Þjóðviljinn - 06.07.1974, Page 7
Laugardagur 6. júH 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
v vj41
Líf á öörum hnöttum - fjóröa grein
Geimferðir og
annarskonar líf
sem „ópíum
fyrir fólkið”
Geimskipið jörðin séð frá tungli:
Kenningasmíði um líf á öðrum hnöttum
er einatt notuð til að telja fólki trú um
að okkar eigin vandamál séu ekki
félagsleg heldur aðeins tæknilegs eðlis.
Hér I blaðinu hafa birst þrjár
greinar að undanförnu um lff á
öðrum hnöttum. Fyrst var i þeim
reynt að gera grein fyrir likindum
á þroskuðu lifi á öðrum hnöttum,
scm voru taidir þó nokkrir. Þá
var vikið að þvi, að reikna út lfkur
á þvi að koma mætti á sambandi
við slikt líf, og þóttu þeir mögu-
leikar satt að segja I rýrasta lagi.
í þriðja lagi gerði höfundur grein
fyrir því viðhorfi sinu, að ef að við
gætum komist i samband við aðra
menningu, þá hlyti hún að vera
komin nokkuð á undan okkur. Og
þar með gæti hún ekki verið kapi-
talisk, vegna þess að hún hlyti að
hafa leyst nú þegar þá vist-
kreppu, sem hann telur bundna
eðli kapitalismans — truflun á
eðlilcgu sambandi milli lifvera,
milli „manns” og umhverfis.
Hér á eftir verða rakin helstu
atriðin i lokagrein höfundar, sem
fjallar um það, hvernig kenning-
ar um lif á öðrum hnöttum eru
notaðar i hugmyndafræðilegum
eða beinlinis pólitiskum tilgangi..
Höfundur segir sem svo, að það
séu kapitaliskir framleiðsluhætt-
ir, sem móti lif okkar á þessari
jörð aðmestu. Sú skipan er, segir
hann, óhugsandi án sifelldrar
þenslu, nýrra markaða. En jörðin
er sjálf lokað kerfi, og þvi er ekki
hægt að auka hagvöxtinn og selja
meira endalaust. Þvi er i dag um
að ræða andstæður á milli þenslu-
stefnu kapitalismans og þess lok-
aða kerfis sem hann starfar i, og
að sinu leyti þokar til hliðar i vit-
und manna þeirri þverstæðu sem
þýðingarmest er — andstæðum
launavinnu og auðmagns.
Geimferöir
Hér koma geimferðir til sög-
unnar, sem reynast heimsvalda-
stefnu til margra hluta nytsam-
legar. Þær hafa hernaðarlegu
hlutverki að gegna. Þær eru not-
aðar til að „gegnumlýsa” hnött-
inn i leit að nýjum hráefnalind-
um. Þær eru notaðar til að full-
komna stjórntæki. En þar með er
ekki allt upp talið.
Þær andstæður, sem áður voru
nefndar, má leysa á tvenns konar
hátt. Það er hægt að afnema
kapitaliska framleiðsluhætti, láta
þá rýma fyrir öðrum framleiðslu-
háttum, sem gætu tryggt vist-
fræðilegt jafnvægi á jörðunni.
Eða þá, að reyna má að stækka
hið vistfræðilega kerfi, það er að
segja flytja umsvif mannsins út
fyrir hnöttinn. Þetta er reyndar
ekki mögulegt, a.m.k. ekki innan
þess tima sem leysa þarf vist-
kreppuna á, ef ekki á illa að fara.
En hinsvegar er hægt að telja
fólki trú um að þessa kreppu megi
forðast, enda þótt ekki sé skipt
um framleiðsluhætti, þjóðfélags-
skipun.
Lítið skref
Og það er einmitt þetta sem
reynt er að gera með geimferðum
og kenningum um lif á öðrum
hnöttum. Þegar menn stigu fyrst
á tunglið 1969 áttu sjónvarpsþulir
og fréttaskýrendur varla orð til
að lýsa þvi hve „griðarlegt
stökk” þetta „litla skref” hefði
verið i sögu mannsins. Einn likti
þessum tiðindum við það, er
fyrstu dýrin skriðu upp úr sjónum
og á land. Geimferðir eru m.ö.o.
notaðar til að koma inn þeirri
blekkingu hjá mönnum að þeir
geti rofið hið lokaða kerfi sitt inn-
an tiltölulega skamms tima og
þar með til að beina athyglinni
frá þeim brýnu verkefnum að
breyta mannlegu félagi til að það
spilli ekki frekar en orðið er lifs-
skilyrðum á þvi geimskipi sem
jörðin er. Geimferðir verða eins
konar ópium fyrir fólkið, eins og
Marx kallaði trúarbrögðin.
Hvers konar líf?
Eins og áður var sagt, eru þó
nokkrar likur á þvi, að þroskað lif
sé að finna i geimnum. En það
sem menn taka siður eftir i
vangaveltum um slikt lif er það,
að þeir eru alltaf að yfirfæra
rikjandi jarðnesk viðhorf yfir á
mögulegt lif á öðrum hnöttum.
Þegar menn reikna með einskon-
ar kreppulausum kapitalisma á
öðrum hnöttum, þá eru þeir beint
og óbeint að reyna að sanna það
fyrir sér, að hið rikjandi skipulag
á jörðunni geti áfram verið til án
þess að lenda I kreppu sem ann-
aðhvort tortimi honum og komi á
öðru kerfi, eða þá tortimi sið-
menningunni. Með öðrum orðum:
menn eru að koma þvi að hjá
sjálfum sér og öðrum, að vanda-
mál jarðarinnar verði leyst með
vissum framförum i tækni, að fé-
lagslegar byltingar séu óþarfar.
I þessu sambandi tala menn
eins og Sebastian von Hörner og
Fred Hoyle um að samband við
menningu á öðrum hnetti gæti
kannski fært svo mikla þekkingu
yfir til okkar að við gætum leyst
okkar vandamál. Þarna má enn
finna hliðstæðu milli félagslegs
hlutverks utanjarðarliffræði og
trúarbragða: maðurinn leysir
ekki vandamál sin með þvi að
breyta samfélagi sinu, segja full-
trúar beggja beint eða óbeint —
heldur með sambandi við þrosk-
aðan tækniheim — eða almættið.
Náttúruskoðun
fyrr og nú
Með þessari gagnrýni er ekki
verið að kasta rýrð á þau fræöi
sem lúta að þvi að kanna mögu-
leika á lifi á öðrum hnöttum.
Hinsvegar er það dregið fram, að
við núverandi aðstæður, hættir
þessum fræðum við að taka mið
af rikjandi hugmyndafræðilegum
viðhorfum.
Þessi hugmyndafræði er aö
mörgu leyti i andstöðu við fyrra
landnám kapitalismans i náttúr-
unni. Vegna útþensluþarfar hans
var náttúran brotin undir vald
hans sem ný hráefni, ný fram-
leiðsluöfl. „Það er fyrst við að-
stæður kapitalismaV segir Marx,
„að náttúran verður manninum
hreint og beint nytsamur hlutur,
hættir að njóta viðurkenningar
sem vald út af fyrir sig”. En á þvi
skeiði sem nú stendur yfir kemur
náttúran ekki aðeins fram sem
tæki til að auka þenslu i
kapitaliskum framleiðsluháttum,
heldur einnig sem takmörkun
slikrar þenslu. Þekking á náttúr-
unni er nú um stundir viðurkenn-"
ing á náttúrunni sem takmörkun,
sem andstæðu við kapitaliska
framleiðsluhætti, en ekki sem
þjóni þeirra.
Við þessar aðstæður hefur það
gerst i reynd, að kenningasmíði
um náttúru hnattanna er höfð til
að felaþær þverstæður sem felast
i hinu lokaða vistkerfi okkar.
Utanjarðlifsfræði og geimferðir
eru hafðar til að fela félagsleg
vandamál, til að afneita vist-
fræðilegum lögmálum sem i gildi
eru i náttúrunni. Og þessi afneit-
un tekur meira að segja á sig
trúarlegt form: menn fara að
trúa á þá hjáguði á öðrum hnött-
um sem eiga að frelsa mannkynið
i neyð.
(AB byggði á greinaflokki eftir
Tor Nörre tranders i Informa-
tion)
Agúrkutímar- og þó
NÚ ER HAFINN hinn sæli timi
agúrkunnar i blaðamennsku,
svo að við depónerum af þeim
dönsku I málfari eins og löngum
fyrr. Nú færist fjör i angur-
værar lýsingar af kyrrlátum
smábæjum úti á Jótlandi og
suður I Frans, i vangaveltur um
það, hvað hefði orðið ef að Hitler
hefði haldið sig við klessumál-
verk og Mussolini haldið áfram
að skrifa sögulega reyfara, i
samanburð á Nixon og þeim
keisurum Rómar sem hrak-
legastir hafa verið, i aulafyndni,
gervifréttir þar sem fyrirsögnin
er laus við textann 1 merkingu
og mikilvægi. Hinn þétti agúrku
skógur mun meira að segja
kæfa þann meinkvikinda stefnu-
varg, sem hefur um hrið hresst
okkur Þjóðviljamenn mikið og
talið okkur trú um að við værum
þó nokkurs virði.
Það liggur við, að það mætti
leggja niður blöð hér á landi, ef
að menn þyrftu ekki enn að átta
sig á kosningaúrslitum og spá i
framhaldið, þvi óneitanlega
koma þeir hlutir okkur meira en
litið við.
•
ÞAÐ VAR KANNSI ekki svo
undarlegt, að Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna færu
verst út úr kosningunum: það
virðast fá skynsamleg rök fyrir
þvi að þriðji krataflokkurinn
reyni að hasla sér völl á milli
hægrikrataflokks eins og
Alþýðuflokkurinn er og vinstri-
krataflokks eins og Alþýðu-
bandalagið nánast er, þott rót-
tækni sé reyndar misjafnlega
vel þroskuð innan þess. Þó gat
maður haldið, að liðsinni
ýmissa sómasamlegra manna
mundi draga flokkinn lengra.
Þvi miður verður ekki visað á
bug ábendingum um, að ýmis-
legt það sem nú tryggði ihaldinu
mikið fylgi megi beint og óbeint
rekja til frammistöðu fulltrúa
SFV i vinstristjórn. Eins og allir
vita beitti Sjálfstæðisflokkurinn
mjög fyrir sig i kosningabar-
áttunni undirskriftasöfnun
Varins lands, allt var gert til að
setja jafnaðarmerki i vitund
fólks milli flokksins og þess
fyrirtækis. Og sú undirskrifta-
söfnun náði svo langt sem raun
bar vitni meðal annars vegna
þess, að allmikill slæðingur af
fólki hélt sig með þessu vera að
tryggja sér aðgang að kana-
sjónvarpi áfram. Hefði vinstri
stjórnin og þá menntamálaráð-
herra tekið á sig rögg, strax og
stjórnin var mynduð, — hún stóð
vel að vigi og var að gera ýmsa
þarfa og nytsama hluti — , og
lokað kanasjónvarpinu, þá
hefði margt getað farið öðru-
visi. Að visu hefði þó nokkur
hópur manna rekið upp mikið
væl eins og krakki, sem verið er
að venja af snuði. En það hefði
fljótt liðið hjá. Núna væri þetta
sjónvarp varla orðið meira virði
en snjórinn frá þvi I fyrra. Og
öll viðbrögð hinna skoðanalitlu
við Vörðu landi og spegla-
sjónum ihaldsins með það hefðu
orðið önnur.
•
ÉG HELD , að það sé mjög
mikilsvert að leggja áherslu á,
hvers virði það er að skera niður
allt það sem gerir herinn að
einhverskonar hluta hversdags-
lifs landsmanna. Án slikra
áfangasigra vinnst aldrei
heldur neinn stórsigur i þeim
efnum — og þvi þótti mér
skrýtið, þegar Magnús Torfi.bar
fram þá siðbúnu kenningu i
W
laugardags
sjónvarpi rétt fyrir kosningar,
að hann hefði talið rétt að bæði
hyrfu i senn, herinn og hans
sjónvarp«Mál sem þessi gætu vel
haldið áfram að vera ofarlega á
baugi. Þvi það má búast við þvi,
að ef Sjálfstæðisflokknum
tækist að berja saman stjðrn
með Framsóknarmaddömunni,
þá mundi hann leggja áherslu á
að nota aðstöðu sina til að negla
bandariska herinn sem fastast
við daglegt lif og afkomu
tslendinga. Og hefur þegar
flogið fyrir i þvi sambandi, að
Geir myndi sem forsætisráð-
herra hljóta bliðar viðtökur hjá
Alþjóðabankanum og öðrum
skyldum stofnunum, eins og
áður hafa fengið fulltrúar
Suður-Kóreu, Filippseyja,
Brasiliu og núverandi stjórnar
Chile — sem og aðrir þeir vald-
hafar sem Bandarikjunum eru
sérstaklega kærir.
Árni Bergmann