Þjóðviljinn - 10.10.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.10.1973, Blaðsíða 3
Miövikudagur 10. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Bátur handa unglingum Æskulý&sráB Reykjavikur hef- ur eignast skólabát, Reykviking RE 76. betta er 12 metra langur bátur, sem upphaflega var smið- aöur sem nótabátur. Báturinn verður notaöur til að kenna unglingum siglingafræði, vinnubrögð og meðferð afla, auk þess sem báturinn mun i sumar verða notaður I styttri veiðiferðir. 011 helstu tæki eru i bátnum, en trésmíðavinnu annaðist Nökkvi i Garðahreppi. Vélaverkstæði Jó- hanns Ólafs Jónssonar sá um niðursetningu véla, en aðalvélin er Lister diselvél, 44ra hestafla. Ganghraði bátsins er 7-8 milur. 1 káetu er rúm fyrir 6-8 manns i sæti. Myndina tók A.K. i gær Flokks- forysta Sjálfstœðis- flokksins sett í bann? Trúnaðarmaöur í sjálf- stæðisflokknum tilkynnti okk- ur eftirfarandi i gær: „Vegna hinnar alvarlegu stöðu i landhelgismálinu hefur það verið rætt meðal al- mennra flokksmanna stjórna og trúnaöarráða flokksfélaga, að samþykkt verði um það gerð, að Sjálfstæðisflokkurinn setji bann á að forystumenn flokksins ræði um landhelgis- málið ihvers kyns fjölmiðlum, heldur ekki á almennum vett- vangi, svo sem opnum fund- um.” Astæðan fyrir þessu mun vera eftirfarandi sönn raunar- sága: 1 ■ Yfirlýsingar Geirs Hall- grimssonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins i Ever- tonmálinu; yfirlýsingar sama manns eftir gleðskap með her- foringjum i Brussel. 2. Frammistað Eyjólfs Kon- ráðs Jónssonar ritstjóra aðal- málgagns flokksins, Morgun- blaösins, i sjónvarpsþætti þar sem rætt var um landhelgis- mál. 3. Ummæli Jóhanns Haf- stein, formanns Sjálfstæðis- flokksins um þátt NATÓ i þvi að bresku herskipin fóru út fyrir 50 milna mörkin, og prentuð voru risaletri fyrir til- stuðlan Eyjólfs Konráðs. 4. Frammistaða formanns þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, Gunnars Thoroddsens, á almennum borgarafundi um landhelgismáliö á Sögu siöast liöinn sunnudag, þar sem hann túlkaði stefnu Sjálfstæöis- flokksins á þann hátt, að hörðustu flokksmenn trúa ekki sem sannri, né heldur vilja fylgja henni. Væntanlega mun veröa hægt að skýra nánar frá þessu máli innan tiðar. -úþ Norðurfjörður: Meðal fall- þungi dilka tæp 20 kg Mikið um að tvílembingar leggi sig á 20 kg. hvor. — Þingeysku metin slegin. Þingeyingar hafa jafnan verið taldir mestir fjárbændur á land- inu enda hefur meöal fallþungi dilka verið þar einna hæstur yfir landið undan farin ár. Greinilegt er að þingeyskir bændur hafa fengið harða keppinauta á þessu sviði, þar sem eru Strandamenn. Dilkaslátrun er nú langt komin hjá Kaupfélagi Strandamanna á Norðurfirði og er allt útlit fyrir að meðal fallþungi dilka þar veröi nær 20kg. Kaupfélagsstjórinn á Norðurfiröi sagði okkur I gær aö það sem af er þessu hausti væri fallþungi dilka hjá þeim nokkuö yfir 19kg. aö meðaltali. sagði hann sem dæmi að mikil brögð væru að þvi að tvilembingar legðu sig á 20kg. hvor. Þetta væri ótrúlega algengt. Þá sagði hann að slátrað hefði verið hjá þeim 2ja vetra hrúti fyr- ir nokkru og lagði skrokkur hans sig á 61kg. sem mun nálgast eins- dæmi. 1 ár verður slátrað 2500 fjár hjá Kaupfélagi Strandamanna á Norðurfiröi og er slátrum langt komin eins og áður segir. 1 fyrra var meðal fallþungi dilka i Norðurfirði 17,5kg. Kaup- félagsstjórinn sagði að megnið af þessum dilkum væru tvilembing- ar. Aðspurður um i þessu sam- bandi hvort Strandamenn hefðu ekki aflagt alla galdra, sagði kaupfélagsstjórinn svo vera. Þessi afburða árangur væri aö- eins afrakstur af góðri meðferð fjárins og miklum kynbótum á sauðfé hjá bændum þar nyrðra undanfarin ár, enda væri nú svo komið að kynbótahrút.ar af Ströndum væru orðnir mjög svo eftirsóttir um allt land. Hefðu nokkrir verið seldir til annarra landshluta bæði i fyrra og i ár. S.dór F ærey skukennslan hefst miðvikudag kl. 7 síðdegis i Lauga- lækjarskóla. Nemendur i hagnýtum verslunar- og skrifstofustörfum komi miðvikudagskvöld kl. 7,30 i Laugalækjarskóla. Tréskurður. Kennsla hefst 17. okt.. Nemendur geta valið um mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Ekki er hægt að bæta við fleiri nemendum en þegar hafa skráð sig. Námsflokkar Reykjavikur Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta meS svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMfVINNUSTOFAN H.F. Skiphoiti 35 — Reykjavik — Sími 30688 Auglýsingasíminn er 17500 Silfurlampinn á uppboð Félag Islenskra leikdómara hefur nú ákveðið að setja þann fræga grip silfurlampann sem Baldvin Halldórsson fúlsaði við i vor á uppboð. Veröur hann seldur hæstbjóðanda þann 16. þessa mánaðar á uppboði á vegum List- munauppboðs Sigurðar Bene- diktssonar hf. Þá hefur téð félag ákveðið að gefa andvirði lampans i minningarsjóð Stefaniu Guðlaugsdóttur sem hefur þaö markmið að efla menntun og þroska Islenskra leikara og skilji þeir sneiðina sem eiga. -ÞH sameiginlegt simanúmer f rá og með 7. október er simi sameiginlegrar farskrárdeildar fyrir millilandaflug islensku flugfélaganna 25100 FLUCFELAC L0FTLEIDIR /SLAJVDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.