Þjóðviljinn - 06.07.1974, Side 1
UOÐVIUINN
Laugardagur 6. juli 1974—39. árg.—116. tbl.
iPOTEK
OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7,
NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2.
SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3
SÍMI 40102
ÞAÐ430RGAR SIG
AÐ VERZLA í KRON
Geir gerir fyrstu tilraim
Forseti fól Geir Hallgrímssyni að kanna möguleika á
rikisstjórn undir forustu Sjálfstœðisflokksins
Forseti Islands fól i gær Geir Hallgrimssyni að
kanna möguleika á stjórnarmyndun undir forustu
S jálf stæðisf lokksins.
Blaðinu barst i gær eftirfarandi fréttatilkynning
frá skrifstofu forseta íslands:
„Slðdegis I dag kvaddi forseti
Islands formann Sjálfstæðis-
flokksins Geir Hallgrlmsson á
sinn fund og óskaði þess að hann
kannaði hverjir möguleikar væru
á að mynduð yrði undir forustu
Sjálfstæðisflokksins rlkisstjórn,
sem nyti meirihluta á Alþingi.
Aður en forseti tók þessa
ákvörðun hafði hann átt viðræður
við formenn stjórnmálaflokkanna
og auk þess þá formenn þing-
flokka sem ekki eru jafnframt
formenn stjórnmálaflokka.”
Búast má við að Geir
Hallgrlmsson muni næstu daga
kanna viðhorf annarra stjórn-
málaflokka til samstarfs við
Sjálfstæðisflokkinn. Eins og
kunnugt er hafa Sjálfstæðismenn
25 þingmenn og ekki er möguleiki
á nýrri viðreisnarstjórn þvl
Alþýðuflokkurinn fékk aðeins
fimm þingmenn, en 32 þarf til að
rlkisstjórn hafi starfhæfan
meirihluta á þingi I báðum
deildum. Þvl er viðbúið að erfitt
reynist fyrir Sjálfstæðisflokkinn
að mynda stjórn að minnsta kosti
i þessari fyrstu atrennu.
Talið er að Framsóknar-
flokkurinn hafi lltinn hug á að
ganga til samstarfs við Ihaldið
Geir Hallgrimsson
Fyrstu Islensku fiskiönaðarmennirnir. Myndina tók Ari Kárason aö loknum skólaslitum I gær. t fremri röö fyrir miöju situr skólastjóri
Fiskiönskólans, Siguröur B. Ilaraldsson.
MERKUR DAGUR í SÚGU FISKVEIÐIÞJÓÐAR;
Fyrstu fiskiðnaðarmennirn-
ir voru útskrifaðir í gær
undir íorsæti Geirs og þvl verði
ekki um helmingaskiptastjórn að
ræða I bili. Tlminn hefur veriö
með getgátur um myndun
nýsköpunarstjórnar þ.e. að Sjálf-
stæðisflokkur og Alþýöubandalag
myndi stjórn, en það „fróma”
blað gleymir þá, að m.a. er djúp-
stæður ágreiningur milli þessara
flokka um varnarmálin og alla
stefnu I efnahagsmálum. Þvi er
almennt talið að nokkuð löng
stjórnarkreppa verði hér á landi
að þessu sinni, en fyrsta, tilraun
er hafin
Sojus
tengdur
Saljut
Moskvu 5/7 — í dag var
geimskipið Sojus 14. tengt
við geimstöðina Saljut 3 úti
i geimnum og gekk það
snurðulaust að sögn Tass.
Geimfararnir tveir/ Pavel
Popovitsj og Júri Artjúkin,
fóru út úr geimfarinu í 100
metra fjarlægð frá geim-
stöðinni og gengu yfir í
hana.
I gær voru fyrstu fisk-
iðnaðarmennirnir á islandi
brautskráðir frá Fiskiðn-
skólanum. Þessi fyrsti
hópur fiskiðnaðarmanna
telur 23 slíka, en einn á ó-
lokið prófum, en þeim
fékk hann frestað vegna
veikinda. .
Skólastjórinn gaf formanni
skólanefndar, Guðmundi Magn-
ússyni, orðiö fyrstum. Sagði hann
að nemendur þeir, sem nú út-
skrifast, hefðu hafið nám við
skólann fyrir þremur árum.
Fyrstu tvö árin, eða vel það, fór
kennslan að mestu fram á Skúla-
götu 2 I Reykjavik i húsi Fiskifé-
lagsins. Nú fer bóklega námið
fram i Hafnarfirði, að Trönu-
hrauni 8, en unnið er að þvl að
verklega námið geti farið fram
hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar,
og að þvl stefnt að þar geti það
hafist næsta haust.
í haust hefst einnig kennsla i
framhaldsdeild skólans, og sagði
Guðmundur að undirbúningur
væri hafinn undir U.ð, að ein-
staka bekkjardeildir gætu tekið
til starfa víðs vegar úti á landi.
Skólastjórinn, Siguröur B. Har-
Gunnar Alexandersson flytur á-
varp fyrir hönd nemenda skólans.
aldsson sagði að 51 nemandi hefði
stundað nám við skólann I vetur,
24 i þriðja bekk, 11 i öörum bekk
og 16 i 1. bekk. Við skólann störf-
uöu i vetur tveir fastir kennarar
auk skólastjóra og tiu stunda-
kennarar meðan bóklega kennsl-
an stóð yfir, en kennslu I skólan-
um er skipt i bóklegar- og verk-
legar annir. Skólaárið er 11 mán-
uðir.
Tveir þriðju hlutar hinna nýút-
skrifuðu fiskiðnaðarmanna munu
geta haldið áfram námi I fram-
haldsdeildinni, en hún mun út-
skrifa fiskvinnslumeistara eftir
eins árs nám til viðbótar og fisk-
tækna að loknu tveggja ára námi.
Ekki rhun enn vera ákveðið um
stöðu nemenda Fiskiðnskóians I
námslánakerfinu, en skólastjóri
bjóst við, að þetta mál yrði ljóst
orðið I haust.
Nokkurri deilu hefðu valdið i
vetur þau starfsréttindi, sem
skóli þessi kynni að veita nem-
endum sinum. Skýrði skólastjóri
frá þvi að nú virtist það mál vera
að komast á úrslitastig, og nefndi
Framhald á bls. 13
Þeir höfðu tengt geimförin tvö
úr sömu fjarlægð og að þvi loknu
settu þeir tæki geimstöðvarinnar
i gang. Rannsóknir þær sem Sal-
jut 3 á að gera eru á yfirborði
jarðar, gufuhvolfinu og úti i
geimnum. Einnig yerða rannsök-
uð áhrif geimferða á mannslik-
amann og hvernig bæta má
vinnuskilyrði geimfara um borð i
geimstöðinni.
Að sögn Tass liður geimförun-
um vel og öll tæki geimstöðvar-
innar starfa eðlilega.
Thailand
Bangkok 5/7 — Miklar mót-
mælaaðgerðir hafa verið við-
haföar I Bangkok undanfarna
daga og er þeim beint gegn
aðallögreglustöð borgarinnar.
Lögreglan hcfur mætt aðgerð-
unum af mikilli hörku og tvi-
vegis skotið að mannfjöldan-
um. Hafa a.m.k. 23 látiö lifið
Lögreglan myrðir 23
og fjöldi manna særst.
Öeirðirnar hófust er lögregl-
an handtók kinverskan
bilstjóra sem hafði að sögn
lagt bilnum sinum ólöglega.
Lögreglan i Bangkok hefur
áunnið sér mikið hatur
borgarbúa eftir óbilgjarnar
aðfarir i óeirðunum sem urðu i
október og veltu stjórn lands-
ins úr sessi.
Lögreglan lokaði öllum göt-
um sem liggja að lögreglustöð-
inni en þá létu mótmælendur
flöskum og grjóti rigna yfir
hana. Forsætisráðherra
landsins hefur lýst yfir
neyðarástandi i borginni.
Stjórnin hefur visað á bug
fullyrðingum um að óeirðirnar
stafi af kynþáttahatri milli
kinverja og thailendinga en
þessi þjóðarbrot áttu i miklum
illdeilum stuttu eftir siðari
heimsstyrjöld.