Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 25. júni 1974. UOOVIUINN máLgagn sósialisma VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiösla, augiýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) ;Prentun: Blaöaprent h.f. „HY GGILEGT” 1 sjónvarpsþætti i siðustu viku kom ákaflega skýrt i ljós, að Framsóknar- flokkurinn er opinn i báða enda eins og fyrri daginn. Halldór E. Sigurðsson, annar aðaltalsmaður flokksins, kvaðst alveg eins geta hugsað sér helmingaskiptastjórn við ihaldið eins og vinstri stjórn. Halldór sagði beinlinis, að ekki væri „hyggilegt” að láta uppi afstöðu sina til hugsanlegrar stjórnarmyndunar fyrir kosningar. Það er áreiðanlega rétt, miðað við þá stefnu sem forusta Framsóknar hefur tiðkað, að vera galopin i báða enda til allra mála, þar á meðal til stjórnarmyndunar. Miðstjórn Framsóknar felldi á fundi sinum sl. vor tillögu um áframhaldandi vinstristjórn, ÞóttHalldóri E. finnist slikt „hyggilegt”, hafa vinstri menn aðra skoðun. TIL DÓMSTÓLS ÞJÓÐARINNAR Sjálfstæðisflokkurinn vildi stefna ís- lendingum fyrir Haag-dómstólinn vegna útfærslu landhelgi, sem ekki væri Bretum að skapi. Sjálfstæðisflokkurinn, vill að banda- rikjamenn hafi sjálfdæmi i herstöðvamál- inu. Kjarni Sjálfstæðisflokksins, erindrek- ar hans i Vörðu landi, vilja stefna öllum stjórnmálaandstæðingum sinum fyrir rétt. Þó að einstaklingum sé stefnt vegna skrifa um Varið land er verið að stefna heilli stjórnmálahreyfingu á íslandi; öll- um hernámsandstæðingum á Islandi. En þó að málið gegn andstæðingum her- setunnar verði þingfest i borgardómi nú i vikunni skiptir mestu, að niðurstaða dóm- stóls þjóðarinnar á sunnudaginn kemur verði sem allra ótviræðust. Þeir menn, sem sýna sitt sannasta eðli með sifelldum stefnum til dómstólanna, hvort sem þeir eru i Haag eða Reykjavik, eiga skilið að fá tvimælalausa niðurstöðu á kosninganótt- ina. LÍKA OPNIR í BÁÐA ENDA En það eru fleiri opnir i báða enda en Framsókn. Tætingsliðið, sem stendur að F-listunum, hefur allar hugsanlegar skoð- anir á stjórnarmyndun, herstöðvamálinu og aðild íslands að NATO. Þar eru innan dyra menn, sem telja beinlinis, að ísland eigi að vera áfram i NATO. Reynslan af óheilindum Framsóknar i herstöðvamál- inu kennir, að slikum málsvörum er ekki treystandi fyrir þvi máli. Enda kom hvað eftir annað i ljós á siðasta kjörtimabili að einstakir þingmenn og ráðherrar Sam- taka frjálslyndra sátu á svikráðum við stefnu rikisstjórnarinnar i herstöðvamál- inu; og jafnvel landhelgismálinu lika, eins og þegar Hannibal vildi taka þátt i svo- kölluðum réttarhöldum Haag-dómstóls- ins. Slikum aðilum er að sjálfsögðu ekki treystandi. En Samtökin eru ekki aðeins galopin i báða enda i herstöðvamálinu, þau eru þverklofin að þvi er tekur til stjórnar- myndunar. Framboð frjálslyndra á Vest- fjörðum er til að mynda hreint stjórnar- andstöðuframboð, þó að i öðrum kjör- dæmum tali frambjóðendur F-listans um nauðsyn vinstristjórnar. Ef meirihluti á alþingi ylti á Karvel Pálmasyni, lenti hann áreiðanlega fremur hægra megin við mörkin en vinstra megin við þau. TÆKIFÆRI GEFST STRAX í DAG Nú eru aðeins örfáir dagar þar til gengið heitir á alla Alþýðubandalagsmenn, her- verður til alþingiskosninga. Þá fær fólkið stöðvaandstæðinga og vinstrimenn i tækifæri til að sýna hug sinn. Þjóðviljinn Reykjavik að sýna strax i dag hver styrk- ur þeirra er og samstöðuafl. f kvöld heldur Alþýðubandalagið baráttufund i Laugar- dalshöll. Þangað fjölmenna vinstrimenn til þess að sýna hvar er að finna stærsta og sterkasta aflið gegn ihaldinu. Vilja þeir láta íslenska stúdenta sæta sömu meðferð og gríska stúdenta? Rúnar Armann Arthúrsson: Fáein orð frá fyrrverandi ritstjóra Stúdenta- blaðsins i tilefni meiðyrðamáls vl-manna Lesendum Þjóðviljans til glöggvunar og fróðleiks þykir mér rétt aö skýra hér nokkuö frá tildrögum þess, að núverandi og fyrrverandi ritstjóra Stúdenta- blaðsins hefur verið stefnt fyrir rétt vegna meintra meiðyrða á hendur tóif forgöngumönnum „varins lands”, aö meðtöldum fjórum kennurum við Háskóla ts- lands, sem gera sérkröfur vegna ærumeiðinga, sem þeir telja sig hafa orðið fyrir af mfnum völd- um. Vilja kennararnir fá uppbót á eigin æru, til viðbótar þeim kröf- um, sem hópurinn setur fram i heiid. Stúdentablaðið hefur komið út mánaðarlega siðastliðin tvö og hálft ár i dagblaðsbroti. Ég tók við ritstjórn þess i byrjun april 1973 og gegndi þvi starfi i rétt ár. 1 fyrravor var tekinn upp sá háttur, að innheimta sérstaklega af skrá- setningargjöldum i Háskólanum nefskatt, sem rynni til Stúdenta- ráðs. Mætti þetta andstöðu nokk- urra ihaldskennara við skólann, þegar um það var fjallað i háskólaráði, en ihaldsmenn innan Stúdentaráðs höfðu gengist inn á sköttun þessa með semingi. Var i þessu sambandi gerð tals- verð hrið að Stúdentablaðinu, sem hafði áðurnefnt timabil sært taugar ihaldsmanna, i hópi nem- enda og kennara. Ritstjórar blaðsins hafa allir, frá þvi að nú- verandi formi var komið á útgáfu þess, verið róttækir vinstri menn, og sú pólitik, sem rekin hefur ver- ið I blaðinu, hefur samrýmst stefnu meirihluta Stúdentaráðs. Þó hefur blaðið verið opið öllum stúdentum Háskólans, en hægri menn hafa ekki sóst eftir að skrifa i það, enda virðast þeir hafa fjárhagslegt bolmagn til að standa i útgáfu á eigin spýtur. Samfara hækkun innritunar- gjalda s.l. vor var tekið aö senda blaðið öllum skrásettum stúdent- um við Háskólann. Hefur það valdið gremju meðal hægraliðs- ins i skólanum og afturhaldssam- ir kennarar og nemendur reynt með ýmsum ráðum að afstýra þvi, að skoðanir vinstri manna i meirihluta Stúdentaráðs kæmu fyrir augu allra stúdenta við skól- ann, á þann hátt, sem nú er. Hef ég viljað lita á aðfarir vl-manna meö hliðsjón af framangreindu, en i hópi stefnenda eru einmitt tveir menn sem settu sig upp á móti stefnu Stúdentaráðs i innrit- unargjaldamálinu, bæði i háskólaráði og á opinberum vett- vangi. Tildrög þess, að vl-menn hafa nú stefnt mér og núverandi rit- stjóra fyrir rétt, eru þau, að I Stúdentablaðinu 25. janúar s.l. birti ég baksiðugrein um undir- skriftasöfnunina, u.þ.b. viku eftir að hún hófst. 1 greininni var lika fjallað um þátt fjögurra háskóla- kennara I fyrirtækinu, en það kemur fram i stefnum þeim, sem mér voru birtar, að þeir telja sig með þvi hafa gert landi sinu og þjóö ómetanlegt gagn. Ég er sjálfur á gagnstæðri skoðun, eins og reyndar drjúgur meirihluti stúdenta við Háskóla Islands. Stöðu minnar vegna uppfyllti ég skyldu mina og birti þær skoðanir i okkar málgagni. Siðan frétti ég hjá fulltrúum stúdenta i háskóla- ráði, að fram hefði komið krafa frá fjórmenningunum, Þorsteini Sæmundssyni, stjarnfræöingi, lagaprófessorunum Jónatan Þór- mundssyni og Þór Vilhjálmssyni og Ragnari Ingimarssyni, prófessor i viðskiptadeild, um að háskólaráð veiti mér áminningu skv. 24. gr. háskólalaga. Sú laga- grein kveður á um velsæmi háskólaborgara og viöurlög ef útaf er brugðið. Ég fór þegar á fund háskólarektors, þar sem ég fékk afrit af bréfi fjórmenning- anna. Tilkynnti ég rektor þá, að ég myndi standa við hvert orð i umræddri grein, en lýsti jafn- framt yfir, að ég teldi ekki, að ég heföi gert mig sekan um vel- sæmisbrot af neinu tagi, hvorki aö almennum lögum né nokkru sem varðaði umgetna grein háskólalaga, þar sem reiknað virðist með tvenns konar mati á framferði fólks og hegðun, eftir þvi hvort um er að ræða háskóla- borgara eða ekki. Háskólaráð var i sömu skoðun og ég, þ.e. kröfu fjórmenning- anna var hafnað á fundi þess 2. mai s.l., en i staðinn ályktaði háskólaráð eftirfarandi, sjálfsagt til að halda vinnufriðinn, en Jóna- tan og Þorsteinn sitja báðir i ráð- inu: ,,Meö visun til framkominnar kröfu gerir háskólaráð svofellda ályktun: Háskólaráð átelur þau stóryrði, sem höfð eru um noklcra starfs- menn Háskóla Islands i umget- inni grein i Stúdentablaöinu, og væntir þess, að framvegis sneiði stúdentar hjá slikum stóryrðum i gagnrýni, sem þeir beina að ein- stökum þegnum skólans.” Mér var birt þessi ályktun i bréfi frá háskólarektor þ. 15. mai s.l. Ég undi að sjálfsögðu illa við ályktun háskólaráðs, enda er i henni vegið að æru minni á allt að þvi meiðandi hátt. En látum slika smámuni liggja á milli hluta. Mér er hinsvegar ekki grunlaust um, að hinir „ærumeiddu” háskóla- kennarar hafi ekki siður verið óánægðir, þó af öðrum ástæðum væri. Ég vildi að háskólaráðs- menn fengju að vita skoðun mina á afgreiðslu málsins, svo ég sendi þeim bréf 27. mai s.l., þar sem ég endurtók það, sem ég hafði áður sagt rektor, auk þess sem ég fór nokkrum orðum um skoðun mina á undirskriftasöfnuninni og álykt- un háskólaráðs. I bréfinu stóð m.a.: „Menn, sem skipuleggja hreyf- ingu meöal landa sinna um að Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.