Þjóðviljinn - 10.10.1973, Page 11

Þjóðviljinn - 10.10.1973, Page 11
Miðvikudagur 10. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Tveir leikir í kvöld Tveir leikir fara fram i Reykjavikurmótinu i hand- knattleik i kvöld. Fyrri leikur- inn verBur á milli Vikings og ÍR og getur hann skipt máli um hvort liöiö leikur um þriöja og fjóröa sætiö i mótinu gegn KR. Vikingur hefur tapaö einum leik og unniö einn, en IR hefur tapaö báöum sinum. Siöari leikurinn veröur á milli Vals og Þróttar. Þessi leikur skiptir sáralitlu máli. Til þess aö hindra aö Valur komist i úr- slit gegn Fram um Reykja- vikurmeistaratitilinn þarf Þróttur aö vinna Val tvisvar, og meö fullri viröingu fyrir Þrótti og meö þaö i huga aö allt getur gerst i iþróttum, þá tel ég mögu- leikann á aö Þróttur vinni Val tvisvar álika og aö vinna miljón i happdrætti. Úrslitaleikir mótsins hefjast svo eftir viku, miövikudaginn 7. október. — S.dór Körfuknattleiksmenn vilja fá Laugardalshöllina um áramótin Hafa enn ekkert svar fengið Eiga dansleikir að ganga fyrir þörfum íþróttahreyfingarinnar? Körfuknattleikssambandi ts- lands stendur tii boða að fá hingað til lands körfuknattleiks- lið frá Bandarikjunum um ára- mótin og vill þaö lcika hér 5 leiki. KKl hefur sótt um að fá iþróttahúsið i Laugardal fyrir þessa leiki,en þvi hefur enn ekk- ert svar borist, og er nú orðið það áliðið að Bandarikjamenn- irnir veröa aö fá svar mjög fljótlega ef af tslandsferðinni á að verða. Ástæðan fyrir þvi, að enn fæst ekki svar frá iþróttaráði er að undanfarin ár hafa menntskæl- ingar haldið dansleiki i iþrótta- höllinni i kringum áramótin og eins hafa stúdentar haldiö þar dansleiki. Þessar samkomur hafa vcrið með þvi sniði, að i fyrra var sagt að þær yrðu ekki oftar haldnar I höllinni. Nú aftur á móti viröist eitt- hvert hik komið á meirihluta borgarstjórnar sem stýrir iþróttaráöi, enda mun stift eftir þvi sóst að fá húsið undir dans- leikjahald. Verður fróðlegt að sjá hvort iþróttaráð tekur dans- lcikjahald fram yfir þarfir iþróttahrcyfingarinnar rétt einu sinni enn. Sannleikurinn er nefnilega sá Framhald á bls. 15. Burnley mætir keppinautunum frá í fyrra Getraunaspá GSP Burnley mætir á laug- ardaginn keppinautum sinum frá í fyrra, Q.P.R., sem varð þá f 1. sæti f 2. deild. Getraunaseðillinn býð- urað venju upp á nokkra erfiða leiki og við látum hérúrslit leikja 6 síðustu ára fylgja með við hvem leik. Birmingham—Wolves 2 Olfarnir ættu að vera nokkuö öruggir meö sigur I þessum leik. Birmingham sit- ur á botninum I 1. deildinni meö 3 stig, en Wolves hefur nælt sér 18 stig, sem er aö visu mun minna en búast hefði mátt viö. Þaö hlýtur þó aö koma aö þvi, aö heilladisin snúist I liö meö Úlfunum, til þessa hafa þeir hins vegar veriö afskiptir i samskiptum hennar viö knattspyrnumenn- ina. Úrslit: -, -, -, -, -, 0-1 Burnley—Q.P.R. 1 Burnley er lið sem hefur tekiö ótrúlegum framförum upp á siökastiö, og er nánar fjallað um þaö hér á slðunni. Sigur þeirra ætti aö vera ör- uggur. Úrslit: -, 2-2, -, -, 1-0, 1-1 Chelsea—Ipswich 1 Lið þessi eru nokkuö áþekk um þessar mundir, Ipswich meö 10 stig, en Chelsea með 8. Heimavöllurinn hefur þó fært Chelsea margan sigurinn, og ég spái að svo verði einnig I þessum leik. Úrslit: -, 3-1, 1-0, 2-1, 2-0, 2-0. Everton—West Ham 1 Ekki ætti aö vera fjarri lagi aö spá Everton sigri I þessum leik. Liöiö viröist aöeins vera að ná sér á strik, hefur hlotiö 12 stig, en West Ham er hins vegar I næstneösta sæti meö 4 stig. Heimavöllurinn ætti aö tryggja Everton næði stigin. Úrslit: 2-0,1-0, 2-0, 0-1, 2-1, 1- 2. Leicester—Leeds 2 Leeds hefur sýnt yfirburöi I 1. deildinni til þessa og hlotið 18stig eftir 10 leiki. Enn er liö- ið taplaust, og er ekki ástæða til annars en aö spá þeim ein- um sigrinum I viöbót. Úrslit: 2-2, 1-1, -, -, 0-0, 2-0. Manch.Utd.—Derby 1 Manch. Utd. hefur náð aö sýna afbragðsleiki á heima- velli þaö sem af er, og liðiö hefur reynst ósigrandi þar i vetur. Enda þótt Derby sé sterkt liö ætti ekki aö vera fjarstæöukennt aö spá heima- sigri i þessum leik. Úrslit: -, -, 1-0, 1-2, 1-0, 3-0. Newcastle— Manch. City X Bæöi liöin hafa hlotið 11 stig I haust og sýnt svipaöan styrk- leika. Newcastle er gjörsam- lega óútreiknanlegt liö, stund- um sýnir þaö stjörnuleiki, en dettur niöur I ekki neitt þess á milli. Úrslit: 3-4, 1-0,1-0, 0-0, 0-0, 2- 1. Norwich—Coventry 2 Norwich situr neöarlega I deildinni um þessar mundir og sýnir hvern leikinn öörum lak- ari. Coventry er hins vegar i þriðja efsta sæti, meö 14 stig, og ætti aö vera öruggt meö bæði stigin úr þessari viöur- eign. Úrslit: -, -, -, -, -, 1-1. Southampton— Liverpool 2 Liverpool ætti ekki aö eiga i erfiöleikum meö andstæöing- ana að þessu sinni. Rauöi her- inn er meðal efstu liöanna og ætlar sér vafalitiö ekkert ann- að en meistaratignina. Úrslit: 1-0, 2-0,0-1, 1-0, 0-1, 1- 1. Stoke—Sheff. Utd. X Þótt Stoke hafi ekki átt miklu láni aö fagna i haust, er erfitt að spá liöinu tapi gegn Sheffield. Heimavöllurinn hef- ur oft komib liöinu til góöa viö stigaöflun, og þvi spái ég jafn- tefli. Úrslit: 1-1, -, -, -, 2-2, 2-2. Tottenham—Arsenal X Bæöi þessi lið hafa valdið áhangendum slnum vonbrigö- um meö slökum árangri þaö sem af er. Leikmenn beggja liðanna eru margir hverjir frábærir, en einhverra hluta vegna ná þeir ekki aö mynda sterkar félagsheildir. Ómögu- legt er aö spá um úrslit, og eins og venjulega, er þannig stendur á, set ég x I reitinn. Úrslit: 1-0,1-2,1-0, 0-1, 1-1, 1- 2. Orient—Nott'm Forest 1 Jafnvel þótt Nott’m Forest sé nú 13. sæti i 2. deild, meöan Orient dúsir töluvert neöar, hef ég trú á, að þeir siðar- nefndu taki bæöi stigin. Úrslit: -, -, -, -, -, 3-0. Móðgaður Borgarfulltrúi Framsóknar, Alfreð Þorsteinsson, reyndist mjög móðgaður yfir þeirri á- kvöröun borgarráös aö veita 100 þúsund króna styrk til Frjáls- Iþróttasambands Islands vegna Reykjavikurleikja i frjálsum iþróttum. Lýsti Alfreö yfir, aö hann liti á þetta sem vantraust á Iþróttabandalag Reykjavikur, en á áliti þess hefði iþróttaráð borg- arinnar byggt andstöbu slna gegn fjárstuðningi. þessu máli myndaðist óvenjuleg- ur meirihluti i borgarráöi, nefni- lega fulltrúar Framsóknar, Al- þýöubandalagsins og einn fulltrúi Sjálfstæöisflokksins Albert Guö- mundsson. Var Alfreö bent á, aö hér hefði ekki verið um aö ræða styrk til neins Reykjavikurfélaganna, auk þeirrar sérstööu, að hér heföu verið Reykjavikurleikir, þ.e. i- þróttamót milli höfuðborga, og þetta heföi veriö viöbótarfjárveit- ing til iþróttamála og ekki tekið neitt af öörum. Jafnframt kom fram sú ósk til borgarráös, aö gerö yröi grein fyrir stööu Iþróttabandalags Reykjavikur I borgarkerfinu. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.