Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 16
mmvmiml Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- ýikur, simi 18888. Nætur-, kvöld- og helgarvarsla lyfjabúða I Reykjavik 21.-27. júni er I Laugarnes- og Ingólfsapóteki. Kvöidsimi blaðamanna er 17504 Slysavaröstofa Borgarspítalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Þriöjudagur 25. júni 1974. Þórbergur Þórðarson um forsvarsmenn Varins lands: Eru ekki með öllum mjalla Málshöfðanirnar eiga sér fáar hliðstœður Þórbergur Þórðarson, rithöfundur, hefur löngum verið ómyrkur í máli og komið til dyr- anna eins og hann var klæddur. „Ég held bara að þeir séu ekki meö öllum mjalla þessir herramenn. Ég skil ekkert i þeim að vera að eltast við svona skiterl. Annars man ég eftir að hafa verið lögsöttur einu sinni fyrir einhverjar ærumeiðingar, en ég er nú búinn að gleyma hvernig það mál endaði svo það hefur varla verið merkilegt. Hér áður fyrr þekktust þó varla málaferli af þessu tagi, og ég held að ég hafi verið meö þeim fyrstu, sem var lögsóttur vegna ummæla á prenti. En ég er sannfærður um að rithöfundasamtökin, blaðamannafélagiö og önnur slik samtök munu gripa i taumana og taka ákveðna afstöðu til þessa meiðyrða- máls, og ég vona að það verði til þess að vitleysa á borð viö þessa endurtaki sig ekki.” __gSp Þórbergur Þóröarson Unnið að samræimngu á kröfum strandríkja CARACAS 24/6. — Um tuttugu strandríki hafa komið sér saman um að halda fund til að reyna að samræma fimm tillögur um efnahagslögsögu sem fram hafa komið á haf- rétta rráðstef nunni í Caracas. Sunnudagurinn var: Heitasti dagur í 35 ár Hún fór víst ekki fram- hjá neinum hitabylgjan sem gekk yfir mestan part landsins sl. sunnudag. Hvarvetna um land mátti sjá fólk striplast eins lítið klætt og velsæmið leyfði, drekkandi i sig hið lang- 1 Dauðaslys umferðinni Um klukkan 22.30 sl. laugar- dagskvöld varð banaslys i umferðinni i Reykjavik. Átti þetta sér staö við gatnamót Ægisgötu og öldugötu Þar klemmdist 15 ára gamall piltur, Friðfinnur Sigurðsson, til heimilis aö Nýlendugötu 16, á milli bifreiðar ogg grindverks og iést I sjúkrabifreiðinni á leið upp á slysavaröstofu. Tildrög slyssins voru þau, aö Volvo-bifreið var ekiö austur öldugötu, en á gatnamótum öldugötu og Ægisgötu tók bifreiðastjórinn ekki eftir stöðvunarskyldumerki og ók i veg fyrir leigubifreið af Volgu-gerö sem ekið var suður Ægisgötuna. Við áreksturinn kastaðist Volvo- bifreiöin upp á gangstétt, þar sem Friðfinnur heitinn sat á reiðhjóli sinu og las i blaði. Bifreiöin fór beint á piltinn sem klemmdist á Keisarinn af- neitar atóm- sprengjunni PARIS 24/6. — Sendiráð Irans i Paris hefur borið það til baka, að keisari írans hafi sagt i viötali heima fyrir, að land sitt mundi koma sér upp kjarnavopnum fyrr en nokkurn gæti grunað. Von er á keisara i opinbera heimsókn til Parisar. milli hennar og grindverks, eins og áður segir. Kandidatar af Landakoti voru komnir aö á undan sjúkrabif- reiðinni og höfðu gert allt sem i þeirra valdi stóð fyrir piltinn, en það bar ekki árangur. Hann 'var látinn þegar upp á slysavarðstofu kom. —S.dór þráða sólskin, sem við teljum okkur fá svo alltof litið af íslendingar. Og þessi dagur varð einmitt heitasti dagur sem komið hefur hér á Iandi siðan árið 1939, en 21. júni það ár mældist á Teigarhorni 30,5 stiga hiti, sem er mesti hiti sem mælst hefur hér á landi, þótt sögur séu um aöeins meiri hita. En á sunnudaginn mældist hitinn á Akureyri 29,4 stig, sem er mesti hiti sem þar hefur mælst, að sögn Jónasar Jakobssonar veðurfræðings. Og það var ekki bara heitt á Akureyri og i nágrenni. Þessi mikli hiti var hreint um allt land nema á Austfjörðum, þar kom þokan og kældi verulega loft- hitann, þannig að þar var ekki nema 6 til 9 stiga hiti. En annars- staðar var hitinn þetta 17 og uppi 25 stig, heitast eins og áður segir á Akureyri, 29,4 stig. —S.dór Hér er m.a. um að ræða tillögu frá Noregi og Astraliu um 200 milna efnahagslögsögu, aðra frá Islandi, og enn aðrar frá Kina og rikjum Suður-Ameriku. Reynt verður aö skapa samstöðu um 50 strandrikja, og segir fréttaritari NTB að miklar vonir séu tengdar við Kinverja. Enn er deilt um;afgreiðslumála álráðstefnunni og er bersýnilega um að ræða andstæður milli strandrikjanna annarsvegar og Sovétrikjanna og Bandarikjanna hinsvegar en þau vilja koma sér upp einskonar tvöföldu öryggis- kerfi gegn þvi að samþykktar verði tillögur sem þeim ekki likar. Halda þau fast við að 2/3 hluta atkvæða þurfi til að samþykkt gildi, hvort sem öll þátttökuriki taka þátt i atkvæða- greiðslu eða ekki. A-flokkur á OL í skák: Sovétríkin efst, en Búlgaría í 2. sæti Fréttaþjónusta frá ólympiuskákmótinu i Nissa er ótrúlega slæleg, en þó birti aðeins til ‘i gær er við fengum Dagens Nyheter frá 21. júni. Þar er sagt frá úrslitum i fimmtu umferð i A- iðli, sem urðu þessi: Júgóslavia — Ungverjaland 1:3, Wales — Filipseyjar 1,5 — 2,5, Tékkóslóvakia — Spánn 1,5 — 2,5, England — Búlgaria 1 — 3, Vestur-Þýskaland — Finnland 3 — 1, Holland — Sovétríkin 1—3, Argentina — Rúmenia 3—1, Sviþjóð — Bandarikin 0,5 — 3,5. Staðan i A flokki eftir 5 umferðir: Sovétrikin 16,5 , Búlgaria 14, Bandaíikin 13, Ungverjaland 12,5, Júgóslavia 11,5, Spánn 10,5, Holland, Tékkóslóvakia og V- Þýskaland 10, Rúmenia 9, Filips- eyjar 8,5, Argentina og Finnland 8, Sviþjóð 7,5, England 7 og Wales 4. sj X-G G-listakvöld í Þing- hól annað kvöld Alþýðubandalagið I Kópavogi heldur G-listafund með kaffi- veitingum miðvikudaginn 26. júnf kl. 21 I Þinghól. Sjónvarp verður i salnum, horfum sameiginlega á hringborðsumræð- urnar, herðum sóknina, eflum kosningasjóöinn. Skýrt veröur frá skipulagi kosningastarfs á kjördag. Aiþýðubandalagið, Kópavogi I rás tímans hefur þessi gamli málsháttur öðlazt nýja og víðtækari merkingu. öllum ætti að vera Ijóst, að reykjarsvæla af tóbaki veldur alvarlegri mengun en annar reykur. Sannað hefur verið, að tóbaksreykingar geta valdið banvænum sjúkdómum svo sem lungnakrabbameini og hjartasjúkdómum. Bezta ráðið til þess að komast hjá þessari hættu er að byrja aldrei að reykja, en ef þú reykir, ættirðu að hætta því feigðarflani sem fyrst. Rannsóknir sýna, að hjá fólki, sem hættir að reykja, minnka jafnt og þétt likurnar á því, að það verði hjarta- og iungnasjúkdómum að bráð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.