Þjóðviljinn - 10.10.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.10.1973, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. október 1973. ÞJÓDVILJINN — StÐA 7 KYNÞÁTTAFORDÓMAR GAMLA NÝLENDUVELDISINS LEGGJAST ÁSVÖRTU UNGLINGANA „Ég saka England fyrir” Allirsem komiö hafa til Englands hljóta að verða furðu lostnir yfir þeim fjölda þeldökks fólks sem þar er að sjá. Þeir sem eru svartir á hörund setja verulegan svip á götu- myndina í London, og í ýmsum þjónustustörfum er orðið algengara að sjá svart fólk en hvítt. Ýmsir fordómar eru ríkjandi í garð þess fólks sem er framandi að útliti, ekki síst af hálfu þeirra sem eru hvað stoltastir af for- tið Bretlands sem ný- lenduveldis. Sjálft er þetta langt að komna fólk oft á tiðum óhamingju- samt yfirtilveru sinni eins og titt er um þá sem rifnir hafa verið upp með rótum úr umhverfi sínu. Aðstæöur hjá ungu fólki svörtu á hörund eru liklegar til að verða alvarlegasta félagslegt vandamál i Bretlandi á næsta áratug, stóð nýlega i bresku blaði. bað biður lesendur sina að fylgjast með sér inn i af- skekkt hús i London þar sem komið hefur verið upp hæli fyrir svarta unglinga sem hvergi eiga höfði sinu að að halla. Hér er Páll, 18 ára, og greiðir hár sitt á afriskan máta (flóka- þyrill). Hanner ljósari á hörund en flestir hérna i Harambee, bú- inn að vera viðloða i tvo mánuði. Hvað hafði komið fyrir? ,,Ég var rekinn að heiman, gamli maðurinn vildi ekki hafa mig af þvi honum féll ekki hvernig ég hagaði mér. Ég slæptist en hafði peninga upp úr hinu og þessu án þess að vera i vinnu. Hann skammaðist yfir þvi svo ég sagðist bara fara. Ég fór út á laugardagskvöldi, hann læsti dyrunum og vildi ekki hleypa mér inn aftur. Ég var rétt nýkominn úr flotanum. Ég hafði siglt með flotanum i rúm tvö ár, en var svo rekinn þaðan. Ég sló undirforingja utanundir, hann lét mig ekki i friði svo ég lét hann bara fá einn. bað var lika aðferð til að komast burtu, þvi mig langaði ekki til að vera niu ár i flotanum. Ég vissi ekki um neina aðra leið til að sleppa”. Af hverju hafði hann verið tekinn á herskipaflotann? Jú, það er vist ekkert sérstaklega eftirsóknarvert i Englandi að vera einn af þessum óbreyttu á herskipunum, og það eru oft teknir unglingar sem hafa brot- ið eitthvað af sér. bá eru þeir látnir skrifa undir skuldbind- ingu um að vera svo og svo mörg ár i þjónustu, þá verði brot þeirra fyrnd og gleymd. Og svolitill máli fáist greiddur við lok samningstimans. betta er eins konar herleiðing. Einmitt þetta hafði komið fyr- ir hann Pál. Hann hafði leiðst út i „slæmt liferni” á unga aldri, skrópað úr skóla, verið i felum, læðst i hús og gert smá innbrot. Hver var sagan að baki þessu? Páll fæddist i Leeds i Eng- landi, barn manns frá Nigeriu, konu frá eynni Barbados við Amerikustrendur. Foreldrarnir skildu að skiptum þegar hann var um eins árs gamall, móðir hans tók hann með sér til Barbados en sneriaftur til Eng- lands nokkrum árum siðar. bá tók amman barnið að sér um skeið, en svo tók upptökuheimil- ið við. A barnaheimilum dvaldi Páll til 13 ára aldurs, en fór þá til föður sins. Hann segist vera til með að vinna, einhvern tima, reyndar bráðlega. bvi maður þarfnast peninga. En hann eigi erfitt með innilokun frá 9 til 5, hann þurfi meira frjálsræði. ,,Ég veit ekki hvort það er erfiðara af þvi að ég er svartur, þvi ég veit ekki hvernig það er að vera hvitur. En ég kann ekki við það þegar það fyrsta sem sagt er við mann þegar maður leitar sér að vinnu er þetta: Heyrðu, þú kippir þér ekkert upp við það þótt þú sért kallaður negri og svartur hundur, er það? En ég segi þeim að eiga sig. Jafnvel þótt þeir kalli þá á eftir manni: Ég er ekkert á móti þeldökkum.” „begar ég var litill var ég vanur að segjast vera enskur og vera stoltur af þvi. En svo fann ég allt i einu að Englendingar vilja ekki hafa mig sem Eng- lending. betta var erfitt. En ég fann að ég yrði aldrei Englend- ingur.” „Ég veit hvað ég mundi gera ef ég ætti nóga peninga. bá mundi ég fara heim til Barba- dos og alls sem þar er. Ég kalla Barbados heima. betta er ekki heima. Ég kalla Afriku heima. bað er heima. En England er ekki heima. Vegna þess að ég tilheyri ekki þessu.” „Jafnvel þótt ég sé fæddur hérna þá á ég ekki heima héma og kalla mig ekki Englending. Ég er yfirleitt viðs fjarri enska kynþættinum. beir lita á mig sem aðskotadýr, og þá lit ég á mig sem aðkomumann i þessu landi”. „Ég var lengi að gera mér grein fyrir þessu. betta kom svona smátt og smátt. Einu sinni hélt ég að ég væri einsog allir hinir. En svo fór mér að skiljast annað. Fyrst þegar óeirðirnar voru 1965 i Watts. bá fór ég að lita öðru visi á heim- inn. Mér varð ljóstað ég varö að haga mér eins og svartur maður og varð stoltur af þvi”. „Ég saka England fyrir þaö sem hefur gerst. bað var Eng- land sem niðurlægði mig og sagði svertingi við mig, þó ég sé fæddur hérna. Og svo var mér sagt að þú mátt ekki gera þetta og ekki þetta. Svartur.” ((Jr Sunday Times). CHILE: Hnífa fyrir taflmenn STOKKHÖLMI 8/10 — Alþjóðieg nefnd sósialiskra flokka, sem ný- verið fór til Santiago,höfuðborgar Chile, heyrði fjölmargar hroða- legar lýsingar á framferði valda- ránsklikunnar. Meðal annars var nefndar- mönnum sagt að oft fyndust rekin á bökkum vatnsfalla lik manna, sem myrtir hefðu verið af böðlum herforingjakiikunnar og borgara- stéttarinnar, og einnig er hermt að algengt sé að lik sjáist borin út af knattspyrnuleikvanginum, sem er helsta fangelsi valdaræn- ingjanna og kominn vel á veg með að ná hliöstæðri frægö og morð- búðir nasista i heimsstyrjöldinni siðari. Eiginkonum handtekinna manna er mörgum bannað að yfirgefa heimili sin, og pyndingar heyra til daglegustu viðburðum. Sjónarvottur sagði nefndinni að sjóliðar, sem hertóku háskólann i Valparaiso, heföu rist bringur nokkurra handtekinna stúdenta i reiti og teflt siöan skák á þessum skákborðum — með hnífa fyrir taflmenn. Úganda sendir sjálfboöaliöa KAMPALA 9/10 — Idi Amin, for- seti Úganda, sagði i dag á blaða- mannafundi að sjálfboðaliðar úr her landsins væru þegar lagðir af stað til landanna fyrir botni Mið- jarðarhafs til að berjast með Aröbum. Ekki gat hann þess hve margir hermenn þessir væru, en kvað þá alla hafa lýst sig óðfúsa að deyja fyrir frelsi Afriku, eins og forset- inn orðaði það. Eftir að Mið- austurlönd hafa veriö frelsuð, sagði Idi Amin ennfremur, munu sjálfboðaliðarnir fara i hernað gegn þjóðernisminnihlutastjórn- unum i sunnanverðri Afriku. 1 frétt frá Kinshasa, höfuðborg Zaire, segir, að stjórnin i Rúanda hafi slitið stjórnmálasambandi við ísrael. Halda Rúandamenn þvi fram að tsraelsmenn eigi alla sök á ófriðnum, þar eð þeir hafi ekki skilað herteknu svæðunum frá þvi i sexdagastriðinu. Páll I hópi félaga sinna á unglingahælinu Unglingar I London, svartir og atvinnulausir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.