Þjóðviljinn - 06.07.1974, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. júli 1974.
Hvernig
væri aö
kynna sér
málflutn-
inginn?
Ég varð satt að segja meira en
litið hissa þegar ég, viku fyrir
Alþingiskosningar, las i Þjóðvilj-
anum viðtal við Þórunni K.
Thors, sem var 6. maður á lista
Alþýðubandalagsins i Reykjavik.
Orð hennar um rauðsokka og
störf þeirra voru eins og hvert
annað morgunblaðsþrugl og sem
bæði félaga i Alþýðubandalaginu
og rauðsokk er mér ómögulegt að
láta þeim með öllu ósvarað.
Það litur ekki út fyrir að Þór-
unn hafi haft fyrir að kynna sér
þau mál, sem hún þó leyfir sér að
hafa svo ákveðnar skoðanir á, og
meira en það, — ráðast i rauninni
á vissa félaga sina á listanum.
Fróðlegt væri að heyra i hverju
það kemur fram, að konur i
Rauðsokkahreyfingunni hafi
minnimáttarkennd gagnvart
karlmönnum? Hvernig getur það
samræmst skoðunum sósialista
að láta svona út úr sér?
Af láglaunafólki eru konur i
miklum meirihluta og það er fyrir
þær, sem Rauðsokkahreyfingin
heyr baráttu sina. Þvi miður hef-
ur okkur ekki tekist enn, frekar
en Alþýðubandalaginu, að fá
þessar konur til að vinna með
okkur nema að litlu leyti, en við
náum þó til þeirra meira og
minna i starfi okkar.
Alþýðubandalagið telur sig
vera verkalýðsflokk, en ég er
sannfærð um, að með svipuðu
hugarfari og skoðunum á jafn-
réttismálum og fram komu i áð-
urnefndu viðtali, verður ekki bar-
ist fyrir láglaunafólk. Það er aug-
ljóst, að Þórunn litur á baráttuna
fyrir jafnrétti kynjanna sem ein-
angrað fyrirbæri i þjóðfélaginu,
en flestir sem hafa kynnt sér
þessi mál vita, að sú barátta
verður ekki slitin úr samhengi við
aðra baráttu fyrir breyttu þjóðfé-
lagi.
Það er hart að verða að lesa i
Þjóðviljanum þær rangfærslur og
staðlausa stafi, sem þarna koma
fram um fóstureyðingarmál, og
hefði Þórunn átt aö sjá s'óma sinn
i að kynna sér málflutning Rauð-
sokkahreyfingarinnar bæði um
getnaðarvarnir og fóstureyöingar
áður en hún dæmdi. Sannleikur-
inn er sá, að Rauðsokkahreyfing-
in og fulltrúar hennar hafa senni-
lega fjallað meira og fyrr opin-
skátt um getnaðarvarnir á opin-
berum vettvangi en nokkur annar
aðili, bæði i sjónvarpi, útvarpi og
ieigin blöðum, t.d. efast ég um að
áður hafi komiö fram i fjölmiðli
jafn itarlegar upplýsingar um
þessa hluti og gefnar voru i einum
útvarpsþáttanna „Ég er forvitin,
rauð”, sem rauðsokkar sáu um
fyrir 2 1/2 ári.
Það er algerlega rangt, að við
tönnlumst 'alltaf á fóstureyöing-
um, en bendum ekki á fræðslu um
kynferðismál og getnaðarvarnir.
Og við höfum aldrei haldið öðru
fram en að fóstureyðing væri
neyðarúrræði. En um þetta má
reyndar lesa nánar i þeim blöð-
um, sem við höfum gefið út.
Nú eru grannlönd okkar hvert
af öðru að lögleiða rýmkuð á-
kvæði um fóstureyðingar og verði
það ekki gert á Islandi verða það
eingöngu efnaðar konur, sem
geta farið til útlanda og fengið
fóstri eytt, þegar þær finna sig til
þess knúðar af einhverjum ástæð-
um. En fyrir hvaða fólk erum við
að berjast i Rauösokkahreyfing-
unni og i Alþýöubandalaginu?
Mig langar að lokum að benda
Þórunni K. Thors og öðrum á
tvær skýrslur um félagslegar
aðstæður á Islandi, sem gagnlegt
gæti verið að kynna sér. önnur
varðar konur, sem neitað var um
vönun og/eða fóstureyðingu, og
Svaya Stefánsdóttir félagsráð-
gjafi sagði frá I útvarpinu i fyrra,
en hin er rannsókn á kjörum
ungra, einstæðra mæðra i
Framhald á bls. 13
Svava Jakobsdóttir
Sigurlaug Bjarnadóttir
Ragnhildur Helgadóttir
var varaforseti borgar-
stjórnar Reykjavíkur síð-
asta tímabil.
Um leið og jafnréttis-
síðan óskar þeim til ham-
ingju með árangurinn,
væntum við þess, að þær
haldi uppi heiðri is-
lenskra kvenna, láti ekki
skipa sér á neinn sérstak-
an ,,kvennamálabás", en
standi þó vörð um þau
mál, sem sérstaklega
varða hag kvenna vegna
þeirrar mismununar
ÞRJÁR KONUR
ÞINGI-5%
Á
kynjanna sem við búum
við í okkar þjóðfélagi í
raun, hvað sem lögunum
líður. —vh.
Þrjár konur eiga sæti á
alþingi eftir kosningarn-
ar á sunnudaginn var, en
það eru 5% þingmanna.
Konurnar eru Svava Jak-
obsdóttir þingmaður Al-
þýðubandalagsins og
Ragnhildur Helgadóttir
og Sigurlaug Bjarnadótt-
ir, þingmenn Sjálfstæðis-
f lokksins.
Allar eru þessar konur
þjálfaðar í stjórnmála-
störfum, þær Svava og
Ragnhildur áttu báðar
sæti á þingi síðasta kjör-
tímabil, en nýliðinn á
þingi, Sigurlaug Bjarna-
dóttir, hefur hinsvegar
margra ára reynslu af
borgarmálastörf um og
ÞRÓUIM
Bva-nava
SYNM31 l/V IW ’.XXUfSÞJ
S5 JUU - 11 AGUST
Í'MIA LAfsJDfS OG IajCJOAR • IXXí Af!
Kciðraði hcrra I
Ákvcðift hefur verið, að haldin verði sýningin „ÞRÓUN — 874 - 1974“ í Rcykjavík nú í
sumar að undirlagi Þjóðhál'ðarnefndar. Mun hún fjalla um þróun atvinnuveganna frá upphafi
byggðar á íslandi fram á þennan d-»g, en auk þess mun Reykjavíkurborg hafa sérstaka deild
og ríkisstofnanir verða með deild út af fyrir sig, þar scm sýndur vcrður þáttur stjórnvalda í
uppbyggingu atvinnulífsins.
í sambandi við sýninguna verður gefin út vönduð skrá, þar sem bæðLverður skýrt skipulag
Aðeins gert ráð fyrir
körlum sem auglýsend-
um?
Með bréfi þvi, sem hér sést
upphafið að, fylgdi eftirfarandi
orðsending:
„Við erum hér tvær kven-
kyns, sem vinnum við auglýs-
ingadreifingu. Finnst þér hægt
að senda okkur svona bréf?”
t bréfinu er gefinn kostur á að
auglýsa starfsemi fyrirtækis
viðtakanda i sýningarskrá, en
það er greinilegt bæði á ávarp-
inu og i lokin, þar sem stendur,
að „hringt verður til yðar innan
skamms og þér um þaö spurð-
ur”, að það er ekki gert ráð fyrir
kvenkyns auglýsendum.
«i.
Enn við sama heygarðshornift;
fari kvenfólk i einkaritarastörf,
þá er það lagst undir yfjrmanninn
um leift.
Blessaðar, farið ekki að eyöa
peningum i svonalagaða hugs-
unarleysingja. Það væri i mesta
lagi, að þið þægjuð ókeypis aug-
lýsingu sem yfirbót af þeirra
hálfu.
Landssambandið,
en ekki VR
Formaður Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur, Guðmund-
ur H. Garðarsson hringdi i mig
vegna greinar frá félaga i
Verslunarmannafélagi Reykja-
vikur, sem birtist á siðustu siðu,
en þar var sagt frá og birtar
myndir af miður smekklegum
skritlumyndum, sem greinar-
höfundar sagöi úr hátiðablaöi i
tilefni 15 ára afmælis félagsins.
Þetta er misskilningur, sagði
Guðmundur, og svona myndir
hafa aldrei birst í félagsblaði
VR. Hér væri um að ræða blað,
sem Landsamband islenskra
verslunarmanna hefði gefið út.
Er það hérmeð leiðrétt og hann
beðinn afsökunar á mistökun-
En eftir sem áður: Hvaö kem-
ur þá forráðamönnum blaðs
landssamtaka verkalýðsfélaga i
ákveðinni grein til aö birta
skritlur, sem eru bein móðgun
við konur i stéttinni, — og I þess-
ari stétt eru konur i meirihluta.
Engin kona þar, eða
hvað?
S.K. hringdi og sagðiist lengi
hafa ætlað aö spyrja að þvi,
hvernig það væri með Þjóðvilj-
ann og Neskaupstaö. Um þann
stað hefðu komið hvorki meira
né minna en 8 siður i blaðinu i
vor, að sinu leyti ágætis efni, en
meðal þeirra sem talað hefði
verið við þar eystra hefði ekki
verið ein einasta kona. Hvers-
vegna i ósköpunum ekki? spyr
S.K. Sá blaöamaðurinn enga
konu þar, eöa hvað?
Svo bregðast krosstré...
er yfirskrift bréfs frá E.M.,
sem sendir fróðleikspistil um
konur og Nóbelsverðlaun, sem
birtist nýlega (6/6) i „Heimilis-
timanum”, en þar segir ma. að
siðan 1901 hafi mörgum hundr-
uðum Nóbelsverölauna verið út-
hlutað, en aðeins tólf þeirra hafi
konur fengið og eru þær taldar
upp i pistlinum (Madame Curie
tvisvar efnafræðiverðlaun, dótt-
ir hennar Irene Joliot, Bertha
von Suttner Austurriki, friðar-
verðlaun, Grazia Deledda,
ítaliu, bókmenntaverðlaun, Sig-
rid Undset, Noregi, bókmennta-
verðlaun, Jane Addams,
Bandarikjunum, friðarverð-
laun, Pearl S. Buck, Bandarikj-
unum, bókmenntaverðlaun,
Emily Balch, Bandarikjunum,
friðarverðlaun, Gerty Cori,
Bandarikjunum, læknisfræði,
og Nelly Sachs, Þýskalandi,
bókmenntaverðlaun).
Vegna þess, að ein kona hefur
auðsjáanlega fallið úr, skrifar
E.M., má geta þess,að Chile-
skáldið Gabriella Mistral fékk
bókmenntaverðlaunin i lok sið-
ari heimsstyrjaldar, 1945 eða
'46. Varla verður slik
„gleymska” þó skrifuð á reikn-
ing karlkynsins. Umsjónarmað-
ur blaðsins er Sjólaug Braga-
dóttir, sem sjálf er praktiser-
andi skáldkona.
#/Ég fæ gæsahúö"
Ein er, sú auglýsing i sjón-
varpinu, sem fer svo hroðalega i
taugarnar á mér, að ég fæ gæsa-
húð. Þar er verið að auglýsa
frystikistu sem vafalaust er
ágæt, en hún er sögð „spara
konunni sporin og manninum
útgjöldin”. Ekki déttur mér i
hug að kaupa svona frystikistu
til aö spara manninum minum
sporin út i búð. Hann hefur
gaman af að kaupa i matinn.
Útikona
Og með bréfinu frá útikonu
skuium við loka belgnum i þetta
sinn. Nú eru sumarleyfin i há-
marki og fólk á ferð og flugi um
allar trissur. Þá dettur mér i
hug, að „glöggt er gests augað”
og varla trúi ég öðru en lesendur
rekist á ýmsa hluti á ferðum
sinum um landið eða erlendis,
sem snerta jafnréttismálin, og
væri gaman að fá linu um slikt,
hvort sem horfir til góðs eða
hins verra. Afram með smérið.
—vh