Þjóðviljinn - 01.11.1973, Page 1

Þjóðviljinn - 01.11.1973, Page 1
Samvinna smárra þjóða ÍSLAND Á ORKUNA GAMBIA HRÁEFNIÐ Verður titaniumrikur sandur frá Gambiu unninn með islenskri raforku? Akaflega merkilegur atburður hefur gerst I samskiptum tveggja smáþjóða, en það er viljayfirlýs- ing tveggja minnstu rikja Sam- einuðu þjóðanna, tslands og Afrikurikisins Gambiu, varðandi möguieika á samvinnu landanna um notkun á titaniumrikum sandi frá Gambiu til framleiðsiu á titaniumgjalli og járni meö raf- bræðsiu á íslandi. Og það sem gerir þcssi samskipti landanna svo merkileg er að ef af þessu verður, munu rikin gera þetta á algerum jafnréttisgrundvelli þannig, að Gambiumenn eiga meirihluta i sandnámunum i Gambiu en tslendingar minni- hluta, en aftur á móti munu ts- lendingar eiga meirihluta i verk- Framhald á bls. 14 Nei, þetta er ekkert alvarlegt. Hér er aðeins veriö að brenna hálfónýtt bátsflak og var þetta liður I æf- ingum slökkviliðsmanna, en nú stendur yfir námskeið fyrir þá á vegum Brunamálastofnunarinnar. Eins og glöggt má sjá á myndinni bar bátur sá, er slökkviliðsmenn æfðu sig á, stafina AE 15, en er nú sennilega orðinn öskuhrúga f fjörunni i Grafarvogi. A ekki að rannsaka misrœmi i frásögnum af Vestfjarðamiðum? „Getur verið að það verði gert sagði Olafur Jóhannesson Forsætisráöherra Ólafur Jóhannesson kom heim á þriöjudagskvöld af fundi Norðurlandaráðs. Blaða- maður náði tali af ráðherr- anum og spurði hann nokk- urra spurninga i tilefni þess ósamræmis sem er á yfir- lýsingum Landhelgisgæsl- unnar og skipstjóra á Vest- fjarðamiðum um ástandið þar. — Hverja telur ráöherrann vera ástæðuna fyrir þvi ósam- ræmi sem fram hefur komið i blöðum undanfarið á frásögnum Landhelgisgæslunnar og fiski- manna af ástandinu á Vestfjarða- miðum? — Satt að segja vil ég sem minst tala um þetta. Það er ekki allt skemmtilegt fyrir Islendinga sem fram hefur komið i sambandi við þessi mál. — Nú hafa vestfirskir sjómenn gefið lýsingu á þvi hvernig á- standið er á þeirra miðum, að þeir hafi kallað i varðskip, og varpskipsmenn hafi sagt að þeim sé bannað að aðhafast nokkuð. Nú stangast slik ummæli á við það sem opinberlega hefur verið gefið út af yfirstjórn Landhelgisgæsl- unnar. Hvað vilt þú segja um þetta ósamræmi? — Ég get ekki sagt annað um þetta, en það sem Landhelgis- gæslan segir — að hún kannist ekki viö þetta, að ekki sé sinnt kalli. Ég hef nú ekki verið heima siðustu daga og hef þess vegna ekki haft tök á að rannsaka þetta nánar. — Hvaða ástæðu gefa fyrir- svarsmenn Landhelgisgæslunnar fyrir þvi að ekki eru lengur gerð kort af stöðu og um fjölda land- helgisbrjóta innan 50 milnanna? — Það hefur einmitt verið taliö núna i dag og i gær. Sú talning sýnir að visu að það eru allmargir togarar hér við land. 1 talningunni i gær var talinn 51 breskur togari viö landið og þar af voru 6 á ferð, en það voru ekki nema 19 togarar þarna fyrir vest- Kramhald á bls. 14 Vik i Mýrdal Fannst látinn í rúmi smu Hafði lent i slagsmálum á dansleik kvöldið áður Maður um þritugt fannst látinn I rúmi slnu sl. sunnu- dagsmorgun, en hann átti heimili skammt frá Vlk i Mýr- dal. Það sem gerir þetta mál sérstakt er að hann lenti i slagsmálum á dansleik kvöld- ið áður að Eyrarlandi I Reynishverfi. Aðsögn fulltrúa sýslumanns i Vik i Mýrdal hafa yfirheyrsl- ur þegar farið fram vegna þessa máls. Þar kom fram að maðurinn haföi lent i átökum á dansleiknum, en ekki er hægt að segja til um það fyrr en réttarkrufning hefur farið fram, hvort hann lést af völd- um þeirra eða ekki. Sagði full- trúinn að krufningsskýrsla væri ekki væntanleg á næst- lunni. Að sögn fulltrúans hefur það komið fram að maðurinn hafi verið búinn að drekka mikið magn af áfengi og verið mjög illa á sig kominn. —S.dór í DAG Möðruvallahreyfing svarar Timanum 0 Nemendur Fiskvinnsluskólans gera kröfur oo Hlutur Bandarikjamanna i Chile ALÞÝÐUBANDALAGW: Flokksráðsfundur um helgina Flokksráösfundur Alþýðu- bandalagsins verður haldinn i Þinghól við Alfhólsvcg i Kópa- vogi nú um næstu helgi. Fund- urinn verður settur klukkan 20.50 á föstudagskvöld þann 2. nóvember og lýkur sunnudag 4. nóvember. 1 flokksráði Alþýðubanda-' lagsins eiga sæti um 90 menn úr öllum kjördæmum lands- ins. A föstudagskvöldiö verða kosnir starfsmenn fundarins. Ragnar Arnalds.formaður Al- þýðubandalagsins flytur yfir- lit um störf flokksins á liðnu ári og verkefnin framundan. Hann mun einnig fjalla um baráttuna fyrir auknu lýðræði og jafnrétti. Lúðvik Jósepsson, ráðherra flytur framsöguræðu um þró- un landhelgismálsins og efna- hagsmálin. Að loknum fram- söguræðum hefjast almennar umræður. Á laugardag verður fundur settur kl. 10 f.h. Þá flytur Magnús Kjartansson, ráð- herra framsöguræðu um sjálf- stæðismálin og þróun is- lenskra atvinnuvega. Lagðir verða fram reikningar flokks- ins og siðan hefjast frjálsar umræður til hádegis. Kl. 13.30 e.h. á laugardag hefjast störf umræðuhópa: 1. Sjálfstæðis- og utanrilíis- mál. Umræðustjóri ólafur U. Einarsson. 2. islensk atvinnuþróun. Umræöustjóri Þröstur ólafs- son 3. Efnahagsmálin og kjara- samningar launastéttanna. Umræðustjóri Siguröur Magnússon. 4. Flokksstarfiö og undir- búningur sveitarstjórnarkosn- inganna. Umræðustjóri Sigur- jón Pétursson. Gert er ráð fyrir, að umræðu- hóparnir starfi allan laugar- daginn. Sunnudaginn 4. nóvember hefst fundur kl. 13.30 e.h. Þá munu framsögumenn um- ræðuhópanna gera grein fyrir störfum þeirra og mæla fyrir ályktunum. Siðan fara fram almennar umræður. Á sunnu- dag fer einnig fram kjör mið- stjórnar Alþýðubandalagsins. Fundinum mun væntanlega ljúka um klukkan 19 siðdegis.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.