Þjóðviljinn - 06.01.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.01.1974, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. janúar 1974 Meö kafla félagsfræöinnar um starfsval. Yfir fyrirsögninni Atvinnuhættir — atvinnuvegir. A sama hátt i kaflanum um starfsval; áhugamál og hæfi- leika: „Börnin leika störf og athafnir fullorðna fólksins sér til gamans. Stúlkur leika t.d. störf húsmóður, hjúkrunarkonu, simastúlku eða setja jafnvel upp hárgreiðslustofu eða nýlenduvöruverslun i barna- herberginu. Piltar leika aftur á móti bifreiðarstjóra, kaupmenn, brunaverði eða flugmenn”. Myndir eru auðvitað i samræmi við textann: Það er pilturinn, sem er sjómaður, vélvirki og keyrir traktor með kaflanum um at- vinnuhætti — atvinnuvegi. Og of- an við kaflann um starfsval er mynd af strák og stelpu, sem snúa hnökkum saman og mæna hvort i sina áttina (til framtiðar- starfanna?). Hann sér karlmenn við landbúnaðarstörf, sjó- mennsku og logsuðu. Hún sér flugfreyju, hárgreiðslukonu og hjúkrunarkonu. I kaflanum „Hollar lifsvenjur” er m.a. fjallað um notkun nautna- lyfja, einkum tóbaksnotkun og bent á, hve hættulegar reykingar eru þroska barna og unglinga. Þar er sérstaklega tekið fram: „Stúlkur, sem vilja lita vel út, ættu ekki að reykja. Tóbakið hef- ur smám saman áhrif á litarhátt þeirra og*þær ófrikka.” Það er greinilega reiknað með, að hégómagirnd sé kennd, sem hægt sé að höfða til hjá stúlkum sérstaklega. Kvennastörf og karlastörf Höfundar starfsfræðinnar virð- ast hafa góðan vilja og segja t.a.m. i bókinni — að visu aftar- lega, að ekki sé rétt að skipta störfunum i sérstök kvenna- eða karlastörf og flest störf geti bæði karlmenn og konur unnið jöfnum höndum, þótt reyndin sé sú, uð sum störf séu unnin nær einvörð- ungu af konum og önnur af körl- um. Þess vegna tali sumir enn um kvenna- og karlastörf, en það stafi að mestu af gömlum við- horfum og hefð, sem óðum sé að breytast. En þvi miður tekst höfundunum ekki sjálfum að losa sig fullkom- lega við gömlu hefðina og við- horfin, segir starfshópurinn um kennslubækur, og bendir t.d,- á kaflana um hússtjórnarstörfin, þar sem talin eru upp störf á heimilinu og enda öll starfsheitin á -kona, -stúlka eða -freyja: „Aðstoðarstúlka, húsfreyja, kaupakona, ráðskona, starfs- stúlka, vinnukona, þvottakona.” Námsbrautin „Hússtjórnar- störf” er lika greinilega aðeins ætlað stúlkum: ,A landinu eru nú 11 húsmæðra- skólar, allt eins vetrar skólar, nema Hallormsstaðarskóli, sem starfar i tvo vetur. Skólarnir veita stúlkum hagnýta fræðslu um heimilisstörf, hússtjórn og barnauppeldi. Inntöku i skólana geta stúlkur fengið, sem orðnar eru 17 ára og lokið hafa skyldunámi”. ,,í öllu starfi skóla skal þess gætt, að konur og karlar njóti jafnréttis í hvívetna, jafnt kennarar sem nemendur". Þannig hljóðar hún, 7. greinin i frumvarpinu um skólakerfi, sem lagt var fram jafnhliða grunn- skólafrumvarpinu, og við vænt- um okkur svo mikils af, ef að lög- um verður. I grein á þessari siðu 6. desember s.l. var lýst núver- andi „jafnrétti” skólakerfisins hvað snertir stöður og verka- skiptingu starfsfólks skólanna og mismunandi námsgreinar og kennslu drengja og stúlkna á skyldunámsstiginu, sem nýju lög- in hlytu að leiða til endurskoðun- ar á. En jafnréttisákvæðið ætti einn- ig að stuðla að endurskoðun á námsefninu sjálfu, kennslubók- unum, sem margar eru morandi af fordómum og úreltum hugsun- arhætti varðandi verkaskiptingu kynjanna i þjóðfélaginu, á heimili og vinnustað, og eðli og hæfileika karla og kvenna. Þótt opinberir aðilar virðist ekki hafa rankað við sér i þessum efnum hafa ýmsir orðið til að vekja athygli á þessu ástandi skólabókanna i timaritsgreinum, einkum kennarar, helst konur. Og i fyrravetur sagði rauðsokkahóp- ur úr gagnfræðaskóla skemmti- lega frá skyndikönnun, sem hann gerði á kennslubókunum, á opn- um fundi i Norræna húsinu. t þessum starfshópi voru þær Anna Þorbjörg Guðjónsdóttir, Oddný Sen, Margrét Steinars- dóttir og Sigrún Jónsdóttir og lásu þær upp dæmi úr fjórum bókum, sem þær höfðu lesið á gagnfræða- stiginu. Og þótt þær séu nú hættar i gagnfræðaskólanum og komnar i menntaskóla eru dæmin enn i fullu gildi, þvi bækúrnar fiórar. Starfsfræði handa gagnfræða- skólum, Félagsfræði handa ung lingaskólum og enskunámsbæk- urnar Present Day English for F'oreign Students og Question and Answer, eru enn kenndar i ung- lingaskólunum. Enskubækurnar verstar Einna verstar i sambandi við kynskiptingu starfa og úrelt við- horf taldi hópurinn enskunáms- bækurnar, einkum þær, sem gefnar eru út i Englandi sjálfu, en eru einmitt af kennurum taldar góðar til kennslu við beinu að- ferðina svokölluðu, þar sem byggt er upp á tali og hugsun á málinu, sem verið er að læra. Og getur undirrituð, sem starfað hef- ur sem enskukennari, vissulega tekið undir þessa skoðun þeirra. A hinn bóginn bentu þær á, að einu kennslubækurnar, sem alveg Starfshópur rauðsokka um kennslubækur. Frá vinstri: Anna Þorbjörg Guðjónsdóttir, Oddný Sen, Margrét Steinarsdóttir og Sigrún Jónsdóttir (Ljósm. A.K.) JAFNRÉTTI SKÓLABQKA: KYNSKIPT STÖRF í ATVINNULÍFI OG Á HEIMILUM Sagtfrá skyndikönnun rauðsokka- starfshóps Margt er um að velja heitir kafli starfsfræðinnar, sem hefst á þessari mynd. væru lausar við svona fordóma, væru námsbækur i öðru tungu- máli, þ.e. dönskunámsbækurnar. Meira að segja i vélritunarbók- inni væri talað um hvenær karl- menn byrjuðu að vinna og gengið útfrá, að þeir væru fyrirvinnur heimilanna. Og þær sem vilja líta vel út... 1 félagsfræðinni gagnrýndi hóp- urinn fyrst og fremst kafla, þar sem fjallaðer um atvinnuhætti og verkaskiptingu og kaflann um starfsval. T.d. er i kaflanum um verkaskiptingu gengið út frá sér- stökum störfum fyrir karla og öðrum fyrir konur, en hvorki bent á, að þannig sé þetta ekki endi- lega lengur, né þurfi að vera, með núverandi lifsháttum, hvað þá, að hvatt sé til jafnræðis i þessu efni. Dæmi (leturbreytingar Þjv.): „Verkaskipting ýmiss konar hefur þekkst hér á landi frá alda öðli. Sum störf hafa nær undan- tekningarlaust verið unnin af karlmönnum, en önnur af kon- um. .. Við sjómennsku er algeng- ast, að karlmenn veiði fiskinn, en konur vinni að verkun aflans. Karlmenn eru leigubilstjórar og stunda byggingavinnu, konur annast aftur á móti matseld og hjúkrunarstörf”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.