Þjóðviljinn - 01.11.1973, Side 3
Fimmtudagur 1. nóvember 1973. ÞJÓÖVIL9INN — SÍÐA 3
1 dag hefst mikil ljósmyndasýning 6 ungra manna aö Kjarvalsstööum. Gestur sýningarinnar er Gunnar Hannesson, sem mun sýna litskyggn-
ur meö mörgum vélum samtimis. Hér stendur Gunnar fyrir framan mikiö skilrúm, sem búiö er aö setja upp þvert yfir salinn og eru fjórar
sýningarvélar á bak viö skilrúmiö. Vélarnar varpa myndum á þá fjóra hvitu fleti sem sjást á myndinni. (Ljósm.SJ)
NYTT BÆJARSKIPULAG A NESKAUPSTAÐ:
Ibúarnir taki þátt í
þessu með okkur
sagði Logi Kristjánsson bœjarstjóri
Bæjarstjórn Neskaupstaöar
hefur ákveöiö aö kaupa skipu-
lagstillögur þeirra Ormars Þórs
Guömundssonar og félaga, sem
þeir sendu i skipulagssamkeppni
Sambands s veitarfélaga um
skipulag sjávarkauptúna í tilefni
50 ára afmælis skipulagslaganna,
en þeir tóku Neskaupsstaö fyrir.
Er meiningin hjá bæjarstjórninni
aöljúka aöalskipulagi á tveim ár-
um eöa fyrir árslok 1975.
Logi Kristjánsson bæjarstjóri á
Neskaupstað sagði að ákveðið
hefði verið að kaupa þetta skipu-
lag til að koma af stað umræðum
meðal ibúa Neskaupstaðar um
þetta mál og fá þá til að hugsa um
það umhverfi sem þeir búa i og
taka þá um leið afstöðu og virkan
þátt i málunum.
A laugardaginn var komu þeir
Ormar Þór og félagar austur og
skiluðu tillögunum af sér á al-
mennum borgarafundi. Þar
gerðu þeir grein fyrir þeim, og
strax á eftir voru opnaðar um-
ræöur um tillögurnar auk þess
sem fólk gat lagt spurningar sin-
Logi Kristjánsson
ar fyrir þá. Eftir fundinn gafst
fólki svo kostur á aö ræða við
arkitektana um einstaka þætti
skipulagstillagnanna og annað
sem málið varðar.
Logi sagði að svo virtist sem
töluverður áhugi væri meðal ibúa
Neskaupstaðar fyrir þessu máli.
Sagði hann að ætlunin væri, að
meiri umræður færu fram um
málið meðal ibúanna, — þvi það
er stefna okkar að ná til fólksins
með málið og að þaö taki sem
virkastan þátt i þvi, sagði Logi.
Ekki verður farið nákvæmlega
eftir þeim tillögum sem þarna
liggja fyrir, enda eru þær samdar
fyrir 2 árum og allar tölur sem
farið var eftir við gerð þeirra eru
siðan 1970, þannig aö ýmsu þarf
að breyta frá þvi sem nú er. —
Auk þess lit ég svo á, að aöal-
skipulag sé alltaf þróun háð og
verði ekki ákveðið i eitt skipti fyr-
ir öll, sagði Logi. En slikar tillög-
ur sem þessar eru nauðsynlegar
til að styðjast við.
—S.dór
Mótmæla skemmtistað
yið Suðurlandsbraut
A fundi borgarráös I fyrradag
var lagt fram undirskriftaskjal
frá ibúum i smáhúsahverfinu viö
Suöurlandsbraut og nágrenni,
sem stundum var nefnt Múla-
kampur eöa Gunnarsborg.
í skjalinu óska ibúarnir þess að
borgaryfirvöld hlutist til um að
ekki verði opnaöur skemmtistað-
ur viö Suðurlandsbraut meðan
ekki hefur verið gengið frá samn-
ingum við ibúa þeirra húsa sem
verða að vikja af skipulagsástæð-
um.
Þessi skiljanlega ósk ibúanna i
hverfinu er hluti af miklu stærra
máli sem felst i viðleitni þeirra til
að rétta hlut sinn gagnvart borg-
aryfirvöldum. Hverfi þetta var
byggt með samþykki borgaryfir-
valda, en nú er fólkið sem óðast
hrakið brott án þess að yfirvöld
fáist til að koma til móts við kröf-
ur þess. Borgin vill aðeins greiða
mjög lágt verð fyrir húsin, og
yfirvöld hafa mjög tregðast við aö
ræða við ibúana um vandamál
peirra sem eru neyddir til að
flytja brott.
MBL. HEFUR
EFTIR LAING:
Mikil
stjórn-
málaleg
dirfska
Blaðamenn Morgunblaðsins
hafa gert sér sérstaklega titt við
Austen Laing framkvæmdastjóra
breskra togaraeigenda. t Mbl. i
gær er birt viðtal við þennan holl-
vin blaðsins, og þar fer hann
nokkrum orðum um tillögur þær
sem ræddar voru á fundum for-
sætisráðherra Breta og tslend-
inga i London fyrr i mánuðinum.
Austen Laing segir:
„Niðurstöðurnar eru enn trún-
aöarmál svo að ég get þvi miður
ekki fjallað um þær efnislega við
yður, en þér megiö hafa það eftir
mér, að ég dáist að forsætisráð-
herrunum sem ég tel, að hafi báð-
ir sýnt mikla stjórnmálalega
dirfsku, Heath meö þvi aö draga
breska flotann til baka,
Jóhannesson meö þvi aö fara
heim til stjórnar sinnar meö þcss-
ar tillögur”.
Hver hefur
séðR-24133?
A sunnudaginn, frá kl. 2 um
nóttina til kl. 3 um daginn var bif-
reiðinni R-24133 stolið þar sem
hún stóð á götunni fyrir framan
Fornhaga 17. Bifreiöin er af gerð-
inni Moskwitch, árgerð 1970, hvít
að lit. Auglýst var eftir henni i út-
varpinu á mánudag, en bar ekki
árangur, og þvi biður rann-
sóknarlögreglan alla þá, sem
kynnu að hafa séð til bifreiðarinn-
ar, að hafa samband við sig.
Stj órnmálasam-
band við Kenýu
Rikisstjórn tslands og rikis-
stjórn Kenya hafa ákveðið að
taka upp stjórnmálasamband.
Sendiherra Kenya á tslandi
mun hafa aðsetur i Stokkhólmi,
en ákvörðun hefir eigi enn verið
tekin hvað snertir aðsetur is-
lensks sendiherra i Kenya.
(Frá utanríkisráðuneytinu)
HEITT í KOLUM FRAMSÓKNAR:
Möðruvallahreyfing svarar Tómasi
Framkvæmdancfnd Mööru-
vallahreyfingar sendi frá sér
fréttatilkynningu i gær i tilefni
forustugreinar i „Timanum" i
gær, þar sem skoraö var á
„Holla flokksmenn” að svara
vinnubrögðum Möðruvalla-
hreyfingarinnar „með viö-
eigandi hætti”. Ekki er þaö
skýrt i forustugrein „Timans”
hver sé viöeigandi háttur i
þessum efnum.
t fréttatilkynningu Möðru-
vallahreyfingar segir:
„Vegna árásar Tómasar
Karlssonar i leiðara Timans
hefur framkvæmdanefnd
Möðruvallahreyfingarinnar
ákveðið að birta nú stefnu-
ávarp hreyfingarinnar, svo að
allur almenningur fái rétta
mynd af eðli ávarpsins.
Stefnuávarp Möðruvalla-
hreyfingarinnar hefur aðeins
verið sent til tæplega 300
manna, sem allir teljast
trúnaðarmenn Framsóknar-
flokksins, en ekki „dreift i
þúsundum eintaka” eins og
Tómas Karlsson fullyrðir i
árásarleiöara sinum.
Möðruvallahreyfingin er
eins og fram kemur i ávarpinu
samtök félagshyggjufólks
innan Framsóknarflokksins.
Hún hefur að markmiði að
„halda á lofti innan flokksins
þeim hugsjónum sem eru
grundvöllur tilveru hans, og
efla tengslin við þau stjórn-
málaöfl önnur, sem eiga
mesta samleið með slikri hug-
sjónabaráttu”.
Möðruvallahreyfingin var
stofnuð á Akureyri 27. ágúst
sl.
Þá er i fréttatilkynningunni
gerð grein fyrir þvi hverjir
skipa framkvæmdastjórn
hreyfingarinnar enþeireru:
Arnór Karlsson, fyrrv.
form. kjördæmissambands
Framsóknar á Suðurlandi,
miöstjórnarmaður i. Fram-
sóknarflokknum.
Elias Snæland Jónsson,
blaðamaður við Timann, for-
maður SUF, i miðstjórn.
Eyjólfur Eysteinsson (Jóns-
sonar alþingismanns) for-
maður Framsóknarfelags
Keflavikur, miðstjórnar-
maður i Framsóknarflokkn-
um.
Friðgeir Björnsson, mið-
stiórnarmaður i flokknum,
fyrrv. starfsmaður þing
flokks Framsóknarflokksins.
Hákonar Hákonarson,
Akureyri, miðstjórnarmaður
og i stjórn kjördæmissam-
bands framsóknarmanna i
Norðurlandi eystra.
Kristján Ingólfsson,
Hallormsstað, varaþing-
maður og nýkjörinn i mið-
stjórn fyrir Austurland.
Magnús Gislason á Frosta-
stöðum, miðstjórnarmaður og
varaþingmaður.
Ólafur Ragnar Grimsson,
m iðstjórnarmaður . og
stjórnarmaður i SUF.
„Árásarleiðarinn"
Forustugrein Timans i gær,
sem Möðruvallamenn nefna
„árásarleiðara” Tómasar
Karlssonar, lauk með þessum
oröum:
„Af skiljanlegum (svo!)
ástæðum hefur Þjóðviljinn
haft mikinn áhuga á vexti og
viögangi „Möðruvallahreyf-
ingarinnar” og hinn 17. okt. sl.
skýrir hann frá þvi i forsiðu-
frétt, að hreyfingin hafi komið
sér saman og samþykkt
stefnuskrá. Hann skýrir frá
þvi að eftirtaldir menn skipi
framkvæmdanefnd Möðru-
vallahreyfingar”, og samkv.
heimild Þjóðviljans eru það
þessir menn: Arnþór (svo!)
Karlsson, Elias Snæland
Jónsson, Friðgeir Björnsson,
Ifákon Hákonarson, Kristján
Ingólfsson, Magnús Gislason
og Ólafur Ragnar Grimsson.
Allir þessir menn, sem
fylgjast vel með blaða-
skrifum, hafa látið þvi ómót-
mælt, að þeir skipi fram-
kvæmdanefnd „Möðruvalla-
hreyfingar” og beri þar meö
ábyrgð á þeim rógi um Fram-
sóknarflokkinn og forustu-
menn hans, sem nú er dreift
um landið. Hollir flokksmenn
þurfa að svara svona vinnu-
brögðum með viðeigandi
hætti”.
Ekki er alveg ijóst hvort
Tómas Karlsson nefnir áhuga
Þjóðviljans á vexti og við-
gangi „Möðruvallahreyfingar
til þess að styrkja þá menn
eða veikja sem þar eru i fyrir-
svari. Liklegra er þó að
Tómas telji að með þvi að
bendla Möðruvallamenn við
Þjóðviljann séu þeir gerðir
tortryggilegir. Er það ekki ný
bóla i skrifum Tómasar að
þannig sé að farið. Hann má
þó minna á að Morgunblaðið
birti nöfn framkvæmda-
nefndarmannanna seint i
ágúst og einnig að Þjóðviljinn
er fréttablað, sem Tómas
raunar veit vel og kann að
meta þvi margra vikna gömul
frétt úr Þjóðviljanum er hituð
upp i dimmdálk á forsiðu tir
ans i gær. — sv.