Þjóðviljinn - 30.05.1974, Síða 6

Þjóðviljinn - 30.05.1974, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. mai 1974. UÚOVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjöftviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) (Prentun: Blaöaprent h.f. LÍTIL SAGA UM LÍTINN ÞINGFLOKK í siðustu alþingiskosningum fengu Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna 5 al- þingismenn. kjörna þingmenn og uppbót- arþingmenn. Nú þegar gengið er til al- þingiskosninga hafa þessir fimm þing- menn klofnað i eins margar einingar og frekast er unnt; þeir hafa valið fimm mis- munandi leiðir: Móðurskip þessa hóps, Hannibal Valdi- marsson, hefur valið þá leiðina- að hætta algerlega og óafturkallanlega afskiptum sinum af stjórnmálum. Það eru vissulega tiðindi, þegar sameiningarleiðtoginn sjálfur gefst upp og fer að búskap sinum i Selárdal eftir langan feril i islenskri verkalýðshreyfingu. Þjóðviljinn vill nota þetta tækifæri til þess að þakka Hannibal allt það sem hann hefur vel gert fyrir is- lenska verkalýðshreyfingu. Hitt verður látið liggja á milli hluta á þessum stað. Annar þingmaður SFV, Karvel Pálma- son, á að heita áfram i SFV, en hann er i stjórnarandstöðu. Þriðji þingmaðurinn, Björn Jónsson, hefur ákveðið að snúast til fylgis við Al- þýðuflokkinn. Það kemur engum á óvart, að Björn gerir slikt, eftir það sem á undan er gengið. Hann hefur allt frá þvi að hann lét ihaldið lyfta sér i forsetastól Alþýðu- sambandsins verið á hraðri leið til hægri, sat jafnan á svikráðum við vinstri stjórn- ina, og það dettur vonandi engum verka- lýðssinna i hug, að Björn Jónsson gangi i Alþýðuflokkinn vegna hagsmuna islensks verkalýðs. Hann er fyrst og fremst að reyna að tryggja sina eigin hagsmuni. Fjórði þingmaðurinn, Bjarni Guðnason, hljóp úr Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og stofnaði nýjan flokk, Frjáls- lynda flokkinn, sem beið afhroð i kosning- unum sl. sunnudag, og er hann þar með úr sögunni. Verður að segja það Bjarna Guðnasyni til hróss að hann skuli láta úr- slitin i borgarstjórnarkosningunum i Reykjavik sér að kenningu verða. Fimmti þingmaðurinn er Magnús Torfi ólafsson, ráðherra. Hann hefur valið enn eina leiðina og styður rikisstjómina.en er áfram i Samtökum frjálslyndra og vinstrimanna. Nú er það eitt eftir að Magnús klofni frá Torfa eins og góður maður orðaði það á dögunum! En gamanlaust: Er ekki auðvelt fyrir vinstrimenn að draga lærdóma af þessum ferli Samtaka frjálslyndra og vinstri manna? Ætti ekki að vera auðvelt að draga þá ofureinföldu ályktun að vinstrimenn eru beinlinis að eyðileggja atkvæði sin i þágu ihaldsins með þvi að kjósa slika flokksnefnu? Er ekki einfalt fyrir vinstrimenn, nú þegar á öllu riður að berjast gegn hættunni frá hægri, að sameinast um Alþýðubandalag- ið, eina vinstriflokkinn i landinu, sem er heill félagshyggjuflokkur og andvigur hersetunni og aðild íslands að NATO. f Al- þýðubandalaginu geta allir vinstrimenn sameinast. Sagan af fimm þingmönnum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna verður von- andi viti til varnaðar, vinstrimenn kjósa þvi Alþýðubandalagið i rikari mæli en nokkru sinni fyrr i kosningunum 30. júni. ÞOLA EKKI VINSTRISTJORNIR Gylfi Þ. Gislason hefur lýst þvi yfir að Valdimarsson var rekinn úr flokknum Alþýðuflokkurinn þoli ekki vinstristjórnir; fyrir vinstrivillu. Þessar upplýsingar kosningaúrslitin i Reykjavik séu i raun og Gylfa Þ. Gislasonar ættu einnig að vera veru eðlileg. Hið sama hafi gerst 1958, en verkalýðssinnum ákaflega fróðlegar nú þá var Alþýðuflokkurinn i rikisstjórn. þegar Björn Jónsson er að ganga i Alþýðu- Þetta eru athyglisverðar upplýsingar og i flokkinn. Björn þoldi heldur ekki vinstri fyllsta samræmi við feril Alþýðuflokksins stjórn og gerist þvi próventukarl á hjá- undanfarin 20 ár, eða frá þvi að Hannibal leigu ihaldsins. Hagur þeirra batnaði mjög á síðasta ári Frá aðalfundum þriggja banka Meðan prentaraverk- fallið stóð yfir bárust Þjóðviljanum fréttir um aðalfundi og ársútkomu priggja banka# Alþýðu- bankans. Iðnaðarbankans og Samvinnubankans. Verður nú rakið nokkuð af því helsta sem fram kom í fréttum bankanna. ALÞÝÐUBANKINN Aðalfundur Alþýðubankans var haldinn laugardaginn 6. april. Samkvæmt skýrslu bankaráðs- formannsins Hermanns Guð- mundssonar batnaði afkoma bankans mjög á sl. ári og hagur efldist. Rekstrarafgangur fyrir afskriftir nam 6,1 milj. kr., en sambærileg tala fyrir árið áður var aðeins 301 þúsund krónur. Heildarútlán 1973 námu 465,4 milj. kr. og höfðu aukist frá fyrra ári um 40,4%. Veðdeild mun á næstunni hefja starfsemi við bankann. Einar ögmundsson varafor- maður bankaráðsins gerði grein fyrir tillögu um aukningu hluta- fjár um 100 milj. kr. í tillögunni var gert ráð fyrir þvi, að stéttar- félögin hafi sem fyrr forkaupsrétt að hlutabréfum, en þeim er heim- ilt að selja allt að 40% til félags- manna sinna. Bankaráð skipa þessir menn: Hermann Guðmundsson, Einar ögmundsson, Björn Þórhallsson, Jóna Guðjónsdóttir, Markús Stefánsson. IÐNAÐARBANKINN Aðalfundur Iðnaðarbankans var haldinn 30. mars. Heildarút- lán bankans jukust um 22,3% á árinu 1973, en innlánin um 30%. Akveðið var að tvöfalda hlutafé bankans. A aðalfundinum var fjallaðum afkomu Iðnlánasjóðs. í bankaráð voru kjörnir: Gunnar J. Friðriksson, Vigfús Sigurðsson, Haukur Eggertsson. Iðnaðarráð- herra skipaði þá Benedikt Da- viðsson og Guðmund Ágústsson I bankaráðið. SAMVINNUBANKINN Aðalfundur Samvinnubankans var haldinn 23. mars. Veru'eg innlánsaukning var á sl. ári eða um 35,6% alls. Fjármagns- streymi i gegnum bankann nam 37 miljörðum á sl. ári; jókst um 55,8% á árinu. Rekstursafkoma bankans batnaði, og samþykkti fundurinn að greiða hluthöfum arð. í bankaráði eru: Erlendur Einarsson, Hjörtur Hjartarson, Vilhjálmur Jónsson. Kaupgarður kynnir franskan varnmg Verslunin Kaupgarður, sem er til húsa að Smiðjuvegi 9, Kópa- vogi, og rekin á svipuðum grund- velli og Hagkaup, kynnir þessa dagana sérstaklega franskar nið- ursuðuvörur, sem seldar eru á hagkvæmu verði. Hefur fyrirtæk- ið gerst umboðsaðili fyrir fransk- an niðursuðuvarning frá fyrir- tækinu General Conserve. Eigendur Kaupgarðs sögðu fréttamanni, að þetta væru vörur i háum gæðaflokki og gerðu þeir sér vonir um góðan markað fyrir þær i framtiðinni. Franski versl- unarfulltrúinn hér, Daniel Paret, sagðist vilja stuðla að meiri við- skiptum milli landanna á sviði matvælaframleiðslu og kvað full- vist að hægt væri að vinna aukinn markað fyrir islenskar sjávaraf- urðir i Frakklandi þegar fullar sættir væru komnar i þorskastrið- inu, en tollar á islenskan varning eru nú of háir i Efnahagsbanda- lagslöndunum. —sj Aðalfundur Kfél. S.-nesja Aðalfundur Kaupfélags Suður- nesja var haldinn i Félagsheimil- inu Stapa I Njarðvik sunnudaginn 5. mai. A fundinn komu 89 fulltrúar frá 4 félagsdeildum, ásamt stjórn og endurskoðendum. Hermann Eiriksson formaður setti fundinn og flutti skýrslu félagsstjórnar. Félagsmenn eru nú 2.414 og hafði fjölgað á árinu um 533. Fram- Suðurnesjadeild FEF Á laugardag kl. 2 verður stofnuð Suðurnesjadeild Félags einstæðra foreldra# í Félagsheimilinu Vík í Keflavík. Síðar í sumar er ætlunin að stofna deildir á isafirði/ Akureyri og ef til vill viðar á landinu, en f jöl- margir félagar í FEF eru búsettir víöa út um land. Fundurinn á laugardaginn er ætlaður öllum einstæðum foreldr- um á Suðurnesjum, sem áhuga hafa á, og sömuleiðis eru velunn- arar og þeir, sem hefðu hug á að gerast styrktarfélagar Suður- nesjadeildarinnar, velkomnir á fundinn. Jóhanna Kristjónsdóttir, form. FEF, kemur á fundinn og flytur ávarp, þá verða umræður o.fl. á dagskrá. Verulegur áhugi virðist rikja viða úti um land að koma upp sér- stökum deildum úr FEF og hefur þvi verið afráðið að stjórn FEF beiti sér fyrir þvi, méð aðstoð heimamanna, að koma upp þess- um félögum. kvæmdir á árinu voru bygging vörugeymslu við Vikurbraut. Hafin var stækkun sölubúðar- innar við Hringbraut 55. Kaupfélagsstjóri Gunnar Sveinsson flutti siðan skýrslu um reksturinn. Heildar vörusala félagsins nam kr. 455.809.805 og hafði aukist um 42,9%. Afsláttur veittur félagsmönnum út á af- sláttarkort nam kr. 2.868.315.-. Slátrað var á vegum félagsins i Grindavik 9.245 fjár. Rekstraraf- gangur nam kr. 1.396.261,- eftir að .ifskriftir höfðu verið færðar. Af tekjuafgangi Kaupfélagsins var ráöstafað til eftirtalinna aðila. Til Skátafélags Heiðarbúa kr. 150.000.- til Njarðvikurkirkju kr. 150.000.- til Björgunarsv. Stakks kr. 50.000.- til sumarbúst. Starfsm. kr. 50.000 Úr stjórn áttu að ganga Svavar Arnason og Ólafur Guðmundsson en voru báðir endurkosnir. Kosnir voru 6 fulltrúar á aðalfund S.I.S. Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum félagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.