Þjóðviljinn - 26.05.1974, Qupperneq 17
Sunnudagur 26. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
Dregur til tiðinda í Watergate:
Ford snýst
gegn Nixon
WASHINGTON 25/5 - Gerald
Ford, varaforseti Bandarfkjanna,
sagði i gær, að sú ákvörðun
Nixons að neita að afhenda fleiri
Norska
olían
OSLO — Samkvæmt skýrslum frá
OECD munu Norðmenn græða
talsvert næstu árin á olíunni, sem
fundist hefur i landgrunninu hjá
þeim. Eins og sakir standa búa
þeir við óhagstæðan greiðslu-
jöfnuð við útlönd, en sökum oli-
unnar er talið, að á næstu árum
verði greiðslujöfnuðurinn hag-
stæður að nokkrum mun.
Sunna
Framhald af bls. 20.
merkur i sumar og gert var á
hans vegum i fyrrasumar, þá að
visu að hálfu leyti með dönsku
leiguflugfélagi, Sterling.
Sennilega eru þeir 92 farþegar
sem töfðust i 2—4 daga við að
komast út um daginn ekki eins
bjartsýnir, og liklega ekki heldur
þeir 30 sem biðu peningalausir i 5
daga i Höfn eftir heimferð.
Spurður kvað Guöni Þórðarson
vilja nefna 8.800 krónur sem al-
gengasta fargjaldið I leiguflugi
sinu út til Hafnar, það væri fyrir
meginhlutann af félagshópunum,
en einstaklingsfargjöldin væru
yfirleitt 12—13 þúsund krón-
ur. Far og hótel i viku fyrir ein-
stakling væri t.d. á 17.500 krónur.
Hjá Flugfélaginu fengum við
þær upplýsingar að lægsta hóp-
ferðagjald hjá þeim væri nú rúm-
lega 11 þúsund krónur, og þurfti
þá hópurinn ekki að fylgjast að
heim.
Þjóðviljanum er kunnugt um
skólastúlku sem hugðist taka sér
far með Sunnu um darinn. Eftir
að hafa ferðtygjast nokkrum
sinnum án þess að farið væri,
fékk hún farseðilinn endurgreidd-
an með 16.000 krónum (án hót-
els!) og tók sér siðan far með
Flugfélaginu sem kpstaði 21 þús-
und krónur. Aætlun þess stóðst.
hj—
skjöl og hijóðbönd til þing-
nefndarinnar i Watergate-málum
gæti leitt til þess að forsetanum
yrði stefnt fyrir ríkisrétt. Sagðist
Ford harma þessa þrjósku i
Nixon, og væri þetta miður gáfu-
lega ráðið hjá honum.
Leon Jaworski, sérlegur
rannsóknardómari i Watergate-
málum, bað i gær hæstarétt
Bandarikjanna að krefjast þess
af forsetanum að hann afhendi
umbeðin gögn. Er þetta i fyrsta
sinn, sem hæstiréttur Banda-
rikjanna kemur við sögu i Water-
gate. Er á báðum þessum fréttum
að sjá að nú loksins fari að draga
til meiriháttar tiðinda i málum
þessum.
Eðvarð
Framhald af bls. 20.
borgarstjórn, en hvort sem er,
að samstarf vinstri flokkanna
taki við eða að enn þurfi að
halda uppi minnihlutaandófi,
þá er það frumskilyrði til
árangurs fyrir verkalýðsstétt
borgarinnar, að Alþýðubanda-
lagið sé óumdeiianlega sterk-
asti aðilinn i vinstri fylkingu i
borginni.
Auk þess falla nú nær saman
sveitarstjórnarkosningar og
almennar alþingiskosningar
og þvi geta úrslit i sveitar-
stjórnarkosningunum og
styrkleiki flokka þar i þeim
kosningum haft afgerandi á-
hrif á alþingiskosningarnar.
Það er kannski ennþá augljós-
ara að til þess að haldið verði
áfram þvi margþætta starfi
núverandi rikisstjórnar, sem
hefur miðað að þvi að efla
mjög hag alþýðunnar i land-
inu, til þess er aukinn styrk-
leiki Alþýðubandalagsins al-
veg frumskilyrði. Komi Al-
þýðubandalagið ekki verulega
sterkt út úr þessum tvennu
kosningum, þá mun ihaldsöfl-
unum aukast ásmeginn og þá
getur hver einasti launamaður
sagt sér hvað gert verði til
lausnar þeim erfiðleikum sem
nú eru framundan. Þvi er eng-
um blöðum um það að fletta,
að þau verða leyst á kostnað
verkafólksins.
Þvi eru þessar tvennar
kosningar beinn þáttur i hags-
munabaráttu launafólks —
verkalýðsstéttarinnar.
óre.
Alþýðubandalagið
Skráning
sjálfboðaliða
Alþýðubandalagið vantar sjálfboðaliða til
starfa strax. Fjölmörg verkefni biða vinnu-
fúsra félaga og stuðningsmanna. Nauðsynlegt
er að hef ja þegar i stað skráningu sjálfboðaliða
vegna fundarins i Laugardalshöllinni og vegna
starfa á kjördag, á sunnudaginn kemur.
Siminn er 28655. Opið allan daginn til kl. 10 á
kvöldin. Skrifstofan er að Grettisgötu 3.
Kosningasjóður
Þeir sem hafa fengið senda happdrættismiða
i Happdrætti Alþýðubandalagsins eru beðnir
um að gera skil hið fyrsta. Mörg verkefni biða
þess að fé fáist til framkvæmdanna. Skrifstof-
an á Grettisgötu 3 tekur við skilum. Allar upp-
lýsingar i sima 28655.
Breski
herinn
gegn
mótmœl-
endum?
LUNDtlNUM 25/5 — Breska
stjórnin tilkynnti í gærkvöldi að
loknum ráðuneytisfundi að -ekki
kæmi til greina að hún léti undan
öfgasinnuðum mótmælendum i
Norður-trlandi, sem standa nú
fyrir allsherjarverkfalli er lamað
hefur mestallt atvinnulif
landsins. Talið er liklegt að
stjórnin muni gripa til þess ráðs,
að láta breska hermenn taka við
nauðsynlegustu störfum, til
dæmis við orkuver, en öfgamót-
mælendur hafa margsinnis lýst
þvi yfir að slik afskipti bresku
stjórnarinnar mynu leiðatil mjög
alvarlegra árekstra. — Fjórir
menn voru drepnir á Norður-Ir-
landi i nótt.
Konur 16 1/2%
Framhald af bls. 2.
sig jafnréttismáiin skipta til að
kjósa Alþýðubandalagið i dag.
En betur má ef duga skal. A
sama hátt og við konur þurfum að
ná jafnrétti á menntasviðinu og á
sviði atvinnulifsins, bæði hvað
snertir launakjör, stjórnunarað-
stöðu og áhrif i launþegasamtök-
unum, verðum við að berjast fyr-
ir jafnrétti á þvi sviði þjóðlifsins,
þar sem afdrifarikustu ákvarðan-
irnar eru teknar varðandi lif og
afkomu okkar allra, þ.e. i bæjar-
og sveitarstjórnum og á þingi.
Sameinumst þvi um að róa að þvi
öllum árum, að framboðslistarnir
til alþingiskosninganna 30. júní
veröi konum samboðnari. —vh
Reiðhjólaskoðun
í Reykjavík
Lögreglan og Umferðarnefnd Reykjavik-
ur efna til reiðhjólaskoðunar og umferðar-
fræðslu fyrir börn á aldrinum 7—14 ára.
Mánudagur 27. mai.
Br eiða gerðisskóli Kl. 09.30—11.00
Melaskóli Kl. 13.30- -15.00
Hliðaskóli Kl. 15.30- -17.00
Þriðjudagur 28. mai.
Árbæjarskóli Kl. 09.30- -11.00
Langholtsskóli Kl. 13.30- -15.00
Austurbæjarskóli Kl. 15.30- -17.00
Miðvikudagur 29. mai.
Álftamýrarskóli Kl. 09.30- -10.30
Fossvogsskóli Kl. 10.30- -11.30
Laugarnesskóli Kl. 13.30- -15.00
Breiðholtsskóli Kl. 15.30- -17.00
Fimmtudagur 30. mai.
Hvassaleitisskóli Kl. 09.30- -11.00
Vogaskóli Kl. 13.30- -15.00
Fellaskóli Kl. 15.30- -17.00
Börn úr Landakotsskóla, Vesturbæjar-
skóla, Höfðaskóla, Skóla ísaks Jónssonar
og Æfingadeild K.í. mæti við þá skóla,
sem næstir eru heimili þeirra.
Þau börn, sem hafa reiðhjól sin i lagi, fá
viðurkenningarmerki Umferðarráðs 1974.
Lögreglan i Reykjavik.
Umferðarnefnd Reykjavikur.
DYNACO hátalarar