Þjóðviljinn - 10.10.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.10.1973, Blaðsíða 1
DIOBVIUINN Miðvikudagur 10. október 1973. —38. árg. — 232. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON APDIEK OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7, | NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2, SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 SÓÐASKAPUR Ræddu kjaramál á fundi í Reykjavík t fyrradag gengu starfsmenn Viölagasjóös i Vestmannaeyjum á fund forráöamanna hans hér i Reykjavik til aö skiptast á Segja má að Fossvogs- dalurinn sé þakinn plast- druslum hvar sem um hann er fariö. Astæðan fyrir þessum einstæða sóðaskap er, að verið er að reisa viðlagasjóðshús Kópavogsmegin i Fossvogs dalnum og sem kunnugt er koma þau i einingum tilbúin til uppsetningar. Einingarnar eru pakkaðar inn i plast til hlifðar og þegar iðnaðar- mennirnir sem vinna við að reisa húsin taka plastum- búðirnar utan af henda þeirþvi hvar sem er i nágrenni húsanna. Þar liggur það i stórum haugum. Um leið og hvessir fýkur plastið um allan dalinn og er nú- svo komið að dalurinn er þakinn þessum óþverra. Skóg ræktin i dalnum hefur ekki farið varhluta af þessu, þvi að greinar trjánna tjalda hvitum plastdruslum i hundraðavis. Fádæma sóðaskapur þetta. Myndin hér að ofan sýnir glöggt hvernig umhorfs er i nágrenni húsanna, plast- druslur hvert sem litið er. — S.dór Fisksölur erlendis Surtsey setti met Seldi í Ostende fyrir 56 kr. kg. Vestmannaeyjabáturinn Surtsey sló öll met hvað meðalverð á kg snertir er hann seldi í Ostende í Belgíu í gær 44,5 tonn fyrir 2.525.000 ísl. kr. sem er 56.70 kr. fyrir kg. Þetta er hæsta meðalverð sem is- lenskt skip hefur fengið fyrir isfisk erlendis. Annars hafa islenskir togarar og skip gert góðar ferðir bæði til Þýskalands og Belgiu undanfarið. Þannig seldi Neptúnus i Cuxhaven i Þýskalandi 140 tonn i fyrradag og fékk fyrir það rúmar 6,6milj. isl. kr. eða 43 kr. fyrir kg. Sama dag seldi skuttogarinn Hvalbakur i Bremenhaven 108 tonn fyrir 5,5 milj. isl. kr. eöa 51,40 fyrir kg. Og svo i gær seldi Hrafn Svein- bjarnarson III i Bremenhaven 60 tonn fyrir 2,9milj. eða sem svarar 49,10 kr. fyrir kg. Allar þessar sölur eru með þvi besta sem gerist erlendis. Von er á aö 3 skip selji i Þýska- landi i þessari viku og eitt skip mun selja i Ostende i næstu viku — S.dór Verkalýðshreyfingin MIKILVÆGIR FUNDIR skoöunum um launamál og var ekkert ákveöiö á þessum fundi, né annar fundur boöaöur. Þegar bærinn tók við dag- legum rekstri i Eyjum sagði Við- lagasjóður upp öllu starfsfólki sinu nema þeim sem unnu við húsaviðgerðir. 1. október felldi Viðlagasjóður niður auka- greiðslur til manna sem störfuðu i Eyjum. Núverandi starfsmenn eru óánægðir yfir þessu, en Við- lagasjóður bauð I staðinn staðar- uppbót sem á að smálækka á 24 vikum, þ.e. 2000 krónur á viku fyrstu 10 vikurnar, 1200 krónur næstu átta vikurnar og 600 krónur næstu sex vikurnar. Ekki er um neitt verkfall að ræða — þetta eru þau kjör sem Viðlagasjóður hefur boðið og er mönnum i sjálfsvald sett hvort þeir vilja vinna samkvæmt þeim eða ekki. Núna eru um 40 manns á launum hjá Viðlagasjóði I Vest- mannaeyjum. SJ Nú í vikunni veröa haldn- ir tveir fundir á vegum verkalýðshreyfingarinnar sem báöir eru mjög mikil- vægir hvað snertir kjara- baráttu hennar f nú og í framtíðinni. Eru það fram- haldsstofnfundur lands- sambands almennra lífeyr- issjóða og kjaramálaráð- stefna ASi. Framhaldsstofnfundur lands- sambands almennra lifeyrissjóða hefst klukkan 10 á fimmtudags- morgun i ráðstefnusalHótelsLoft- leiða. Rúmlega 30 lifeyrissjóðir eru nú starfandi og hefur hver þeirra rétt til að senda alla stjórnina sem I eru 4 menn. Gætu þvi fulltrúar á stofnfundinum orð- ið á annað hundrað talsins ef allir sjóðirnir senda fulla tölu. A þessum fundi verður gengið endanlega frá stofnun landssam- bandsins en hann stendur i einn dag. Kjaramálaráðstefnan A föstudagsmorgun hefst svo á sama stað klukkan tiu önnur kjaramálaráðstefna ASI á þessu hausti en sú fyrri fór fram að Reykholti i endaðan ágúst eins og menn muna. Er búist við að svip- aður fjöldi sæki þessa ráðstefnu og þá fyrri eða tæplega 70. Nú eiga hin einstöku verkalýðs- félög að vera búin að ræða kjara- samningana I haust og móta end- anlega kröfur sinar i þeim. Ráð- stefnan mun svo fjalla nánar um heildarkröfurnar og samninga- gerðina. Að þvi er Ólafur Hannibalsson hjá ASI tjáði blaðinu hefur ekkert verið ákveðið um framgang mála að ráðstefnunni lokinni en beri hún góðan árangur ætti litið að vera þvi til fyrirstöðu að samn- ingaviðræður geti hafist fljótlega að henni lokinni. Lengd ráðstefnunnar er ekki ákveðin og mun ráðast af gangi umræðna og störfum hennar. —ÞH Alþingi kemur saman í dag í DAG r Eg ákœri Frásögn af kappræðu- fundinum um landhelgis- málið er í opnu. Þar sagði kunnur Sjálfstæðismaður: "Ég ásaka ritstjóra og út- gáfustjórn Morgunblaðsins fyrir að gefa breskum toga raútgerða rmönnu m kost á að koma áróðri sínum gegn okkur Is- lendingum á framfæri á síðum Morgunblaðsins í formi greiddra auglýsinga en neita mér, Sjálfstæðis- manninum Pétri Guðjóns- syni, um þennan sama rétt." Alþingi verður sett í dag. Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, setur þingið, síðan tekur Hannibal Valdimarsson, aldursforseti þingsins/ við fundarstjórn og minnist látinna þingmanna. Að þessu sinni hafa þrir fyrr- verandi þingmenn fallið frá,frá þvi að þingi var slitið s.l. vor. Þeir eru Björn Kristjánsson, Jónas Guðmundsson og Kristinn E. Andrésson. Venja er — þegar minnst hefur verið látinna þingmanna og ald- ursforseti tekið við fundarstjórn — að fresta þá þingfundi þar til daginn eftir. Miklar breytingar hafa veriö gerðar á þinghúsinu i sumar og er þar nú miklu rýmra en áður var. Breytingarnar eiga m.a. rætur að rekja til þess að skrif- stofa forseta íslands er nú i stjórnarráðinu og hefur húsnæði forsetaembættisins verið tekið undir kaffistofur. Þessu fýlgja siðan breytingar á anddyri, eld- húsaðstöðu, kringlunni og les- stofu og blaðageymslu. Þcssi mynd var tekin í prentsmiöjunni Gutenberg i gær þar sem starfsmenn vinna nú aö þvi aö útbúa fyrstu þingskjölin fyrir setningu alþingis, sem fer fram I dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.