Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 25. júni 1974. Stórkostleg misnotkun „Varins lands” á almannatrúnaði Efni þessarar siðu hefur birst áður hér i Þjóðviljanum og heyrir allt undir það sem for- göngumenn „Varins lands” telja refsivert. Hér er fjallað um tölvuskrána, hina sér- kennilegu auka-afurð undirskriftasöfnunar- innar, og skýrt frá þvi, hvers eðlis sú skrá er. Dregnar eru ályktanir af þvi fáa sem aðstand- endur „Varins lands” hafa látið hafa eftir sér um skrána á opinberum vettvangi. Fyrir það heimta þeir miskabæt- ur. Skýrt er frá nýjum tölvuskrárlögum i Svi- þjóð og undirbúningi undir slik lög i Noregi og Bandarikjunum. | Það telja VL- menn niðrandi fyrir sig. Samkvæmt kröfugerð „Varins lands” er sú umræða sem höfðar til skynsemi manna og ályktunargáfu bann- færð. Einnig skai vera tugthússök að segja al- mælt tiðindi úr ná- grannalöndum. „Alveg sérstaklega meiðandi” telja VL- menn þær fyrirsagnir er prýða þessa siðu, en fram hjá þeim varð ekki gengið þar eð þær eru sannleikanum sam- kvæmar og annað væri i ósamræmi við það efni er á eftir fer. Undirritaður gengst fúslega við þvi iað hafa ritað allt það efni sem hér er birt um tölvuskrá VL og löggjafaratriði i þvi sambandi. Hjalti Kristgeirsson. Skráin sem VL-menn hafa gert eftir undirskriftalistunum mundi rúm- ast á litium hluta þessarar tölvuspölu. Þaö tæki ekki nema örfáar mln- útur aö flytja allt efniö yfir á aöra spólu. Þaö er þvl ekki fyrirhafnar- samt aögefa vini slnum eintak af sllkri skrá. (Þjv. 26/2 1974). Undirskriftasöfnunin notuð í njósnaskyni Forystumenn „Varins lands” gera nákvæma skrá yfir alla und irskrifendur. i henni eru ekki að- eins þau atriði, sem hinir útfylltu undirskriftalistar sjálfir greina, heldur fleiri atriði, sem VL-menn setja inn. Skráin er gerð með fullkomn- ustu tækni vorra tima, tölvu- tækni. Tölvuvinnslan býður upp á ótakmarkaða möguleika til skjótrar fjölföldunar. Tölvu- skrána sjálfa má endurgera á ör- fáum minútum, á einni klukku- stund má fá úr tölvu vélunna lista i mörgum eintökum yfir allt það er tölvuskráin geymir. Fólk skrifaði undir plagg hjá VL sem farið var með sem trún- aðarmál.Fólki var gefið til kynna aö undirskriftir þess yrðu aldrei birtar eða geröar aðgengilegar fyrir óviðkomandi aðila. Fólk gaf enga heimild til þess að um það yrði haldin spjaldskrá. Það var með undirskrift sinni ekki aö gerast félagsmenn i nein- um samtökum. En tölvuskrá er fullkomnasta gerð spjaldskrár sem til er. Með samanburði á tölvuskrá VL og venjulegri ibúaskrá er auö- velt að sjá þá sem ekki skrifuöu undir,‘þá „óábyrgu og grunsam- legu”. Ef VL-menn vilja bera eitthvaö það af sér sem hér segir, þá skulu þeir leggja fram hina vélunnu lista og tölvugögnin , þ.e. fyrir- mælin sem farið var eftir þegar tölvuskráin var gerð. Þeir skulu einnig leggja fram allar þær segulbandsspólur sem tölvuskrá- in er varðveitt i. (Þjv. 26/2 1974). Það rökrétta 1 Þjóöviljanum 26. febrúar 1974 var birt „gagnrýnin athugun á viðtali viö Ragnar Ingimarsson i Morgunblaðinu á sunnudaginn”. Þar sagði m.a.: VL-maðurinn Ragnar Ingi- marsson játaði það I Morgunblað- inu að tölva væri „fóðruð á nöfn- um” allra undirskrifenda. í um- mælum Ragnars i viðtálinu felast eftirfarandi staðreyndir um tölvuvinnsluna: Farið var að undirbúa tölvu- vinnsluna þegar i upphafi undir- skriftasöfnunarinnar og götun spjalda hefur hafist fyrir 2-3 vik- um. Farið var hvað eftir annað i tölvu til að finna tviritanir og gera útskrift, annað er ekki rök- rétt. Það er gert meöan á sjálfri undirskriftasöfnuninni stendur. En endanlega er ekki hægt að komastfyrir tviritanir nema hafa allt safnið inni i einu. Tölvu- vinnsla á hluta undirskriftanna hlýtur þvi að vera gerð i einhverj- um öðrum tilgangi en þeim að finna tviritanir. Úr þvi að vélunnu listarnir eru geröir i heimilisfangaröð til að auðvelda samanburð við Ibúa- skrár, liggur beint við að beita þeim samanburði til að fá út, hverjir hafa ekki skrifað undir. Það að tölvulistar voru fengnir meöan á sjálfri undirskriftasöfn- uninni stóð, leiðir að þessu mjög sterkar likur. Tölvuvinnslan var þvi m.a. gerð til að auðvelda sjálfa framkvæmd undirskrifta- söfnunarinnar. VL-menn töldu sér ekki henta að skýra frá tölvuvinnslunni með- an undirskriftasöfnunin var i gangi. Þeir hafa óttast að vitn- eskjan um hana mundi fæla fólk frá undirskriftum. Ragnhildur játaði Forsiðuklausa i Þjóðviljanum 27. febrúar 1974: Þjóöviljinn hélt þvi fram i gær að forystumenn „Varins lands” gerðu skrá, tölvuskrá, yfir alla undirskrifendur. Ragnhildur Helgadóttir ihaldsþingmaður, en hún er nákomin VL-forystunni, sagði á þingi i gær að auðvitað væri gerð skrá! Skrá eða ekki skrá, það er ein- mitt eitt mikilvægasta atriðið sem þarf að liggja fyrir tölvu- vinnslu þeirra VL-manna á undir- skriftalistunum. Það var fræði- lega hægt að taka upp efni þeirra án þess að gerð væri um leið full- komin skrá sem hægt er aö fletta upp I, endurnýja, leiðrétta og hafa til alls kyns nota. En Ragn- hildur dró enga dul á, að það er einmitt skrá sem gerð er. Raunar kom fram I framsögu Ragnars Arnalds, utan dagskrár I gær meö fyrirspurn hans til for- sætisráðherra, að sett er auð- kennisnúmer við hvern einstak- ling I tölvuvinnslu VL. Með þvi að gera þetta búa VL-menn til full- komna skrá með öllum eiginleik- um spjaldskrár, en bara miklu handhægari. Ólafur Jóhannesson taldi eðli- legt aö athugað væri um setningu laga, sem vernduðu rétt einstak- lings gagnvart þvi, sem hægt væri að gera með slikum skrám. t Þingsjá Þjóöviijans sama dag, sem bar yfirskriftina „Njósnaskráin rædd”, var I inn- gangi sagt svo frá orðaskiptum þeirra Ragnars Arnalds og for- sætisráðherra: Ragnar Arnalds kvaddi sér hljóðs utan dagskrár I sameinuðu þingi i gær og gerði að umtalsefni þá tölvuskrá sem forystumenn „Varins lands” hafa gert um und- irskrifendur ávarps sins. Ataldi hann mjög þá háttsemi og spurði forsætisráðherra, hvort hann teldi ekki eðlilegt og hvort hann vildi ekki stuðla að þvi,aðum leið og margnefndir listar verða af- hentir, verði samtimis afhent þau tölvugögn, svo sem gataspjald- skrá, segulspóiur, tölvuforrit, vélunnir listar og önnur skýrslu- vélagögn, sem gerð hafa verið á grundvelli þessarar undirskrifta- söfnunar. — í svari Ólafs Jó- hannessonar kom fram að slik til- mæli gætu verið eðlileg, en vald heföi hann ekkert I þessu efni þar sem beinar lagaheimildir skorti. Hins vegar kæmi mjög til athug- unar aö setja lög um þessi efni, þvi að menn eiga rétt á þvi að vera verndaðir gegn þvi að farið sé ofan I þeirra einkahagi. Síðan var birt I þingsjánni all It- arleg endursögn ræðu Ragnars. Bann við tölvuvæddum persónunjósnum I þingsjá Þjóöviljans 19. mars 1974 er sagt frá þingsályktunartil- lögu I grein er ber fyrirsagnirnar: Tillaga þingmanna úr fjórum flokkum — Lög um verndun ein- staklinga gegn misnotkun tölvu- tækni. Inngangur greinarinnar var þessi: Alþingismennirnir Ragnar Arnalds, Benedikt Gröndal (A), Jónas Jónsson (F) og Bjarni Pólitísk tölvuskrá er gerð eftir undirskriftalistunum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.