Þjóðviljinn - 01.11.1973, Page 5

Þjóðviljinn - 01.11.1973, Page 5
Finuntudagur 1. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Vélstjórafélag Suðurnesja: Islendingar einir hafi lögsöguna Eftirfarandi samþykkt var gerð á almennum fundi i Vél- stjórafélagi Suðurnesja siðastlið- inn sunnudag: „Almennur fundur i Vélstjóra- félagi Suðurnesja vill itreka fyrri yfirlýsingar um stuðning við að- gerðir rikisstjórnarinnar i land- helgismálinu. Alitur fundurinn að fagna beri þeim áfanga, sem náð- ist i viðræðum forsætisráðherra Bretlands og tslands. Fundurinn telur að tryggja beri að lögsaga tslendinga einna sé ótviræð yfir fiskiveiðilögsögunni. Lýsir fund- urinn þvi yt'ir fullum stuðningi við siðustu samþykkt rikisstjórnar- innar”. Haraldur Guðbergsson hlaut verðlaun á alþjóðasýningu Hvernig verða á „Biennale d’illustrations ’73, fyrir teikningar í lestrarbók Fyrri hluta septembermán- aðar var haldin i Bratislava i Tékkóslavakiu alþjóðleg sýn- ing á myndum og teikningum úr bókum barna og unglinga. Sýndar voru upphaflegu teikningarnar og einnig bæk- urnar, sem myndirnar eru i. Sýningar af þessu tagi eru haldnar annað hvert ár, og nefndist þessi Biennale d illustrations y73. Þátttakendur voru frá 50 löndum, og dæmdi alþjóðleg nefnd um teikning- arnar. Voru veitt nokkur verð- laun og viðurkenningar fyrir hinar bestu þeirra. Rikisút- gáfa námsbóka sendi á sýn- inguna nokkrar teikningar og bækur og hlutu myndirnar i einni bókinni heiðursviður- kenningu. Eru þær gerðar af Haraldi Guðbergssyni teikn- ara og eru i Lestrarbók handa 6. bekk barnaskóla. Haraldur Guðbergsson ætti að vera öllum kunnugur hér heima fyrir teikningar sinar, m.a. myndskreytingari Lesbók Morgunblaðsins við frásagnir úr Snorra-Eddu, sjónvarps- gagnrýnismyndir i bjóðvilj- anum, oglika má geta þess að myndir hans á haustsýningu Félags isl. myndlistarmanna i ár vöktu mikla athygli. Sinfóníutón- leikar í kvöld i kvöld verða þriðju tónlcikar Sinfónluhljómsvcitar tslands i lláskólabiói. Stjórnandi vcrður Okku Kamu fra Finnlandi, en Þjóðverjinn Walter Trampler lcikur einleik á viólu. A cfnis- skránni er: Don Giovanni forleik- ur cftir Mozart, Viólukonsert eftir Bcla Bartok og Sinfónia nr. 1 i c- moll eftir Brahms. Okko Kamuvar aðeins tveggja ára er hann byrjaði að læra á fiðlu hjá Vaino Arjava konsertmeist- ara Borgarhljómsveitarinnar i Helsinki, en faðir hans lék þar á kontrabassa. Sex ára innritaðist hann i Sibeliusakademiuna og varð nemandi Onnis Suhonen, sem ereinnaf frægustu fiðlukenn- urum i Finnlandi. Vegna framúr- skarandi hæfileika komst hann brátt i unglingahljómsveitina i Helsinki, og 18ára varð hann leið- andi fiðluleikari i einum þekkt- asta kvartett Finnlands, Suhon- en-kvartettinum. Jafnhliða fiðlu- náminu kynnti hann sér hljóm- sveitarstjórn, og eftir að hann hlaut fyrstu verðlaun i Karajan- hljómsveitarstjórakeppninni hef- ur hann verið eftirsóttur hljóm- sveitarstjóri. Hann er hljóm- leikagestum kunnur frá loka- hljómleikum siðasta starfsárs Sinfóniuhljómsveitar lslands. Walter Trampler fæddist i Munchen i býzkalandi og byrjaði tónlistarnám sitt aðeins sex ára að aldri. Sautján ára gamall fór hann i hljómleikaferðir um Evr- ópu með Strub-kvartettinum, og ári seinna varð hann leiðandi vióluleikari Sinfóniuhljómsveitar Berlinarútvarpsins. Er heims- styrjöldin siðari braust út, hélt Walter Trampler til Bandarikj- anna og starfaði i „The New Music Quartet” næstu niu árin. Undanfarin ár hefur Walter Trampler leikið með öllum helstu hljómsveitum Evrópu og verið gestur á ýmsum listahátiðum, þar sem hann hefur leikið helstu verk fyrir viólu svo og Viola d amore, sem hann hefur lagt mikla alúð við að kynna bæði á hljómleikum og hljómplötum. Walter Trampler leikur á meistaraviólu, sem bræðurnir Hieronymous og Antonio Amati smiðuðu i kringum 1620. fiskveiði- lögin? A undanförnum velrum hefur Félag áhugamanna um sjávarút- vegsmál haldið uppi reglulegu lundarhaldi, þar sem flutt hafa verið fræðsluerindi um margvis- legefni varðandi sjávarútveginn. Yfir sum armánuðina hefur starfsemin legiö niðri að vanda. Félagið er nú að hefja vetrar- starfið. Leitast mun verða við á fundum vetrarins að taka til um- ræöu ýmsa þætti og vandamál sjávarútvegsins á liðandi stund. Fyrsti íundur þessa vetrar verður i Kristalssalnum að Hótel Loftleiðum kl. 20.30 i kvöld. bar mun Gils Guðmundsson, formað- ur fiskveiðilaganefndar reifa málin, og tala um frumvarp fisk- veiðilaganefndar. betta er frum- varp til laga um veiðar með botn- vörpu, flotvörpu og dragnót i fisk- veiðilandhelginni, sem lagt var fram á siðasta þingi, en af- greiðslu þess frestað til þessa þings. Sjávarútvegsráðherra mun mæta á fundinn og svara fyrir- spurnum um þessi mál. Búast má við að ýmsir framtaksmenn i sjávarútvegi muni mæta á fund- inn, svo vænta má fjörugra og væntanlega gagnlegra umræðna. Ein af verðlaunamyndum liaralds I lestrarbókinni, og er myndin I kafla úr Egils sögu. Skallagrimur kastar bjargi ofsareiöur á eftir am- báttinni Brák. 1 stjórn félagsins éru nú dr. Jakob Magnússon, formaður, dr. Jönas Bjarnason, ritari og bór- oddur'l'h. Sigurðsson gjaldkeri og i varastjórn eiga sæti Loftur Júliusson, Eyjólfur Marteinsson og borsteinn Arnalds. Herstöðvaandstœðingár héldu fund á Reyðarfirði Herinn fari burt Samtök herstöövaandstæöinga á Austurlandi gcngusj fyrir al- ineniuim fundi á Reyðarfirði um herstöövamáliö sunnudaginn 2S. október. Framsöguræöur fluttu Elias Snæland Jónsson, F.inar Baldursson og Cecil Haraldsson, en að ræöum þeirra loknum uröu talsveröar umræöur. Fundurinn samþykkti svofellda ályktun: „Almennur fundur haldinn á vegum Samtaka herstöðvaand- stæðinga á Reyðarfirði 28. októ- ber 1973 skorar á rikisstjórnina aö vinna hiklaust að framgangi á- kvæðis málefnasamningsins um brottför hersins. Jafnframt hvet- ur fundurinn herstöðvaandstæð- inga til að halda vöku sinni um allt land og veita stjórnmála- mönnum þann stuðning og aðhald sem þarf”. Fundarstjóri var Hjörleifur Guttormsson og fundarritari Hlin Agnarsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.