Þjóðviljinn - 01.11.1973, Page 6

Þjóðviljinn - 01.11.1973, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. nóvember 1973. i MOWIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson <áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Blaöaprent h.f. SAMSTARF VINSTRIFLOKKANNA UM BORGARMÁL Eitt beittasta vopn ihaldsins i borgar- stjórnarkosningum i Reykjavik hefur verið áróðursbragð, sem nefnt hefur verið „glundroðakenningin”. Þessi „kenning” er eitthvað á þessa leið: Minnihlutaflokk- arnir i borgarstjórn eru svo margir og svo sundurleitir að þeir geta ekki starfað saman að stjórn borgarinnar. Vissulega hefur þetta áróðursbragð ihaldsins hrifið á kjósendur i rikum mæli og hefur Sjálf- stæðisflokkurinn einkum þessvegna jafnan verið sterkari i borgarstjórnar- kosningum enialþingiskosningum i höfuð- borginni. En nú á siðustu tveimur til þremur árum hafa gerst tiðindi i þessum efnum sem i verki kippa stoðunum undan glund- roðakenningu ihaldsins. Það sem mest er áberandi i þessum efnum er stjórnarsamstarfið i rikis- stjórninni. Þar hafa vinstri flokkar starfað saman á þriðja ár og hefur i sam- einingu tekist að koma ýmsum veiga- miklum málum til framkvæmda svo sem alþjóð má gerst vita. Þjóðviljinn hefur komist þannig að orði um samstarf i rikis- stjórn, að framkvæmd tiltekinna málefna væri „stærsta sameiningarmálið”. Með þvi átti blaðið við að þrátt fyrir allt tal um sameiningu meðal vinstri manna verður slikt aldrei raunhæft — aldrei annað en helber blekking — ef ekki fylgja pólitiskar athafnir. Hitt meginatriðið sem i rauninni kippir gersamlega stoðunum undan ,,glund- roðakenningu” ihaldsins er það samstarf sem á þessu kjörtimabili hefur átt sér stað meðal borgarfulltrúa vinstriflokkanna i borgarstjórn Reykjavikur. Vinstriflokk- arnir, fjórir, eiga sjö borgarfulltrúa, og enda þótt þessir fjórir flokkar hafi fengið meirihluta atkvæða i siðustu borgar- stjórnarkosningum, eru þeir i minnihluta i borgarstjórninni. En þó að hér sé um f jóra flokka að ræða hefur samstarfið tekist hið besta. Nú vinna þessir sjö borgarfulltrúar sameiginlega að undirbúningi tillögu- gerðar vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir árið 1974 og er það i fjórða sinn, að þessir flokkar standa saman að afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir borgina. Þá hafa fulltrúar minni- hlutaflokkanna i borgarstjórn hvað eftir annað átt algera samstöðu um ýmsar tillögur sem verið hafa á dagskrá borgar- stjórnarinnar þau þrjú og hálft ár sem lið- in eru frá borgarstjórnarkosningunum. Hér er um afskaplega þýðingarmikla þróun að ræða sem bendir ótvirætt i þá átt að þessir flokkar geti unnið saman að stjórn borgarinnar. Enda er mál til komið að ihaldið hljóti hvildina. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur haft meirihluta i bæjar- og borgarstjórn Reykjavíkur i fjóra áratugi. Eru Reykvíkingar einfaldlega orðnir leiðir á alltumfaðmandi stjórnarfari ihaldsins i höfuðborginni. Þeim finnst að vonum timi til kominn að skipta um og fá i staðinn borgaryfirvöld sem stjórna i þágu allra borgarbúa en ekki einvörðungu kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Það er nefnilega það alvarlegasta við framkomu Sjálfstæðisflokksins i borgarmálunum að hann hefur reynt að reyra borgarstofnanir allar i flokksbönd þannig að þær séu engu likari en einskonar útibúum frá Sjálf- stæðisflokknum. Iðulega kemur það til dæmis fyrir á borgarstjórnarfundum, að fulltrúar ihaldsins rugla saman borginni og Sjálfstæðisflokknum i ræðum sinum! Það hefur ekki látið mikið yfir sér sam- starf fulltrúa vinstri flokkanna i borgar- stjórn, en það er þó traustur grunnur til samstarfs vinstri manna að borgarmál- efnum i framtiðinni. Norræni sumarháskólinn er hefja vetrarstarfsemina Norræni sumarháskólinn er nú aö hefja vctrarslarf sitt, cn suinarmót hans var haldiö i Rör- os f Noregi dagana 3.-12. ágúst. Þar tóku þátl ellefu islendingar úr sex námshópum. Á þessu sumarmóti komu saman þátttak- endur námshópa frá nftján há- skólabæjum á Noröurlöndum, sem starfaö höföu um veturinn. Þeir geröu grein fyrir starfi sínu og báru saman bækur sinar. Nor- ræni sumarháskólinn var stofn- aöur áriö 1950, og hafa suinar- mótin siöan vcriö þungamiöja starfsins, enda dregur skólinn nafn af þeim. Siðari árin hefur vetrarstarfið sem undirbúningur undir sumar- mótin fengið sffellt aukna þýð- ingu. Það er fólgið i starfi náms- hópa, sem taka til umræðu ýmis- leg félagsleg og visindaleg vandamál, sem eru ofarlega á baugi hverju sinni. A vegum tslandsdeildar Nor- ræna sumarháskólans hafa nokkrir námshópar starfað und- anfarin ár, og þátttakendur úr hópunum hafa tekið þátt i sumar- mótum hans og lagt ýmislegt af mörkum. Sumarþing var haldið hér 1968 og er ætlunin að íslend- ingar haldi hér mót niunda hvert ár. A sumarmótinu i Röros var Steingrimur Gautur Kristjáns- son, lögfræðingur, kosinn i stjórn útgáfunefndar sumarháskólans af hálfu fslandsdeildarinnar, en sumarháskólinn hefur gengist fyrir stofnun ritraðar, sem birtir valdar greinar sem til verða i starfi skólans. Þegar er komið út i þessum flokki eitt rit, sem ber heitið Rikiseinokunarauðvaldið i Finnlandi. Yfirleitt er gert ráð fyrir að ritröðin fjalli um visinda- leg og heimspekileg efni. Skýrði Steingrimur Gautur blaðamönn- um svo frá á fundi, sem haldinn var af tilefni byrjunar vetrar- starfsins, að ritröðinni mætti skipta i tvær greinar:! fyrsta lagi rít, sem yrðu til af starfi náms- hópanna og i öðru lagi þýdd rit, sem óliklegt væri að aðrir gæfu út. Norræni suiiiarháskólinn cr öll- um opinn án tillits til fyrri inennt- unar og prófa. t námshópum hans hefur mikið verið fjallað um efni eins og vistfræði og þjóðfélags- fræði, og hefur skólinn reynst ágætur vettvangur fyrir náms- menn og yngri fræðimenn að bera saman bækur sinar. Þar hafa menn út ýmsum fræðigreinum komið saman tii að fjalla um sama verkefni, til dæmis um vist- fræði, sem er fræðigrein sem al- veg ákveðið kemur jafnt við náttúruvisindamönnum, hag- fræðingum, stjórnmálamönnum og fleirum. Námshóparnir taka hver um sig fyrir ákveðin mál og leitast við að kryfja þau til mergj- ar. Hver námshópur kýs sér for- mann i upphafi vetrarstarfs. Þeir, sem islensku námshóparnir kjósa til formennsku i haust, koma saman á fund með norrænu námshópsstjórunum i Sigtuna i janúar n.k. A sumarmótinu i Röros voru um þrjú hundruð manns, og mun óhætt að fullyrða að starfsemi sumarháskólans hafi aldrei verið blómlegri en sfðustu árin. Tiu efni voru i ár til að velja úr fyrir námshópana, sem að þessu sinni verða sex talsins hér á landi, eða jafnmargir og i fyrra, og er það met i starfsemi skólans hérlendis. nú að Um fjögur viðfangsefnanna, sem fyrir valinu urðu nú, var einnig fjallað i námshópum i fyrra, en þau eru: Vistfræði og þjóðfélag, námshópstjóri Þorsteinn Vil- hjálmsson, eðlisfræðingur, Staða konunnar i auðvaldsþjóðfélagi, námshópstjóri Vilborg Harðar- dóttir, blaðamaður, Réttarkerfi og framleiðsluhættir, námshóp- stjóriPáll Skúlason, lögfræðingur og Lýðræðisleg rannsókna- og menntastefna, námshópstjóri Þorvaldur Búason, eðlisfræðing- ur. Auk þessara fjögurra við- t upphafi haustmisseris hafa eftirtaldir stúdentar lokið prófum við Háskóla tslands: Embættispróf i guöfræöi: (3) Birgir Asgeirsson Jakob Ag. Hjálmarsson Jón D. Hróbjartsson. Embættispróf i lögfræöi: (10) Arnar Guðmundsson Árni Kolbeinsson Björn Hafsteinsson Guðmundur Sigurjónsson Jón Steinar Gunnlaugsson Ólafur G. Gústafsson Pétur Gunnlaugsson Sigurberg Guðjónsson Skarphéðinn Þórisson Sævar Lýðsson. Kandidatspróf i viöskiptafræð- um: (12) Ágúst Einarsson Birgir Björn Sigurjónsson Björn Bjarnason Björn Björnsson Daniel Þórarinsson Guðmundur örn Gunnarsson Hulda Auður Kristinsdottir Karl M. Kristjánsson Kristján Gunnarsson Stefán Friðfinnsson Steingrimur Þ. Gröndal örn Guðmundsson B.A.-próf i heimspekideild: (13) Áki Gislason Guðni Kolbeinsson Helgi Guðmundsson Ingibjörg Sæmundsdótir fangsefna fjalla námshópar i ár um tvö eftirtalin efni: Sögu vis- indanna og Sögu verkalýshreyf- ingarinnar. Nú er áformað að starfsemi námshópa hefjist með því að all- ir, sem áhuga hafa á starfsemi Norræna sumarháskólans, komi á fund i Norræna húsinu laugar- daginn þriöja nóvember klukkan fimm. Þar verður skipt i náms- hópa og valdir námshópstjórar. Stjórn tslandsdeildar Norræna sumarháskólans skipa: Sveinnn Skorri Höskuldsson, formaður, Kristin Norðfjörð, ritari, Björn Stefánsson, ólafur Jónsson, Páll Skúlason, Vilborg Harðardóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson og Þor- valdur Búason. Jörgen L. Pind Kolbrún Hjartardóttir Magnús Grimsson Sigriður Sigurðardótir Soffia Kjaran Trausti Júliusson Úlfar Bragason Þráinn Hallgrimsson Fyrri hluta próf i verkfræöi: (3) Geir R. Jóhannesson Hallgrimur Gunnarsson Kristján H. Bjartmarsson. B.S.-próf i vcrkfræði- og raunvis- indadeild Stærðfræöi sem aðalgrein: (1) Sigriður Hliðar Gunnarsdóttir Eölisfræði scin aðalgrein: (1) Einar H. Guðmundsson Jaröfræöi sem aöalgrein: (3) Árni Hjartarson Margrét Hallsdóttir Sigriður P. Friðriksdóttir Landafræöi sem aðalgrein: (2) Bjarni Reynarsson Sigfús Jónsson Liffræöi sem aðalgrein: (7) Auður Antonsdottir Arni H. Jónsson Bogi Ingimarsson Guðmundur Einarsson Leifur D. Þorsteinsson Tryggvi Gunnarsson Stefán B. Sigurðsson B.A.-próf i almennum þjóðfélags- fræðum: (2) Aðalbjörg Jakobsdóttir Þorbjörg Jósndóttir Iiinkinsviðskipti leið fil láii§við§kipta BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS SÓLÓ- eldavélar b'ramleiöi SÓLÓ-eldavélar af mörgum stæröum og gerö- um, —einkum liagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaöi og báta. — Varahlutaþjónusta — Viljum sérstaklega benda á nýja gerö einliólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaöi. ELDAVKLAVERKSTÆDI .lÓIIANNS FIl. KRISTJÁNSSONAR II.F. KLEPPSVEGI 62'. — SÍMI33069. Haustprófin við Háskólann

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.