Þjóðviljinn - 10.10.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.10.1973, Blaðsíða 15
Miftvikudagur 10. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Fundurinn Framhald af bls. 9. skuröi hans nú segir i 21. og 22. gr. orðrétt: „Saga samningaviðræðnanna sýnir ekki einungis tilgang aðila, en skýrir einnig þýðingu þess, að rikisstjórn Islands átti að senda rikisstjórn Hins sameinaða konungsrikis tilkynningu með sex mánaöa fyrirvara, þvi að fyrir- svarsmenn Hins sameinaða konungsrikis lýstu þvi hinn 2. desember 1960, aö trygging sú. sem þeir leituðu eftir, skyldi, meðal-annarra atr,. kveða á um, ,,að engar aðgerðir, sem beitt yrði til framkvæmda slfkri reglu, skyldu taka til breskra skipa meðan máliö væri til meðferðar fyrir dómstóinum”. Og áfram segir i greinargerö- inni: „Aðiiar uröu ásáttir um þessa tilkynningarskyldu. Gera má ráð fyrir að þeir hafi litið svo á, að siikur tlmafrestur yrði nægilegur til aö leiða úrlausnar- efnið með samningum til lykta, eða næðist ekkert samkomulag, þá til að leggja allt málsefnið til dómstólsins, þar á meðal gildi að- geröa, sem miðuðu að útilokun breskra skipa meöan á málsmeö- ferð stæði.samkvæmt réttarregl-: um um vaid dómstólsins”. Gunnar veit betur«-Hann samdi þetta sjálfur Og Lúðvik hélt áfram: Það er vitanlega alveg ómögu- legt fyrir Gunnar Thoroddsen að láta eins og hann viti þetta ekki. Hann stóö að þvi að semja þetta. Og auðvitað hefðum við verið fastir I netinu, ef samningurinn frá 1961 ætti að gilda. Gunnar seg- ir,að átt hafi að senda menn til að vinna lagalegan sigur i Haag,en við vitum, að þvi fer fjarri að neitt liggi fyrir um að við mætt- um vænta sliks sigurs þar. Það er alkunna, að ágreiningur er mikill um það, hvað séu alþjóðalög i þessum efnum. Við höfum haldið þvi fram, að engin slik bindandi alþjóðalög væru til, en Bretar halda allt öðru fram sem kunnugt er. Það eru hins vegar ekki-liðin 3 ár siðan jafnvel sumir helstu sér- fræöingar viðreisnarstjórnarinn- ar i þjóðréttarmálum héldu þvi fram, að hámark fiskveiðiland- helgi að alþjóöalögum væri 12 milur. Þetta er og hefur verið mikið ágreiningsefni lögfræðinga um allan heim. En áttum við svo að segja undir þessum kringumstæðum, við Haagdómstólinn: Þið skuluð dæma eftir samningunum frá 1961, hvað séu lög i þessum efn- um. Sú yfirlýsing hefur reyndar komið fram i útvarpsumræðum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, að flokkurinn teldi samningana frá 1961 uppsegjanlega. Og rikis- stjórnin sagði samningunum upp, svo að við lokuðumst ekki inni með okkar lifshagsmunamál hjá þessum gamaldags dómstól. Gunnar Thoroddsen segir, að það sé ég sem ráði ferðinni i land- helgismálinu. Þetta er nú að visu ekki alveg rétt en vist er um það, að þetta er ekki sagt mér til viröingar og er þvi áreiðanlega til marks um það, að þeir Sjálf- stæðismenn telji stöðuna i land- helgismálinu engan veginn góða. En þó að ég ráði ekki einn ferðinni i landhelgismálinu, þá eru þaö skrif Morgunblaðsins, sem eru komin nokkuð á veg með að gera mig að eins konar „súperstjörnu” svo sem einn ungur Sjálfstæðis- maður komst aö orði i ræðu hér áöan. Ég hef átt að gera þetta og ég hef átt að gera hitt, þó að oft- ast væri um að ræða ákvarðanir, sem teknar voru sameiginlega i rikisstjórninni og reyndar oft i samráði við þingflokk Sjálf- stæðisflokksins. Hér eru strangari friðunar- reglur en annars staðar, en friða þarf meira Svo heldur Gunnar Thoroddsen þvi fram, sagöi Lúðvik, að ég vilji bara drepa fiskinn i sjónum en hann vilji hins vegar friöun. Það er látið að þvi liggja að við friðum ekki til jafns við aðrar þjóðir. En allir sem til þekkja viðurkenna, aö hér eru margfalt strangari friöunarreglur en i nokkru ööru iandi, sem viö þekkjum til. Sild- arstofninn hefur veriö alfriðaður i 3 ár. Hvaða önnur þjóð hefur gert það? Við höfum bannaö smásildarveiði á fjöröum inni, en t.d. Norðmenn hafa algerlega neitaðað innleiða slikt bann. Við höfum sett sérstakar reglur um möskvastærð i þorskanetum, þar sem gert er ráð fyrir miklu stærri möskvum en i nokkru landi i kringum okkur. Okkar mörk um smæsta fisk, sem koma má með að landi, eru miklu hærri en i öör- um löndum. Við höfum bannað þorsk- og ufsaveiðar i þorskanót, þó að slikt sé jafnan leyft annars staðar. Við höfum sett reglur um bann viö togveiðum, sem eru þaö strangar, að útlendingar fást eiginlega alls ekki til að trúa, — þvi að annars staðar eru heima- menn viðast að veiða alveg upp i landsteinum, eins og t.d. i Bret- landi. En auðvitað þurfum við þrátt fyrir þetta að gera margt fleira i friðunarmálum varöandi okkar eigin veiöar, en það er ekki eins einfalt og ýmsir vilja vera láta,að banna t.d. bara að veiða fisk fyrir Norö-austurlandi i 3 ár, eins og tillögur hafa verið uppi um. Það er auövelt að tala um slikt á götu I Iteykjavik, en annað að standa ábyrgur fyrir slíkri aðgerð gagn- vart fólkinu i þeim sjávarþorpum sem um ræðir. Það er vissulega til staöar margvislegur ágrein- ingur um okkar fiskfriöunarmál, og t.d. telja ýmsir þekktustu fiskifræðingar okkar ástæðulaust að halda uppi jafn ströngum bönnum við togveiöum og nú gilda. Þetta er aö slá fyrir neðan beltisstað Gunnar Thoroddsen minntist á frumvarp fiskveiðilaganefndar- innar, sem kom fram á siðasta alþingi. Þetta mikla frumvarp, sem samið var af nefnd þing- manna úr öllum flokkum, kom fram rétt fyrir þinglausnir, svo að litið tóm var til að málið fengi þá meðferð á alþingi sem efni stóðu til. Það komu þvi fram óskir frá meirihluta þingmanna um að málinu yrði frestaö til næsta þings. Þessi ósk var borin fram af þingmönnum úr öllum flokkum, m.a. öllum þingmönnum frá Norðurlandi. Þvi var svo haldiö fram á al- þingi, að ég hefði stöðvað frumvarpiö. Þvi minnist ég þess t.d. að það var Sverrir Her- mannsson, flokksbróðir Gunnars Thoroddsen, sem kom I ræðustól og sagöi, að slikur málflutningur væri aö slá fyrir neðan beltisstað, að ráðast á ráðherrann fyrir þetta. Það erum við sem höfum farið fram á þetta.sagði Sverrir Hermannsson þá. En svo kemur Gunnar Thoroddsen hér nú og endurtekur slikar árásir. Lúðvik sneri sér nú að þvi, að svara spurningum, sem fram höfðu verið bornar,og sagði m.a.: Landhelgisgæslan hefur fyrir- mæli um aö halda uppi fullri gæslu. Stjórnmálaslit koma strax til ef Bretar sigla inn meö herskipin á ný. Bretar hafa enga aðstöðu til að kúga okkur, — þeir geta stoliö hér einhverjum fiski, en eru dæmdir til að gefast upp fljótlega. Það er vonlaust að friða allar hrygningarstöðvar þorks- ins algerlega, nema Is- lendingar ætli aö hætta að veiða fisk. Ekki þarf að efa, að Breta hafi brotið hér af sér að undanförnu varðandi möskvastærð, en slikt er oft erfitt að sanna. tslenska landhelgis- gæslan hefur staöið sig vel. Það er alltaf auðveldara fyrir okkur i landi að finna að. Það er misskilningur, að ég fari meö yfirstjórn landhelgisgæslunnar. Ég hef hins vegar sagt þaö nokkr- um sinnum að ég vonaði aö togari yrði tckinn og ég segi það enn. Þeir sem unnið hafa að kynningu landhelgismálsins erlendis eiga þakkir skildar og nefni ég þar Hannes Jónsson og Jónas Arna- son og lika Pétur Guðjónsson, sem ekki hefur falliö i þá gryfju að vilja slaka eitthvað á I land- helgismálinu, af þvi að annaö kunni aö meiða einhverja hjá NATO. Hann hefur sem sagt ekki viljaö láta landhelgismálið vikja fyrir NATO eins og nokkrir flokksbræður hans. Ég hef ekki viljaö blanda land- helgismálinu og afstöðunni til NATO saman. Með landhelgis- málið hefur NATO ekkert að gera, en þegar eitt NATO-rikja brýtur tvimælalaust á okkur NATO-samninginn með herskipa- innrás, þá gerum við þá kröfu aö NATO skipi þeim út. En veit nokkur upp á hvaö Gunnar Thoroddsen vill semja? Að lokum sagöi Lúðvik: En nú ættu menn að hugleiöa um hvað við Gunnar Thoroddsen erum i rauninni að deila. Ilalda menn að okkur greini á um það, að Gunnar vilji 200 milur, en ég ætli aö fara á hafréttarráð- stefnuna og segja þar að viö vilj- um bara 50 mllur, og ekkert nema 50 mflur? Eða haldið þið að ágreiningur- inn sé um það, að ég vilji miða landhelgina við milufjölda, en Gunnar vilji dýptarlinur á skakk hringinn i kringum landið, en þó megi veiða allsstaðar upp aö 50 milum næstu þrjú ár, eins og til- laga Sjálfstæðisflokksins hljóö- aði? Eða haldið þið að það sé rétt, sem hér er gefið i skyn, að ég sé sá stóri þröskuldur, sem allir samningar stranda á? Ég hef sagt það skýrt og skorinort upp á hvað ég gæti hugsað mér að semja. Bretar vita það. Sjálf- stæðisflokkurinn veit það. — En veit nokkurt ykkar upp á hvað Gunnar Thoroddsen vill semja? Hefur hann sagt nokkuð um það? Það er hægt að deila á mig fyrir að standa nokkuö fast á tillögum sem Islenska rikisstjórnin hefur gert. En ef það eru einhverjir, sem vilja slaka meira til,þá eiga þeiraðkoma fram m.a. á þessum fundi, eins og hér. Var það sem mér heyrðist, að Gunnar væri að segja eitthvað? — Jú, gerðu svo vel Gunnar , komdu hérna upp I pontuna! Gunnar Thoroddsen gengur að hljóðnemanum og spyr, hvort rikisstjórnin ætli að standa við fyrra tilboð sitt viö Breta um 117.000 tonn á ári. Lúðvik heldur áfram: Tilboð rikisstjórnarinnar til Breta i vor var i mörgum liðum. Það er misskilningur, að viö höf- um nokkurn timan boðið þeim 117.000 tonn, þvi enda þótt talað væri um 117.000 tonn sem hámarksafla þá var um að ræða margvislegar aðrar veiði- takmarkanir, sem gera það harla óliklegt, að þessum afla yröi nokkru sinni náð. Einn forystu- manna Breta i samningunum hef- ur haldið þvi ákveðið fram, að tilboð okkar þýddi 50.000 tonna afla fyrir þá. Ég tel það nú of lága tölu, en 117.000 er ugglaust of hátt. En ég hef sagt, að það sé engan veginn vist aö tilboð okkar i heild frá þvi i vor standi. Tilboðið var miðað við stöðuna eins og hún var þá, — áður en herskipa- innrásin var gerð. i Gunnar tekinn aftur upp að töflu En hvað telur Gunnar Thorodd- sen, að við eigum eiginlega að vera að gera i samninga nú um undanþágur frá 50 milum, ef landhelgin á að verða 200 milur, fyrir lok næsta árs, eða eigum við kannski að telja okkur vera með 200 milna landhelgi, en heimila þó veiöar innan við 50 milur? Ég heyri aö Gunnar vill svara þessu. — Gerðu svo vel Gunnar. — Gunnar Thoroddsenjtemur aftur i pontu og gefur nú yfirlýsingu um að allar undanþágur frá 50 milum eigi að hlada áfram þó fært sé út i 200 milur!! Lúðvik heldur áfram: Já svona vill Gunnar hafa það, en ég er nú með þvi marki brenndur að ég tel að við þurfum að komast 50 milur fyrst til þess aö ná út i 200 inilur. En Gunnar vill láta dæma um 50 milurnar okkar i Haag og þá sjálfsagt 200 milurnar Hka. Það er annars ekki nema von, að margir góðir og gegnir Sjálf- stæðismenn eigi erfitt með að átta sig á tilburðum flokksforystu sinnar i landhelgismálinu. Og mér er mætavel kunnugt um þaö, að það eru fleiri en Pétur Guðjónsson úr þeirra hópi sem hafa aftur á móti býsna lika af- stöðu til landhelgismálsins og ég. Slikt hef ég orðið var við á mörg- um fundum. Framámenn Sjálfstæðisflokks- ins um allt land eru reyndar al- gerlega á öndverðum meiði viö Morgunblaðið. Og ég vildi mega ráðleggja Gunnari Thoroddsen aö hætta aö elta Eyjólf Konráð Morgunblaðsritstjóra i land- helgismálinu, liann mun hvort sem er ekki eiga Eyjölfi neitt gott aö gjalda. Við erum tilbúnir að bjóða Gunnar velkominn undir okkar merki i landhelgismálinu. Þar með var þessum sérstæöa og sögulega fundi lokið. Ekki var nú hrópað húrra, en ugglaust hef- ur mörgum samherjum Lúðviks verið húrrahóp i hug, en Gunnar beit á jaxlinn. Hafa ekki Framhald af bls. 11. að þetta hefur verið gert um nokkur liðin áramót. llöllin hcf- ur þá verið teppt frá þvi fyrir jól og framyfir áramótin vegna dansleikjahalds, þrátt fyrir þá staöreynd að tslandsmótið i handknattleik stæði sem hæst og félögin þvi orðið að missa slna æfingatiina i húsinu sem er þaö eina I allri Reykjavík með lög- lega vallarstærð. Og ekki nóg með það, heldur hefur landsliðið i handknattleik, sem notað hef- ur jólahelgina og áramótin til æfinga, oröiö að víkja einnig vegna dansleikjanna. Eins verður að þessu sinni. Landsliöið verður I áriðandi undirbúningi á þessum tima og nú bætist körfuknattleikurinn vift-_________ —S.dór Hlálegt Framhald af bls. 2. að setjast i Háskðla tslands, þá heilögu stofnun, til þess að sækja sér frekari upplýsingar um þær greinar sem þeir kenna og hafa kennt. Háskóli tslands er fyrir stúdenta, sem ekki hafa kennt neinum neitt, sem ekki hafa staðiö frammi fyrir 20-30-40 nemendum og þekkja þann vanda sem hverj- um kennara er á höndum, fyr- ir þá sem ekkert vita um kennslu og enga reynslu hafa i kennslu. Þeim eru deildir Háskóla tslands opnar. Rekstur Háskóla tslands á þann hátt sem nú er, er auk' þess að vera hlálegur, þjóð- félagslega hættulegur. Það hlýtur að vera þjóðfélagslega hættulegt að skóli skuli ekki að neinu meta reynslu manna og þá þekkingu sem þeir afla sér við störf, en einblina á stúdentspróf, sem segir litið um hæfi þess, sem það hefur upp á vasann, til að stunda það nám, sem hann ætlar sér: að taka til náms i hinum ýmsu greinum einvörðungu fólk sem ekkert til þekkir, en úthýsa þeim sem fyrir hafa reynslu og þekkingu á þvi sviöi sem námsbrautir skólans fjalla um. Það getur verið að slikt háttarlag sé siður frá útlönd- um, eða góðum og gömlum dögum. En slikir siðir, þrátt fyrir forsögu þeirra, eiga ekki rétt á sér, nema að þvi sé stefnt að framleiða sivaxandi fjölda enn dugminni háskóla- borgara en fyrir eru. Þaö ætti ekki aö vera stefna eins né neins. Það ætti þvi ekki að veröa erfiöleikum háð fyrir þá sem með völdin fara, að taka upp skynsamlegri stefnu i þessum málum. Það liggur ljóst fyrir hvernig sú stefna ætti að vera. Og það liggur jafnljóst fyrir að beiti valdhaf- ar ekki valdi sinu til úrbóta i þessu efni og opni Háskólann fyrir þeim sem þa ð eiga erindi, hvort sem þeir ganga með stúdentspróf upp á vas- ann eða ekki, eru þeir aö vinna þjóð sinni ógagn. — úþ ER EITTHVAÐ AÐ GERAST? 5 ný ungtemplarafélög verða fimmtudaginn 2. október n. k. Fáksheimilinu: Fyrir Breiðholtshverfi. Árbæjarskóla: Fyrir Árbæjarhverfi. Safnaðarheimili Grensássóknar v/ Háaleitisbraut: Fyrir Háaleitishverfi, Bústaðahverfi, Fossvogs- hverfi, Smáibúðahverfi. stofnuð í Reykjavík á eftirtöldum stöðum: Kaffiteriunni i Glæsibæ, 2. hæð: Fyrir Laugarneshverfi, Lang- holtshverfi, Heimahverfi, Sundahverfi. Templarahöllinni v/ Eiriksgötu, 2. hæð: Fyrir Vesturbæ, Miðbæ, Norðurmýri, Hliðar. DANS — GLEÐI — OG ÍÞRÓTTIR Allir fundirnir hefjast kl. 20,30. íslenskir Lágmarksaldur: Fædd 1959 og fyrr. ungtemplarar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.