Þjóðviljinn - 26.05.1974, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. mai 1974.
©
Við skoðum framboðslistana
KONUR AÐEINS 16'Á%
FRAMBJÓÐENDA
Af samtals 2235 frambjóðendum, sem kosið er um
i bæjar-og sveitarstjórnakosningunum i dag.eruað-
eins 376 konur eða 16 1/2%.
Er þetta þó örlitil framför frá þvi fyrir þremur
árum, þá voru konur aðeins 7í) af 526 eða 15% .
Hlutfailið er konum hagstæðara i kaupstöðunum
en i kauptúnunum, þannig eru konur 230 af 1283
frambjóðendum i kaupstööum eða 17,9%, en aðeins
146 af 952 i kauptúnahreppunum, þ.e. 15,3%
Á 5 stöðuin er sjálfkjöriö. Af samanlagt 50, sein
þar eru á listum,er aöeins 1 kona.
Og af 128 frambjóðendum til sýslunefndar eru
konur ó.
Þótt hlutfall kvenna meðal
frambjóðenda hafi þannig hækk-
að frá þvi f siðustu bæjar- og
sveitarstjórnarkosningum er
sagan þvi miður ekki öll sögð með
þvi. Viða eru þær aðeins i vara-
frambjóðendasætum eða vita
vonlausum sætum á listunum.
Ef við litum þannig á kaupstað-
ina 18 utan Reykjavikur kemur i
ljós, að i fimm efstu sætum list-
anna, sem eru mismunandi
margir á hverjum stað, eru sam-
anlagt 330 manns, þar af eru kon-
ur 53. Og ef við takmörkum okkur
við þrjú efstu sætin kemur i ljós,
að af 198 frambjóðendum i kaup-
stöðum utan Reykjavikur, sem i
þeim sitja, eru konur 23.
Alþýðubandalagið
hefur forystu
Verkin sýna merkin. Það punt-
ar kannski uppá listana að hafa
konur einhvers staðar á þeim, en
alvaran takmarkast við efri hluta
þeirra. Þarna hefur Alþýðu-
bandalagið ótviræða forystu, þótt
enn betur mætti að standa frá
rauðsokkasjónarmiði undirrit-
aðrar. Þannig hefur Alþýðu-
bandalagið á þeim listum i kaup-
stöðum, þar sem það býður fram
sér, 16 konur i fimm efstu sætum
og 7 i þrem efstu. Og á listum, þar
sem það tekur þátt i sameiginlegu
framboði með öðrum vinstri
flokkum, einum eða fleiri, eru 7
konur i efstu fimm sætum og 4 i
þrem efstu.
Framsóknarflokkurinn hefur 8
konur i 5 efstu sætum á listum i
kaupstöðum, en aðeins 3 i þrem
efstu, miðað við hrein flokks-
framboð. Þar sem Framsóknar-
flokkurinn er i samvinnu við aðra
eru 6 konur i efstu fimm sætum, 3
i þrem efstu.
Sjálfstæðisfiokkurinn er lika
með 8 konur i fimm efstu sætum
kaupstaðalistanna samanlagt, en
aðeins 2 i þrem efstu. Hann hefur
hvergi samvinnu um framboð i
kaupstöðum.
Alþýðuflokkurinn er með 5 kon-
ur i fimm efstu sætum þar sem
hann býður fram sér, en aðeins 1 i
þrem efstu. Þar sem hann er i
samvinnu við aðra flokka eru 4
konur i fimm efstu og 4 i þrem
efstu.
Þá eru ótaiin ýmis önnur fram-
boð, einsog Framboðsflokks á
Seyðisfirði, óháðra hér og þar,
flokks ungra kjósenda á Nes-
kaupstað o.s.frv., sem ógjörning-
ur er að skilgreina öll. Eins hefur
ekki verið talið með i þessum
samanburði framboð Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna,
þar sem þau bjóða hvergi fram
ein sér, en þess ber að geta, að
þar sem þau koma við sögu eru
yfirleitt konur i sætum á efri hluta
listanna.
Efstar á 4 listum
— engin á 17
Á aðeins fjórum listum á öllu
landinu eru konur i efsta sæti.
Það eru þær Soffia Guðmunds-
dóttir hjá Alþýðubandalaginu á
Akureyri, Ragnheiður Svein-
björnsdóttir hjá Framsókn i
Hafnarfirði, og Salóme Þorkels-
dóttir hjá Sjálfstæðisflokknum i
Mosfellssveit og Erla Guðmunds-
dóttir á lista óháðra i Hveragerði.
En staðirnir sem boðið er fram á
eru samanlagt 48, þaraf sjálfkjör-
ið á 5. Og samtals eru listarnir i
kaupstöðum og kauptúnahrepp-
um 165 talsins.
Á 17 framboðslistanna eru eng-
ar konur. Þaraf er aðeins einn i
kaupstað, það er listi Fram-
sóknarmanna á Eskifirði.
Á fjórum stöðum þar sem sjálf-
kjörið er er engin kona á listan-
um, það er á Súðavik, Hofsósi,
Djúpavogi og i Höfnum. Fyrir ut-
an þessa staði er aðeins einn til
viðbótar, þar sem engin kona er i
framboði á neinum lista, það er á
Flateyri.
Fyrir utan Framsókn á Eski-
firði og sjálfkjörnu listana eru
það eftirfarandi, sem bjóða fram
hreina karlalista:
Sjálfstæðismenn Hellissandi,
Framsókn Grundarfirði, Alþýðu-
bandalagið Grundarfirði, Alþýðu-
flokkur, Framsókn og SF'V sam-
éiginlega á Patreksfirði, Vinstri
menn Þingeyri, Sjálfstæðismenn
Flateyri, Framsókn og vinstri-
menn Flateyri, Frjálslyndir og
vinstri menn Flateyri, Sjálf-
stæðisfl. úrskurðaður utan flokka
Reyðarfirði, Vinstri menn
Stokkseyri, Alþýðufl., Framsókn
ORÐ
I
BELG
Kona óskast
til að annast kaffihitun og ræstingu á
kaffistofu.
HóftyMjinn.
Skóiavöröustig 19.
Simi 17500.
Halda þeir
að aðeins konur
geti lagað kaffi?
Það lá við að hann væri sigri
hrósandi á svip, kollegiminná
fréttastofu Sjónvarps, þegar
hann afhenti mér auglýsing-
una þá arna úr Þjóðviljanum,
amk. var hann meinfýsinn.
Og er það nema von. Hér er
maður að rifast og skammast
yfir svona löguðu misrétti
kynjanna i auglýsingum frá
öðrum og svo ganga auglýs-
ingastjórinn og framkvæmda-
stjórinn hér sameinaðir fram i
svinariinu. Enda hafa þeir
fengið að heyra það frá kven-
þjóðinni á blaðinu. En haldið
þið að þeir hafi látið sér segj-
ast? Ó-ekkí. Þeir auglýstu
aftur á sama hátt.
Og enn fáránlegra er þetta
með tilliti til þess, að þar var
einmitt karlmaður i þessu
starfi hjá okkur siðast og stóð
sig með prýði, lagaði ljómandi
kaffi og hafði ætíð allt fágað og
hreint.
Núnú, svo fetar lögreglu-
stjórinn i fótsporin og auglýsir
eftir „kaffiumsjónarkonu”.
Það gerði hann lika fyrr i vet-
ur og virðist þarna búinn að
finna upp splunkunýtt, kyn-
greint starfsheiti. Til hvaða
launaflokks skyldi það teljast?
f-
Kaffiumsjónarkona
Lögreglustjóraembættiö óskar aö ráöa
kaffiumsjónarkonu frá 1. júni n.k., vakta-
Umsóknir, ásamt upplýsingum om fyrri
störf, sendist fyrir 27. þ.m.
Lögreglustjórinn i Keykjavik.
20. mai 1974.
Heita eiginkonurnar
ekkert?
Svona er þetta viðar i nán-
asta umhverfi manns. Þannig
segir Andrea handrita- og
prófarkalesari mér frá þvi, að
þegar hún hitti samstarfs-
menn okkar, prentarana, á
árshátið Blaðaprents i vetur
með konunum sinum, var
kynningin þannig:
— Þetta er Andrea, þetta er
konan min.
— Þær heita vist ekkert,
virðast vera, sagði Andrea.
Konur og börn
Eða i viðræðum við nokkra
aðra blaðamenn um Lifeyris-
sjóð blaðamanna. Talið sner-
ist frá lánamálum yfir i eigin-
legt hlutverk sjóðsins, þe. eft-
irlaunagreiðslur og bætur.
— Og ef blaðamenn deyja i
starfi fá konurog börn svo og
svo mikið, kom út úr einum.
Hvers eiga makar blaða-
manna af kvenkyni að gjalda?
Heimilisfang
eiginmannsins
ákvaröandi
Áður hefur verið sagt hér i
belgnum frá konu frá Vest-
mannaeyjum, sem nú er
búsett i Reykjavik og ætlaði
að nota kosningarétt sinn hér.
En þar sem eiginmaður henn-
ar hafði enn lögheimili i Eyj-
um fékk hún ekki að vera á
kjörskrá hér.
og óháðir sameiginlega Stokks-
eyri og óháðir og Alþýðuflokkur
Sandgerði.
Jafnréttiö (!)
í kauptúnunum
Og þá er eftir að athuga, hve
miklir jafnréttissinnar aðstand-
endur framboðslistanna i kaup-
túnahreppunum eru. Þar eru ým-
ist 14 eða 10 á hverjum lista og
ætti þvi að vera réttlátt að skoða
til samanburðar 3 efstu sæti á 14
manna listunum og 2 efstu þar
sem eru 10.
Þar sem 14 eru á lista á Alþýðu-
bandalagið 5 konur i þrem efstu
sætum, Framsókn á 2, Sjálf-
stæðisflokkurinn 1, Alþýðuflokkur
og óháðir 1 og Vinstri og óháðir 1.
Þar sem 10 eru á hverjum lista
eiga sjálfstæðismenn 2 konur i
tveim af efstu sætum, Sjálfstfl. og
frjálslyndir 1, Framsókn 1 og
Óháðir 1, en auk þessa eiga 10
konur 3. sæti á 10 manna listum i
kauptúnahreppum.
Húrra fyrir Alþýðu-
bandalagi Selfoss!
Einsog sjá má á hlutfalli
kvenna á listunum i kauptúna-
hreppunum, 146 af 952 frambjóð-
endum, eru þær allsstaðar i mikl-
um minnihluta þar, alveg einsog i
kaupstöðunum, 230 af 1283. Ein
mjög ánægjuleg undantekning
finnst þó á þessu og það er fram-
boðslisti Alþýðubandalagsins á
Selfossi. Það er eini listinn á land-
inu með jafnmörgum konum og
körlum. Konurnar þar skipa 2., 3.,
6., 8., 10., 12., og 13. sæti. Bravó!
29 af 150
Og þá er aðeins eftir að spekú-
lera i Reykjavikurlistunum. Þar
eru 150 manns i framboði á 5 list-
um, 30 á hverjum. Konur eru
samanlagt aðeins 29. Einsog við-
ast annarstaðar leiðir Alþýðu-
bandalagið með 11 konur á listan-
um, þar af 7 fyrir ofan miðju og 5
af 10 efstu mönnum.
Framsókn kemur næst með 9
konur, 5 fyrir ofan miðju, en að-
eins 3 af 10 efstu.
Þá er J-listi Alþýðuflokksins og
SFV með 7 konur á lista sinum,
þar af 5 fyrir ofan miðju, en að-
eins 2 af 10 efstu.
Sjálfstæðismenn og Frjálslynd-
ir eru jafnir, báðir listar með 6
konum. Á V-lista Frjálslyndra
eru þær allar fyrir ofan miðju og 5
af 10 efstu, en á lista borgar-
stjórnarmeirihlutans núverandi
aðeins 2 ofar miðju og 1 af 10
efstu. Viljinn þeirra i verki!
Bætum misréttið
i þingkjörinu!
Þessi grein var ekki hugsuð
sem kosningaáróður ef einhverj-
um skyldi hafa dottið það i hug
vegna þess hve dreginn er fram
hlutur Alþýðubandalagsins.
Hér hefur verið gengið til verks
með þvi hugarfari að skýra sem
réttast frá staðreyndum um þátt
kvenna i stjórnmálum einsog
hann birtist i framboðum til bæj-
ar- og sveitarstjórnarkosning-
anna. Og hann er engan veginn
nógu góður, ekki heldur hjá Al-
þýðubandalaginu, þótt vissulega
hljóti maður að draga sinar
ályktanir af hug þess flokks og
annarra til jafnréttis kynjanna
við þann samanburð sem hér hef-
ur fengist.
Af þeim ástæðum get ég með
góðri samvisku hvatt þá sem láta
Framhald á bls. 17.
ekki sist i barnaheimilismál-
um. Skorturinn á dagheimilis-
plássum kemur niður á for-
eldrum og þá fyrst og fremst
mæðrunum. Það er svo ótal
mörg mismununin, sem rekja
má beint til þessa hlutar. Og
skorturinn kemur auðvitað
lika niður á börnunum og er
siður en svo ámælisvert að
bera hag þeirra fyrir brjósti.
Betur að fleiri karlar i áhrifa-
stöðum gerðu það lika.
Svo kveðjum við að sinni og
stöndum okkur vel I slagnum i
dag , — En i næstu viku kem-
ur aftur jafnréttissiða og þá
vonast ég til að fá frá lesend-
um fleiri orö i belg.
—vh
Enn hrikalegra er dæmið af
J , sem gift er sjómanni i
millilandasiglingum á erlendu
skipi. Atvinnurekendur hans
krefjast þess af honum, að
lögheimili hans sé skráð er-
lendis þótt hann sé Islending-
ur, enda kemur hann ekki
heim til Islands nema með
margra mánaða millibili.
En J , sem aldrei hefur
búið annarsstaðar og á hér sitt
heimili og börn, fær nú ekki
heldur að kjósa hér Iengur.
Hún hefur verið strikuð útaf
kjörskrá og kæra var ekki tek-
in til greina.
Skyldi það sama hafa gilt ef
þetta hefði verið karlmaður
giftur konu með heimilisfang i
útlöndum?
Hversvegna um
barnaheimili?
Að lokum úrklippa sem Les-
andi sendir úr Visi.
Vist er það leiðinlega áber-
andi, að konum virðist skip-
aður sérstakur bás i útvarps-
og sjónvarpsumræðunum um
sveitarstjórnamál, þe. þær
tala fyrst og fremst um skóla-
mál, heilbrigðisrhál, málefni
aldraðra og barnaheimilis-
mál, þótt vissulega séu til und-
antekningar þar á.
En er þetta ekki lika vegna
þess, að einmitt þær finna
hvar skórinn kreppir mest
tJuörún Jónsdóttir, húsfrú: — Það
var mjög Utift, som ég hiustafti á.
Aftallega var þaft þátiurinn frú
Akureyri, sem ég lagfti eyrun vift,
en þar var engan fróftleík aft hafa.
ftg" er iltið hfilui af.kon.um... i
lyrsta sæti, þær taia M.ra.....,u,ih
Jia'rfialSímill oI*ékkert.annaft.