Þjóðviljinn - 30.05.1974, Side 9
Fimmtudagur :iO. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Þorsteinn Antonsson:
KOLUR
Mér — ungum rithöfundi!
hefur reynst vandasamast i
samskiptum minum við útgef-
endur að sannfæra þá um, að
þeir skuli gefa út bók eftir
mig, sem útgefandinn mun
sennilega tapa á. Er þá bókin
svona léleg, eða markaður
fyrir bækur svona litill i land-
inu? Hvorugt. útgáfa bóka er
orðin svo sérviskuleg, svo
djúpt grópuð i ákveðið far, að
hún stendur af sér, likt og
freðin niður i svell, öll tækifæri
til endurnýjunar. t áratugi
hafa útgefendur biðlað til
sama smekks hjá væntanleg-
um kaupendum. Á meðari hef-
ur þessi smekkur breyst eins
og aðrar hugsýnir hefur þeirra
ekki elst, þótt kaupendurnir
væntanlegu hafi reynst háðir
venjulegum náttúrlegum og
félagslegum lögmálum, ný
sölutækifæri hafi sprottið upp
og tengst fjölmörgum nýjum
markaðsöflum, hefur útgáfan
staðið i stað og útgefendur
tekið að likjast æ meir Don
Quixote, að berjast við vind-
millur og heita á sér til full-
tingis Dulsineu eigin draum-
óraheims. Hvað verður til að
mynda um fólk, sem hverfur
áhugi á poppi, þegar kemur
fram á fullorðinsár? Án full-
nægju rennur lifsljóð þess
saman við steinsteypu, hús-
gögn með afborgunarskilmál-
um og bila, bækur eru ekki
skrifaðar á máli þess, ekki um
þær fjallað á máli þess, ekki
boðnar fram á máli þess, og
þvi er runnið i blóð og merg að
lita á bókaútgáfuna sem há-
mark fáránleikans i þjóðlif-
inu. Riddarinn berst við vind-
myllur og lofsyngur
sina Dulsineu á meðan, en
mærin skilur ekki mynd sina i
huga riddarans, þótt hún sé
næmari á hefðir og þar með
þann sérstæða glæsibrag, sem
er á baráttunni, öll verk skulu
vera i viðhafnarbúningi, tæki-
færisskaup sem ljóð þjóð-
skálda, tvipökkuðstrax og þau
eru boðin fram, og helst gullá-
letruð, þvi að gull er augna-
yndi Dulsineu, pappir bók-
anna svellþykkur, svo að nógu
mikið fari fyrir bókinni i hillu,
tiu eða tólf aukasiður framan
og aftan við meginmálið, helst
auðar, þvi að pappirsbruðl er
þeim upphefð, sem komin er
af fátækum, spássiur stórar,
svo að Dulsineu glýi i augun
við að horfa á textann, likt og
hún sitji undir hundrað kerta
peru og stari á hjarngljáandi
frystikistu, og letrið gliðru-
legt, sem svarar blankugljá-
anum. Þegar lokið er slikum
plastikskurðaðgerðum á
handriti höfundar, sem ekki er
samkvæmt sér nema finlegust
blæbrigði þess komist til skila,
skiptir orðið litlu, hvað i bók-
inni stendur, öllu að hún er til,
höfundurinn frægist af afl-
raunum. Bætið við tiu til
tuttugu prentvillum og útkom-
an verður það makalausa
fyrirbæri, gjafabókin, sem út-
gefendur telja að höfði sterk-
ast til kaupvildar manna.
Við, sem höfðum til skiln-
ingarvita fólks, eigum erfitt
með að koma orðum að þvi,
sem fyrir okkur vakir, frammi
fyrir slikri sölumennsku.
„Hvernig væri að ljósrita
verkið,” segi ég við einhvern
útgefandann, ,,og binda það
ekki inn? Núorðið er hægt að
gera bók varanlega án alls
saumaskapar?” Og minni á
þúsundir pappirskilja, sem
jafnan liggja frammi i bóka-
búðum, svo litauðugar, að
jafnvel gæti komið regnbog-
anum til að roðna.' Og við-
bragðið er alltaf hið sama, likt
og klappað i stein: ,,Ég vil
ekki sitja af mér gjafamark-
aðinn.”
í vetrarbyrjun hefst svo ár-
viss geðlátaleikur, ofboðsleg-
ur i dólgshætti sinum og
smekkleysi, þegár tuttugu
menn reyna að komast i einu
gegnum sömu dyrnar, allir
með fangið fullt af bókum. Og
stendur fram undir jól. Þetta
er fengitimi riddarans og Dul-
sineu, þvi að aðra tima árs tel-
ur hann, að hún hafi ekki nátt-
úru til nýútkominna bóka. Frá
sjónarmiði hinna væntanlegu
neytenda litur málið öðruvisi
út, þeim eru þessir sölu-
mannshættir samviskuraun,
sem ekki verði komist hjá, og
þvi þrautaúrræði að takmarka
hana við ákveðinn tima og
hafa hann knappan. Á strjál-
ingi meðal manna er vfsir að
sönnum bókmenntaáhuga, en
vitund þeirra, allra, um það
hol er menn bera i brjósti, þar
sem bókmenntirnar höfðu
brennt sig inn sem menning-
ararfleifð en þaðan sem þeim
hefur verið vikið og fyllt hefur
verið með verðrýrnandi pen-
ingaseðlum, er haldið svifandi
milli himins og jarðar, óljósri,
óskiljanlegri, með tungutaki
Undralands Lewis Caroll, hinu
þögla máli, sem einstaka sirin-
um nær að verða persónulegt,
likt og tungustifður munnur
mæli fram þras eða smjaður:
froðusnakki um listir. Þegar
fegrunaraðgerðin hefur farið
fram, tekur það við, og undir
grimu þess svæfingalæknis
sefur árið út sá vilji, sem vit-
andi vits myndi kaupa sér bók
óháð fengitið útgefenda.
Stundum spyr útgefandi, er
hann skilar mér handriti eftir
nokkurra vikna umsátur mitt
um skrifstofu hans: „Ertu að
skrifa fyrir gagnrýnendur?”
Og á við, að ég sé ekki að
skrifa fyrir Dulsineu. Taki ég
þá að útlista skoðanir minar á
markaðstækifærum, verður
hann á svipinn eins og hann
haldi að ég sé með hand-
sprengju i vásanum. Bón er
það og bón skal það vera,
þetta sölutilboð mitt um af-
notarétt, sem útgefandinn hef-
ur þvi miður ekki séð sér fært
að verða við („Kannski næsta
ár”), á öðrum forsendum fæst
hann ekki til að ræða útgáfu.
Avinningur getur orðið af
henni að visu, hann veit það,
þótt salan gangi hægt, höfund-
arheitið tengist útgáfunni,
uppblásið af fjölmiðlum, og
getur orðið með óbeinum hætti
til að auka markaðsgengi alls,
sem frá útgáfunni kemur, á
huglægu plani leggst „hið list-
ræna” verksins, sefnæmt en
ósýnilegt á hibýlin, veggi og
loft útgáfunnar og jafn vel út-
gefandann sjálfan og smitar
frá sér oft með sömu afleið-
ingu. En undir grimu svæf-
ingalæknisins gerist útgefand-
inn sjálfur fulltrúi gervisam-
hengis: rithöfundurinn bendir
ekki á holur i kerfinu, heldur
málar þær á sjálfur, um það er
útgefandinn sammála gagn-
rýnandanum.
Nú hækkar allt, eftir þvi
sem fram vindur árinu. Jóla-
bókin og jólaskyrtan verða
jafn dýrar i haust. Útgefendur
hafa þingað um vandamál sin,
niðurstaða orðið, að hagsmun-
ir þeirra og rithöfunda væru
ekki tveir farvegir, heldur
einn. Af þvi verður séð, að rit-
höfundum hefur orðið ágengt i
baráttu sinni undanfarin ár.
Útgefendur benda sjálfir á
gott dæmi þessara hagsmuna-
tengsla með umleitan sinni, að
bækur verði ekki lagðar fram
á bókasöfnum, fyrr en að liðn-
um aðlögunartima frá útkomu
þeirra á markaði. Þessi eftir-
leitan er viðleitni til verndar
frjálsu einkaframtaki, sið-
ferðislega réttmæt, sem sést
af þvi, að þeir menn leita helst
eftir að komast yfir bækur
fyrir ekki neitt og semfyrst, er
nota þær til að ganga i augu
annarra, eða lifa óigrundað i
hyllingu hins þögla máls,
aftanihossar tiskunnar, hinar
dáleiddu hænur gagnrýninnar.
En séð verður af þvi, að útgef-
endur skuli kenna hag sinn i að
bera fram þessa umleitan, og
þvi, að útlán safna eru mikil
og fara vaxandi, hve tak-
markaður áhugi manna raun-
ar er á hinum forkostulega frá-
gangi og útgáfuháttum bóka,
mikill fjöldi manna vilJ lesa
bók i eitt skipti og gleyma svo
hamnum af henni, það setur i
bókahilluna hjá sér ebonvið-
arstyttu af negra og vikurstein
ofan úr Þjórsárdal. Þannig
felst i þessari umleitan einnig
rök fyrir einföldun útgáfunn-
ar. Með henni og jarðbundnari
kynningaraðferðum en nú
tiðkast, og um leið aukinni og
örari sölu, ættu rithöfundar,
sem þinguðu um sama leiti og
vilja nú prósentur af sölu —
ekki greiðslu i eitt skipti fyrir
öll, eins og áður — (taka þar
með þátt i tapi útgefenda af
verðgildisrýrnun krónunnar)
— I það minnsta að bera jafn-
ari hlut frá borði.en ella.
Ég hef nú dregið upp linur til
afmörkunar þremur stórum
hópum, sem hver fyrir sig og
allir saman hefðu mikinn hag
af stórfelldi einföldun og vit-
væðingu bókaútgáfunnar.
Þessir hópar eru yngra fólk,
þeir, sem raunverulegan bók-
menntaáhuga hafa og safn-
gesturinn, leitandinn.
Þegar upp rennur fyrir
mönnum yfirleitt, að þeir eru
fremur safngestir en verðir,
mun hagur bókmenntanna
fyrst hafa batnað til muna.
Breytingar á sviði þeirra eru
hægari, óræðari, þjáninga-
fyllri en á öðrum, þvi að þær
eru fremur félagslegum mál-
efnum öðrum tilfinningamál.
En breytingar verða þó. Sem
safnverðir hafa Islendingar
verið svo múlbundnir af vana-
hegðun, að þeir hafa ekki séð.
safngesti fyrir sýningargrip-
um. Og safn þeirra var fornt,
þjóðminjasafn. Svo glám-
skyggnir urðu þeir, að þeim
sást yfir tilurðarstigið, lifið
sjálft, i námsbókum um þjóð-
leg verðmæti var engra getið
úr lifi þeirra sjálfra, skáld
samtimans sáust þar ekki.
Glámskyggnin óx og varð inn
á við að tærandi ugg, en út á
við að þýlyndi. Jafnvel inn-
fluttum bókum var gert hærra
undir höfði en innlendum. En
tæring óvissunnar dró niður i
kolunum á þessu safni, uns
þær lögðust út af og um skipt-
ist og vafurbjarmi nýrrar tið-
ar fór ljósi sinu um sali, i
þeirri birtu urðu safnverðirnir
að gestum. Timi varðanna er
liðinn. Kannski skiljum við
það öll einhvern tima. Meðan
við biðum þess, reynum að sjá
okkur sjálf og hvert annað.
Tökum undir með þeim, sem
ekki geta að sér gert, en bæta
hag annarra, um leið og þeir
bæta sinn eiginn. Gefum út-
gefendum eftir tollinn af
pappirnum, sem á fer innlent
prentmál, fyrst hið erlenda er
ótollað, sjáum hvernig þeim
nýtist hann. Sleppum af þeim
klónni! Gerum. venjur okkar
sveigjanlegri og hættum að
skattleggja vörur þeirra, veit-
um þeim vitsmunalegt aðhald
i staðinn, sem sæmir málinu:
efni, sem allt verður byggt úr.
Engum fslendingi er lengur á-
vinningur I að múlbinda sig
sjálfan af ótta við hina. Við er-
um hinir. —
Þorsteinn Antonsson.
Vatnsdalur í Vatnsfiröi. Þar verður þjóöhátfö Vestfiröinga haldin.
Þjóöhátíö
Vestfirðinga
Vestfirðingar halda sameigin-
lega þjóðhátið i Vatnsdal i Vatns-
firði þ. 13. og 14. júli i ár.
Það er engin tilviljun að Vatns-
fjörður var valinn sem hátiðar-
svæði, en tvennt ber þó hæst, en
það er, að Flóki Vilgerðarson
(Hrafna-Flóki) réði skipi sinu i
Þrælavog i Vatnsfirði og hafði þar
ársdvöl, og hitt, að náttúrufegurð
er þar söm og á dögum Flóka og
staðurinn aðlaðandi til dvalar
ungum og öldnum.
Á Lónfelli upp af Vatnsfirði
munu þeir Flóki hafa staðið er
þeir gáfu landinu nafn.
Dagskrá verður m jög f jölbreytt
og má þar nefna að vikingaskipi
með gapandi trjónum og sköruð-
um skjöldum verður siglt inn
Vatnsdalsvatn og stiga þar á land
fulltrúar forfeðranna og flytja
sögulegan þátt, sem saminn hefur
verið I þessu tilefni. Þá veröur
flutt hátiðarræða, kórar syngja,
leiksýningar, iþróttasýningar,
lúörasveit leikur og dans verður
stiginn á 2 pöllum á laugardags-
og sunnudagskvöld.
Á sunnudaginn hefst dagskráin
með guðsþjónustu undir berum
himni, sem allir prestar fjórð-
ungsins standa að ásamt vigslu-
biskupi, allir kirkjukórarnir
syngja við messuna, sem hefst
með prósessiu kennimanna okkar
að messustað.
Þá verður sitthvað gert fyrir
yngstu gestina, svo sem fluttir
leikþættir, siglt verður um Vatns-
dalsvatn með þá sem þess óska og
i ráði er aö halda uppi gæslu fyrir
þá allra yngstu.
Hver sýsla ásamt Isafjarðar-
kaupstað hefur sitt afmarkaða
tjaldsvæði með hliði, sem merkt
er tákni héraðsins. Ætlast er'til að
brottfluttir Vestfirðingar, sem
munu fjölmenna á hátiðina, búi i
tjaldbúð sinnar heimabyggðar og
dvelji með vinum og frændaliði
hátiðisdagana. Komið verður upp
vatnsleiðslu og hreinlætisaðstöðu.
Bilastæði er fyrir um 2000 bifreið-
ar.
Þjóðhátiðarnefnd hefur látið
gera 2 veggskildi úr postulini;
annar er með mynd af nafngift
landsins, teiknaðri af Halldóri
Péturssyni, en hinn af landvælti
Vestfirðingafjórðungs, griðungn-
um, sem er jafnframt okkar
fjórðungsmerki. Þá hafa verið
gerð barmmerki, gull og silfurlit-
uð, bilmcrki, fánar og veifur.
Vonast er til að öll vestfirsk heim-
ili kaupi eitthvað til minja um
þjóðhátiðarárið.
1 ráði er að starfrækja pósthús
á hátiðinni og notaður verður sér-
stakur póststimpill. Gefin verða
út umslög með merki hverrar
sýslu og tsafjarðarkaupstaðar og
verða þau seíd á hátiðinni og ef til
vill eitthvað fyrr.
Starfrækt verður matvæla-
verslun með helstu nauðsynjar;
ennfremur verður félögum og fé-
lagasamtökum úr hverju byggð-
arlagi gefinn kostur á að reka
sölutjöld.
Þjóðhátiðarnefnd hefur i
hyggju að fara fram á að öll fyrir-
tæki og stofnanir i fjórðungnum
verði lokuð föstudaginn 12. júli
svo að þjóðhátiðargestir hafi
nægan tima til að koma sér fyrir
þannig að ekki skapist óþarfa
þrengsli við tjaldstæðin.
Komið hefur til tals að efna til
fjölskyldutónleika, poppmúsik og
alls kyns músik flutt bæði af
hljómsveitum og hljómplötum
með fullkomnu magnarakerfi.
Sem sagt tónlist fyrir alla fjöl-
skylduna.
Þjóðhátiðarnefnd vonast til að
allir Vestfirðingar, bæði heima-
mennog þeir sem burt eru fluttir,
leggist á eitt um að gera þessa
hátið sem glæsilegasta, minnugir
þess að við erum saman komin á
UOOára afmæli byggðar á Islandi
til að hylla forfeður okkar fyrir
kjark, áræði og þrautseigju á um-
liðnum öldum. Þjóðhátiðarnefnd
mun kappkosta að hátiðin geti
farið fram með sem mestum
menningarbrag, svo hún geti orð-
ið öllum til ánægju, sem hana
sækja, bæði gestum og heima-
mönnum. Þess vegna verður haft
mjög strangt eftirlit með þvi að
vin verði ekki haft um hönd.
t þjóðhátiðarnefnd Vestfirðinga
eru: Marias Þ. Guðmundsson,
framkv.stj. fyrir ísafjarðarkaup-
stað, form., Kristinn Hannesson.
skólastj. fyrir Norður-lsafjarðar-
sýslu, Bergur Torfason, bóndi
Felli, fyrir Vestur-lsafjarðar-
sýslu, Andrés ölafsson, prófastur
Hólmavik, fyrir Strandasýslu og
Þórarinn Þór, prófastur
Patreksf., fyrir Barðastrandar-
sýslur.
Framkvæmdastjóri Þjóðhátið-
arnefndarinnar er Páll Ágústs-
son, kennari Patreksfirði.
(fréttatilkynning)
Unnum
ekki mann
aö þessu
sinni
Þjóðviljinn biður lesendur sina,
og þó sérstaklega Soffiu
Guðmundsdóttur og aðra Alþýðu-
bandalagsmenn á Akureyri. af-
sökunar á þeim mistökum, sem
áttu sér stað i forustugrein blaðs-
ins i gær. Þar var sagt að Alþýðu-
bandalagið hefði bætt við sig
bæjarfulltrúa á Akureyri; svo
varð ekki nú en gerist áreiðan-
lega i næstu kosningum til bæjar-
stjórnar þar nyrðra.
Alþýðubandalagið bætti við sig
bæjarfulltrúum i fimm kaup-
stöðum. Það gerðist á Dalvik, i
Hafnarfirði, á Neskaupstað. i
Kópavogi og i sjálfri höfuðborg-
inni, Reykjavik. Alþýðubanda-
lagið tapaði einum bæjarfulltrúa,
á Siglufirði.