Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN' Þriöjudagur 25. júnl 1974. Utanstefnur Nixons Ætlaðar til að hressa upp á álit hans innanlands og gagnvart Bresjnef Þaö framtak Nixons að hóa utanrlkisráöherrum Natórikja saman I Ottawa og valdamestu leiötogum þeirra síöan I Briissel hefur að vonum vakiö nokkra at- hygli. Aö sjálfsögðu var Joseph Luns, aöalritari Nató, látinn hafa fumkvæöi aö þessu, en ekki fór leynt aö Nixon var þess mjög „hvetjandi”. Briissel er I leiðinni fyrir Nixon þegar hann fer til Moskvu aö ræöa málin við Bresjnéf kunn- ingja sinn, og auk þess hefur hann rlka þörf fyrir einhvérskonar sið- feröislegan stuöning frá Nató ein- mitt nú. Það gæti orðiö til þess að styrkja aöstöðu hans eitthvað heima fyrir, en nú blasir við sú staöreynd aö þorri bandarisku þjóðarinnar annaöhvort van- treystir forseta sinum eöa hefur beina andstyggð á honum vegna Watergate-mála, og enn er ekki léö aö leiðangurinn um Araba- lönd, þegar Egyptum I miljóna- talivar smalað saman til þess að fagna Nixon, verði til þess að bæta þar mikið úr skák. Samúð almennings I Bandarikjunum er Aðildarfélög Alþýðuorlofs hafa til þessa notið forgangsréttar á dvöl að Reykholti I Borgarfirði. Nú er þessi forgangsréttur runn- inn út og getur hver sem er notið hinnar ódýru þjónustu Alþýðu- orlofs I Reykholti. í Reykholti er hin ákjósan- legastaaðstaöatil að eyða sumar- friinu, sagði Vilhjálmur Einarsson skólastjóri i viðtali við blaðið. Hér er gufubað, sundlaug og aðstaða til að iðka borðtennis og þetta geta dvalargestir notfært sér án aukagjalds. 1 nágrenni Reykholts eru margir skemmti- legir staðir og skemmtilegar gönguieiðir. með Israel, og mörgum þar blöskraði hvað Nixon var óspar á loforð við Egypta, einkum þó að hann skyldi heita þeim kjarn- orkuofni. Ráðfærsluklausan Nixon hefur lika sjálfsagt trú á þvi aö hann verði meiri bógur I augum Sovéta ef svo virðist sem hann hafi Nató órofið á bak við sig. En tilgangurinn með þessum utanstefnum til Ottawa og Briíss- el er þó ekki síður sá að hafa áhrif á Nató-þjóðirnar. Bandalagsþjóð- ir Bandarikjanna I Evrópu eiga nú að fá á tilfinninguna að þær séu spurðar ráða, og að Nixon hafi þannig farið eitthvað fram i mannasiöum siðan i haust en þá voru Bandarikin eins og menn muna rétt að segja búin að hleypa af stað heimsstyrjöld með að- gerðum, sem þeir gripu til án þess svo mikið sem að láta önnur Nató-riki vita. Það vakti sem eölilegt var mikla reiði, sem enn er varla dvinuð hjá ráðamönnum Nató-rikja I Evrópu. Vikudvöl kostar 7.500 krónur Dvalargestir koma á laugar- dögum frá og með 6. júli og eru yfirleitt eina viku. A mánudags- og föstudagskvöldum er efnt til spilakvölds og kvöldvöku og tvisvar i viku boðið upp á ferðir um héraðiö og inn I óbyggðir gegn aukagjaldi. Boðið er upp á ágæt tveggja manna herbergi með vaski og lagður til rúmfatnaður. Þá eru framreiddar þrjár mál- tiðir á dag og gestir geta hitað sér kaffi. Helgardvöl er nýmæli Alþýðuorlof býður einnig helgardvalir, og þá einkum miðað við starfshópa — að þeir komi á Þetta liggur meðal annars að baki ráðfærsluklausunni svoköll- uðu, sem utanrikisráðherrar Nató samþykktu i Ottawa. Henni er ætlað að tryggja að Bandarikin muni eftirleiðis ráöfæra sig við bandamenn sina áður en þeir taka ákvarðanir, sem varða bandalagsrikin öli — eða að minnsta kosti að telja evrópsku Nató-rikjunum trú um það. Bandarikin sjá sér lika hag I þessari klausu. Hún áréttar og undirstrikar aðra klausu i Nató- samningnum sjálfum, sem þar mun hafa verið sett inn til að tryggja stærri rikjum bandalags- ins ihlutunarrétt um mál þeirra smærri, ef þau siðarnefndu skyldu taka upp á þvi að móta „of” sjálfstæða stefnu, sem beindist i aðrá átt en stórveldum bandalagsins likaði. Margt ber á milli Svo er lika að sjá að ráðstefnur þessar muni marka vissa steínu- breytingu af hálfu Frakka, sem föstudagskvöldi og dvelji fram á sunnudagseftirmiðdag og fái svefnpokapláss. Slik helgardvöl með afnot af gufubaði og sund- laug kostar 2.500 krónur. Ókeypis fyrir börn undir 7 ára aldri Þá skal þess getið að af viku- dvöl er veittur fjölskyldu- afsláttur, þannig að börn innan við 7 ára aldur fá ókeypis og unglingar þurfa ekki að greiða meir en hálft gjald. Rúm er fyrir 80 manns i her- bergjum. Tekið er á móti pönt- unum i Reykholti daglega milli kl. 10-12. Ferðir eru frá Umferðarmiðstöðinni á laugar- dögum, ef fólk hefur ekki eigin bil til umráða. sj hafa i mörg ár staðið utan sam- starfs Nató-ríkja á sviði hernaðar og yfirleitt lagt áherslu á að sýna Bandarikjunum sem minnsta til- látssemi. Giscard d’Estaing er mikill hentistefnumaður og auk þess hefur hann mikið og náið samband við Helmut Schmidt, sem tók við af Brandt sem rikis- kanslari Vestur-Þýskalands. Schmidt þessi er ákafur baráttu- maður fyrir Atlantshafshyggj- unni svokölluðu, sem beinist að þvi að sem nánast samráð sé með Vestur-Evrópu og Bandarikjun- um. Engu að siöur vantar ekki að Nató-rikjum beri margt á milli. Litið vantar á fullan fjandskap með fornóvinunum Grikkjum og Tyrkjum, en raunar mun griska ihaldsstjórnin hafa vakið þær þrætur af ásettu ráði, i þeim til- gangi að draga athygli almenn- ings frá innanlandsmálunum, sem eru I hroðalegasta ólestri. Þá má nefna að bandarískir hers- höfðingjar lita illu auga fyrirætl- anir Breta um að draga úr út- gjöldum til hersins og Hollend- inga um að stytta herþjónustu- timann. En á þetta og önnur álika viðkvæm mál var forðast að minnast I Ottawa og það verður varla heldur gert i Brussel. Nú leggja Nixon og ráðunautar hans megináherslu á að sýna heimin- um fram á að i Nató riki sátt og samlyndi, jafnvel þótt sá bræðra- lagssvipur kunni að reynast næsta yfirborðskenndur. „Þörfin” minnkar stöðugt Rétt fyrir kosningarnar til æðsta ráðs Sovétrlkjanna komst Bresjnef svo að orði, að Sovétrik- in væru reiðubúin til þess að gera samkomulag við Bandarikin um fækkun á tilraunakjarnorku- sprengingum neðanjarðar og að hætta þeim um siðir alveg. Hin stöðuga minnkandi spenna I al- þjóðamálum hefur mjög dregið úr tilfinningu manna i Vestur- Evrópu fyrir þvi að „þörf” sé á Nató. Bandarikin óttast að áhrif þeirra I Evrópu muni óhjákvæmi- lega minnka þvi meir sem kalda- striðsspennan fjarlægist. Nýjar sameiginlegar stefnuyfirlýsingar Nató-rikja eru ætlaðar til þess að tefja þá þróun mála, en varla stöðva þær hana. dþ. Alþýðnorlof býður helgar- og vikudvalir að Reykholti Verðið mjög sanngjarnt og börn innan 7 ára fá ókeypis dvölen unglingar greiða hálft gjald Um „hund- flatan skrælingjalýð” Nú er margt bréfið og mörg stefnan. Þeir frjálsbornu islendingar, sem kenna sig við Varið land, kunna þvi illa að vera likt við „hundflatan skrælingja- lýð”. — Hann var slæmur með þetta, Þorsteinn Erlingsson, að hitta naglann á höfuðið, og von að „aðstandendum” sárni. En þvi sting ég niður penna, að „Þjóð- viljinn” hefur ekki farið alveg rétt með þessa tilvitnun, þótt megininntakið hafi komist til skila. Réttar eru ljóðlinurnar svona: „Þjer hefði orðið flökurt að horfa þar á/ svo hundflatan skrælingjalýð.” — Ekki bumbult. Eða þannig stendur þetta i þeirri útgáfu „Þyrna,” sem ég hef skoðað. Hún er frá 1905. Jón Thor Haraldsson. Stjórn FIDE, alþjóða skáksam- bandsins, ákvað á fundi i fyrri viku að Suður-Afriku og Ródesiu skyldi vikið úr sambandinu vegna kynþáttaofsókna. Með tillögunni voru 19, en 3 á móti. Þessi ákvörð- un verður lögð fyrir FIDE-ráð- stefnuna 24. júni til fullnaðarsam- þykkis. Þau lönd sem lögðust gegn tillögunni voru Danmörk, Vestur-Þýskaland og Sviss.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.