Þjóðviljinn - 10.10.1973, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 10.10.1973, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJIN Miövikudagur 10. október 1973. UOOVIUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. (Jtgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöiuverö kr. 22.00 Prentun: Biaöaprent h.f. ÓJAFN LEIKUR Það var ójafn leikur á kappræðu- fundinum um landhelgismálið, sem fram fór á sunnudaginn var, en þar leiddu þeir saman hesta sina Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegsráðherra og Gunnar Thoroddsen, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Sist er þó Gunnar verri málflytjandi en aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins, en það var málstaðurinn, sem gerði gæfu- muninn. Lúðvik Jósepsson gerði i skýru máli grein fyrir þvi, hvernig tugir stórra veiði- skipa frá mörgum þjóðum hafa horfið hér frá veiðum siðan landhelgin var færð út og lýsti hinni miklu aflaminnkun Breta og Vestur — Þjóðverja, þeirra tveggja þjóða, sem einar hafa neitað að viðurkenna i verki landhelgisútfærslu okkar. Arið 1971 var afli Breta hér 210.000 tonn en fyrstu 12 mánuðina eftir land- helgisútfærsluna 140-150.000 tonn. 1971 var afli Vestur-Þjóðverja hér um 120.000 tonn en fyrstu 12 mánuðina eftir útfærsluna um 70.000 tonn. Sjávarútvegsráðherra rakti siðan i framsöguræðu sinni hvernig Morgun- blaðið hefði stöðugt reynt að gera hlut veiðiþjófanna sem mestan og jafnan tekið áróður breskra togaraeigenda sem heilagan sannleika. Lúðvik sagði: ”Staða okkar i landhelgismálinu er mjög sterk. Við höfum frá upphafi lýst yfir, að við gætum fallist á að veita þeim sem hér hafa fiskað nokkurn umþóttunartima, þ.e.a.s. samning til stutts tima um tak- markaðar veiðar. Afstaða okkar i þessum efnum er ó- breytt og grundvallarsjónarmið okkar um efni slikra bráðabirgðasamninga eru einnig óbreytt. Við viljum aðeins semja til stutts tima. Við setjum sem algert skilyrði fyrir sliku bráðabirgðasamkomulagi, að við höfum óumdeilanlegt eftirlit með veið- unum. Og við krefjumst þess, að sam- komulagið tryggi minnkandi sókn út- lendinga á miðin með lokun viðkvæmra veiðisvæða og fækkun skipa á miðunum.... Við munum aldrei vikja frá þeirri kröfu, að eftirlitið á miðunum verði i okkar höndum og að viðkvæmustu fiskimið báta- flotans verði ekki opin breskum togurum, og að tryggt verði, að dregið verði óum- deilanlega verulega úr sókn breskra togara á okkar miðum”. Lúðvik Jósepsson skýrði frá þvi, að hann hefði nú þegar samkvæmt á- kvörðun rikisstjórnarinnar látið semja frumvarp sem gerir ráð fyrir rétti okkar til friðunarráðstafana og til að setja reglur um fiskveiðar allt að 200 milum frá grunnlinum. Ráðherrann sagði: „Enginn vafi leikur á þvi hjá nokkurri þjóð, að við íslendingar styðjum kröfuna um 200 milna fiskveiðilandhelgi. Spurningin af okkar hálfu um 200 milurnar er eingöngu um það, hvenær við teljum okkur kleift að koma þeim i fram- kvæmd, gera þær gildandi i reynd.” Gunnar Thoroddsen gerði vanmegna til- raunir til að koma þvi heim og saman, að annars vegar ættum við að láta Haagdóm- stólinn um okkar 50 milur i samræmi við samninginn frá 1961, en hins vegar að færa út i 200 milur strax, þrátt fyrir það, að samkvæmt samningunum frá 1961, sem Gunnar lofaði mjög, enda höfundur þeirra að nokkru, þá hefur dómstóllinn að sjálf- sögðu sama,,rétt” til að dæma af okkur 200 milur eins og 50 milur. Það kom einnig mjög skýrt fram i máli Lúðviks Jóseps- sonar, að ef telja á samningana frá 1961 gilda yfirleitt, þá telur dómstóllin sig hafa allan ,,rétt” til að úrskurða um okkar mál, líka meðan á meðferð málsins fyrir dómstólnum stendur. Enda sagði Bjarni heitinn Benediktsson á alþingi um þetta atriði er hann túlkaði samninginn, að út- færsla tæki gildi, ”ef ekki áður er búið að hnekkja henni með úrskurði alþjóðadóm- stólsins”. En það er einmitt þetta sem Haagdómstóllinn telur sig nú hafa gert, hnekkt útfærslu okkar um sinn og úr- skurðað Bretum heimildir til að veiða hér 170.000 tonn á ári. RÉTTUR SJÁLFSTÆÐISMANNS Þeir liðsoddar Sjálfstæðisflokksins sem fundinn sóttu sátu gneypir undir ádrepu Péturs og einginn tók upp vöm. Annað sem mikla athygli vakti var frá- sögn Jónasar Árnasonar, alþingismanns af þvi, hvernig höfuðfjandmenn okkar i Bretlandi, sem Jónas hefur átt þar i höggi við i sjónvarpsþáttum, hafa það allt að þvi sem reglu i slikum þáttum að draga upp úrsklippur úr Morgunblaðinu til að koma höggi á málstað íslands. ”Þetta er stundum eins og það sé ekki lengur AustinLaing, framkvæmdastjóri breskra togaraeiganda, sem maður hefur fyrir framan sig heldur Eyjólfur Konráð og Geir Hallgrimsson”, sagði Jónas. Fyrir utan viðureign Lúðviks og Gunnars var það tvennt, sem mesta athygli vakti á kappræðufundinum. Eitt var lýsing vel þekkts sjálfstæðismanns i Reykjavik á viðskiptum sinum við Morgunblaðið. Petur Guðjónsson, sem lengi hefur verið virkur félagi i Sjálfstæðisflokknum lýsti þvi, hvernig Morgunblaðið hefði þver- neitað að birta nokkur skrif frá sér um landhelgismálið jafnvel þó hann vildi borga fyrir þau sem auglýsingu, en Pétur hefur leyft sér að hafa aðrar skoðanir og þjóðhollari i landhelgismálinu, en þær sem átti hafa upp á pallborðið hjá rit- stjórum Morgunblaðsins. Pétur Guðjóns- son rakti nokkuð málflutning Morgun- blaðsins að undanförnu, og nefndi sem dæmi, að Morgunblaðið birti hráan áróður breskra togaraeigenda gegn borgun i formi heilsiðu auglýsingar fyrir nokkru siðan. Pétur sagði siðan: ”Ég ásaka ritstjóra og útgáfustjórn Morgunblaðsins fyrir að gefa breskum togaraútgerðarmönnum kost á að koma á- róðri sinum gegn okkur íslendingum á framfæri á siðum Morgunblaðsins i formi greiddra auglýsinga, en neita mér, sjálf- stæðismanninum Pétri Guðjónssyni um þennan sama rétt.”. RÁÐSTEFNA UNGRA SÓSÍALISTA Ályktun um sj álfstæðismál Þau mistök urðu í blaðinu i gær að niður féll nafn eins meðlims æskulýðsnefndar þeirrar, er kjörin var á Akureyri, og vill blaðið hér með bæta úr þessu. Æsku- lýðsnefndin er þannig skip- uð: Þórhallur Eiríksson, Mörður Arnason, Einar Karl Haraldsson, Valþór Hlöðverssón og Ottar Proppé. Ráðstefnan nestaði nefnd þessa með ýtarlegu erindis- bréfi, og er henni ætlaður mun meiri starfi, en æsku- lýðsnefndum miðstjórnar til þessa. I gær voru birtar ályktanir ráð- stefnu ungra sósfalista um verka- iýðsmál. Hér á eftir fara ályktan- ír þær sem ráðstefnan lét frá sér fara um sjálfstæðismál tslend- inga \ Ráðstefna ungra sósialista haldin á Akureyri 6.-7. okt. 1973 fagnar þeim árangri sem þegar hefur náðst i landhelgismálinu. Frumkvæði islensku rikisstjórn- arinnar,i baráttunni fyrir stækk- un auðlindalögsögu og yfirráða- rétti smáþjóða yfir eigin náttúru- auðlindum, hefur hrundið af stað alþjóölegri hreyfingu. Meðal ann- ars af þeim sökum koma samn- ingar við breska útgerðarauð- valdið ekki til greina, þvi að samningar við Breta myndu skaða möguleika okkar til að fá viðhlýtandi samþykkt á hafrétt- arráðstefnu Sameinuöu þjóð- anna. íslendingar verða nú að fylkja sér til baráttu i landhelgis- málinu undir kjörorðinu: - Við semjum ekki viö Breta, viö sigr- um þá'. En stefna rikisstjórnarinnar i landhelgismálinu er aðeins einn liöurinn i þeirri stefnu að tryggja betur sjálfstæöi islensku þjóðar- innar. Þjóðleg reisn birtist ekki aðeins i landhelgismálinu, heldur einnig i þvi að útiloka erlent fjár- magn og þeirri áherslu er lögð hefur veriö á islenska atvinnu- þróun. Stefna þjóðlegrar reisnar birtist ekki sist i þvi stefnumiði vinstri stjórnarinnar að binda endi á aldarfjórðungs hersetu I landi okkar. Ráðstefnan minnir á að hersetan er i hróplegri mót- sögn við alla baráttu íslensku þjóðarinnar. Atburðirnir í Chile, þar sem bandariskir auðdrottnar og innlend eignastétt frömdu valdarán til að tryggja áfram- haldandi arðrán auðstéttanna beinir athyglinni að eftirfarandi: Her i Chile, — her á Islandi, og 3000 bandariskar herstöðvar um allan heim. — Allar þessar her- sveitir gegna einu og sama hlut- verki: vernda hagsmuni banda- riskra auödrottna og gera þessu vesturheimska stórveldi kleift að gegan hlutverki varðhundsins gegn þjóðfélagsbyltingum og gæta þess að vannærð alþýða heimsins svipti ekki heimsvalda- sinna þeirri aöstöðu að ganga ó- hindraðir i náttúruauðlindir ann- arra. Nærvera bandarisks hers á Is- landi er i algerri mótsögn við bar- áttu okkar i landhelgismálinu. Með herstöðinni á Miönesheiöi styrkjum viö íslendingar banda- riska heimsvaldasinna i aröráni þeirra i þriðja heiminum og veit- um þannig helsta óvini bestu bandamanna okkar i landhelgis- málinu lið. Ef Islendingar vilja vera sjálfum sér samkvæmir i baráttunni fyrir verndun náttúru- auölinda, þá ber þeim að skipa sér á bekk með samherjum sinum i þriðja heiminum og styðja bar- áttu þeirra gegn rányrkju auð- valdsrikjanna á náttúruauðlind- um vanþróaðra þjóða. Rökrétt framhald þeirrar þjóölegu reisn- ar, er einkennir baráttu okkar i Jandhelgismálinu, er þvi að segja upp hernámssamningnum og segja skilið viö hernaðarbanda- lag nýlendukúgara. Ungir sósialistar leggja áherslu á, aö I herstöövamálinu kemur engin málamiðlun til greina. Við- ræöur við bandarísk stjórnvöld geta aöeins snúist um þá spurn- ingu hvenær herinn fari. Ungir sósialistar hvetja alla herstöðva- andstæðinga til að hefja nú skel- egga sókn með það að markmiði, að þegar sigur vinnst i landhelg- ismálinu, skipi Island þann sess i samfélagi þjóðanna að standa sem friðlýst land óháð herngðar- bandalögum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.