Þjóðviljinn - 10.10.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.10.1973, Blaðsíða 13
Miövikudagur 10. október 1973, ÞJÓÐVILJINfV>4- SIÐA 13 11. BOÐORÐIÐ upphæö og auk þess færöu álag á efniö og ráögjafarþóknun. — Hvað i ósköpunum er nú það? spuröi ég. Alex hló. — þú hefur alltaf verið furðufugl i viöskiptamálum, sagöi hann. — Ég heföi spurt: hvað er það mikiö? — Hvað mikið? sagði ég. — Tiu þúsund. Ég þagði stundarkorn, þvi að ég hefði ekki getað opnað munninn án þess að gapa. — Fyrir hvað? spurði ég svo. — Útvegun leyfa, sem við ættum sjálfir erfiðara með að fá. Til að mynda þetta. . . Hann rétti mér holræsaupp- drátt. — Og hröðun. Mér skilst að þú sért i góðu áliti hjá friðdómaran um hér og byggingaryfirvöldun- um á staðnum. Þóknunin nær yfir slikt. Ég velti fyrir mér hver hefði sagt honum það meðan ég virti fyrir mér uppdrættina. Hann varð fyrri til: — Svæðið er rétt fyrir sunnan plantekruna. — En hér er gert ráð fyrir tönkum og rotþróm. Það er bannað. — Bara almennt, sagði hann. — Stöku náungar hér um slóðir hafa fengið undanþágur, og það skiptir öllu máli fyrir söluna, að það verði ekki k^mrar. Þú verður að bjarga þvi. — Ég er ekki viss um að ég geti það. — Jú, ég þekki þig. Þú kippir þvi i lag. Hann talaði eins og þegar væri afráðið að ég tæki tilboðinu sem lá á borðinu fyrir framan mig. — Fyrst verð ég að fara yfir þetta, sagði ég. — Vitaskuld, en ég er sannfærður um að þú tekur að þér þetta verk- efni fyrir mig, og meðan hann endurtók þetta siðasta, var eins og viðskiptahamurinn rynni aftur af honum og sposka brosið kom aftur i ljós: — Ég er viss um það, Johs. Skál, kunningi. Hann tók bjórflöskuna sina og lyfti henni. Ég hafði ekki komið með glös. Við vorum báðir gamlir iönaðarmenn. — Skál fyrir gömlum dögum, sagði hann. Það var eina athugasemdin sem hann kom með við þetta tækifæri. En með hliðsjón af þvi hvernig þeir höfðu endað.. . Þetta var næstum óhugnanlega smekklaust. Ég sat stjarfur og þögull og hafði ekki hugmynd um hvernig ág átti að bregðast við. En til allrar hamingju vorum við truflaðir einmitt i þessu, þegar Mark kom inn á skrifstof- una og sagði að það væri vatn i oliunni á vörubilnum. — Það er farin pakkning, sagði hann. — Ég er búinn að panta nýja og við ættum að fá hana á morgun. En við þyrftum að koma vélar- blökkinni af stað i dag, svo að hægt sé að slipa hana. — Ég kem niðureftir og hjálpa þér að losa hana, sagði ég. Ef þú vilt hafamig afsakaðan, Alex? Eiginlega vorum við búnir, var það ekki? — Ojú, eiginlega i fyrstu lotu, sagði hann og reis á fætur og var bersýnilega gramur yfir þvi að ég skyldi hafa bundið endi á samtak ið. Hann hafði alltaf verið naskur að finna tilefni — eða tylliástæðu — til að móðgast, og eftir á gat hann brotið heilann langtimum saman um það hvernig hann ætti að ná sér niðri. — Sjáðu til, við getum illa verið án vörubilsins, sagði ég. — Og þú verður að vera þinn eigin vélvirki, sagði hapn. — Þarna sér maður. Svo litilfjörlegt var fyrirtækið, svo aumur var ég. Það var það sem hann átti við. En þar sem ég var hæstánægður með tilveru mlna, snerti það mig ekki. — Ojá, hérna handan við tuttugasta kartöflubeðið verðum við stundum að bjarga okkur sjálfir. En það er nú öllu heldur Mark sem er vélvirkinn. Sjáðu til, hann hefur .... Hann greip fram i fyrir mér súr á svip: — Jæja, viðsjáumst, sagði hann og kinkaði kolli stuttaralega um leið og hann gekk út. — Hver var þetta? spurði Mark forvitnislega. — Gamall kunningi. Hann kom með tilboð sem gæti gefið okkur góöa möguleika, ef það er eins gott og það sýnist vera. Sjáðu hérna. Ég lagði teikningarnar og út- reikningana á skrifborðið og við stóðum og rýndum i það i nokkrar minútur-. Mark er fljótur að átta sig á tölum og hann gat i hug- anum framkvæmt útreikninga sem ég varð að bjástra við á pappirsblaði. útkoman hjá honum varð til þess að hann kinkaði hressilega kolli hvað eftir annað. — Þetta litur vel út, sagði hann. Ja, sem ég er lifandi, Bernt:Þetta ætti að geta hresst duglega upp á fyrirtækið. Ég get ekki séð að nein ástæða sé til að hika. Við fórum niðureftir og tókum sundur vélina i vörubilnum, og á eftir settist ég aftur inn á skrif- stofu og reiknaði út tilboðið. Það var svo sem engin ástæða til að hrópa húrra fyrir hagnaðinum á frágangi grunnanna, enda hafði Alex búið mig undir það, og það var sett hámarksverö á hráefni. En þegar þessi ráðgjafarþóknun upp á tiu þúsund var lögð ofaná... já, þá leit þetta bara , þokkalega út. Þar við bættist að þetta gaf mér tilefni til að gera Mark að meðeiganda I fyrirtækinu, en það hafði ég lengi haft hug á til að vera öruggur um að halda honum. Nú orðið var það ekki siður hann en ég sem rak timbur- verslunina, og hann var ekki að- eins eldfljótur að koma gamalli vörubilsdruslu i gang — nú yrði reyndar hægt að skipta á honum og öðrum betri* - heldur hagsýnn og útsjónarsamur að öllu leyti. Hann gæti áreiðanlega stjórnað vinnunni við grunnana og pipulögina I sumarbústaði Alexar á eigin spýtur. Alex, já. Ég var næstum búinn að gleyma honum yfir þessum upp- örvandi horfum. Nú birtist hann aftur fyrir hugarsjónum minum, þegar hann hafði staðið i dyr- unum og horft á mig með gömlu hæðninni og sagt: -Þessu hafðirðu ekki búist við. Var nokkur ástæða til að hika við að taka tilboði hans? Er ekki fremur ástæða til að vera áhyggjufullur ef ég gerði honum þann óleik að taka þvi ekki?. Meðan ég velti vöngum yfir þessu — var þó i raun og veru búinn að taka ákvörðun — uppgötvaði ég allt i einu að ég stóð frammi i eldhúsi, þar sem ég hellti snafsi i glas handa mér og drakk hann til aö skerpa hugsunina. Hann ýtti undir þá ákvörðun mina, að það væri heimskulegt að taka ekki tilboði Alexar. Það var komið kvöld og ég tók teikningarnar og flýtti mér heim. Hann var að gera upp kassann i litlu, þröngu kompunni sem kom i stað skrifstofu i einu horni timburskemmunnar. — Við verðum liklega að færa út kviarnar með verktakadeild, sagði ég og lagði teikningarnar fyrir framan hann. Hann leit undrandi á mig og ég heyrði vel að ég virtist dálítið hátt uppi út af snafsinum. — Já, það get ég imyndað mér, sagði Mark. — Við, það erum ég og þú. Þú vannst á sinum tima hjá verk- taka, svo að þú verður að taka það að þér. Hann sýndist ringlaður, þótt mér virtist ég hafa talað skýrt og skilmerkilega. Ég settist við litla vélritunarborðið og i vélinni var blaösnepill, svo að ég skrifaði þetta fyrir hann: J. BERNT&MARK Byggingameistarar og verktakar Timburverslun Ég reif blaðið úr ritvélinni og rétti honum. Hann góndi á það ei- lifðar tima. — Attu við. . .? spurði hann. — Já, hefurðu nokkuð á móti þvi að gerast meðeigandi? — Þú ert ekki með réttu ráði, sagöi hann. 5 Það var nokkuð liðið á daginn;; ég gat heyrt sláttinn i billjarð- kjuðum i almenningnum i Ráð- húskaffistofunni. En það kom að- eins einn einasti gestur inn i innsta salinn, þar sem ég sat. Það var járnvörukaupmaðurinn úr Kóngsgötu. Við kinkuðum kolli hvor til annárs og hann settist við borð I horninu á móti, sökkti sér niður i dagblaðið sitt og angraði mig ekki. Framreiðslustúlkan kom með kaffi handa honum, og þegar hún fór út, gaut hún augun- um að glösunum minum, sem höfðu eflaust staðið tóm siðasta klukkutimann. NYLON hjólbarðarnir japönsku fóst hjó okkur. Allar stærðir ó fólksbíla, jeppa og vörubíla Sendum gegn póstkröfu um allt land. Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055 sSíi&i Miðvikudagur 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Þórunn Magnúsdóttir heldur áfram „lEyjasögu” sinni. (3) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25. Margrét Eggertsdóttir syngur andleg lög við orgel- undirleik dr. Páls Isólfsson- ar / Ragnar Björnsson leikur Passacagliu i f-moll eftir Pál Isólfsson. Fréttir kl. 11.00. Tónlist eftir Schumann: Svjatoslav Rikhter leikur á píanó „Fiðrildi” op. 2 / Régine Crespin syngur „Söngva Mariu Stuart” op. 135 / Ronald Turini og Oxford- kvartettinn leika Kvintett op. 44. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 13.30 Setning Alþingis. a. Guðsþjónusta i Dóm- kirkjunni. Prestur: Séra Ingimar Ingimarsson i Vik i Mýrdal. Organleikari: Guð- mundur Gilsson. b. Þing- setning. 14.45 Slödegissagan: „Hin gullna framtlö” eftir Þor- stein Stefánsson. Kristmann Guðmundsson les sögulok (18) 15.15 Miödegistónleikar Is- lensk tónlist. a. Strengja- kvartett no. 2 op. 36 eftir Jón Leifs. Kvartett Björns Olafssonar leikur. b. Lög eftir Sigfús Einarsson. Guðrún Tómasdóttir syng- ur. Ölafur Vignir Alberts- son leikur á pianó. c. „Skúlaskeið” verk fyrir einsöngvara og hljómsveit eftir Þórhall Arnason. Guð- mundur Jónsson syngur við undirleik Sinfóniuhljóm- sveitar tsl. Páll P. Pálsson stj. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Popp- hornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá, Bein lina til Gyifa Þ. Gislasonar for- manns Aiþýöuflokksins. Umsjónarmenn: Arni Gunnarsson, og Einar Karl Haraldsson. 19.45 Einsöngur I útvarpssal: Guðmundur Jónsson syngur lög eftir Pál Jónsson, Jóhann Gislason, Gisla Kristjánsson, Jón Björns- son, Mariu Brynjólfsdóttur, Kristin Reyr og Ingólf Sveinsson. ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.20 Rithöfundakvöld: Guö- mundur G. Hagalln 75 ára. a. Þórleifur Bjarnason flytur erindi. b. Guðmundur G.Hagalinles eina af smá- sögum sinum: „öllu breyta þeir.” 21.10 Kórsöngur/ Sunnukórinn á Isafiröi syngur. tslensk lög. Söngstjóri: Ragnar H. Ragnar. 21.30 Útvarpssagan: „Fulltrúinn, sem hvarf” eftir Hans Scherfig. Þýðandinn, Silja Aðal- steinsdóttir, les (13). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Bréf frá frænda. Viðtakandi, Jón Pálsson frá Heiði, flytur. 22.35 Nútimatónlist. Halldór Haraldsson kynnir. a. Tón- blær i nútimatónlist. b. Strengjakvartett nr. 3 fyrir strengi og elektrónisk hljóð eftir Kjrchner. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. . 18.00 Töfraboltinn. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. Þulur Guðrún Alfreðs- dóttir. 18.10 Kengúran Skippl. Astralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Stormurinn. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.35 Lappar. Framhalds- mynd um sögu og menningu Lappa i norðlægustu héröð- um Finnlands. 2. hluti. Þýð- andi og þulur Gylfi Gröndal. 18.55 Illé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Lif og fjör i læknadeild. Breskur gamanmynda- flokkur. Verndargripastriö- iö. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.25 Stórhyrningar. Ljóðræn, kanadísk kvikmynd um hornprúöan villifénað i Klettafjöllum i Kanada. 21.40 Mannaveiðar. Bresk framhaldsmynd. 11. þáttur. Laun dyggöarinnar. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. Efni 10. þáttar: Gratz tekur Ninu til itarlegrar yfirheyrslu. Hann er þægi- legur i viðmóti og fer vel á með þeim. An þess að gera sér þess fulla grein, gefur hún honum ýmsar upp- lýsingar. Von Gebhardt, yfirmaður Gratz, býður honum þátttöku i samsæri gegn Hitler, en Lutzig og Helldorf koma skyndilega á vettvang. Þeir skjóta Gebhardt og saka Gratz um landráð. Vinchent og Jimmy hafa lagt á ráðin um að myrða Gratz, en þegar þeir koma til herbergja hans, neyöir Nina þá til að hætta við þá áætlun. 22.30 Dagskrárlok. Indversk undraveröld. Vorum að taka upp miög glæsilegt og fjölbreytt úrval af austurlenskum skraut- og listmunum m.a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakka, smádúka, batik-kjólefni, indversk þómullarefni, töflúr margskonar efniviði, málmstyttur, vörur úr bambus og margt fleira nýtt. Einnig margar tegundir af reykelsi og reykelsis- kerum. Gjöfina sem gleður fáið þér I j Jasmin Laugavegi 133.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.