Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 25. júnl 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 IAIM74 FRÉTTIR Úrslit leikja um helgina (Jrslit síöustu leikjanna I 16 liða keppni HM, sem fram fóru á laugardag og sunnudag, urðu þcssi: Ástralfa—Chile 0:0 Búlgaria—Holiand 1:4 Pólland—ttalia 2:1 Skotland—Júgósl. 1:1 Sviþjóö—Uruguay 3:1 A-Þýskaland—V-Þýskal. 1:0 Brasilia—Zaire 3:0 Argentina—Haiti 4:1 Alltaf eru svíar seigir Það er alveg sama i hvaða flokkaiþrótt það er, alltaf eru Sviarnir seigir, eða réttara sagt allra manna klókastir. A sunnudaginn tryggðu þeir sér sæti i 8-liða úrslitunum með þvi að sigra Uruguay 3:1, og þessi úrslit komu sannarlega á óvart, vegna þess að fram að þessum leik höfðu Sviarnir ekki skorað mark, heldur leikið hreinan varnarleik. 1 8-liða úrslitunum leika þeir i riðli með Júgóslövum, Pól- verjum og V-Þjóðverjum, og hætt er við, að þar verði róður- inn þungur. En þótt Sviar lendi i 8. sæti er það samt af- rek, sem vert er að minnast. 8-liða úrslitin hefjast á morgun Þá er lokið 16 liða keppn- inni í HAA, og eftir standa aðeins 8 lið, sem keppa munu um heimsmeistara- titilinn í knattspyrnu. Þau eru: A-Þýskaland, V- Þýskaland, Júgóslavía, Brasilía, Holland, Svíþjóð, Pólland og Argentína. Lokakeppnin hefst i V- Þýskalandi á morgun, miðvikudag. Liðunum 8 verður skipt í tvo riðla og verða þeir þannig skipað- ir: A-riöill: A-Þýskaland Holland Brasilia Argentina B-riðill: Júgóslavia Pólland V-Þýskaland Sviþjóð A morgun leika i 1. umferð 8- liða keppninnar: Holland — Argentína A-Þýskaland — Brasilia Júgóslavía — V-Þýskaland Sviþjóð - Pólland Sigurvegarar úr hvorum riðli munu svo mætast i úrslitaleik um heimsmeistaratitilinn. Liðin númer tvö leika um 3. og 4. sæti, lið númer 3 um 5. og 6. sæti og lið númer 4 um 7. og 8. sætið. Hinn 6. júli fer fram leikur um 3. og 4. sætið, en 7. júli fer sjálfur úrslitaleikurinn fram. 1. deildin veldur vonbrigðum Leik Fram og KR i gærkvöldi, sem fram fór á Laugardalsvellin- um lauk með jafntefli, ekkert mark var skorað. Enn einu sinni urðu áhorfendur að yfirgefa völl- inn vonsviknir, þvi knattspyrnan, sem boðið var upp á var afar slök og i heildina virðast knattspyrnu- leikir sumarsins hafa valdið nokkrum vonbrigðum enn sem komið er. Enn einu sinni lauk 1. deildar- leik með jafntefli, en þau eru orð- in mörg það sem af er sumars og flest markalaus. f Cruyff og félagar hans i hollenska iiðinu fóru létt með Búigara og tryggðu sér þar með sæti f 8-liða keppninni. \ Pólska liðið kom mest á óvart Ekki fer á milli mála, að liðið, sem mest hefur komið á óvart i HM það sem af er keppninni, er pólska liðið. Það sló ekki aðeins Englendinga út i undankeppninni með glæsibrag, heldur gerði sér litið fyrir og sigraði alla andstæð- inga sina i 4. riðli 16 liða keppn- innar, var eina liðið sem vann alla sina leiki. Og nú siðast urðu Italir, silfurliðið frá HM 1970 að lúta i lægra haldi fyrir Pólverjun- um, en þeir unnu ttalina létt á sunnudag 2:1. Þessi frábæra frammistaða pólska liðsins hefur gerbreytt öllum veðmálum um hvaða lið verður heimsmeistari. Nú spá eðlilega fleiri og fleiri Pól- verjunum sigri. Pólverjar réðu lögum og lofum i fyrri hálfleik i leiknum við ttali og sýndu þá, að það er engin til- unnið hefur alla sina leiki það viljun, að þeir eru eina liðið, sem sem af er keppninni. HSÍ-þingið: Sigurður hafði það Hann hlaut 42 atkv. en Jón Ásgeirsson 24 Mesta byiting, sem orðið hefur i Handknattleikssam- bandi lslands, var gerð á þingi sambandsins um siðustu helgi, þegar 4 nýir menn tóku sæti I stjórn IISÍ. Siguröur Jónsson varkjörinn formaöur, hlaut 42 atkvæði,en Jón Ás- geirsson 24. Mjög mikið baktjaldamakk liafði átt sér stað innan hand- knattieikshreyfingarinnar fyrir þetta þing, og er greini- legt, að HKRR hefur þar unnið sigur, þvi að Reykjavikurfé- lögin studdu Sigurð Jónsson til formanns. Mjög skiptar skoðanir eru umhvort heppilegt sé að skipta um eins marga menn í einu og nú var gert. Þvi að auk Sig- urðar komu i stjórnina Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri I Keflavik, Bergur Guðnason lögfræðingur og Jón Magnús- son lögfræðingur. Fyrir eru Jón Eriendsson, Birgir Lúð- viksson og Stefán Ágústsson. Enginn þeirra sem áður var i stjórninnLen átti að ganga úr henni, gaf kost á sér til endur- kjörs. Annars verður fróðlegt að sjá hvað hin nýja stjórn tekur til bragðs til úrbóta I hand- knattleiksmálunum, en öllum bersaman um að risaátaks sé þörf ef við eigum ekki alger- lega að sitja cftir f þessari I- þróttagrein. Fráfarandi stjórn hafði ákveðnar aðgerðir i huga vegna þessa, m.a. að ráða hingað erlendan þjálfara svo eitthvað sé nefnt. Nú verð- ur það verk hinnar nýju stjórnar að gera eitthvað rót- tækt I þessum málum. A-þýska liöiö fékk morö- hótanir eftir sigurinn yfir því v-þýska Það var eina liðið sem vann alla sína leiki í 16 liða keppninni Það óvæntasta af öllu óvæntu eða mesta „rokufrétt” HM keppninnar til þessa er sigur A- Þjóðverja yfir V-Þjóðverjum 1:0 á laugardaginn. Sennilega hafa allir búist við rólegum jafnteflis- leik, þar sem V-Þjóðverjar höfðu þegar tryggt sér sæti i 8-liða úr- slitunum en A-Þjóðverjum dugði jafntefli til að komast þangað. Þessi sigur A-Þjóðverja hrein- lega tryllti knattspyrnuáhuga- menn i V-Þýskalandi. Hótunum hefur rignt yfir a-þýska liðið, m.a.s. morðhótunum, þar sem hótað var að allir leikmenn liðsins yrðu myrtir. Vegna þessa hefur lögregluvörður verið efldur að mun um hótel það sem liðið býr á, og hvert sem leikmenn fara gæta þeirra hundruð lögreglumanna. Flestir hafa spáð V-Þjóðverjum sigri i þessari heimsmeistara- keppni, en liklega verða margir til að endurskoða afstöðu sina eft- ir þessi úrslit.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.