist, að nokkur hefði falliö frá, ef Sjálfstæðismenn hefðu haldið um stjórnvölinn. Við vitum aldrei, hvar viö höfum Lúðvik, sagöi Mawby, en ég veit að Lúðvik er greindur. Kvaðst ræðumaður reyndar ekki vera neitt sérlega ánægður með Morgunblaðið og jafnvel til- búinn að stofna nýtt blað meö Pétri Guðjónssyni á morgun. Hann kvaðst vilja spyrja Gunnar, hvers vegna ekkert var gert I 12 ára viðreisnarstjórn en svo nú allt i einu heilar 200 milur, en Lúðvik kvaðst hann vilja spyrja hvort hann styddi 200 milur, og i öðru lagi, hvort ekki væri timabært að núverandi rikisstjórn segði af sér. Jóhann Siggeirsson talaði næst. fáein orð og kvaðst vilja leggja til að Islendingar sendu hóp manna til að fylgja forsætis- ráðherranum til London. Ekki kom fram hjá ræðumanni, hvort þessi hugmynd var byggð á van- trausti á forsætisráðherra eða hugsuð honum til heiðurs. Halldór Ármann Sigurðsson formaður Stúdentaráðs há- skólans var næstur. Sagðist Halldór vilja láta það koma fram að það væri stúdentafélagið en ekki Stúdentaráö, sem héldi þennan fund. Afstaöa Stúdenta- ráðs, sem væri skipaö skjörnum fulltrúum stúdenta almennt.væri hins vegar mjög ákveðin i málinu. Stúdentar veittu rikis- stjórninni fullan stuðning varö- andi öll meignatriöi landhelgis- málsins. Vill vona að Lúðvik reynist meiri „refur" en breskir Pétur Guöjónsson tók nú aftur til máls. Sagöist hann telja að vangi. Minnti á hundruð viðtala ráðherra og embættismanna við erl. blaðamenn. Málflutning okkar fulltrúa á ótal fundum og ráöstefnum, útgáfu kynningar- rita, dreifirita og greinargerða, gerða kvikmynda o.s.frv. Vegna alls þessa starfs m.a., sagði Hannes, hefur meira verið skrifað um landhelgismál okkar viða um heim en flesta grunar. Við eigum nú i stjórnarráðinu 11 þykk bindi með úrklippum úr erlendum blööum um okkar land- helgismál. Og það er fróöleg eign. En i þessu mikla safni kemur þvi miður mjög skýrt I Ijós, hvernig tónninn fellur saman hjá ýmsum erlendum blöðum, sem okkur eru andstæð, og hins vegar sumum innlendu blöðunum. Og ég öfunda ekki Morgunblaðið af þess hlut, þegar sagnfræðingar framtiðar- innar taka að rannsaka blöð og heimildir varðandi þróun land- helgismálsins. Auðvitað eru Bretar þvi fegnastir ef við sjálfir förum i hár saman. Þá telja þeir sig ekki þurfa að flýta sér að semja. Þeir draga upp úrklippur úr Morgunblaðinu Jónas Arnason alþingismaður var nú næstur i röðinni og talaði siðastur áður én kom að lokaorö- um frummælenda. Jónas sagði m.a.: Ég hef nokkrum sinnum hitt i Bretlandi Austin Laing, framkvæmdastjóra breskra togaraeigenda og einn helsta heimildarmann Morgun- blaðsins i landhelgismálinu. Við höfum átt umræöur um málin i breskum fjölmiðlum. Maður fer smám saman að kunna á þessa menn og átta sig á þvi, aö fyrir slika þætti vcrður maður að at- huga vel, hvað Morgunblaðið hef- ur veriö að skrifa. Þvi reynsla min er sú, að meðan á sllkum þáttum stendur er það nokkurn veginn viss passi, að Austin Laing dregur upp þýddar úrklippur úr Morgunblaðinu og dengir þeim framan i mann. Og sama bragð lék Dick Taylor, sem hér var nefndur áðan og gisti á Litla- Hrauni,i sjónvarpsþætti i Leeds. Það er sem sagt stundum eins og maöur sé ekki aö eiga orðaskipti við Austin Laing og Dick Tayior þarna i Bretlandi, heldur við Eyjólf Konráð Jónsson og Geir Hallgrimsson. Það er sagt að ég hafi verið tiður gestur á „pubbun- um” i Grimsby að undanförnu, til upphófst „þessi rógur frá kommúnistum”. Sagðist Gunnar vera sannfærður um að viö ynn- um máliö i Haag, ef islenska rikisstjórnin hefði manndóm til. Gunnar sagði, að ekkert væri tek- ið fram um það i samningunum frá 1961, hvort hugsanleg land- helgisútfærsla ætti að koma til framkvæmda meðan málið væri fyrir dómstólnum, en þáverandi utanrikisráöherra Islands (Guðmundur I. Guömundsson) hafi hins vegar lýst þvi yfir á alþingi, að svo væri!! Gunnar lét I ljós þá skoðun, að Hannes Jóns- son hafi unnið gott starf en það yrði að gera meira af að kynna málið m.a. hjá Haagdómstólnum. Taldi ræðumaður það sök is- lensku rikisstjórnarinnar, að dómstóllinn úrskurðaði Bretum heimildir til að veiða hér 170.000 tonn á ári. Gunnar dró nú saman aðalat- riði máls sins. Sagði meginat- riðið, að nú tækiast að ná sam- komulagi við Breta. Kynna yrði málstað okkar betur, en þaö hafi mjög verið vanrækt. Lúðvik Jósepsson hafi haft forystu um að koma I veg fyrir friðunaraö- gerðir gegn veiðum Islenskra skipa og stöðvað frumvarp fisk- veiðilaganefndar. Færa eigi út i 200 milur. Var nú orðið mjög áliöiö dags ogfékk Lúðvlk Jósepssonnú orðið á ný til andsvara. Dómstóilinn líka vald ,/meöan á málsmeðferð stæði" samkvæmt samn- ingum 1961 Lúðvik tók fram, að ekki gæfist timi til að gera skil öllum þeim atriðum er fram höfðu komiö, en sagðist vilja snúa sér að mál- flutningi Gunnars varöandi samningana frá 1961 og Haag- dómstólinn. Ég skil vel, sagði Lúðvik, að maöureins og Gunnar berjist um i þvi búri, sem hann og aðrir er að þeim samningum stóðu settu sjálfa sig i. En menn verða þó að viðurkenna það sem óumdeilanlega liggur fyrir. Það þýðir ekki að halda þvi fram, að við hefðum getað fært út óhindrað þrátt fyrir samninginn og án þess aö segja honum upp. Um þetta liggja fyrir óyggjandi gögn, m.a. frá dómstólnum sjálfum, og þessi gögn hefur Gunnar Thoroddsen i höndunum ekkert siður en ég. I greinargerð dómstólsins með úr- Framhald á bls. 15. Gegnir Sjálfstæðismenn fá ekki sama rétt og breskir togaraeigendur Konráð Gíslason sjötugur Alltaf með kompásinn í hausnum Konráð Gislason, kompása- smiður, er sjötugur i dag. Konráð er sósialistum að göðu kunnur, en hann hefur um áraraðir verið starfandi i röðum þeirra. Þá er hann ekki siöur að góöu kunnur innan félagsskapar skipstjóra og stýrimanna, var um áraraðir for- maður Skipstjórafélags Reykja- vikur meöan það var við liði og einnig i forystusveit skip- stjóra— og stýrimannafélagsins öldunnar um árarabil en Konráð var i eina tið sjósóknari. 25. nóvember I haust hefur Kon- ráð starfað 45 ár við viðgerðir á kompásum og kompásasmiði, en kompásasmiði lærði Konráð i Englandi, og þangað er hann floginn j dag að erinda ýmislegt varðandi starf sitt. ”Ég er alltaf með kompásinn i hausnum, lika þegar ég fer til Englands. Það er ekki nema þegar ég fer i lax, að ég gleymi honum” t sagði Konráð er við litum inn til hans á mánudags- kvöldið, en þá var hann að koma fyrir stjörnu I kompás. ”Og það hefur svo sem ýmislegt komið fyrir mig á allri þessari æfi, en ég hef þó aldrei séð drauga”. Þjóðviljinn árnar Konráði heilla á afmælisdaginn og um ó- kominn tima. — (JÞ (Ljósm. A.K.) Barnaheimilið í Fella- og Hólahverfi byggt af RKÍ? Til greina kemur, að Rauði krossinn byggi fyrir- hugað dagheimili borgar- innarí Fella- og Hólahverfi og noti þartil f jármuni ætl- aða til félagslegrar upp- byggingar fyrir Vest- mannaeyinga. I staðinn ættu Vestmannaeyingar aðgang að dagheimilum borgarinnar almennt. 1 siðustu fundargerö borgar- ráðs, 5. okt., kemur fram, að það hefur fyrir sitt leyti fallist á drög að samningi við Rauða kross Is- lands um byggingu og rekstur þessa dagheimilis. Er gert ráö fyrir, að húsið sem heimilið verður I veröi flutt inn likt og Við- lagasjóðshúsin. Takist samningar verður húsið keypt fyrir fé, sem ætlað er til fé- lagslegrar uppbyggingar fyrir Vestmannaeyinga, þ.á.m. bygg- ingar dagheimila fyrir börn frá Eyjum i nokkrum sveitarfélögum og er siöan ætiunin aö sveitarfé- lögin endurgreiði heimilin aö fullu til uppbyggingar i Vest- mannaeyjum sjálfum, þegar þar aö kemur. Ekki er fyrirhugað, að Vest- mannaeyjabörnum i Reykjavik verði safnað saman i dagheimilið i Fellahverfi, heldur ættu þau út á þetta framlag aðgang að dag- heimilunum almennt eftir búsetu, sagði félagsmálastjóri. h

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.