Þjóðviljinn - 30.10.1973, Side 1
DJOÐVIUINN
Þriðjudagttr 30. október 1973 38. árg. 249. tbl.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA Í KRON
irOTEK
OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7,
NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2.
SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3
SlMI 40102
Hefur í engu verið slakað á?
Vestfjarðabátar
hafa engan frið
Bretar toga yfir lóðirnar, en varðskipin
hafast ekki að, segja vestfirsku skipstjórarnir
Þjóðviljinn birtir í dag á
7. síðu harðort bréf frá
þremur skipstjórum á fiski-
bátum frá Súgandafirði. I
Talsmaður
Gœslunnar:
Könnumst
ekki
við það
59
Þjóöviljinn lagði eftirfar-
andi spurningar fyrir tals-
mann Landhelgisgæslunnar
og fékk eftirfarandi svört
— Hvert er ykkar álit á um-
sögnum vestfirskra sjómanna
um hegðun breskra togara-
manna?
— Við könnumst ekki við
þetta.
— Hvorki að þeir fari inn
fyrir 12 milurnar né séu á frið-
uðu svæðunum?
— Nei. Við könnumst ekki
við eitt einasta einstakt tilfelli
að þeir séu fyrir innan 12 mil-
ur. Og varðandi þetta friðaöa
svæði þá könnumst við ekki
heldur við það. Það hefur
komið fyrir að islenskir fiski-
bátar hafa tilkynnt varðskipi
að erlend skip væru á þessu
svæði, þegar varðskipin hafa
ekki verið á svæðinu. Þá hafa
varðskip haldið þangað beint
og þá hefur ekki verið neitt er-
lent skip á þessu svæði.
— Kannist þið við að erlendu
togararnir liggi undir Grænu-
hlið eða inni á fjörðum þegar
eitthvað er að veðri?
— Við vitum ekki um neina
hópa sem hafa gert það. Það
getur vel veriö að einhver skip
leiti vars, en ekki svona öfga-
kennt eins og þessir menn
vilja gefa til kynna. Ég satt að
segja skil ekki beint hvaða til-
gangi þetta þjónar.
— Eru varöskip á Vest-
fjarðamiðunum núna?
— Ég er ekki vanur að segja
hvar þau eru þessa og þessa
stundina. Ég get þó sagt það,
að það hafa verið þarna varð-
skip og það fleiri en eitt.
—úþ
Breytingar á
samningsdrögum
Einar Ágústsson mun i dag
ráðgast við sjávarútvegsráðu-
neytið og dómsmálaráðuneytið
um breytingar á samkomulags-
grundvelli Ólafs Jóhannessonar
og Heaths i landhelgisdeilunni.
Rikisstjórnin fól Einari að vinna
að nauðsynlegum úrbótum á
grundvellinum, og mun það verk
nú vera komið áleiðis.
bréfinu gera þeir grein fyr-
ir óskammfeilinni hegðun
breskra landhelgisbrjóta á
Vestf jarðamiðum síðustu
vikurnar og rekja einstök
dæmi.
Það er ekki skemmtilegt að
lesa lýsingar vestfirsku skipstjór-
anna á athafnaleysi islensku
landhelgisgæslunnar annars veg-
ar, þessar siðustu vikur, og hins
vegar takmarkalausri ósvifni
veiðiþjófanna, sem greinilega
telja ekki aldeilis, að neitt vopna-
hlé riki á miðunum.
Skipstjórarnir er bréfið senda
eru Gestur Kristinsson á Krist-
jáni Guðmundssyni IS, Einar
Guðnason á Sigurvon IS og Bragi
Ólafsson á Ólafi Friðbertssyni 1S.
Þeir segja m.a.:
,,Að sögn varðskipsmanna lof-
aði togarinn að fara af þessuni
slóðum og láta aðra breska tog-
ara i grenndinni vita af veiðar-
færum bátanna. Þessi afskipti
varöskipsins munu hafa staðið yf-
ir i 15-20 minútur. Þá setti það á
ferð i stefnu á Barða og hvarf.
Tvcimúr klukkustundum seinna
voru svo togararnir aftur byrjað-
ir aö hræra i lóöunum.
Þessir atburðir gerast rétt við
12 milna mörkin... Nú spyrjum
viö, sem heyrt höfum i fjölmiðl-
um um viraidippingar og séð höf-
um I sjónvarpi hóprekstur
breskra togara, — HEFUR i
ENGU VERIÐ SLAKAÐ A?
Svari hver fyrir sig, Ólafur,
Pétur, skipherrarnir.
Föstudaginn 26. október var
breskur togari kominn i var undir
Grænuhlið i isafjarðardjúpi.
Varðskip kom að þeim togara i
augsýn islenskra skipa, og af-
skipti varðskipsins tóku fáeinar
minútur. íslenskur skipstjóri,
sem var áhorfandi, talaði við
varðskipsmenn og spurði, hvort
ekkert ætti að aðhafast. — ,,VIÐ
Framhald á bls. 14
Nú eru þcssir þrir heiöursmenn ekki lengur Votmúlagreifar, heldur
fyrrverandi slikir. Þeir eru taliö frá vinstri: Guðmundur A.Böðvarsson
sveitarstjóri, Guömundur Helgason 2. varaformaður sem forframað-
ist og óli P. Guöbjartsson oddviti og skólastjóri. Þcssir þrfr beittu sér
harðast fyrir Votmúlakaupunum. (Ljósmyndastofa Suöurlands)
V otmúlagreif adæniið
er liðið undir lok
Selfyssingar höfnuðu Votmúlakaupunum
Selfyssingar gengu til
tvöfaldra kosninga á
sunnudaginn var. Ann-
ars vegar var kosið um
kaup hreppsins á Vot-
múlajörðunum og hins
vegar um hvort Selfoss
skuli sækja um kaup-
staðarréttindi.
Selfossbúar höfnuðu
hvoru tveggja, greifa-
dæminu og kauðstaða-
réttindunum.
A kjörskrá voru 1445 manns, og
neyttu 1264 atkvæðisréttar sin,
eöa 88%.
Andvigir Votmúlakaupunum
voru 986, eða 78,01%. Hlynntir
Votmúlakaupum voru 247, eða
19,54%. Auðir og ógildir seölar
voru 31, eða 2.45%.
791 var andvigur þvi að Selfoss
yrði kaupstaður, eða 62.58%, en
406meðmæltir, eða 32.12%. Auðir
seðlar og ógildir voru 67, eða
5.30%.
Ef reiknað er með öllum at-
kvæðisbærum mönnum á Sel-
fossi, og þá þeim sem heima sátu
og ekki neyttu kosningaréttar,
voru 68.24% allra andvigir kaup-
unum.
Þjóðviljinn hafði tal af hvorum
tveggja, sigurvegurunum og hin-
um sigruðu, og fara umsagnir
þeirra hér á eftir.
Úr liði sigurvegaranna töluð-
um við við Bergþór Finnbogason,
hreppsnefndarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins. Hann sagði: „Við
vissum strax i upphafi að þetta
var ekki vilji fólksins, og það
jafnframt, að ekki er hægt að
gera svona kaup án þess að fólkið
vilji það.
Þetta ætti einnig aö vera lær-
dómsrikt fyrir sveitarstjórnir
annarra byggðarlaga i framtiö-
inni, að ganga ekki i berhögg við
vilja fólksins.”
Siöan hringdum viö i oddvita
hinna sigruðu, óla Þ. Guöbjarts-
son. Hann sagði:
,,úrslitin eru skýr og vilji fólks-
ins hefur komiö greinilega i ljós.
Framsýni i sjálfu sér hefur ekki
alltaf borgað sig, það eru mörg
dæmi þess.
Byggðin hér á Selfossi hefur
vaxið nokkuð hratt, þó þjóðin sem
slik hafi ekki ýkjamikiö tekiö eftir
henni, en hún á eftir aö gera það.
Þaö er vist. Selfyssingar eiga eft-
irað verða sjálfum sér þess meö-
vitandi, aö þeir eru afl, og ég er
viss um það, aö i framtiöinni eiga
þeir eftir að virkja þetta afl sjálf-
um sér betur til hagsbóta en
þarna kemur fram nú.” —úþ
Verkamannasamband íslands:
Fráleitt að sama prósentu-
hækkun gangi yfir öll laun
Á sunnudag lauk i Reykjavfk, 6.
þingi Verkamannasambands is-
lands. Eðvarð Sigurðsson var
endurkjörinn formaður Verka-
mannasambandsins, en Hermann
Guðmundsson er varaformaður.
i ályktun þingsins um kjaramál
segir m.a.: „Þegar 6. þing Verka-
mannasambands islands er nú
haldiö að loknu 2ja ára
samningstimabili er það skoðun
þingsins, að verulega hafi áunnist
1 sföustu kjarasamningum og.að i
lok samningatimabilsins standi
meira eftir en oft áður”.
Ennfremur segir: „Þingið telur
það fráleita stefnu að sama
prósentuhækkun gangi yfir öll
laun”. K jara málaályktunin I
heild er birt á 6. siðu Þjóðviljans
og cinnig ályktanir þingsins um
Eövarö Sigurðsson
samstarf við BSRB, um land-
helgismál og um skattamál.
Þingið stóð i 2 daga og var hald-
ið i Lindarbæ.
Þingforseti var Hermann
Guðmundsson formaður Vmf.
Hlifar og varaforseti óskar Gari-
baldason formaöur Vöku og Jóna
Guðjónsd. formaður Framsókn-
ar. Ritarar voru Karl Steinar
Guðnason Keflavik og Kolbeinn
Friðbjarnarson, Siglufirði.
Félagsmálaráðherra, Björn
Jónsson var við þingsetninguna
og flutti ávarp, en Björn hefur
verið I stjórn Verkamannasam-
bandsins frá stofnun þess, lengst
af sem varaformaður. Voru hon-
um þökkuð störf hans i þágu sam-
bandsins.
Flutt var skýrsla stjórnar og
kom m.a. fram i henni að i
Verkamannasambandinu eru nú
40 verkalýðsfélög nær um 16.500
félagsmenn. Samþykktir voru
reikningar sambandsins fyrir ár-
iö 1972.
Aöalmál þingsins voru kjara-
málin, og fylgir hér með ályktun
þingsins i þeim málum, svo og
samþykkt um landhelgismáliö.
I stjórn sambandsins til næstu
tveggja ára voru kosin:
Formaður: Eövarð Sigurðsson,
Reykjavik. Varaformaöur: Her-
mann Guðmundsson, Hafnarfirði.
Ritari: Karl Steinar Guönason,
Keflavik. Gjaldkeri: Vilborg
Siguröardóttir, Vestmannaeyj-
um. Aðrir i stjórn: Björgvin
Sigurðsson, Stokkseyri. Guðriður
Framhald á bls. 14